Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Póstur og sími hf. Réttindi starfsfólks ekki tryggð PÓSTMANNAFÉLAG íslands varar alvarlega við þeim áformum sem koma fram í frumvarpi sam- gönguráðherra um að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Aðalrökstuðn- ingur fyrir nauðsyn þess að breyta Pósti og síma í hlutafélag virðist vera sá, að losa fyrirtækið undan valdi Alþingis og ráðherra. í viðræð- um þeim, sem fulltrúar póstmanna- félagsins áttu við fulltrúa sam- gönguráðuneytisins á síðastliðnu ári var bent á aðrar leiðir sem fara mætti til að auka frelsi fyrirtækisins í markaðssókn og samkeppni. Leiðin sem Danir völdu Fulltrúar póstmannafélagsins bentu á þá leið sem Danir völdu þegar þeir breyttu rekstrarfyrir- komulagi póstþjónustunnar þar í landi og stofnuðu sérstakt fyrir- tæki, algerlega í eigu ríkisins með sérstaka stjórn, en fullt frelsi til samkeppni á markaði. Fyrirtækið ber þó samkvæmt lögum ýmsar skyldur svo sem að þjóna öllum landsmönnum gegn sama gjaldi. Þessi leið var valin þar sem slæm reynsla varð af breytingu á danska póstgíróinu í hlutafélag. Aðskilja ber póst og síma í viðræðum við samgönguráðu- neytið lögðu fulltrúar PFÍ áhersiu á hina samfélagslegu þjónustu pósts- félag að losa þurfi fyr- irtækið undan valdi Alþingis og ráðherra, má benda á að sam- kvæmt frumvarpinu mun samgönguráð- herra á hveijum tíma ráða fyrirtækinu alfar- ið. Hann einn mun hafa atkvæðisrétt á aðal- fundi, hann einn skipar stjórn fyrirtækisins og hann getur skipt út öll- um eða engum stjórn- armanni árlega, ef hon- um sýnist svo. Sé þetta skilningur þeirra, sem frumvarpið sömdu, á hugtakinu valddreifing og frelsi fyrirtækja, þá fara hug- myndir okkar ekki saman. Sam- kvæmt frumvarpinu mun ætlunin vera að aðeins verði um eitt hluta- bréf að ræða og það alfarið i eigu ríkisins. Þetta mun eiga að koma í veg fyrir sölu fyrirtækisins. Þó verð- ur þessu hlutafélagi heimilt að stofna nýtt félag eða félög, eitt sér eða með öðrum, einnig að kaupa hlut í öðrum fyrirtækjum. Hlýtur það ekki jafnframt að geta lagt nið- ur einstaka hluta fyrirtækisins eða selt? Skilgreining á réttindastöðu starfsmanna óljós fyrir það að hvergi kemur þar fram hver verður viðsemjandinn við félagið í kjarasamn- ingum. í frumvarpinu er hvergi komið inn á hvemig farið verður með samningamál starfsmanna. Ráðherra lýsti því hins vegar yfir í framsöguræðu sinni á Alþingi með frumvarp- inu, að hugsanlegt væri að hlutafélagið sjálft semdi við starfsmenn sína beint líkt og bankamenn gerðu. Eins og málin liggja nú fýrir samkvæmt ofan- rituðu eru samt allt of margir enda óhnýttir í frumvarpinu til að draga megi einhveijar ályktanir af slíkum vangaveltum. Póstmannafélagið leggur aftur á móti á það þunga áherslu að félagið verði áfram til og sjái um samningagerð fyrir fé- lagsmenn sína. Margvísleg áunnin réttindi starfs- manna eru því í stórhættu verði frumvarpið um stofnun hlutafélags- ins að lögum. Meðal þessara rétt- inda eru: a) lífeyrisréttindi, b) veik- Þuríður Einarsdóttir indaréttur, e) orlofsréttur, d) bið- launaréttur, e) réttur til að fram- fylgja launakröfum með verkföllum og f) réttur félagsins til að semja um kaup og kjör félagsmanna. í kjarasamningum Póstmannafé- lags íslands og íjármálaráðherra eru ýmis mikilvæg sérákvæði sem forystumenn félagsins hafa náð fram, oft á tíðum eftir áralanga baráttu. Má þar m.a. nefna eftir- talda þætti: a) aðild félagsins að Starfsmannaráði Pósts og síma, b) ýmsa samninga vegna vinnuað- stöðu starfsmanna, t.d. skæðisfé og vetrarálag bréfbera, hlífðarfatnað og starfsmannabúninga og c) möguleika starfsmanna til starfsmenntunar án tillits til búsetu. Einnig er fýllsta ástæða til að hafa áhyggjur af starfsöryggi starfs- manna, og þá einkum bréfbera, en ráðherra hefur viðrað hugmyndir um að bjóða út dreifingu á pósti. Kröfur Póstmannafélags Islands Póstmenn telja það algjört skil- yrði að verði frumvarp þetta að lög- um, hafi áður verið gengið frá öllum réttindamálum starfsmanna þannig að engir lausir endar liggi á borðinu og réttindamál þeirra og kröfur fé- lagsins hafi verið tryggð. Að þeim skilyrðum uppfylltum getur stjórn PFI aðeins fallist á fyrirhugaðar brej’tingar á Pósti og síma í hlutafé- lag. Kynningar tilboð Tilboðsdagar á nikkellausum Orientúrum. 15% afsláttur dagana 22. feb. til 2. mars. Nú loksins geta, sem haldnir eru nikkelofnæmi gengið með úr. Fallegt úrval af Orientúrum. áður 10.990,- Tilboðsuerð 8.950,- *Flestir þeir, sem haldnir eru ofnæmi fyrir málmum, hafa nikkelofnæmi. '(/////a/'tfj úra- og skartgripaverslun Álfabakka 16 » Mjódd • s. 587 0706 *y£xe/ SirtA&SOfÍ úrsmlftur ísafiröi • Aöalstrœti 22 • s. 456 3023 Höfundur er formaður Póst- mannafélags íslands. Margvísleg áunnin rétt- indi starfsmanna eru í stórhættu, segir Þuríð- ur Einarsdóttir, verði frumvarpið um stofnun hlutafélagsins að lögum. ins, sem þeir telja best borgið í hönd- um opinberra aðila til að tryggja öllum landsmönnum sömu þjónustu á sama verði. Einnig vöktu þeir at- hygli á því, að á Norðurlöndunum og í flestum ríkjum ESB eru póstur og sími aðskilin fyrirtæki, sem starfa óháð hvort öðru, burtséð frá rekstrarformi og eignaraðild og telja slíkan aðskilnað einnig æskilegan hér á landi. Póstmenn lýstu einnig þeirri skoðun sinni að aðskilja bæri rekst- ur póstsins annars vegar og símans hins vegar. Rök félagsins fyrir að- skilnaðinum eru þau, að þessar tvær þjónustugreinar eigi ekki samleið. Þótt því sé haldið fram, að tap sé á rekstri póstþjónustunnar teljum við að pósturinn einn og sér muni geta staðið á eigin fótum, fái hann tækifæri til þess. Þar sem póstþjón- usta í hinum dreifðu byggðum er óhjákvæmilega óarðbær, felur rekstur póstþjónustu í hlutafélags- formi í sér hættu á að hún muni versna. Póstþjónustan er og hlýtur alltaf að vera hluti af hinni samfé- lagslegu þjónustu sem allir lands- menn eiga rétt á og fellur því ekki alltaf að arðsemishugmyndinni. Valdið er alfarið hjá ráðherra Sé horft á þau rök fyrir nauðsyn þess að breyta Pósti og síma í hluta- Á fundunum með fulltrúum sam- gönguráðuneytisins lýstu fulltrúar Póstmannafélagsins því yfir að fé- lagið væri reiðubúið til viðræðna um breytingar á rekstrarformi Pósts og síma. Þeir lögðu jafnframt þunga áherslu á það, að þær breytingar yrðu gerðar í samvinnu og nánu samstarfi við félagið. í þeim viðræð- um myndu réttindi starfsmanna og staða stéttarfélagsins skipta mestu máli. Sömu daga og Frumvarp um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar var kynnt stjórn PFÍ, var kynnt Frum- varp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. í 2. gr. þeirra laga segir svo: „Þá taka lögin heldur ekki til eftirgreindra starfsmanna: 1. Starfsmanna hlutafélaga og annars konar félaga, einkaréttar eðlis, jafnvel þótt þau séu að öllu leyti í eigu ríkisins." Það er óþarft að fara mörgum orðum um þýðingu þessarar máls- greinar fyrir starfsmenn Pósts og síma, ef að lögum verður. Og á meðan ekki hefur fengist nánari skilgreining á réttindastöðu starfs- manna væntanlegs hlutafélags, virðist illgerlegt að ræða þau mál. Þetta nýja frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna koll- varpar nefnilega öllum kjararéttind- um hvar sem á það er litið. Sam- kvæmt frumvarpinu mun því þurfa að semja algjörlega upp á nýtt um öll okkar réttindi við hið nýja fyrir- tæki. Það er Jþví alveg ljóst að Póst- mannafélag Islands mun aldrei geta sætt sig við þessar hugmyndir að breytingum á fyrirtækinu eins og málin standa í dag. Áunnin réttindi starfsmanna í stórhættu Póstmannafélagið hefur gagn- rýnt frumvarp samgönguráðherra Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 17. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Fermingar. í þessum blaðauka verða uppskriftir af kökum og mat á fermingarborðið og rætt verður við fagfólk um borðskreytingar. Fermingarbörn fyrr og nú verða tekin tali og spjallað við sálfræðing um unglingsárin. Fjallað verður um fermingargjafir, fermingartískuna og fagfólk fengið til að sýna tísku í hárgreiðslu og klippingu ásamt fleiru. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 11. mars. Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, ÚTSölustaði R Maria Galland Reykjavik: Ingólfsapótek Kringlunni, Asýnd. Kópavogur: Snyrtistofan Rós. Hafnarfjöriur: Oiselln, Miðbæ. Bolungarvik: Laufið. Hvommstongi: Mirro. Akureyri: Vöruhús KEA. NeskaupstoJur: Snyrtistofan Rokel. Hornofjörður: Hórsnyrtistofa Ingibjnrgar. HverogerSi: Snyrtistofa löllu. MÍRÓ EHF. • SÍMI 565 5633 sölufulltrúar í auglýsingadeiid, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. fUmgttttlþfabift • kþtrni tnálsinvl 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.