Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Ragnheiður Jó- hannesdóttir fæddist 6. septem- ber 1911 á Kvenna- brekku í Dölum. Hún lést á Reykja- lundi 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar Ragnheiðar voru Guðríður Helgadóttir, f. 9.11. 1873, d. 21.2. 1958, og Jóhannes Lárus , Lynge Jóhannsson prestur, f. 14.11. 1859, d. 6.3. 1929. Séra Jóhannes var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Steinunni Jakobsdóttur, eignaðist hann 6 börn, Jakob Jóh. Smára, Arnbjörgu, Sigurð, Pétur, Flosa og Yngva, sem öll eru látin. Vorið 1898 kvæntist séra Jóhannes Guðríði Helga- dóttur, sem gekk börnum hans í móðurstað en saman eignuðust þau 11 böm, Elínu, Leif og Hauk, sem öll dóu ung, Helga, Guðnýju, Boga, Kristin, Ragn- heiði, Elínu, Hauk og Leif. Eftir lifa Elín, Haukur og Leifur. Síð- ar tóku þau að sér og ólu upp Sveinjónu Vigfúsdóttur. Hún er látin. 17. desember 1938 gtftist Ragnheiður Oddi Ólafssyni, f. „ÞETTA er nú gangur lifsins" er oft sagt þegar fullorðið fólk fellur frá, en það er ekkert hversdagslegt við það að kveðja í hinsta sinn ein- 26.4. 1909, d. 18.1. 1990, yfirlækni á Reykjalundi og síð- ar alþingismanni. Þau eignuðust 6 börn: Vífill, f. 10.12. 1937, verkfræðing- ur, kvæntur Katrínu Gústafsdóttur ræst- ingarstjóra. Ketill, f. 20.1. 1941, flug- virki, kvæntur Hlín Árnadóttur íþrótta- kennara. Þengill, f. 24.5. 1944, læknir, kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur læknaritara. Ólafur Hergill, f. 28.12. 1946, læknir, kvæntur Kristínu Sigfúsdóttur kennara. Guðríður Steinunn, f. 11.3.1948, meinatæknir, gift Þorsteini Broddasyni sölumanni. Jóhann- es Vandill, f. 12.6. 1956, verk- taki, kvæntur Þóra Araheiði Sig- mundsdóttur bankastarfsmanni. Barnaböm Ragnheiðar eru 23 og bamabamaböm 16. Ragn- heiður fór til Þýskalands árið 1931 til að læra þar hárgreiðslu og rak síðan Hárgreiðslustofuna Carmen á Laugavegi 64 í Reykja- vík í mörg ár. Útför Ragnheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hvern sem manni þykir undur vænt um. Góðu stundirnar saman verða ekki fleiri, en þær liðnu verða þeim mun dýrmætari í minningunni. MINNINGAR Amma mín yar engri lík, og ég held að flestir sem kynntust henni séu sammála mér um það. Hún var mikill skörungur, afskaplega ung í anda og upp í lífið. Á níræðis ,aldri keyrði hún G113 eins og ekkert væri, hún rúnnaði hann nú aðeins þegar hún þurfti að komast út eða inn úr bílastæðum en það var ekkert til að tala um. Laugaveginn og Ellu syst. fannst henni mikilvægt að heimsækja reglulega, eða „draga andann í borg- inni“ eins og hún sagði... Hún var mikil félagsvera, hafði mjög gaman af því að fara í selskap og var aldrei ánægðari en þegar mikið var um að vera. Hún hafði mikinn áhuga á leik- húsi og listum og þegar ég var bam og unglingur fórum við mjög oft sam- an á sýningar. Ég naut þess að fara með henni og í þessum ferðum okkar urðum við enn nánari. Hún var mjög hreinskilin, já, svo mjög að mörgum fannst nóg um, hún var líka mjög húmorísk og orðheppin, hélt mikið upp á vin sinn Laxness og vitnaði oft í hann. Hún var líka hlý og afskap- lega raungóð, hafði mikla samúð með þeim sem urðu undir í lífsbaráttunni og var fyrst til að taka upp hanskann ef á þá var hallað. Stærilæti fannst henni með öllu óþolandi, en lagði ríka áherslu á að maður bæri höfuðið hátt til líkama og sálar. Amma var mikil heimskona, hún fór tvisvar til Þýskalands til náms á sínum yngri árum og síðar til Norð- urlandanna ..., hún sletti alltaf svo- lítið á dönsku. Hún sagði mér marg- ar skemmtilegar sögur af vist sinni utanlands, hún ferðaðist mikið áður en hún gifti sig og brýndi það fyrir mér ungri að „í guðs bænum fara ekki í trúlofunarstandið alltof snemma“. Oddi afa, „sínum einasta sanna“, kynntist hún þegar hún var 26 ára og rak Carmen hárgreiðslu- og fegrunarstofu í Reykjavík. Hún fylgdist vel með tískustraumum alla tíð, en var nú aldeilis ekki hrifin af þeim öllum - og fannst oft sumir efnisbútarnir heldur litlir. Amma var mjög sjálfstæð og mik- il kvenréttindakona, hafði skoðanir á öllu og iá sjaldnast á þeim. Hann afi „Oddur minn“ var mjög önnum kafinn maður, en hún veigraði sér ekki við því að gera það sem hugur hennar stóð til upp á eigin spýtur. Hún hafði trú á því að okkur konum væri ekkert ómögulegt ef viljinn væri fyrir hendi, en „maður ætti þó alltaf að standa með sínum manni“ sem hún og gerði. Afi og amma áttu mjög gott líf saman, þau voru náin og miklir félagar. Þau báru gæfu til að skilja hvort annað, þann- ig gerði amma afa kleift að láta hugsjónir sínar rætast. Mínar fyrstu minningar á ég margar frá heimili ömmu minnar og afa. Við vorum mörg bamabörnin og oft kátt í kotinu - það var alltaf til nóg af prins pólói, appelsínum með sykurmola, canada dry og spuri með gati á tappanum. Það var mjög gestkvæmt á heimili þeirra - en þó alltaf tími fyrir okkur krakkana. Það var alveg óhætt að viðra hugmyndir sínar um lífið og tilveruna hjá þeim, þar var ekkert ómögulegt eða óger- legt. Víðsýni þeirra og framsýni var lærdómsrík og hvetjandi. Áfi var afskaplega hlýr maður, mikill hug- sjónamaður - hafði brennandi áhuga á heimsmálum og öllum nýjungum. Hjá ömmu og afa bjó Eva frænka, með sitt stóra hjarta og hlýju hönd. Já, það var afskaplega gott að vera hjá þeim: „Sæl elskan mín,“ og op- inn faðmur var kveðjan þegar maður kom í hús. Amma og afi voru í hjarta sínu ung þegar þau kvöddu, lífsgleðin og áhuginn ekki þorrin. Það skiptir svo miklu máli að kunna að gleðjast yfir lífinu og að meta það sem í manns hlut fellur. Nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir vin- áttuna, gleðina og væntumþykjuna. Þín mæta minning lifir í muna okkar hér, og heljar hafi yfir guðs himin augað sér. Þar blómgast háir hlynir hins hljóða anda-lands, þar hittast horfnir vinir í heimi kærleikans. Mig langar að gera þessi orð að mínum, en með þeim kvaddi Jakob Jóh. Smári stjúpmóður sína, Guð- ríði, móður ömmu. Elsku amma mín, vertu guði falin og sæl. Þín einlæg Eva. Það var alltaf gaman að koma í Hamraborgina til langömmu. Við amma hjálpuðumst oft að við að tína kartöflur úr kartöflugarðinum og að vökva blómin og trén. Ég minnist sérstaklega jólaboðanna hjá henni. í þeim var ofsalega gaman og amma kom alltaf með nýja og nýja brand- ara. Amma lumaði alltaf á kók og prins póló handa okkur krökkunum, þegar við komum í heimsókn. Amma var rosalega góð kona og mér þótti mjög vænt um hana. Elsku amma, ég veit, að þótt það sé mjög erfitt að kveðja þig, mun minningin um þig hjálpa mér að rata réttan veg í lífinu. Þín Helga. Elsku amma mín. Ég sit hérna við skrifborðið mitt í Englandi og skrifa mitt seinasta bréf til þín. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki bréf eða kort með fallegu íslensku landslagi til baka frá þér nokkrum dögum seinna eins og þú varst vön að gera. Sama þó þú værir axlarbrotin og sæir stafina orðið mjög illa, þá gast þú alltaf skrifað nokkrar línur sem yljuðu mér um hjartarætur. Minningar um þig hrannast upp í huga mér og ég veit varla hvar ég á að byija, við áttum svo góðar stundir saman, sérstak- lega þegar við bjuggum saman sein- asta árið mitt Í-Menntaskólanum við Sund. Þá vorum við vanar að sitja saman kvöld eftir kvöld og ræða um lífið og tilveruna eins og jafnaldrar og þú gafst mér oft góð ráð í sam- bandi við framtíðina. Samt sem áður höfðum við stundum hvor sína skoð- un á málunum, en ef okkur greindi á þá vorum við alltaf búnar að gleyma því hálftíma síðar. Við vorum vanar að slökkva á símanum á dag- inn og leggja okkur í sitthvorum sófanum, horfa síðan saman á frétt- irnar á kvöldin, þ.e. þegar þú svafst ekki yfir þeim, sem gerðist ansi oft, og fara síðan snemma í háttinn - ekkert rall. Á laugardögum puntuð- um við okkur stundum upp og fórum í bæjarferð. Ég náttúrulega sem bíl- stjóri. Laugavegurinn var uppáhald þitt og við byijuðum alltaf á því að fara þangað til að kíkja í nokkrar búðir. Þú komst alltaf fram við mig eins og prinsessu þegar ég var hjá þér og þá sérstaklega þegar ég var í prófum. Þá læddist þú alltaf með veggjum, enginn mátti trufla mig. Ég þakka þér ævinlega fyrir það. Amma mín, það voru svo margir draumar sem við áttum saman en náðum ekki að Iáta rætast, eins og það að við ætluðum alltaf saman til Englands, helst í enskuskóla. Ég á eftir að sakna þín mikið þegar ég útskrifast héðan úr skólanum vorið 1997 því þá hefði verið tilvalinn tími fyrir okkur að vera saman hér í Englandi. Þar sem þú treystir þér ekki til að fara út seinasta haust þá gerðir þú bara það næstbesta, nokkrum vikum áður en ég fór út byijaðir þú að tala ensku við mig þegar ég kom til þín í heimsókn, til að æfa mig í málinu. Það sama gerð- ir þú þegar ég fór til Þýskalands, þá var næstum bara töluð þýska rétt áður en ég fór út. Þú sagðir mér líka að þú hugsaðir alltaf á þýsku rétt áður en þú sofnaðir á kvöldin, eftir að þú varst að læra þar þegar þú varst ung. Mig grun- aði aldrei, þegar ég kvaddi þig morg- uninn sem ég fór út eftir jólafrí, að það myndi verða okkar hinsta kveð- justund. Við sem vorum svo sam- mála um að það væri stutt í páskana og við myndum fljótt hittast á ný og ég myndi flytja þér nýjustu frétt- ir af Díönu prinsessu. Lífið verður ekki samt án þín en ég veit, að afi tekur á móti þér opnum örmum og þið í sameiningu munuð vaka yfir mér og leiða í gegnum lífið. Eins og ég sagði í seinasta bréfi þá skiptir ekki máli hve langt er á milli okkar, við verðum alltaf saman í anda. Þín einlæg alnafna og vinkona, Ragnheiður Jóhannesdóttir. Kveðja frá Öryrkja- bandalagi íslands Góð kona er gengin. Ragnheiður Jóhannesdóttir, ekkja Odds Ólafs- sonar, hins mikla baráttumanns fyr- ir bættum lífskjörum fatlaðs fólks, lést 23. þ.m. Það vill stundum gleymast þegar rætt er um ofurhuga og baráttu- menn, sem stöðugt eru í sviðsljósinu vegna afreka sinna að það stendur eiginkona og f|ölskylda að baki hon- um. Eiginkonan á ekki síst þátt í því að starf manns verður eins og það er. Hún hlúir að manninum og störfum hans og lætur í té ómældar stundir sem annars myndu að öðru jöfnu falla fjölskyldunni í skaut. Slík kona var Ragnheiður. Fyrir utan að ala upp og koma til manns sex börnum og sjá um sitt stóra heimili, tók hún þátt í lífi og störfum eiginmanns síns og lét aldrei deigan síga. Ófá voru þau skiptin sem hún kom fram við hlið manns síns við hin ýmsu tækifæri af meðfæddri háttvísi og ljúfmennsku. Að Oddi látnum var nýtt hús Ör- yrkjabandalagsins á Sléttuvegi 7 nefnt Oddshús. Þá var einnig stofn- aður sjóður til minningar um hann, sem styrkja skal vísindarannsóknir á sjúkdómum sem leiða til fötlunar. Við vitum að allur sómi, sem sýnd- ur var minningu Odds, gladdi Ragn- heiði mjög og hún tók þátt í því af heilum hug. Hún afhenti m.a. styrk- þegum úr Oddssjóði styrkina og gerði það með hlýhug og gleði. Það var alltaf sómi að Ragnheiði hvar sem hún kom fram og yfir henni reisn og virðuleiki alla tíð. Öryrkjabandalag íslands vottar aðstandendum hennar innilega sam- úð og kveður mæta konu með virð- ingu og þökk. Hún Ragnheiður hans Odds er dáin. Fyrir okkur rifjast upp áratuga samskipti við hana, oftast í gegnum síma, þegar við hringdum og vorum að leita að honum Oddi. Það hefur nú oft verið álag á símanum hjá henni Ragnheiði og svo þegar við bættust þessar tvær kvinnur hjá Öryrkjabandalaginu, sem svo oft þurftu að ná tali af manninum henn- ar gæti maður haldið að bikarinn hafi verið fullur. En það var ekki að heyra á henni Ragnheiði að við værum til ama. Síður en svo. Hún var alltaf jafn góð við okkur. Sótti jafnvel Odd langt út í garð, svo við gætum borið undir hann vandamál stór og smá og látið hann fylgjast með gangi mála. Það var alltaf gaman að hitta hana Ragnheiði. Hún var mikill og sérstak- ur persónuleiki. Að Oddi látnum kom- um við einstöku sinnum í morgun- kaffi til hennar. Hún smurði handa' okkur hrúgu af brauði - henni fannst að við værum alltaf svo svangar! Og svo settumst við niður og spjölluðum um heima og geima og Ragnheiður lék á als oddi. Hún var mikið Reykja- víkurbam og sagðist helst hafa viljað eiga heima alla tíð á Laugaveginum. Og hún sagði okkur svo margt skemmtilegt frá gömlum dögum. Einu sinni fórum við með henni að vökva blómin á leiðinu hans Odds. Við stóðum þarna á björtum sumar- morgni í fallega kirkjugarðinum á Lágafelli með þessari góðu konu og hún lét okkur finna hvað henni þótti vænt um að hafa okkur með sér. Allar þessar minningar rifjast upp nú þegar hún er öll. Það er gæfa að þekkja gott fólk og það eru forréttindi að hafa gegn- um starf sitt kynnst Ragnheiði Jó- hannesdóttur. Þegar við komum í erfidrykkju Odds sagði hún „Þarna komið þið, hetjurnar". Og okkur fannst við hafa verið sæmdar heið- ursmerki. Við vottum börnum hennar og þeirra skylduliði okkar dýpstu sam- úð. Minning Ragnheiðar verður ætíð til staðar í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hennar, Ásgerður og Anna. Elskuleg amma mín, Ragnheiður Jóhannesdóttir, lést á Reykjalundi að morgni 22. febrúar sl. eftir að- eins sólahrings veikindi. Það má með sanni segja að amma hafi verið gæfumanneskja, hún giftist afa mín- t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur stuðning, samúð og vinar- hug í veikindum og við andlát BJARNA SIGURÐSSONAR, Kambsmýri 4, Akureyri. Kristjana R. Tryggvadóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir, Sunna Eiín Valgerðardóttir, systkini og tengdafólk. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR B. JÓNSSONAR, Sólbergi, Bolungarvík. Fríða Pétursdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason, Ása Guðmundsdóttir, Georg Karonina, Jón Guðni Guðmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Þórunnarstræti 120, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimilisþjónustunn- ar, heimahlynningar og hjúkrunarfólks handlækningadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Svava Ásta Jónsdóttir, Guðjón B. Steinþórsson, Elm Dögg Guðjónsdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Sigurveig Guðmundsdóttir. Lokað Skrifstofa Reykjatundar verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 1. mars, vegna útfarar frú RAGNHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR. Vinnuheimilið að Reykjalundi. RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR 4 Q i « < < < i 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.