Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 43 um, Oddi Ólafssyni, lækni, árið 1938 og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Amma fluttist frá sínum æskuslóðum, Kvennabrekku í Döl- um, aðeins sex ára gömul og var lífið ekki alltaf dans á rósum, þar sem fátækt og atvinnuleysi höfðu áhrif á hana og fjölskyldu hennar. Hún fór ekki varhluta af veikindum, því aðbúnaður og húsaskjói var lítið og lélegt. Það er erfitt nú á dögum að ímynda sér þær aðstæður sem fólk mátti búa við þar sem í dag þykir svo sjálfsagt að allt sé innan seilingar. Það em ekki allir sem hefðu ráðist í það þrekvirki, árið 1931, að leggja land undir fót, ferð- ast til Þýskalands og læra þar hár- greiðslu. Sú löngun til að læra hár- greiðslu hafði blundað í ömmu og hún lét drauminn rætast. Skömmu eftir heimkomuna opnaði hún hár- greiðslustofuna Carmen á Lauga- veginum. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru tengdar heimsóknum í Mosfellsveit þar sem amma og afi bjuggu skammt frá Reykjalundi, en afi var helsti talsmaður þess að kom- ið yrði á fót vinnuheimili fyrir berkla- sjúka. Afi starfaði þar sem yfirlækn- ir í 25 ár. Líf þeirra beggja var því óneitanlega samofið Vinnuheimilinu á Reykjalundi á margan hátt. Á heimili afa og ömmu var mér alla tíð vel tekið af heimafólki, þó ekki hafi ég vandað ömmu kveðjurnar eftir mína fyrstu næturgistingu hjá þeim, þá tæplega þriggja ára göm- ul. í sveitinni hitti ég oft fyrir frænd- systkini mín og var þá brugðið á leik, ömmu til mikillar hrellingar. Við fengum ýmislegt að bralla, en amma mátti svo stjórna tiltektinni að leik loknum. í gegnum mín upp- vaxtarár var amma alltaf dugleg að halda sambandi við mig, hringja í mig, færa mér gjafir og til þess að mismuna ekki systkinum færði hún hálfbróður mínum líka pakka. Ég hlakkaði alltaf til að sjá ömmu og afa og beið spennt eftir að sjá G-113 renna í hlað, oft á tíðum var ekki laust við að dálítiilar feimni gætti, en það bráði af er amma talaði við mig hispurslaust og af áhuga, það var þannig sem hún var, hreinskilin og blátt áfram, trú sjálfri sér og sínum. Hennar mannkostir voru miklir, það sá ég æ betur þegar ég varð eldri og lærði að meta þá vin- áttu og tryggð sem hún bauð fram. Amma og afi fluttu í Hamraborgina árið 1974 og áttu þar viðkunnanlegt og hlýlegt heimili, Þar bjó einnig Eva frænka, systir afa, sem átti stór- an þátt í þeim góða heimilisanda sem þar ríkti. Á stórri lóð umhverfis húsið eru hávaxin tré sem bera vott um þá miklu alúð og eljusemi sem amma og afi lögðu við ttjárækt og fegrun umhverfisins. í Hamraborg stóðu dyrnar öllum opnar og þar var oft margt um manninn, vinir, kunn- ingjar og síðast en ekki síst öll börn- in og barnabörnin, sem alltaf voru meira en velkomin. Amma og afi voru góð heim að sækja og stjönuðu við alla þá er ráku inn nefið, þaðan fór aldrei neinn svangur út, hvorki á líkama né sál. Amma hafði gaman af því að vera innan um fólk og láta því líða vel. Jólaboðin þeirra voru fastur liður og tengdu fjölskylduna saman. Þar var borðað, spilað og spjallað saman, reynt að gera öllum til hæfis, háum sem lágum. Amma var dýravinur og alltaf lumaði hún á brauði sem auðveldlega var hægt að fá, hlaupa með það til hestanna og gefa þeim. Amma tók þátt í lífs- starfi afa af miklum móð og var alltaf reiðubúin að vera honum við hlið þegar á þurfti að halda. Afi lést MINNINGAR árið 1990 og var fráfall hans ömmu mikil sorg. Hún lét þó ekki á neinu bera heldur tók því sem að höndum bar. „Það er tilgangur lífsins að lifa og deyja, það er okkur öllum ætl- að,“ sagði hún eitt sinn þegar við ræddum um lífið og tilveruna. „Við þurfum að læra að bera sorgina samhliða gleðinni." Þessar setningar eru mér hugleiknar nú þegar hún er ekki lengur á meðal okkar. Sam- verustundir mínar með ömmu hin síðari ár gáfu mér ákaflega mikið og er alveg ljóst að við sem yngri erum getum mikið af þeim eldri lært. Elsku amma, ég mun ætíð minn- ast þeirra orða sem þú ritaðir innan á kápu bókar sem þú færðir mér að gjöf. Að endingu vil ég þakka innilega fyrir það veganesti og þá visku sem þú gafst mér. Ég og íjöl- skylda mín kveðjum góða ömmu og langömmu og biðjum guð að blessa hana. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í drottni, eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handan stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edenslundur. (Sb. 1945 - J.J. Smári.) Svanhildur Þengilsdóttir. Um það leyti sem SÍBS var stofn- að fyrir rúmum 57 árum gengu 'í hjónaband Ragnheiður Jóhannes- dóttir sem hér er kvödd, hárgreiðslu- kona í Reykjavík, og Oddur Olafsson læknir sem þá var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum. Oddur lést þ. 18. jan- úar 1990. Trúlega hefur hvorugt þeirra hjóna rennt grun í á þeim tíma að lífshlaup þeirra yrði til enda svo samofið sögu SÍBS og stofnana þess sem raunin varð. Oddur hafði veikst af berklum í miðjum klíðum lækna- náms í Háskóla Islands og hafði um tíma verið sjúklingur á Vífilsstöðum. Hann náði þokkalegum bata og tókst að ljúka kandidatsprófi í læknisfræði árið 1936 án seinkunar í námi. Hann starfaði síðan á Vífilsstöðum sem aðstoðarlæknir í samanlagt sex og hálft ár. Á því tímabili var SlBS stofnað og þau Ragnheiður gengu í hjónaband eins og áður segir. Oddur var kjörinn í stjórn SÍBS strax árið 1940 og gegndi margvís- legum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir sambandið allt til dauðadags. Staða hans á þessu sviði félagsmál- anna var mjög sérstök að því leyti að hann var hvort tveggja í senn einn berklasjúklinganna og einnig sérfræðingur í berklalækningum. Það var eitt af höfuðmarkmiðum SÍBS að koma á fót endurhæfingar- þjónustu fyrir berklasjúklinga. Snemma árs 1944 eignaðist sam- bandið landspildu í Mosfellssveit og var þegar hafist handa við bygging- ar. Vinnuheimili SÍBS að Reykja- lundi hóf formlega starfsemi sína þ. 1. febrúar 1945 og hafði Oddur þá verið ráðinn yfirlæknir þess og framkvæmdastjóri. Þar með var ten- ingnum kastað og þau hjón fluttu í Mosfellssveit með börn sín sem þá voru þijú að tölu en urðu alls sex. Fyrstu árin á Reykjalundi voru erfið á ýmsa lund. Á sviði bygginga og framkvæmda var allt sett á fullt eins og sagt er, vistmenn dreif að sem þörfnuðust margvíslegrar þjón- ustu og meðferðar. I þessum efnum voru ekki til troðnar slóðir, allt var nýlunda sem krafðist útsjónar og skipulags. Áð sama skapi munu aðstæður frumbýlinganna á Reykjalundi í hópi starfsmanna ekki teljast í dag hafa verið ákjósanlegar, en úr því rættist furðu fljótt. Á því leikur þó ekki vafi að á meðal þeirra sem byggðu Rey- kjalund og ýttu starfseminni úr vör ríkti gróskuríkur starfsandi og fram- kvæmdagleði, bæði í hópi vistmanna og starfsmanna. Engan úr þeim hópi hefur undirritaður hitt sem ekki hef- ur geymt í huga sér ánægjulegar minningar frá þessum árum. Fremst meðal jafningja í hópi frumbýlinga á Reykjalundi voru þau hjónin Ragnheiður og Oddur. Oddur gegndi jafnt læknis- óg stjórnar- störfum utan húss og innan og Ragnheiður annaðist börn og bú. Mikið var um aðkomufólk á staðnum og byggingaverkafólk, auk fastra starfsmanna og vistmanna, og átti þetta fólk mörg erindin inn á heim- ili Ragnheiðar og Odds. Gestakomur voru þar því tíðar og þau hjón veitul- ir gestgjafar. Heimilishaldið varð með tímanum mjög umfangsmikið. Börnin voru sex eins og áður segir og á tímabilum voru mæður þeirra hjóna beggja á heimilinu, Steinunn móðir Odds sem lést 1957 og Guð- ríður móðir Ragnheiðar sem lést 1958. Verkefni Ragnheiðar voru þannig ærin, bæði stór og smá, en vissulega naut hún dyggrar aðstoðar mágkonu sinnar, Evu, sem átti bú- setu hjá bróður sínum og mágkonu í tugi ára og lést 1994. Þau atriði eru mörg og misjöfn sem marka yfirbragð staðar eins og Reykjalundar. Sá blær sem rikt hef- ur á Reykjalundi er í mínum huga að verulegu leyti tilkominn vegna áhrifa frá þremur mannkostakonum sem meðal annarra störfuðu og bjuggu á Reykjalundi árum saman meðan starfsemin var að mótast og staðurinn að taka á sig svip. Þær eru: Valgerður Helgadóttir sem gegndi starfi yfirhjúkrunarkonu frá upphafi til ársins 1961, Hlín Ingólfs- dóttir, eiginkona Áma Einarssonar framkvæmdastjóra á Reykjalundi, en þau hjón bjuggu þar frá 1949 til 1977, og Ragnheiður sem hér er minnst en heimili hennar og Odds stóð á Reykjalundi frá 1945 til 1972. Ragnheiður var mjög sjálfstæð kona og það ríkti mikill jöfnuður milli þeirra hjóna. Hún sýndi um- hverfi sínu mikla athygli og rækt, hafði áhuga fyrir mönnum og málefn- um, frjálsleg í orðum og fasi, skoð- anaföst en virti sjónarmið annarra. Sambúð þeirra Odds einkenndist af gagnkvæmu trausti og virðingu og voru þau með eindæmum vinamörg, þau áttu vini um land allt, unga og aldna og allt þar á milli, fólk úr öllum stéttum og öllum pólitískum kimum samfélagsins. Þau voru með afbrigð- um kynsæl, barnahópurinn tvöfaldað- ist með tengdabömunum þegar árin liðu og síðan komu bamabörnin og barnabarnabörnin. Þegar litið er til baka fer ekki milli mála að Ragnheiður og Oddur skiluðu afar vel sínu pundi og skópu íslensku þjóðinni verðmæti til fram- búðar meiri en virt verði til fjár ein- göngu. Fyrir hönd SÍBS skulu hér færðar ómældar þakkir fyrir þátt Ragnheið- ar í uppbyggingu og starfi sam- bandsins og Reykjalundar við hlið eiginmanns síns. Jafnframt flytja þessi minningarorð innilegar sam- úðarkveðjur til barna þeirra, tengda- barna og afkomenda allra. Haukur Þórðarson. • Fleirí minningargrcimir um Ragnheiði Jóhannesdóttur bíða birtingar ogmunu birtast. í blað- inu næstu daga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíkur AÐALSVEITAKEPPNI Bridsfélags Húsavíkur sem spiluð var á sex kvöld- um, er nú nýlokið, og í henni tóku þátt sjö sveitir. Úrslit: Sv. ÓlaKristinssonar 144 Sv. Sveins Aðalgeirssonar 128 Sv. FriðriksJónassonar 121 Sv. Halldórs Gunnarssonar 117 Sv.HeimisBessasonar 93 í sveit Óla eru auk hans Guðmund- ur Hákonarson og hjónin Þóra Sigur- mundsdóttir og Magnús Andresson. Góð þátttaka hefur verið í keppnum í vetur en fastir keppnisdagar eru hvert mánudagskvöld og eins kvölds keppni hefur stundum verið á fimmtu- dögum. Næsta keppni verður 5 kvölda tvi- menningur og spilað verður eftir Barometer-kerfi. Silli. Kauphallartvímenningi Breiðfirðinga lokið Brynjar Valdimarsson, Valgarð Blöndal og Jón Ingþórsson tryggðu sér sigurinn í Kauphallartvímenningi Bridsfélags Breiðfirðinga fimmtudag- inn 22. febrúar eftir mikla baráttu á síðasta spilakvöldinu. Þeir félagarnir spiluðu sem þríeyki í parinu. Fyrir lokaumferðina gátu eigi færri en fimm pör átt möguleika á sigri. Lokastaðan í keppninni varð þannig: Brynjar Valdimarsson - Valgarð Blöndal - Jón Ingþórsson 1.131 SiprbjömÞorgeirsson-SnorriKarlsson 922 Hjördís Siguijónsd. - Sigtryggur Sigurðsson 951 Ólöf Þorsteinsdóttir - Sveinn R. Eiriksson 940 Einar Jónsson - Stefán Jóhannsson - Björgvin M. Kristinsson 918 Vilhjálmur Sigurðsson yngri - Magnús Mapússon 582 SigurðurÁmundason-JónÞ.Karlsson 520 Eftirtaldir skoruðu mest á síðasta spilakvöldinu: Hjördís Siguijónsd. - Sigtiyggur Sigurðsson 558 Helgi Nielsen — Marinó Kristinsson 515 Ásmundur Ömólfsson - Jón Þ. Daníelsson 442 Næsta keppni félagsins er hrað- sveitakeppni sem áætlað er að standi yfir þijú næstu fimmtudagskvöld (29. febrúar, 7. og 14. mars). Skráning er þegar hafin í símum 587-9360 (BSí) og 588-7649 (ísak). Einnig er hægt að skrá sig á spilastað fimmtudaginn 29. febrúar, ef sveitir mæta tímanlega. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 22. febrúar spiluðu 18 pör í tveimur riðlum 8 og 10 para. A-riðill: Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 142 Ingibjörg Stef ánsdóttir - Þorsteinn Sveinsson 136 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 134 Meðalskor 108 B-riðill: Gunnar Gíslason - Guðrún Guðjónsdóttir 103 RafnKrisyánsson—Tryggvi Gíslason 100 Jóhann Lúthersson - Gunnlaugur Sigurgeirsson 98 Meðalskor 84 Staðan í sveitakeppninni er þessi, þegar einn leikur er eftir: Sv. Höllu Ólafsdóttur 167 Sv. Bemharðs Guðmundssonar 152 Sv.ÞórhildarMapúsdóttur 130 Sv. Elínar Jónsdóttur 127 Bridsfélag Hreyfils Staðan eftir 3 kvöldi af 4 í „board a match“-hraðsveitakeppni félagsins er eftirfarandi: Sveit: Sigurðar Ólafssonar 180 Óskars Sigurðssonar 170 Birgis Kjartanssonar 164 Rúnars Gunnarssonar 159 Sigurleifs Guðjónssonar 135 Þessari keppni lýkur mánudaginn 4. mars. Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánudögum og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Lokastaða efstu sveita í KHB-svei- takeppni Bridsfélags Fljótsdalshéraðs, sem er aðalsveitakeppni félagsins 1996, er þessi: Sveit: Herðis 210 Þorsteins Bergssonar 175 Þórarins Sigurðssonar 173 Áskels Einarssonar 159 Sólningar 158 Önnu S. Karlsdóttur 149 Sveit Herðis hafði tekið afgerandi forystu fyrir tvær síðustu umferðirnar og varð ekki haggað. Sveit Sólningar og sveit Önnu Siggu höfðu vermt ann- að og þriðja sætið mest allt mótið en misstu flugið undir lokin. Sveit Þor- steins Bergssonar skaust svo upp fyr- ir Þórarin í lokin með góðum sigri á sveit Sólningar. Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Þegar ein umferð er eftir í aðalsvei- takeppni deildarinnar er röð efstu sveita eftirfarandi: Halldór Þorvaldsson 241 Þórir Leifsson 222 Eddi 214 Þórarinn Árnason 201 Ragnar Bjömsson 202 Bridsfélag Akureyrar Þorramóti félagsins, sem var tveggja kvölda Barómeter tvímenn- ingur, lauk þriðjudaginn 27. febrúar með sigri Sigurbjöms Haraldssonar og Stefáns Ragnarssonar, en þeir höfðu forustu nánast allt mótið, en úrslit urðu þessi: Sigurbjöm Haraldsson - Stefán Ragnarsson 108 ÆvarÁrmannsson-HilmarJakobsson 64 Hróðmar Sigurbjömss. - Stefán G. Stefánss. 55 PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 42 Næsta þriðjudagskvöld, 5. mars, verður spiluð 1. umferðin í Akureyrar- mótinu í einmenningi, sem jafnframt er firmakeppni félagsins. Allt spilafólk er velkomið og margt getur skemtilegt gerst í einmenningskeppni. Þriðjudag- inn 12. mars hefst síðan hið árlega Halldórsmót, sem er minningarmót um Halldór heitinn Helgason sem var einn af bestu spilurum félagsins til fjölda ára. Mót þetta er sveitakeppni með Board A Match-fyrirkomulagi og verða spiluð 6 til 8 spil á milli sveita, en það fer eftir hversu margar sveitir mæta til leiks. WtAWÞAUGL YSINGAR TILBOÐ - ÚTBOÐ Áburðarflutningar Tilboð óskast í flutning og losun á 679 tonn- um af áburði á 29 bæi í Skaftárhreppi. Einnig ca 25 tonn af skeljasandi á einn bæ. Tilboðum skal skila fyrir 13/3 til Þórarins Bjarna- sonar, Þykkvabæ 1, 880 Kirkjubæjarklaustri, sem einnig gefur uppl. í síma 487 4704. Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg eða miðbæ Gott 50-80 fm verslunarhúsnæði óskast til leigu við Laugaveg eða miðbæ. Upplýsingar í síma 421 1637. Húsnæði í Garðabæ rúmlega 100 fm, til leigu strax. Reglusemi áskilin. Lysthafendur leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 4114“, fyrir 5. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.