Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrívíddarverk í Ráðhúskaffi KRISTÍN Reynisdóttir opnar sýningu í Ráðhúskaffi laugardaginn 2. mars kl. 12. Framvegis mun listamönnum vera boðið upp á að sýna í húsakynn- um Ráðhúskaffis, sem staðsett er í suðaustur hluta Ráðhússins og mun hver listamaður sýna mánuð í senn. Gefur þetta rými mikla möguleika fyrir þá sem geta nýtt sér mikla og skemmtilega birtu. Sýningin er unnin með þetta rými í huga. Verkin eru í þrívídd, hugrenningar um mannslík- amann færðar í orð og unnnar í gips og málm. Kristín lauk námi frá myndmótun- ardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og stundaði nám við Staatliche Kunstakademie í Dusseld- orf, Þýskalandi, árin 1987-89. Þetta er fjórða einkasýning Krist- ínar hérlendis, en hún hefur haldið eina einkasýningu í Noregi. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum á íslandi, í Þýskalandi, Ítalíu og Nor- egi. Sýningin stendur til 30. mars og er opið frá kl. 11-18 virka daga og frá kl. 12-18 um helgar. Kristbergur sýn- ir í Hafnarfirði í HÚSNÆÐI Hafnaríjarðarleikhúss- ins við Vesturgötu í Hafnarfirði eru nú til sýnis málverk eftir Kristberg Ó. Pétursson, myndir gerðar á árun- um 1989-95. Verkin eru til sýnis alla daga kl. 16-19 á meðan sýningar leikhússins standa yfir. Síðasta sýning- arhelgi Ardísar SÝNINGU Árdísar Olgeirsdóttir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lýkur nú á sunnudag, 3. mars. Árdís sýnir verk úr steinleir með silkiþrykki og verk úr svartbrenndum leir. Galleríið er opið daglega kl. 14-18. Sjónþingi Braga að ljúka NÚ um helgina er síðasta sýningar- helgi á Sjónþingi, myndlistarsýning- um Braga Ásgeirssonar, í Sjónarhóli og Gerðubergi. Eins árs afmæli Hamarsins SÝNIN G ARS ALU RINN við Ham- arinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði, var formlega tekinn í notkun í byijun mars á síðastliðnu ári. „Reglulegt sýningarhald í salnum hefur sett svip sinn á menningarlífið eins og margir sýningargestir geta vitnað um. Fjölbreytileiki sýninga hefur verið mikill, allt frá einkasýn- ingum til viðamikilla samsýninga er- lendra sýningargesta," segir í kynn- ingu. Eftir hlé í janúar og febrúar hefst starfsemin aftur laugardaginn 2. mars með opnun sýningar á verkum Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. Listamönnum skal bent á að enn eru nokkur sýningartímabil þessa árs laus til umsóknar. Sýningu Hrafn- kels að ljúka NÚ LÍÐUR að síðustu sýningarhelgi á verkum Hrafnkels Sigurðssonar í Ingólfsstræti 8. Þessi sýning saman- stendur af 42 vínilhúðuðum stuðla- bergssteinum. Sýningunni lýkur 3. mars. Diddú og Anna Guðný í Loga- landi SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú söngkona, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tón- leika í Logalandi í Borgarfirði á morgun, laugardag, kl. 21. Fagur fiskur úr sjó MYNDIIST Stöðlakot LEIRLIST Árdís Olgeirsdóttir. Opið kl. 14-18 alla daga til 3. mars. Aðgangur ókeypis. STUNDUM hafa áhyggufullir góðborgarar rætt í fullri alvöru um það vandamál sem þeir töldu sýni- legt í fjölgun listamanna; úr lista- skólum útskrifaðist slíkur fjöldi, að engin von væri til að allur hópurinn gæti lifað af listinni. Slíkar vangaveltur eru óþarfar. Stór hluti þeirra sem verða sér út um menntun á þessu sviði snýr sér að störfum á öðrum sviðum, þar sem listmenntunin nýtist þeim með beinum eða óbeinum hætti, án þess að verða starfandi listamenn. Þeir sem leggja út á þá braut gera það hins vegar í flestum tilvikum hægt og bítandi, og ber auðvitað að fagna slíku. Árdís Olgeirsdóttir leirlistarkona heldur hér sína fyrstu einkasýn- ingu, en hún útskrifaðist frá leir- listadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1991. Hún hefur auk námsins þar verið gestanemandi í ÁRDÍS Olgeirsdóttir við eitt verka sinna. Ungveijalandi og Kaupmannahöfn. A þessari fyrstu sýningu sinni einbeitir listakonan sér að mótun einfaldra en tignarlegra forma þar sem annars vegar má tala um högg- myndagerð og hins vegar um sköp- un nytjahluta, og þannig er tekist á við báðar meginhliðar leirlistar- innar. í höggmyndunum Ieitar Árdís fanga meðal fiska sjávarins. Þessi einföldu verk eru unnin úr steinleir og svartbrennd í stað þess að vera skreytt með lituðum glerungi eða öðrum hætti. Verkin rísa upp af undirstöðum steina eða tijákubba, og helga sér rými með sveigum og sterkum svip fremur en litagleði og skreytingum, eins og sést t.d. í verkum nr. 1 og 3, sem koma afar vel út. Þessi myndgerð kemur nokkuð á óvart miðað við þá miklu litadýrð sem gjarna er að finna í leirmunum, en vísar með markvissum hætti til þeirrar undirstöðu, sem leirlistin sprettur af. Efnisgildinu er þannig haldið skilmerkilega til haga, frem- ur en að það sé hulið í þeim fjöl- breyttu möguleikum sem miðillinn býður þó upp á til slíks. Skálar eru meðal undirstöðu- gripa leirmunagerðarinnar, en þau verk sem Árdís sýríir undir þessu heiti á efri hæðinni eru raunar frek- ar stórir diskar vegna lögunarinn- ar. Hér hefur listakonan þrykkt ákveðin mynstur í fletina með silki- þrykki, m.a. fiskitorfur, sem þannig tengja þessi verk við það sem hún sýnir á neðri hæð- inni. Rými flatarins mótast hins vegar mest af skýrt mörk- uðum litum, en hver skál hefur sitt sér- staka litasvið sem er vel unnið í hveiju tilviki; t.d. má benda á verk nr. 12 sem dæmi þessa. Hefð Ieirlistar- innar er sterk í öll- um þeim gripum sem hér eru sýridir, og virðist lista- konan vísvitandi leggja áhersla á hana fremur en að brydda upp á nýj- ungum nýjunganna vegna. Slík efnistök á fyrstu einkasýningu bera vott um djúpa virðingu fyrir miðlin- um, sem væntanlega á eftir að skila sér með vaxandi hætti í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson Helga sýnir í Smíðar & skart í GALLERÍI Smíðar & skart, Skólavörðustíg 16a, stendur nú yfir sýning á verkum Helgu Jó- hannesdóttur leirlistakonu. Á sýningunni eru einungis nytja- munir úr keramiki unnir á tímabil- inu 1995-1996. Helga lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985 og hefur haldið nokkrar einkasýningar ásamt þvi að taka þátt í mörgum samsýningum. Sýningin í Smíðar & skart stend- ur til 21. mars og er opin alla daga á almennum verslunartíma, lokað er á sunnudögum. Strætið frumsýnt Hornafirði. Morgunblaðið LEIKFÉLAG Hornafjarðar frumsýnir í kvöld Strætið eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Sýn- ingin er all viðamikil, en um 40 manns taka þátt í henni. Guðjón er Hornfirðingum góð- kunnur því fyrir tveimur árum setti hann upp með LH Djöfla- eyjuna á ógleymanlegan hátt og ekki hefur hann og hans hópur slegið slöku við við Strætið og stefnir allt í góða sýningu. Sviðsetningin er ein- stök, en sýningargestir eru hafðir upp á sviðinu og hefur leikmyndinni verið komið fyrir í salnum og myndar stræti með öllum sínum íbúum og rusli sem fylgja strætum stórborga. Sýningar eru í Mánagarði og eru fyrirhugaðar tíu sýning- ar og fyrir all Iöngu var upp- selt á frumsýninguna. Húsið verður opnað kl 19:30 og ættu sýningargestir að mæta sem fyrst því leikendur munu taka á móti þeim á ógleymanlegan hátt. Sjón er sögu ríkari. Uppgerðarasi með dugnaðarfasi FJÓRÐA sýning í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður laug- ardaginn 2. mars í Borgarleikhúsinu. Sýnt verður verkið Uppgerðarasi með dugnaðarfasi, en það eru þijú hreyfiljóð eftir Svölu Arnardóttur. Heitið á verkinu er fengið úr ljóði Einars Benediktssonar, Fimmtutröð, þar sem skáldið skoðar mannlífið á Fifth Avenue í New York, en í ljóð- inu segir m.a.: „Mér fannst þetta líf allt sem uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðarfasi." Svala Arnardóttir er leikhús- og kvikmyndafræðingur að mennt og hefur m.a. starfað við fjölmiðla. Val- geir Skagíjörð leikstýrir verkinu en leikendur eru fjórir, þau Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjóns- son og Harald G. Haraldsson. Höfunda- smiðja Leikfélags Reykjavíkur hef- ur verið starf- rækt síðan í haust, en fastar sýningar smiðj- unnar hófust 20. janúar sl. Höfundar sýna verk sín annan hvern laugardag kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu. Aðsókn í höfundasmiðjuna hefur verið mjög góð, enda verkin fjölbreytt og efnis- tök óvenjuleg. BANDARIKJAFOR SINFONIUHLJOMSVEITAR ISLANDS Draumur rætist íslendingar vita fæstir, því miður, hvað þeir eiga góða Sinfóníuhljómsveit. Jón Þórarinsson tónskáld hlýddi á hljóm- sveitina leika í Camegie Hall. MARGAR kærar minningar, flestar um það bil 50 ára gamlar, leituðu á hugann þegar ég kom á æfingu Sinfóníuhljómsveitar íslands í Camegie Hall í gærmorg- un. Þar hafði ég, á síðustu árum heimsstyijaldarinnar síðari og á næstu árum þar á eftir, hlýtt á margar ágætustu hljómsveitir þess tíma með hinum frægustu stjóm- endum: Fílharmoníuhljómsveit New York-borgar sem Artúr Rodzinski stjórnaði þá, NBC-hljómsveitina með Toscanini, Fíladelfíuhljóm- sveitina með Stokowski, að ógleymdri Sinfóníuhljómsveitinni frá Boston með Koussewitski en henni kynntist ég þó enn betur í New Haven, Connecticut, þar sem ég var í námi, bæði á æfingum og tónleikum. ama kviknaði hjá mér sú hugmynd - kannski var það einmitt í Carnegie Hall, að góð hljómsveit hlyti að vera hverri þjóð flestum öðmm hlutum dýrmætari. Og einhvem veginn varð Carnegie Hall í huga mínum tákn alls hins mikilfenglegasta, besta og göfug- asta á þessu sviði tónlistarinnar. Þegar ég kom svo heim til Reykjayíkur haustið 1947 var þar engin híjómsveit starfandi nema Útvarpshljómsveitin, sem í rauninni var gert rangt til með því að kalla hana hljómsveitarnafni. Hljómsveit Reykjavíkur, sem starfað hafði slitrótt og ólaunuð í 25 ár, hafði lagt upp laupana, og tilraunir til að endurlífga hana í einhveiju formi höfðu mistekist. Ýmsir munu hafa fundið til þeirr- ar eyðu sem hér var í íslensku menningarlífi, en það var þó tiltölu- lega fámennur hópur sem lagði sig fram um að finna lausn á vandan- um. Páll ísólfsson og eldhugarnir í forystu Tónlistarfélagsins voru þar frernstir í flokki. Ég gekk að sjálf- sögðu þegar til liðs við þá. Og þó að ég sé nú fyrir nokkru kominn á raupsaldurinn, held ég að ég geti sagt rauplaust að ég hafi aldrei á ævinni gengið heilli að nokkm verki en því að finna grundvöll fyrir stofnun fastrar hljómsveitar í Reykjavík og sannfæra ráðamenn í stjórnmálum og menningarmálum um nauðsyn slíkrar stofnunar. Andstaða var veruleg, einkum meðal hinna eldri stjórnmálamanna, og einhvern veginn vildi svo til að mér var einatt eignuð öll sú „glópska" sem talin var felast í hljómsveitarhugmyndinni. Jónas Jónsson frá Hriflu var einn þeirra sem sýndu mér þann sóma og skrif- aði í blaðagrein að ég „vildi ráða 50 embættismenn til þess að syngja fyrir þjóðina“. Níðurstaðan varð þó sú að fyr- ir forgöngu Ríkisútvarpsins, þar sem við Páll Isólfsson störf- uðum báðir, var Sinfóníuhljómsveit- in stofnuð „í tilraunaskyni“, til 4 'h mánaðar til að byija með, snemma árs 1950. Og „tilraunin" tókst ekki verr en svo að hún hefur starfað síðan, að slepptum nokkrum mán- uðum í árslok 1955 og ársbyijun 1956. Það var Bjarni Benediktsson, þá menntamálaráðherra ef ég man rétt og faðir núverandi mennta- málaráðherra, sem gerði þær ráð- stafanir sem þurfti til að hljómsveit- in héldi lífí á því mjög tvísýna tíma- bili í sögu hennar. Við gerðum okkur fulla grein fyr- ir ágöllum hljómsveitarinnar 1950. Hún var lítil, jafnvægi skorti milli hljóðfæraflokka og hún var að veru- legu leyti skipuð áhugamönnum sem höfðu önnur aðalstörf. En við vorum þess fullvissir að hún mundi eflast og þroskast með tímanum og ætti eftir að gegna mjög mikilvægu hlut- verki í íslensku tónlistar- og menn- ingarlífi. Hærra hugsuðum við varla. Hefði einhver sagt mér þá að ég ætti eftir að lifa það að heyra Sinfó- níuhljómsveit íslands spila í Carnegie Hall í New York, hefði ég talið þann mann vitskertan. En þetta gerðist í gærkvöldi og það með fyllsta sóma eins og viðtök- ur hartnær 2.000 áheyrenda sýndu. Hljómburður í Carnegie Hall er ein- hver sá besti, ef ekki sá allra besti, í nokkrum tónleikasal, og hljóm- sveitin blómstraði. íslendingar vita fæstir, því miður, hvað þeir eiga góða sinfóníuhljómsveit, því að þeir hafa aldrei heyrt til hennar í húsa- kynnum sem henni eru samboðin. Ég hef aldrei verið montnari af því að vera íslendingur en í gærkvöldi. Ég var líka montinn af því að hafa ungur glópur átt mér draum sem hefur meira en ræst. Allir sem þátt eiga í því að Sin- fóníuhljómsveit íslands hef- ur náð þeim hátindi í starfí sínu sem tónleikarnir í Camegie Hall voru eiga miklar þakkir skildar, og þeir eru margir. Þökkunum reyndi ég að koma til skila, eftir því sem föng voru á, í ávarpi sem ég flutti í veg- legri móttöku sem ambassador Is- lands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt hljómsveitinni að tónleikunum lokn- um. Þeim orðum lauk ég með óskinni um að hljómsveitin mætti sem fyrst eignast það heimili og þann vinnu- stað sem hún verðskuldar - í nýju Tónlistarhúsi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.