Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þakka innilega starfsfólki, vinum og œttingjum sem glöddu mig með heimsóknum, göfum og skeytum á 90 ára afmœli mínu 25.febrúar 1996. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir, Víðihlíð, Grindavík. VERt) A&EtNS 5.990 Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur Opið lau. kl. 10-14 SKÓVERSLUN KÓPAUOGS HAMRABORG 3 • S: 554 1754 Gönguskor - ný sending Láttu þér líða vel á fótunum í Grisport göngusköm ✓ Stærðir 36-46 ✓ Grófur gönguskóli ✓ Höggdeyfar f sóla ✓ Fótlaga innsóli ✓ Léttir ✓ Vatnsþolnir ✓ „Support system" fyrir ökla ✓ Gritex einangrun gegn kulda ✓ Gritex einangrun gegn bleytu -SjAðu — 'fr f>\v Laugavegi 40, sími 561-0075. Þúfærð... /. a. E ye works ...hjá okkur. K( mKlu og SJÁÐU! blabib -kjarni málsins! ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þekkir einhver drenginn? ÞESSI mynd er af filmu sem er ósótt í Austurveri frá því í október sl. Ein- hver mistök hafa orðið við skráningu á fílmunni því sá sem skráður var fyrir henni kannast ekki við þessar myndir. Ef einhver kannast við drenginn á myndinni er hægt er að hafa sámband í síma 553-6161 til að fá upplýs- ingar. Ekki trúnaðarbrot UM MEINT brot biskups hefur verið fjallað ítarlega í fjölmiðlum og höfð viðtöl við hann vegna þess svo öll þjóðin þekkir málið og veit hver maðurinn er. Þess vegna getur það ekki verið trúnaðarbrot er Guð- rún Jónsdóttir nefnir nafn hans í viðtali vegna máls- ins. Hógværari málflytj- vandfundinn. Guðlaug Karvels Góð þjónusta hjá Radíónausti ÉG KEYPTI geislaspilara í Radíónausti á Akureyri í bíl dóttur minnar fyrir tveimur árum, en hann hafði aldrei_ virkað al- mennilega. Ég var búin að senda spilarann nokkr- um sinnum í viðgerð en hann fór úr ábyrgð fyrir einu ári. Svo bilar hann aftur og ég hringi í Radíó- naust og spyr hvort og hvað þeir vilji gera fyrir mig. Og þeir létu sér ekki muna um að panta nýjan geislaspilara frá Japis í Reykjavík og létu mig hafa hann endurgjalds- laust. Sá geislaspilari er með ársábyrgð. Eftir þetta mun ég beina viðskiptum mínum til þeirra. Mig langar að segja frá þessari góðu þjónustu því mér fínnst of sjaldan getið um það sem gott er. Guðmunda Guðmundsdóttir, Akureyri. Umræður um afkomu láglaunafólks ELDRI kona hringdi og vildi koma því á framfæri að hún væri hrifin af þátt- unum Þeytingi og Dags- ljósi. En hún vill fá um- ræður í sjónvarpið um láglaunafólk og afkomu þess. Tapað/fundið Kvengullúr tapaðist KVENGULLÚR tapaðist föstudaginn 16. febrúar á mótum Frakkastígs og Laugavegs eða við Haga- búðina/ísbúðina við Hjarðarhaga. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-4382 á kvöldin eða um helgar. Skotthúfuhólkur fannst MÁLMLITUR útskorinn skotthúfuhólkur fannst á milli Bónuss og Sælgætis- gerðarinnar Mónu í Hafn- arfirði í október. Upplýs- ingar í síma 453-6462. Kerrupoki tapaðist DÖKKBLÁR gæru- skinnspoki úr barnavagni, en inni í honum voru vettl- ingar, stígvél og lambhús- hetta, fauk frá Hverfis- götu 104 í rokinu sl. laug- ardag. Hafí einhver fund- ið pokann er hann beðinn að hringja í síma 551-4048. Maríanna og Gísli. Týnt úr FÍNLEGT kvenúr af gerð- inni Pierpoint með teygj- anlegri gullkeðju tapaðist í eða við Árbæjarlaug í kringum 17. febrúar sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-1705 eftir kl. 13, eða í síma 525-4329. Hamstrabúr óskast ELLEFU ára strákur í vesturbænum óskar eftir hamstrabúri, ódýrt eða gefíns. Upplýsingar í síma 561-1280. skák Umsjðn Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja alþjóðlegra meistara á alþjóðlegu móti í Rishon Le Zion í ísrael, sem lauk fyrir skömmu. Schmuter (2.490) frá Úkraínu var með hvítt og átti leik, en ungverska stúlkan Zsofia Polgar (2.495) hafði svart. 24. Hxd7! - Dxd7 25. Rf6+ - Rxf6 26. Dg5+ - Kh7 27. Hxf6 - Dd4+ 28. Khl - Dxf6+ (Eina leiðin til að forða máti því svartur á ekki þrá- skák í stöðunni. Hvíti kóngurinn á skjól á h4 eða h5) 29. Dxf6 og með manni meira vann hvítur auðveldlega. Úrslit mótsins: 1.-2. Kotronias, Grikk- landi, og Alterman 6 v. af 9 mögulegum, 3. Júdasín 572 v. 4. Ma- nor 5 v. 5.-7. Liss, Goldin, Rússlandi, og Schmuter 4 72 v. 8.-9. Greenfeld og Kosas- hvili 4 v. og Zsofia Polgar rak lestina með aðeins einn vinning. Hún hefur líklega verið með hugann við einvígi Zsuzsu systur sinnar um heimsmeistaratitil kvenna. Víkveiji skrifar... AÐ eru breyttir tímar, varð Víkveija að orði þegar hann fékk inn um lúguna bréf frá Bif- reiðaskoðun íslands. Þar var Vík- veija góðfúslega bent á að skoðun- armánuður bifreiðar hans væri núna í febrúar og til hagræðis hefði verið tekinn frá tími í skoðunarstöð fyrirtækisins. Og með fylgdi 500 króna afsláttarmiði. Alltaf heitt á könnunni, stóð neðst i bréfinu. Víkveija varð hugsað meira en tvo áratugi aftur í tímann, þegar svonefnt Bifreiðaeftirlit ríkisins hafði aðsetur í Borgartúni 7. Þá var nú ekki kurteisinni fyrir að fara hjá þessu eina ríkisrekna bifreiðaeftir- liti landsins. Er ekki ofmælt að segja að bifreiðaeigendur hafi kvið- ið fyrir því í langan tíma að fara með bílinn í skoðun. En nú eru aðrir og betri tímar, svo er sam- keppninni fyrir að þakka. xxx SEM betur fer hefur samkeppni rutt sér til rúms á fleiri svið- um. Fyrir einum til tveimur áratug- um þurfti fólk t.d. að bíða í klukku- stund á tröppum bankanna ef það þurfti á lánum að halda. Þeir sem áttu erindi við Landsbankann í Austurstræti voru þannig til sýnis því fólki sem var á leiðinni í vinnu á morgnana. Fólk þurfti síðan að skrá sig í bók á biðstofu bankastjór- anna og það var undir hælinn lagt hvort það fékk viðtal. Ef ekki, varð það að gjöra svo vel að fara á tröpp- urnar morguninn eftir! í dag getur fólk valið um hvar það tekur lán. Það er ekki lengur háð duttlungum bankastjóra eða aðstoðarmanna þeirra. Bankastjóri, sem Víkveiji hitti á förnum vegi, sagði að nú væri sjaldgæft að menn sæjust á biðstofum bankastjóranna. Þarna eru tímarnir breyttir sem betur fer. xxx EN eitt er það ríkiseinokunarfyr- irtækið sem lítið hefur breyst, ÁTVR. í frétt hér í blaðinu s.l. mið- vikudag er sagt frá því að Campari sé á þrotum hjá ÁTVR, en nýr aðili tók við umboði þessarar ítölsku áfengistegundar um áramótin. Jafn- framt upplýsir innkaupastjóri ÁTVR í fréttinni að ekki sé sjálfgefið að Campari verði keypt af hinum nýja umboðsaðila! Þama er greinilega ekki verið að hugsa um viðskiptavin- ina, sem keyptu 42 þúsund lítra af víninu í fyrra! xxx MAÐUR sem hafði heimsótt ís- lenskar sjávarafurðir í hið nýja hús fyrirtækisins við Sigtún sagði að eftirtekt vekti hvað allt væri þar snyrtilegt. Kapp er lagt á snyrtimennsku og síðasta föstudag í hveijum mánuði eru allir starfs- menn skyldaðir til þess að laga til á skrifborðum sínum svo og í næsta nágrenni við vinnustöð sína. Þetta er fyrirkomulag sem fleiri fyrirtæki mættu taka upp. xxx STÓRUNDARLEG frétt birtist í íþróttakálfi Morgunblaðsins á þriðjudaginn. Sundsamband íslands samþykkti um helgina að taka ekki þátt í Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða á Islandi í maí á næsta ári vegna þess að borgaryfir- völd urðu ekki við kröfum sam- bandsins um að byggja mörg hund- ruð milljóna keppnislaug fyrir leik- ana. Þó lá fyrir að Vestmannaeying- ar höfðu boðist til að halda sund- keppnina, en þar er fyrirtaks laug til að halda slíka keppni. Sundsambandsmenn höfðu áður haldið því fram að 50 metra keppn- islaug væri skilyrði fyrir því að halda sundkeppni Smáþjóðaleik- anna. Nýlega var upplýst hér í blað- inu af meðlimi í Olympíunefnd að 50 metra laug væri ekkert skilyrði, en Sundsambandið hefði vísvitandi haldið hinu fram til þess að véla borgina til að byggja hina rándýru keppnislaug! Svona framkoma er ekki veij- andi, að mati Víkveija. Á þrenging- artímum er sjálfsagt að nota þá aðstöðu sem fyrir hehdi er. Og ætlar stjóm Sundsambandsins að koma f veg fýrir að íslenskt sundfólk geti keppt á Smáþjóðaleikunum, loksins þegar þeir eru haldnir hér á landi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.