Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Forvarnir - fræðsla - fordæmi Jákvæð- ari sókn NEYSLA vímuefna hefur verið meira í umræðunum nú um stund en oftast áður. Orsök þess er augljós. Sú vá, sem neysla þeirra veldur, dylst engum. Og nú hefur sú neysla færst svo í aukana meðal ungu kynslóðarinnár að jafnvel þeir, sem ekk- ert vildu af hinum að- stéðjandi vágesti vita, geta ekki lengur varið það fyrir sjálfum sér að láta sem ekkert sé og vilja nú reyna að spyma við fæti áður en flotið er sofandi að feigðarósi. Forvarnir eru mikið notað og vinsælt orð, þegar fjallað er um baráttuna gegn vímuefnum í dag, bæði í ræðu og riti. En svo virðist, sem menn séu ekki á einu máli um, hvaða merkingu beri að leggja í það ágæta orð. í mínum huga hef- ur það aðeins eina merkingu þegar um baráttu gegn neyslu fíkniefna er að ræða: Að koma í veg fyrir að nokkru sinni verði byrjað á nesylu þeirra. Það eru hinar einu raunhæfu forvarnir. Þess vegna er svo nauðsynlegt að bytja snemma á bindindisstarf- inu. Þá staðreynd hefur Góðtempl- arareglan haft að leiðarljósi í alda- löngu mannbótastarfi sínu. Þess vegna hefur hún lagt sérstaka rækt við barnastarfið. I barnastúkunum hafa börnin hlotið margvíslega fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengis. Þar hefur verið leitast við að vekja hjá þeim löngun til að lifa lífinu ómenguðu af hvers konar eitri og ólyfjan, sem oft veldur hinu sárasta böli og ávallt leitar á ógæfuveg. Þar er ekki um neinn hræðsluáróður að ræða, heldur er aðeins bent á óhrekjanlegar stað- reyndir. Þá skal undir- strikuð sú nauðsyn að heimilin séu vel á verði og foreldrarnir þekki sinni vitjunartíma, þegar forvarnarstarfið er haft í huga. Þar mega sífelldar aðf- innslur, nagg og neik- vætt nöldur aldrei sitja í fyrirrúmi. Foreldr- arnir verða að ræða hreinskilnislega við börnin sín, gera þeirra hugðarefni og áhuga- mál að sínum, að svo miklu leyti sem um slíkt er að ræða og leggja sérstaka rækt við að glata ekki trúnaði þeirra. „Besta forvörnin er gott samband foreldra og barns“, er haft eftir einum af sálfræðingum okkar, og víst er það staðreynd, sem vart Landnám áfenga bjórsins, segir Björn Jónsson, er ein mesta ógæfa sem yfir þjóðina hefur dunið. verður of mikil áhersla á lögð. Það gildir ekki síst þegar unglingsárin ganga í garð. í umræðunni um neyslu vímu- efna eru allir á einu máli um að fordæma hin ólöglegu efni sem ganga undir samheitinu „dóp“, en gleyma því, eða vilja a.m.k. ekki viðurkenna það, að áfengið er lang- hættulegasta vímuefnið. Áfengis- neysla unglinga hefir aldrei verið eins mikil og síðustu árin. Og um leið eru ólöglegu vímuefnin í sí- felldri sókn, eins og sorgleg dæmi sanna. Áfengið er hættulegt sjálfs sín vegna, en hættulegast verður það vegna þess að það er langoft- ast forsenda fyrir neyslu hinna sterkari og oft lífshættulegu fíkni- efna. Þess munu fá dæmi ef nokk- ur að unglingur, sem hvorki neytir tóbaks eða áfengis, byiji á neyslu sterkari fíkniefna. Landnám áfenga bjórsins hér á íslandi er ein mesta ógæfa sem yfir þjóðina okk- ar hefur dunið á þessari öld. Hann hefur orðið mörgum unglings- manninum okkar lykillinn að dyr- um þess voðavalds, sem Bakkus nær svo víða ásamt með landanum, sem unglingar í dag virðast hafa svo greiðan aðgang að. Áfengisneyslan sem byijaði með bjór- og landadrykkju er sá eitur- pyttur, sem við verðum að byija á að byrgja. Takist það, með sam- stilltu þjóðarátaki, mun það sann- ast að baráttan við hin ólöglegu og lífshættulegu fíkniefni verður ekki vonlaus lengur, eins og hún því miður er, á meðan tóbak og áfengi fá óáreitt að rífa niður þann forvarnamúr, sem bindindismenn hafa reynt að reisa æskunni til vamar og björgunar. Að lokum er það svo okkar eig- ið fodæmi, sem við ekki megum gleyma eða vanmeta. Albert Schweitzer sagði einu sinni: „For- dæmið er ekki einhver besta leið- in til að hafa áhrif á aðra. Það er eina leiðin." Þetta er staðreynd, sem allir þeir sem áhrif vilja hafa á jákvæða mótun barna og ungl- inga, ekki síst foreldrar, ættu að hugfesta og hafa að leiðarljósi. Má vera að það geti orðið beitt- asta vopnið í baráttunni gegn vímuefnum á komandi tíð. Hefjum þjóðarátak gegn vímu- efnum með traustum forvörnum, markvissri fræðslu og eigin for- dæmi, sem vísar veginn! Höfundur er stórtemplar. Bjöm Jónsson Föstusöfnun Caritas - hungursneyð og betri heilsa Á ÞESSARI föstu minnir Jóhannes Páll páfi II á þann vanda sem tekist er á við í veröldinni þar sem milljónir saklausra manna búa við hungur og örvæntingu, sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styijaldarátaka. Tug- milljónir manna búa við hungurmörk og viðvarandi ótta um hag og líf sinna nánustu. Milljónir manna eru á flótta eða í flótta- mannabúðum, utan heimaslóða vegna styijalda, staðbundinna átaka, slæmra stjórnarhátta, uppskeru- brests og matarskorts. Milljónir ein- staklinga, ekki síst böm, deyja ótímabærum dauða vegna slæms aðbúnaðar, hungurs og sjúkdóma, sem hægt væri að lækna ef heil- brigðisþjónustu, eins og hún er í velferðarríkjum heimsins, nyti við. Hér víkur páfinn að samtímaat- burðum sem krefjast hvað flestra mannslífa nú um stundir. Allsleysi þess fólks sem stendur annars veg- ar andspænis miskunnarlausum innrásarher og horfir hins vegar í augu hungurvofunnar. Sameinuðu þjóðimar hafa kallað þetta mesta vandamál vorra daga, enda eru þjáningar þessar fólks ólýsanlegar. í samanburði við þessar hörm- ungar er vandinn hjá íslensku þjóðinni hrein- ir smámunir. Við búum við ytra öryggi. Landa- mæri okkar em vel varin og velferðarsjón- armið ráða í stjórn landsmála. Við skulum ekki gleyma því að það eru aðeins' tvær aldir síðan fimmtungur þjóðar okkar féll í móðuharðindum svo- nefndum og aðeins um hundrað ár síðan fimmtán þúsund ís- lendingar, af tæplega áttatíu þúsundum sem þá byggðu land okkar, hrökkluðust til Ameríku. Jóhannes Páll páfi II, hvetur kristna menn að rétta fram hjálpar- Jóhannes Páll páfí II, segir Sigríður Ing- varsdóttir, hvetur alla krístna menn að rétta fram hjálparhönd. hönd og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lina sársaukann og hjálpa þessu fólki. Þessi bón á ekki síst við um þann hluta mannkyns sem býr við góð kjör og mestan frið. Á þessari föstu hefur Caritas Internationalis (hjálparstofnun kaþ- ólsku kirkjunnar) tekið höndum saman og hafið söfnun gegn hung- ursneyð og fyrir betri heilsu þessa fólks. Til þess að það verði mögu- legt verður þetta fólk að fá mat, vatn, lyf og umönnun. íslendingar hafa hins vegar verið aftarlega á merinni í hjálparstarfi við þriðja heims ríkin. Þótt tíundað væri allt sem flokka mætti undir slíka hjálp sem veitt er til hinna hjálparþurfi. Á sama tíma hafa Norðurlandaþjóðirnar axlað þungar byrðar til að veita þessu fólki hjálp. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sú þjóð er og getur ekki verið öf- undsverð sem skorast undir ábyrgð og sýnir ekki þeim sem eiga um sárt að binda mannúð í verki. Við getum og eigum að gera betur í hjálparstarfi við þennan hóp fólks. Með almennri þátttöku í söfnun- inni gegn hungursneyð, ber okkur hverju og einu að leggja lítið lóð á vogarskálamar, til að styðja við bakið á þessu fólki. Caritas á ís- landi hvetur alla til þess að láta sér það tækifæri ekki úr greipum renna, heldur sýna í reynd og verki með því að gefa til söfnunarinnar, sem stendur fram til páska. Föstu- söfnunin fer fram í öllum kaþólsk- um kirkjum annan sunnudag í föstu, 3. mars. Gíróreikningur Car- itas Islands nr. 0900-196002. Höfundur er formaður Caritas á íslandi. Sigríður Ingvarsdóttir Áttum okkur á neikvæðum áróðri gegn landbúnaði! Bændasamtök íslands halda sinn árlega aðalfund, búnaðarþing, nú í byijun mars. Umræða um landbún- að er gömul og ný enda um að ræða eina af undirstöðuatvinnu- greinum í atvinnulífi okkar íslendinga. Engu er líkara en að ákveðin öfl hafi mótað kerfisbundna aðför að íslenskum landbúnaði. Aðför þessi hefur verið við lýði um nókkuð langt skeið. Það er eins og þessi öfl vinni mark- visst að því að niður- lægja bændastéttina og benda einungis á neikvæðar hliðar þessa atvinnuvegar. Aðförin er hættuleg og skapar tortryggni milli þeirra sem búa í þéttbýli og þeirra sem búa í dreif- býli, auk þess sem hún veldur margs konar miskilningi. Þess er ekki lát- ið getið í umræðunni hve ótrúlega margir þéttbýlisbúar á íslandi hafa atvinnu af fullvinnslu eða þjónustu við landbúnaðinn. Niðurrifsstarf- semin er fagleg og aldrei nema hálfur sannleikurinn sagður. Til eru þeir sem virðast hafa það keppi- kefli að reyna að ijúfa samstöðu bænda, m.a. um afurðastöðvar þeirra. Fréttamat og eftirfylgni! Það er fróðlegt að velta fyrir sér fréttamati fjölmiðla og ekki ónýtt fyrir ákveðin fyrirtæki að ná sér í ókeypis auglýsingu á þeim tíma dags þegar flestir íslendingar fylgj- ast með fréttum. Fyrir nokkru tók forstjóri stærsta verslunarfyrirtæk- is landsins sér far með flutningabíl til Borgarness til þess að sækja þangað nýmjólk. Þótti það svo frétt- næmt að sjónvarpsmenn slógust í för með honum. Þær umbúðir sem mjólkin er pökkuð í fyrir Reykjavík- ursvæðið er að mati forstjórans lak- ari en sú er notuð er í afurðastöðv- unum, t.d. í Borgarnesi og á Sel- fossi. Það fylgdi ekki fréttinni að þessi sami forstjóri lætur pakka inn fyrir fyrirtæki sitt ávaxtasafa í svipaðar umbúðir og hann kvartaði yfir. Hann lætur ekki pakka safan- um í umbúðir sem hann telur vera betri, en fyrirtækið Sól hf. notar t.d. þær umbúðir undir ákveðna tegund af ávaxtagraut og ávaxta- safa sem það framleiðir. Nokkra athygli vakti í fjölmiðlum þegar hægt var að flytja inn land- búnaðarvörur í framhaldi af GATT samkomulaginu. T.d. er ágætur ostur fluttur inn frá Danmörku sem nefnist Blue Castello. Eitthvað mis- reiknuðu menn áhuga neytenda því danski osturinn lenti á útsölu hjá stórri verslunarkeðju í Reyjavík. Önnur þekkt verslunarkeðja í Reykjavík stillti erlendum ostum upp í kassa frá Osta- og smjörsöl- unni sem á stóð „Veljum íslenskt". Næmt auga fréttamanna tók ekkert eftir þessu. Einn morguninn voru heilmiklar umræður í morgunútvarpinu um það hvað skólajógúrtin væri sæt. Á næringarfræðingnum, sem kynnti málið, mátti jafnvel skilja að um ákveðna blekkingu væri að ræða. Þennan sama dag átti ég þess kost að ganga um salarkynni Mjólkurbús Flóamanna en þar eru um 130 árs- verk í fullvinnslu mjólkur og mjólk- urafurða. Hægt er að fá jógúrt, súrmjólk, skyr og skyldar vörur allt frá því að vera algerlega sykur- skertar og uppí það að vera sætar. Það er' einungis neytandans að velja. I fyrra fylgdu fjölmiðlar bónda nokkrum úr Þingeyjarsýslunni þeg- ar hann braut sig út úr „kerfinu" og seldi lambakjöt, m.a. í Kolaport- inu. Einhverra hluta vegna hafa ekki borist spurnir af honum á þess- um vettvangi síðan. Hvernig gekk honum og hvers vegna hélt hann ekki áfram á sömu braut? Ekki hafa fjölmiðlar haft fyrir því að fylgja þess- um fréttum eftir. Hvernig verður verðmyndunin til? Þau atriði sem ég bendi á hér eru einung- is örfá dæmi úr dag- lega lífinu. Ég hef t.d. ekki séð samanburð á verðmyndun drykkjar- vara eins og t.d. mjólk- ur annarsvegar og sódavatns hinsvegar. Mjólkurlítrinn kostar neytandann 68 kr. út úr búð en lítrinn af sódavatni kostar frá 89 kr. til 230 kr. (fer eftir verslunum, umbúðum o.s.frv.). Ekki væri úr vegi að gera samanburð á þvi hvernig varan verður til og hvað liggur að baki framleiðslunnar. Lítið er rætt um það, segir Isólfur Gylfi Pálmason, hvað það kostar framleiðendur að selja vörur sínar á markaði. Lítið er rætt um það hvað það kostar framleiðendur að selja vörur sínar á markaði, t.d. kartöflubænd- ur eða eggjaframleiðendur sem pakka vörunni, verðmerkja og sjá um að hún sé alltaf til í stóru mat- vörumörkuðunum. Getur verið að þeir sem selja vöruna fái þokkalega upphæð fyrir að selja neytendum vöruna? Mér finnst umræðan um íslenskan landbúnað einlit. Jákvæð áróðursstefna verðugt verkefni! Bændur verða sjálfir að hefja frískari og jákvæðari sókn. Vissu- lega er margt í landbúnaðarkerfi okkar sem betur má fara. Áfram- haldandi hagræðing er nauðsynleg og þá fyrst og fremst með fækkun sláturhúsa og afurðastöðva, því vart verður lengra gengið í niður- skurði á einstaka búum. Heimsmarkaðsverð hefur stór- lega hækkað á korni. Sú hækkun getur orðið íslenskum landbúnaði til góðs. Kornrækt á Suðurlandi er orðin mikilvæg aukabúgrein hjá bændum og hluti af heilnæmri fóð- urgjöf búpenings. Aldrei má gleyma í umræðunni mikilvægi íslensks landbúnaðar og horfa á hve góða og heilnæma vöru við erum að framleiða. Á gæðaþáttinn verðum við að leggja enn meiri áherslu. Einnig verðum við að vera meðvituð um öll þau störf sem íslenskur landbún- aður skapar í þéttbýli. Oskar Wilde sagði einhveiju sinni „að ruddi væri sá maður sem vissi verð á öllu en ekki gildi neins“. Það er verðugt verkefni búnaðar- þings að fjalla um áróðursstöðu bænda. Marka þarf ákveðna stefnu í þessum efnum þar sem hagur bænda og neytenda er í hávegum hafður. Þrátt fyrir nokkurn mótbyr verða bændasamtökin að hefja já- kvæða sókn. Hjá bændasamtökun- um starfar fjölmargt fólk. Má ekki nýta það betur í sóknarbaráttu bænda? Því sókn er besta vörnin. Höfundur er alþingismaður. ísólfur Gylfi Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.