Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIB________________________ AÐSENDAR GREINAR Hvað eru forvamir í áfengismálum? ÞAÐ ER að koma í veg fyrir, að einstakl- ingur verði áfengis- sjúklingur. Talið er öruggt, að einn af hveijum tíu, sem nota áfengi, verði áfengis- sjúklingur. í framhaldi af því er það skoðun margra á Norðurlönd- um, einkum Svía og Norðmanna, að það sé árangursríkari áfeng- isvöm að efla forvarn- ir, eins og til dæmis bindindisfélög, en að ausa ógrynni fjár í meðferðarstofnanir, sem ná mjög takmörkuðum ár- angri. Meðferðarleiðin Þessu er öfugt farið með íslend- inga. Stjórnmálamenn á íslandi í dag telja að dvöl á meðferðarstofn- un leysi allan okkar vanda í áfengismálum. Því miður tala staðreyndirnar allt öðru máli. Einn af brautryðjendum A.A. á íslandi, Guðmundur Jóhannsson, sagði: 25% þeirra, sem í meðferð fara, fá verulega bót sinna meina. Hjá 30% verður einhver breyting til batnaðar en tæpur helmingur eða um 45% fá enga bót, þrátt fyrir margar ferðir á meðferðarstofnan- ir. Allt síðari tíma tal um krafta- verk í meðferðarmálum eru tilbún- ar tölur og vísa ég þá enn frekar til ummæla Tómasar Helgasonar læknis á aðalfundi Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu fyrir nokkrum árum. Dæmi um oftrú Alþingis íslendinga á meðferð í áfengismálum, eru tölur um fjár- veitingar til þeirra mála árið 1994: Tii meðferðarstofnana var varið 532,2 millj. á móti 24 millj til for- varna. Einn fárra ráðherra frá síð- ari árum, frú Ragnhildur Helga- dóttir, vildi efla forvarnir og bind- indisstarf. Hún lagði til í heil'brigð- isáætlun 1986: „Það á að stofna til samvinnu milli heilbrigðisyfirvalda og fé- lagssamtaka, sem hafa bindindi á stefnuskrá sinni og reyna að efla starf þeirra samtaka.“ Hvað gerðu aldamótamennirnir? Aldamótakynslóðin lagði áherslu á forvarnarstarfið og náði undraverðum árangri. Frá 1. jan- úar 1915 fram í nóv. 1917 ríkti. áfengisbann á íslandi. Hver var árangurinn: Jón Sigtryggsson yf- irfangavörður í Reykjavík, sem manna best þekkti til afbrotamála á þessum tíma, sagði: „Vínbrugg þekktist ekki á bannárunum. Arin 1916 og 1917 var enginn íslenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróf afbrot“. Aldamótamenn- irnir lögðu áherslu á æskulýðinn. Þeir hófu útgáfu barnablaðsins Æskunnar og þeir stofnuðu og ráku barnastúkur og þeir prédik- uðu bindindi. Hannes J. Magnús- son, fyrrverandi skólastjóri, sagði 1946: „Unglingareglan á íslandi hefur markað dýpri spor í menn- ingu þjóðarinnar en nokkurn grun- ar. Auk þess sem Unglingareglan hefur bjargað óteljandi mönnum frá hættum eiturnautnanna, hefur hún verið hinn besti skóli í félags- legum efnum, sem völ hefur verið á í þessu landi.“ Þeir sem efla vilja forvarnir í áfengismálum eiga að ganga til liðs við Góðtemplararegluna. Þar er mikið verk að vinna. Afengi- sauðmagnið hefur verið í mikilli sókn í Evrópu undanfarinn áratug. Innan Efnahagsbandalags Evrópu er að finna 2/3 hluta af áfengisframleið- endum heimsins. Allir góðir íslendingar eiga hér að snúa vörn í sókn. Eflum bindindi, styðjum frjálst æsku- lýðsstarf. Snúum vörn í sókn 1989 tókst áróðurs- mönnum áfengs bjórs hér á íandi að bijóta niður síðustu leifar bannsins frá 1909. Blöð og aðrir fjölmiðl- ar fögnuðu þessu sem hápunkti í mikilli frelsisbaráttu. Áður höfðu sveita- stjórnir og íbúar þéttbýlisins vítt og breitt um landið plægt jarðveg- inn með beiðnum um fleiri útsölu- staði áfengis og mikilli fjölgun vínveitingahúsa. Þetta gerðist þrátt fyrir áskorun Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar á ári barns- Þeir sem vilja efla áfengisforvarnir, segir Hilmar Jónsson, eiga að ganga tii liðs við Góð- templararegluna. ins 1979, að draga úr vímuefna- neyslu. Ekkert land í hinum vest- ræna heimi hefur á eins skipulagð- an hátt gengið á snið við óskir Sameinuðu þjóðanna um eflingu heilbrigðra lífshátta og íslending- ar. Mann skal því ekki undra, þeg- ar holskeflan skellur yfir landið eins og nú gerist með fréttum um ofbeldi og voðaverk af völdum vímuefnaneytenda, að unglingar jafnt sem fullorðnir skelli í góm, þegar forráðamenn þjóðarinnar og ráðherrar skipa enn einu sinni nefnd til eflingar forvarna. Hver trúir þessum mönnum? 1989 var líka talað á Alþingi um forvarnir og fjárveitingar til þeirra. Hveijar voru efndirnar þá? Einn ráðherra vann það „afrek“ 1993 að svipta bindindishreyfinguna öllum opin- berum styrk. Það voru þakkirnar fyrir ósíngjörn störf gæslumanna barnastúkna og hundraða sjálf- boðaliða á bindindismótum í Galta- læk. Taka ber fram, að árið eftir áttu Sigbjörn Gunnarsson þáver- andi formaður fjárveitingarnefnd- ar og fleiri þar á bæ ásamt Guð- mundi Árna ráðherra, eftir að bæta vel fyrir þessa heimsku. Ég vil að lokum árétta hið slæma ástand í áfengis- og fíkni- efnamálum á Islandi með því að vitna í grein í Mbl. frá 1. febrúar eftir Þórólf Þórlindsson prófessor. Fjallar hún um nýlega könnun á vímuefnaneyslu unglinga í 10. bekk grunnskólans. Þar kom fram, að áfengi er enn sem fyrr aðalbölvaldurinn og að tæplega 80% nemanda á þessum aldri hafa neytt þess. Þórólfur segir: „Neysl- an hér virðist svipuð og í ná- grannalöndunum, en áfengis- og hassneyslan í hærra lagi miðað við hin Norðurlöndin. „Með öðrum orðum: Eftir nokkur ár gætum við samkvæmt þessum tölum ver- ið orðnir áfengisneytendur nr. 1 á Norðurlöndum, í stað þess að vera neðstir 1993 og 1994. Þetta er uggvænleg þróun, miklu alvar- legri en verstu bölsýnismenn hafa nokkru sinni spáð. Hvað getum við gert? Nú er vandinn við hvers manns dyr. Eigum við einhveija möguleika á áheyrn hjá þjóðinni? Hvað með foreldra, kennara, lækna og annað fólk úr heilbrigð- isgeiranum? Fyrir nokkru gekk hinn landskunni íþrótta- og bind- indisprédikari, Magnús Scheving, á fund forsætisráðherra með bylt- ingarkenndar hugmyndir og til- lögur í forvörnum og fræðslumál- um. Vilji er allt, sem þarf, sagði einu sinni þjóðþekktur maður. Við skulum vona að upp vaxi með þjóðinni hugrakkir, djarfir menn, albúnir að veita góðum málum lið. Höfundur er rithöfundur. WMGE STEINAR SKOVERSLUN Vintælu fótla?a$kórnir komnir Stærðir: 35-42 Litir: Svart og brúnt Tegund: SCALA SHOE 95 • Ekta leöur • Gottfótlag • Góður gúmmísóli POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTU R STEINAR WAAGE ,/ I OppskÓ 1'Í1111 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN / --x--------- -------------- * SÍMI551 8519/ INGÓLFSTORGI & AUSTURSTRÆTI 20 SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 Hilmar Jónsson FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.