Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 45 Lokaæfing fyrir Reykjavíkurskákmótið HANNES Hlífar ÞRÖSTUR tefldi hlaut sex vinnmga. magnaða skák. SKAK Cappcllc la Grandc, Frakklandi OPIÐ ALÞJÓÐASKÁK- MÓT Fimm íslendingar kepptu á fjöl- mennu og sterku opnu móti í Capp- elle la Grande í Frakklandi sem lauk á sunnudaginn. ÍSLENDINGARNIR náðu ekki verðlaunasætum að þessu sinni, en alls voru u.þ.b. 70 stórmeistar- ar með, flestir frá Austur-Evrópu. Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari, hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum. Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari, og Andri Áss Grétarsson hlutu 5 'A vinning og Sigurður Daði Sigfússon 4'A vinning. Kunnur rússneskur stórmeist- ari leiddi mótið lengst af, það var Mikhail Gurevich, sem nú teflir fyrir Belgíu. En í síðustu umferð tapaði hann fyrir stórmeistaran- um Nenashev frá Úsbekistan, sem hreppti þar með efsta sætið með 7 '/2 vinning af 9 mögulegum. Mótið var lokaæfing íslensku keppendanna fyrir Reykjavíkur- skákmótið, sem er sérlega mikil- vægt að þessu sinni þar sem það er fyrsta mótið í nýstofnaðri nor- rænni bikarkeppni, VISA Nordic Grand Prix 1996-97. Þröstur Þór- hallsson mjakaðist eilítið uppávið á stigum I Cappelle, og virðist nú með u.þ.b. 2.480 stig, skortir ennþá 20 stig uppá að verða útnefndur stór- meistari. Hann tefldi sérlega skemmtilega bar- áttuskák við arm- enska stórmeistar- ann og landsliðs- manninn Anasta- sjan: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Anastasjan Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be3 - e6 7. f3 - b5 8. g4 - h6 9. Dd2 - Bb7 10. 0-0-0 - Rbd7 11. h4 - Rb6 í þessu uppáhaldsafbrigði Þrastar er venjulega leikið 11. - b4 í þessari stöðu. 12. Df2 - Rfd7 13. Bd3 - Hc8?! 14. e5! Þetta yfirsást svarti. Ef nú 14. - dxe5? þá 15. Rxe6 - fxe6 16. Bg6+ - Ke7 17. Bxb6 og vinnur. Rxe5 15.Rxe6 fxe6 16.Bxb6 Df6 17. Be4 - d5 18. g5 - Df7? Þetta virðist öllu ónákvæmara en 18. - Df4+ 19. Be3 og þá fyrst 19. - Df7. Þá eru skilyrðin fyrir mannsfórn hvíts ekki nærri ,því eins hagstæð og í skákinni. 19. Bxd5! - Bxd5 20. Rxd5 - exd5 21. Hhel - Bd6 22. Bd4 - Df4+ Svartur fer út í endatafl með peði minna. Athyglisvert var 22. - 0-0 23. Bxe5 - Bxe5 24. Hxe5 - Hxc2+! en eftir 25. Dxc2 - Df4+ 26. Kbl - Dxe5 27. gxh6 stendur hvítur betur. 23. De3 - 0-0 24. Dxf4 - Hxf4 25. Bxe5 - Bxe5 26. Hxe5 Með peði meira í hróksenda- tafli eru vinningsmöguleikar hvíts mjög góðir. Þar munar mestu að peð svarts á drottningarvæng eru veik. En það hafði mikið gengið á í skákinni nú þegar og farið að saxast á tímann. Armenanum tekst að bjarga sér naumlega út í jafnteflisstöðu. 26. - h5 27. Hdxdð - Hxh4 28. g6 - Hhl+ 29. Kd2 - h4 30. Hh5 - Hh2+ 31. Kd3 - Hf8 32. Hh7 - Hg2 33. Hdh5 - Hxg6 34. Hh8+ - Kf7 35. Hxf8+ 35. Hf4+ - Hf6 36. Hxf6+ - gxf6 37. Hxh4 virðist öllu ná- kvæmara. 35. - Kxf8 36. Hxh4 - Hg3 37. Ke4 - Hg2 38. Hh8+ - Ke7 39. Hc8 - g5 40. b3?! - g4 41. fxg4 - Hxg4+ 42. Kd5 - Kd7 43. Ha8 - Hg2 44. Hxa6 - Hxc2 45. Ha7+ - Kc8 46. Kd6 - Kb8 47. Ha5 - b4 48. Ha4 Kc8 49. Ha7 - Kb8 50. Ha6 - Kb7 51. Ha4 - Kc8 52. Ha5 - Kb7 53. Hb5+ - Ka7 54. Hxb4 - Hxa2 Staðan virðist nú orðin dautt jafntefli, en Þresti tekst að skapa hættu: 55. Kc7 - Ha5 56. Hc4 - Ka6 57. Hc6+ - Ka7 58. Hc2 - Ka6 59. b4 - Ha3 60. Kc6 - Ka7 61. Kc7 - Ka8? Svartur hefur greinilega haldið að eftir 61. - Ka6 gæti hvítur unnið með 62. Hc5. En eftir 62. - Hhl! 63. b5+ - Ka5 64. b6+ j - Ka6 getur hvítur ekki unnið. Eða 63. - Hh7 64. Ha2+ - Ha7 65. b6! og vinnur. 64. Hc6! En alls ekki 64. b6?? - Hc4+! 65. Hxc4 patt. 64. - Ha7 65. Hb6 - Ha5 66. Hb7! Glæsileg leikþröng! Svartur gafst upp. Lokin eiga erindi í kennslubækur. Atkvöld Hellis Þeir sem vilja taka sér frí frá Reykjavíkurskákmótinu eru ekki alveg skildir útundan. Hellir verð- ur með sitt mánaðarlega atkvöld mánudagskvöldið 4. mars og hefst taflið kl. 20 í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í Breiðholti. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir og svo 3 atskákir, en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fischer/FIDE klukkum en Hellir er eina taflfélag landsins sem býður upp á þau vinsælu áhöld. Þátttökugjöld eru kr. 200 fyrir félagsmenn en kr. 300 fyrir aðra. Teflt verður í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. Mótið er öllum opið. Margeir Pétursson Langnr laug- ardagur á Laugavegi LANGUR laugardagur er á Lauga- vegi og í nágrenni á morgun, 2. mars. Nú eru þær verslanir þar sem útsölur standa enn yfir búnar að lækka verð enn frekar og um helg- ina lýkur útsölum hjá flestum þess- ara verslana. Þær verslanir sem lokið hafa út- sölum nú þegar hafa flestar tekið upp nýjar vörur þannig að í bland við útsölulok í um 50 verslunum eru aðrar sem bjóða nýjar vörur. Langur laugardagur við Lauga- veg og í nágrenni er haldinn fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þá eru verslanir opnar frá kl. 10-17 við Laugaveg og í nágrenninu eða um 250 verslanir. ------» ♦ ♦------ Vitni vantar LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri sem varð um klukkan 14.45 mánudaginn 19. febrúar á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar. Þar rákust saman Volkswagen fólksbifreið, G-22210, sem ekið var austur Holtaveg, og Audi fólksbif- reið, JO-611, sem ekið var suður Sæbraut. Umferðarljós eru á gatna- mótunum og greinir ökumennina á um stöðu þeirra þegar áreksturinn varð. Lagerútsala Á ANGÓRUFATNAÐI Þessum hlýja og mjúka HEILSUFATNAÐUR úrAngóru t.d. axlaskjól og mittisskjól. UNDIRFATNAÐUR úrlOOXAngóru bæði bolir og buxur. UNDIRFATNAÐUR fyrir útivistarfólk og útivinnandi úr Angórublönduðum efnum t.d. bolir og buxur. Angórufatnaðurinn hentar vel ungum sem öldnum. SKEIFUNNI 15. S: S68 S222 Viö höfum opnað nýja og glæsilega margmiðiunardeild í verslun okkar. Fjöldi titia frá virtum framleiðendum. Úrvals fræðslu-, vísinda- og skemmtiefni. Við Hringbraut • Sími: 561 5961 • Fax 562 0256 Netfang: http://www.centrum.is/unibooks/ » / * % M 25% afsláttur af öllum erlendum tölvubókum Aðeins fram á laugardag! • Opið, laugardag frá kl.10:00 - 16:00. KRAFTAVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.