Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 39 MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR + Margrét Krist jánsdóttir fædd- ist 3. febrúar 1923 á Vöðlum í Önund- arfirði. Hún lést á Hj úkrunar heimil- inu Eir 20. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 11.9. 1898, d. 1.3. 1953, og Kristján Hagalínsson, f. 23.2. 1888, d. 26.10.1973. Hinn 30. nóvember 1950 giftist Mar- grét Jóhannesi Bjarna Bjarnasyni, f. 10.7. 1915, d. 1.9. 1972. Dætur þeirra eru Þóra Björk, f. 2.2. 1948, og Jó- hanna Margrét, f. 23.7. 1964, einnig ólu þau upp yngstu systur Margrétar, Páley Jóhönnu, f. 11.1. 1945. Útför Margrétar verður frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í örfáum orðum að kveðja móður mína. það er svo margs að minnast og margt að þakka að orð verða lítils megnug. Þú fékkst þína langþráðu hvfld eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm sem best verður lýst í eftirfarandi ljóði: Þú hvarfst þér sjáifri og okkur. Hvarfst inn í höfuð þitt. Dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný. Þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr. Bústaður sálarinnar er þar enn en stendur auður. Líkami þinn hlekkjaður við iíf sem ekki er hægt að lifa þú horfir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (þýðing á dönsku ljóði) Ég vil þakka starfsfólki Hlíðar- bæjar og 2. hæðar N á Eir þann hlýhug og stuðning sem þau veittu mér og fjölskyldu minni þann tíma sem hún var hjá ykkur. Guð geymi þig, mamma mín. Jóhanna, Bjarni og böm. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinstri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast þótt hverfi vorri sýn. (E.H. Kvaran.) Elsku systir! Þessar ljóðlínur fela í sér það sem ég hefði viljað segja við þig áður en þú hverfur til moldarinnar. Það var að vísu ekki háttur þinn að vera með ástarorð á vörum í þeirri merk- ingu sem það er hversdagslega skil- greint. Þeim mun meira fór fyrir greiðvikni þinni og hjálpsemi við ættingja þína og ykkar hjóna beggja, sem til ykkar leituðu. Eftir að þið Jóhann stofnuðuð heimili hér í Reykjavík, fyrst í þver- holtinu og síðan í Skipholti 48 þar sem þið bjugguð lengst, var oft gest- kvæmt á heimilinu. Þeir sem búa „úti á landi“ eins og oft er sagt, þurfa stundum að skreppa til Reykjavíkur eða dvelja þar lengur eða skemur. Undir þeim kringumstæðum leitaði mín fjöl- skylda og fleiri af okkur systkinun- um til þín og Jóhannesar. Alltaf var fúslega veitt öll sú aðstoð sem í ykkar valdi stóð. Oftar en einu sinni leystuð þið vanda okkar með húsnæði og fæði þegar synir okkar Ólafs þurftu á að halda, vegna skólagöngu í Reykja- vík. Ég minnist margra stunda í eld- húsinu þínu, Margrét mín, með kaffi- bolla og góða brauðsneið fyrir fram- an mig, þegar ég kom dauðþreytt inn eftir rölt um götur borgarinnar í ýmiskonar erindum. Ég veit að ég var ekki ein um að njóta þessa, því fjölskyldur ykkar beggja leituðu góðs atlætis, sem veitt var af ljúf- mennsku hvernig sem á stóð. Ég minnist þess hversu mjúklega þú hlynntir að tengdamóður þinni á heimili ykkar þegar hún öldruð og lasin þurfti hjálpar með. Fyrir allt þetta og margt fleira vildi ég þakka. Eftir að sjúkdómur þinn kom í ljós fjarlægðist þú okkur hin smám saman og lokaðist inni með sjálfri þér, þar til hurðin féll að stöfum. Mig langar til þess að þakka fólk- inu á hjúkrunarheimilinu Eir sem annaðist þig síðustu árin, fyrir um- INGVAR SVAVARSSON + Ingvar Svav- arsson fæddist á Akureyri 6. októ- ber 1953. Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar sl. For- eldrar hans eru Guðbjörg Tómas- dóttir, f. í Skaga- firði (Tómas Jóns- son og Sigríður Jónsdóttir) og Sva- var Jóhannesson, f. á Akureyri (Jó- hannes Guðjónsson og Snjólaug Jó- hanna Jóhanns- dóttir). Ingvar var annar í röð 5 systkina. Eldri er Berghild- ur, f. 1950, maki Guðmundur Þór Ásmundsson. Næst á eftir Ingvari er Bryndís, f. 1956, maki Lúther Þorgeirsson, næstyngst er Hafdís, f. 1959, maki Guðjón Hilmarsson, og yngst er Edda, f. 1967, maki Emil Birgir Hajjgrímsson. Ingvar ólst upp á Öldutúninu í Hafnarfirði. Hann kvæntist fyrri konu sinni Helgu Þórisdóttur 1979 og eignuðust þau soninn Þóri sem nú er 16 ára gamall. Þau skildu. Aðaláhugamál Ing- vars voru jeppar og vélar. Hann lærði vélvirkjun hér heima og fór síðan til Danmerk- ur í framhaldsnám. Ingvar vann við ýmis störf, var á sjó og í Stálvík og Sindrastáli. I Sindra vann hann m.a. við að setja upp pappírsendur- vinnsluverksmiðjuna. Um tíma bjó Ingvar ásamt seinni konu sinni Harriet Barton í New York i Bandaríkjunum. Þau slitu samvistir. Útför Ingvars fer fram frá Kapellunni i Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. MINNIIMGAR hyggjuna og hlýjuna sem það sýndi þér í veikindum þínum. Ekki má gleyma að minnast Jó- hönnu dóttur þinnar fyrir hennar stóra þátt í lífi þínu þegar þú þurft- ir þess mest með. Umhyggja hennar var til fyrirmyndar. Það mátti segja að þú sofnaðir í örmum hennar síð- asta blundinn. Það hlýtur að vera ljúft að hverfa frá erfiðleikum þessa lífs í svo mikilli nálægð við þann sem manni er kærastur allra. Ég þakka líf þitt og samfylgdina frá barnæsku. Ég kveð þig nú í þeirri vissu að þér líði vel og að við hittumst aftur þegar mín stund rennur upp. Sólveig. Ég man þetta svo vel áður en amma varð veik. Hún var mér alltaf svo góð, og passaði mig eins og ég væri dóttir hennar og hún móðir mín. Ég man eftir því þegar hún gerði alltaf pönnukökur eða gaf mér rúgbrauð á sunnudögum, þegar ég kom til hennar til að horfa á barna- tímann á Stöð 2. Þegar ég var í leikskóla sótti hún mig alltaf þegar hann var búinn, og gaf mér stundum pening fyrir video- spólu. En þegar ég hætti á leikskólanum passaði hún mig þangað til ég byrj- aði í skólanum, og fór hún þá stund- um í bakaríið og keypti eitthvað gott. Skemmtilegast þótti mér þegar ég fékk að sofa hjá ömmu eða þeg- ar hún gaf mér skyr að borða, þá þótti mér skyr svo gott og var oft kölluð skyrgámur. Raggi frændi minn, sem er jafn- aldri minn, kom þá oft í heimsókn til okkar. Við lékum okkur oft sam- an og ólumst upp eins og systkini. Og eftir nokkurn tíma fór hann að kalla hana ömmu, ömmu sína líka, og var það líka allt í lagi því báðar ömmur hans bjuggu úti á landi. Síð- an komu Hafsteinn og Thelma og foreldrar þeirra til okkar stundum í heimsókn frá ísafirði, og þótti ömmu það mjög gaman að hafa þau hjá sér. Amma vildi alltaf gefa öllum að borða og var alltaf að gefa okkur krökkunum að borða, svo enginn var svangur þegar amma var nálægt. Mér þótti afar vænt um ömmu og ég er ánægð að hún sé farin, því henni leið ekki vel eftir að hún varð veik. Guð blessi minningu hennar. Hulda. Ég gleðst af því ég guðsson á, nú grandað fær ei dauðinn mér, því brodd hans hefuu brotið sá sem bróðir minn og vinur er. Svo kvað Helgi Hálfdánarson. Elskuleg Magga okkar er flutt frá okkur. Hún hefur fengið flutning inn í land dýrðarinnar. þar sem enga þjáningu er að finna, enga sorg, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elskulegur bróðir okkar flutti heim frá Ameríku á afmælinu sínu sl. haust. Nokkrum dögum seinna greindist hann með krabbamein sem varð hans banamein. Kveðju- stundin kom fyrr en okkur grun- aði. Nú er hann farinn og við stönd- um eftir með harm í hjarta og aug- un full af tárum. Við óskum honum góðrar ferðar í annan heim og biðj- um góðan Guð að styrkja foreldra okkar og Þóri son hans. Þínar systur, Berghildur, Bryndís, • Hafdís og Edda. ekki heldur grát. Tómarúmið er mik- ið. Við finnum til saknaðar sem þekktum hana svo vel og unnum henni af alhug. Við gleðjumst þó yfir því að þjáningin er á enda. Sig- urinn unninn því brodd hans hefur brotið sá er elskar svo heitt að kær- leikur hans nær yfir dauða og gröf. Hann elskaði Möggu okkar svo heitt og nú hefur hann leitt hana inn í dýrðarsalinn á ljóssins landi þar sem ég veit að hún fær að dvelja með ástkærum eiginmanni sem farinn var á undan henni og unni henni svo heitt. Margrét Kristjánsdóttir var gift móðurbróður mínum, Jóhannesi Bjarnasyni og bjuggu þau í kærleiks- ríkri og gæfusamri sambúð enda bæði öðlingsmanneskjur sem öllum vildu gott gera og máttu ekkert aumt sjá án þess að koma þar til hjálpar ef þau sáu sér það fært. Magga og Jói voru mjög samhent og unnu að ölium hlutum sameigin- lega enda bæði dugmiklar og atork- usamar manneskjur. Þau hófu bú- skap sinn í Þverholti 7 þegar ég var unglingur að árum. Ég minnist þess hve gottj/ar að koma inn á heimili þeirra allt frá fyrstu stundu enda fundu ættingjar mínir það fljótt og heimilið þeirra var einskonar fjöl- skyldumiðstöð. Öllum fannst gott að koma þangað til að ræða málin ef eitthvað mikið var að gerast og átti að taka sameiginlegar ákvarðan- ir eða taka sameiginlega á einhvetj- um málum. Þótti sjálfsagt að gera það hjá þeim. Síðar byggðu Magga og Jói sér hæð í Skipholti 48. Þau nutu þá faglegrar þekkingar og að- stoðar bræðra Möggu, Hákonar og Hagalíns en systkini hennar eru sama elskulegheitafólk og hún sem alltaf er boðið og búið til hjálpar vinum sínum þegar þurfa þykir. Það er mikið lán að hafa kynnst því fólki og ég er þakklát fyrir að þau sem ég hef kynnst skuli hafa orðið á minni lífsleið. Ég á margar minning- ar af henni Möggu minni allt frá unglingsárum og til hennar hinstu stundar. Nú hrannast þær upp í huga mér. Allt of langt yrði að telja þær upp í þessum kveðjuorðum. Hún var góðum gáfum gædd og dugleg kona. Allt lék í höndum hennar hvort heldur var saumaskapur, matargerð eða annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún saumaði mikið af fal- legum fotum og lét sig ekki muna um það að sauma flík fyrir þetta eða hitt bamið og var eldsnögg og hafði prýðis handbragð. Magga vann í Ópal með heimilisstörfunum þar til hún komst á lífeyrisaldur. Mun hún hafa unnið þar af samviskusemi og óeigingirni. Hún var verðlaunuð með fallegri styttu og skjaldarmerki þeg- ar hún lét af störfum. Ég man hve góð hún var við ömmu mína háaldr- aða sem hún tók í umsjá sína. Hún lét sig ekki muna um það með öðrum störfum að sinna henni til hinstu stundar. Á heimili þeirra lést Gunn- jóna amma mín. Ég man svo glöggt þegar síminn hringdi og spurt var hvort ég vildi ekki koma til að sjá hana. Hún hafði látist í svefni þá um nóttina. Þá sá ég hve vel hafði verið gengið frá henni. Hún lá eins og hún svæfí í rúminu sínu. Ekki lét hún Magga mín sig muna um það að taka af mér barn þegar mér lá á og ég var út í Noregi í námi. Barnið minntist þess síðar að Magga hefði verið sér eins góð og sínum börnum. Þegar ég ætlaði að gera upp kom ekkert slíkt til greina. „Hann Jói hefði viljað að ég gerði þetta og ég gerði það með gleði“. Svona var fórnarlund Möggu í hví- vetna. Margrét er kært kvödd með sökn- uði. Ástvinum hennar votta ég og fjölskylda mín hina dýpstu samúð. Orð sálmaskáldsins Vald. Briem vil ég gera að kveðjuorðum mínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hanna Kolbrún Jónsdóttir. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér þitt hjart’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að bijósti mér.“ (Stefán Thor.) Elsku Magga mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir allar velgjörðir mér veittar í erfiðleikum mínum áður fyrr. Ég minnist þeirra stunda er ég átti ársdvöl á Landakoti forðum og þú lést þig ekki muna um að koma æði oft til mín færandi hendi og þá með kaffibrúsa í töskunni, því þú vissir að ég var mikið fyrir að fá aukasopa og eftir að ég kom heim, aum og- áhyggjufull, komst þú oft að vita um mig og hvort mig vantaði eitthvað sem þú gætir bætt úr. Ég trúi því að Jói þinn hafi verið tilbúin að taka á móti elskunni sinni sem hann var svo lengi búinn að bíða eftir. Þið áttuð svo gott samstarf þann tíma sem ykkur var gefmn sam- an hér í heimi. Mín trú er að þið munið leiðast áfram á eilífðar braut. ÞÖkk sé þér fyrir þitt óeigingjarna starf sem þú vannst í kyrrþey meðan heilsan entist. Ég kveð þig með sálmi Stefáns Thor. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stefán Thor.) Vigdís Bjarnadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, fósturfaöir, faðir, tengdafaðir og afi, TEITUR EGGERTSSON bóndi, Viðidalstungu II, Víðidal, V-Hún., lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 28. febrúar sl. María Pétursdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Eggert Þ. Teitsson, Ásta Malmquist og barnabörn. t Útför ÞÓRARINS SIGMUNDSSONAR mjólkurfræðings, Glóru, Hraungerðishreppi, fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 5. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún S. Þórarinsdóttir, Björn Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, Ólafur S. Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.