Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 47 FRÉTTIR Ráðstefna um mál- efni bama og ung- linga með sérþarfir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTŒ) hddur ráðste&iu í Botgaitúni 6 í Reykjavík, laug- aitiaginn 2. mais, um ýmis málefiii bama og ungiinga með sóþarfir. Ráðstefiian a- haldin í samráði við Félag íslenskra lok- skólakennara, Kennarasamband Islands, Hið felenska kennarafdag, Samband fe- lenskra svdtarfdaga, Þroskahjálp og Ör- yriqabandalagið I fréttatilkynningu segir: „Á ráðstefnunni verða kynnt ýmis málefni sem lúta að nemendum með sérþarfir í leikskólum, grunn- skólum og framhaldsskólum, stefnumótun og ýmis verkefni á þessu sviði. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með ávarpi menntamálaráð- herra, Björns Bjarnasonar. Því næst kynnir Erna Árnadóttir, deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu Salamanca-yfir- lýsinguna og rammaáætlun um aðgerðir vegna nemenda með sér- þarfir. Ingibjörg Auðunsdóttir, varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálp, ljallar um skóla- stefnu og framkvæmd hennar frá sjónarhóli hagsmunasamtaka fatl- aðra. Grétar Marinósson, dósent við Kennaraháskóla íslands, kynn- ir rannsókn á vegum OECD um blöndun fatlaðra og ófatlaðra en íslendingar tóku þátt í þeirri rann- sókn. Því næst verða kynnt fimm norræn verkefni um fátíðar fatlan- ir sem íslendingar taka þátt í. MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Eyjólfi Guðmunds- syni, forstjóra Vinnueftirlits ríkis- ins: „Vegna fréttar í blaðinu á þriðjudag vill Vinnueftirlitið koma á framfæri athugasemdum vegna þess að umfjöllun um stofnunina í skýrslu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármál 1995 gefur ekki rétta mynd af rekstrinum. Til reksturs Vinnueftirlitsins rennur sérstakt gjald sem vinnu- veitendur greiða og er nú innheimt sem hluti af tryggingagjaldi. Þetta gjald er í samræmi við gildandi lagaákvæði og lagt á að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar um umfang starfsemi hennar. í stjórn- inni sitja fulltrúar aðila vinnumark- aðarins og er fullt samkomulag um upphæð iðgjaldsins, einnig af hálfu þeirra sem greiða gjaldið. Rekstrin- um hefur ávallt verið haldið innan þess ramma sem þetta iðgjald setur og hefur reyndar safnast upp um- talsverður rekstrarafgangur hjá ríkissjóði eða 76,8 millj. kr. í árslok 1994. Líkur eru á að nokkur af- gangur hafi orðið 1995 en vegna óvissu um upphæð afskrifta er þó erfitt að fullyrða um það. Ekki er gefin rétt mynd af fjár- málum stofnunarinnar í umfjöllun skýrslunnar um félagsmálaráðu- Eftir hádegishlé greinir Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykja- nesumdæmis, frá vinnu við gerð reglugerða við grunnskólalög sem snerta nemendur með sérþarfir. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félags- mála hjá Reykjavíkurborg og Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps í Austur-Húna- vatnssýslu, fjalla síðan um skipu- lag þjónustu við börn með sér- þarfir séð frá sjónarhóli sveitarfé- laga í þéttbýli og dreifbýli. Anna Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara fjall- ar um nemendur með sérþarfir í grunnskólum frá sjónarhóli sam- taka kennara. Heiðrún Sverris- dóttir, leikskólaráðgjafi í Hafnar- firði, fjallar um með hvaða hætti framhaldsskólinn geti komið til móts við alla nemendur. Fjölnir Ásbjörnsson, kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík, ræðir um nem- endur með sérþarfir í framhalds- skólum frá sjónarhóli samtaka kennara. Loks fjallar Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, um verkefni innan Helios II áastlunar Evrópusambandsins sem íslend- ingar taka þátt í og ýmis önnur verkeni á þessu sviði. Einnig verð- ur svigrúm á ráðstefnunni fyrir fyrirspurnir og umræður." neytið og málaflokka sem undir það heyra. Þar segir að stofnunin hafi farið 22 milljónir fram úr íjár- lögum 1995 og það væri annað árið í röð sem ekki er farið að fjár- lögum. Upplýst hefur verið af hálfu skýrsluhöfunda að þarna sé ekki tekið tillit til viðbótarheimildar í aukafjárlögum að upphæð 18 millj. kr. og uppbóta úr sameiginlegri fjárveitingu vegna launabreytinga sem nemur um 1,5 millj. kr. Samkvæmt gögnum ríkisbók- halds var uppsöfnuð greiðslustaða stofnunarinnar neikvæð um 14,1 millj. kr. í árslok 1995 m.v. fjár- lagaheimildir og hefur halli sem varð 1994 þá verið færður yfir á 1995. Miðað er við innheimtar sér- tekjur (aðrar en iðgjald vinnuveit- enda) og vantar því um 9 millj. kr. í reikningum sem gefnir voru út í lok des. og koma til bókunar í lo- kauppgjöri. Eftir er að taka af- stöðu til afskrifta á útistandandi kröfum en líklegt er að uppsafnað- ur greiðsluhalli m.v. fjárlagaheim- ildir verði í árslok 1995 6-8 millj. kr. Hann er að mestu til orðinn á síðustu tveim árum og nemur um 1,5-2% af veltu stofnunarinnar á því tímabili. Margfalt hærri upp- hæð stendur hins vegar í inneign hjá ríkissjóði vegna iðgjalda vinnu- veitenda eins og áður greinir.“ KISTILL sem skorinn var út af Bólu-IIjálmari. Útskurðarfólk stofnar með sér samtök STOFNFUNDUR félags áhuga- fólks um tréútskurð verður haldinn laugardaginn 2. mars í Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 14. Markmið ‘Jélagsins er að efla skurðlist á íslandi með fræðslu, sýningum og útgáfu fréttabréfs. Félagið verður opið einstaklingum og hópum sem hafa áhuga á út- skurði og framgangi skurðlistar. Undirbúningsnefnd að stofnun áhugamanna um tréútskurð býður allt áhugafólk um skurðlist velkom- ið til stofnfundarins á Hótel Loft- leiðum á laugardaginn. Fundur um fæð- ingarorlof FÆÐINGARORLOFSMÁL eru í brennidepli sem stendur því beðið er eftir niðurstöðum nefndar sem er að endurskoða fæðingarorlofs- gjöfina. Sú vinna á að skila sér í frumvarpi til nýrra laga og m.a. fjármálaráðherra hefur staðfest að ætlunin sé að styrkja rétt feðra til töku fæðingarorlofs. Um þessi mál verður fjallað á fundi sem Sellurnar, hreyfing Al- þýðubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna, efna til laugardaginn 2. mars kl. 11-13 á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík. Þar munu Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkis- stofnana og nefndarmaður í fæð- ingarorlofsnefndinni, og Ingólfur V. Gíslason, ritari karlanefndar og starfsmaður Jafnréttisráðs, flytja framsögur. Að þeim loknum eru almennar umræður. KK í Hinu húsinu TÓNLISTARMAÐURINN KK verður með síðdegistónieika kl. 17 'í Hinu húsinu föstudaginn 1. mars í tengslum við umferðarþemamán- uð Bifreiðatryggingarfélaganna og Hins hússins. í tengslum við tónleikana verður rætt við sjúkraflutningamenn um störf þeirra. Sýna þeir m.a. hvernig fólki er bjargað úr bílflaki og munu þeir klippa bíl í sundur. Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu tillögurnar í samkeppninni um áhri- faríka setningu tengda umferð- armálum og ungur ökumaður fjallar um hætturnar í umferðinni. Þessir tónleikar eru lokauppá- koma sýningar sem hófst 3. febrúar og ungt fólk stendur að í samstarfi við Bifreiðatryggingarfélögin til að vekja athygli á umferðarmálum ungs fólks og afleiðingum umferð- arslysa. Vinnueftirlitið hefur ekki kostað ríkissjóð fjármuni Evrópsk iðn- hönnun í Kringlunni SÝNING fyrirtækja sem urðu hlut- skörpust í hönnunarsamkeppni litilla og meðalstórra fyrirtækja innan Evr- ópusambandsins 1994 stendur nú yfir þessa dagana í Kringlunni. Verðlaun hlutu fyrirtækin: Luce- plan, ítalskt fyrirtæki stofnað 1978 og hannar, framleiðir og dreifir ljósa- búnaði fyrir heimili og stofnanir, Kompan, danskt fyrirtæki sem fram- leiðir útileikföng fyrir skóia, skemmtigarða og bamaheimili og Vitra, þýskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir húsgögn fyrir jafnt heim- ili sem stofnanir. Talið er að í Evrópu séu 8 milljón lítil og meðalstór fyrirtæki. Af þeim voru valin sérstaklega 42 fyrirtæki til að taka þátt í þessari samkeppni. Markmið samkeppninnar er að hvetja evrópska framleiðendur til að leggja meiri rækt við hönnun framleiðslu sinnar. Að mati Evrópusambandsins er hönnun ein af höfuðforsendum þess' að lítil og meðalstór framleiðslu- fyrirtæki blómstri. Sýningin er staðsett við inngang á aðra hæð Kringlunnar og verður þar til 5. mars. Þess má geta að ráðgert er að bjóða íslenskum fyrir- tækjum þátttöku í þessari samkeppni síðar á árinu. Sýningin er plakatsýning og er á vegum Evrópusambandsins en fyrir milligöngu Form íslands og Hönnun- arstöðvar. ___A Ferðir FI um helgina HELGARFERÐ (góuferð) verður farin til Þórsmerkur 1.-3. mars. Brottför er kl. 20 föstudag. Gist verð- ur tvær nætur í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir/skíða- gönguferðir um Mörkina. Komið verður til baka kl. 18 sunnudag. Létt og þægileg ferð fyrir þá sem vilja upplifa veturinn í óbyggðum. Dagsferðir sunnudaginn 3. mars: Kl. 10 verður skíðaganga í Bláfjöll - Þríhnúkar - Lækjarbotnar, kl. 13 skíðaganga á skógarstíga í Heiðmörk og kl. 13 verður farin gönguferð í Lækjarbotna - Hólmsborg. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, og Mörkinni 6. > Sjóminjasafn Islands Kynning á Yél- skóla Islands í SJÓMINJASAFNI íslands, Hafn- arfirði, verður kynning á Vélskóla íslands laugardaginn og sunnudaginn 2.-3. mars í tilefni af árlegri kynning- arvöku skólans og skrúfudegi. Til sýnis verða ýmsir smíðisgripir nemenda, kennslutæki og vélar auk myndbands um starfsemi skólans sem sýnt verður á efstu hæð safnsins. Kynningin stendur einnig um næstu helgi, en safnið er opið laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og ennfremur eftir samkomulagi. ■ MÁLFUNDAFÉLAG nlþjóða- sinna stendur að kynningu á bókinni „Episodes of the Cuban Revolution- ary War“, dagbókum og bréfum Er- nesto Che Guevara, laugardaginn 2. mars kl. 13 að Klapparstíg 26, 2. hæð. Frummælandi er Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir sem heimsótti Kúbu í febrúar vegna alþjóðlegrar bókasýningar í Havana. STÓRT RÍS SÚKKULADI og 1/21. PEPSI meira en bensín Attu vélsleða en vantar ferðafélaga til að fara í vélsleðaferð? Laugardaginn 2. mars standa Landssamband íslenskra vélsleðamanna og Pólarisklúbburinn íyrir fjölskyldudegi á Nesjavöllum. Dagskrá: 1. Farið verður frá Litlu kaffistofunni kl. 12.00 og ekið um Mosfellsheiði að Nesjavöllum. olis 2. Frá Nesbúð verður farið kl. 14.00 í vélsleðaferð um Hengilssvæðið undir leiðsögn reyndra vélsleðamanna. 3. Ferðinni lýkur við Litlu kaffistofununa kl. 18.00 fyrir þá sem ekki gista í Nesbúð. 4. Fyrir þá sem vilja er hægt að fá kvöldverðog gistingu í Nesbúð fyrir kr. 3.200. Pantanir i síma 567-3131. 5. Skipulögð heimferð verður frá Nesjavöllum á sunnudag. Lögð er ábersla á að fcrðimar séu fyrir alla vélsleðamenn, bæði vana og óvana. POL.FIRIS Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.