Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 60
PickwiIkj -te fyrir þá sem gera kröfnr! tfttNiifclafrffr MPa ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Markaðsvirði OZ komið í 1,6 milljarða Nýjar evrópskar reglur um kröfur á bílferjum kosta stórfé Breyta þarf ís- lenzkum ferium HUGBÚNAÐARFYRIRTÆK- IÐ OZ hefur ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé hér innanlands að upphæð 40 milljónir króna sem jafngildir um 600 þúsund Bandaríkjadollurum. Þetta sam- svarar um 2,34% af heildar- hlutafénu. Miðað við núverandi gengi hlutabréfanna í Banda- ríkjunum og Japan er markaðs- virði fyrirtækisins 25 milljónir dollara eða rösklega 1,6 millj- arðar króna, að sögn Skúla Mogensen, framkvæmdastjóra OZ. Boðin verða út um 750 þús- und hlutabréf hér á landi, hvert á 80 sent eða 52 krónur. „Upp- haflega var ætlunin að selja hlutabréf í fyrirtækinu eingöngu í Japan og Bandaríkjunum," sagði Skúli. „Vegna fjölda fyrir- spurna frá íslenskum aðilum var ákveðið að bjóða þeim lítinn hluta á sömu kjörum og verið er að selja þau á í Bandaríkjun- um og Japan núna. Það var ákveðið að fela Landsbréfum að annast sölu bréfanna til fagfjár- festa sem gera sér fulla grein fyrir áhættunni. Ég legg ríka áherslu á að hér er um mikla áhættufjárfestingu að ræða en möguleikamir eru jafnframt miklir." Á síðasta ári keypti stór japanskur áhættufjárfestingar- sjóður, Nippon Investment Fund, 6,25% hlut í fyrirtækinu en auk þess hafa fimm aðrir erlendir fjárfestar keypt hlutabréf. GERA þarf breytingar á íslenzkum bílfeijum til þess að þær uppfylli nýjar öryggiskröfur, sem sam- þykktar voru á ráðstefnu evrópskra siglingamálayfirvalda í Stokkhólmi á miðvikudag. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður fyrir ís- lenzk feijufyrirtæki. Nýju öryggisreglurnar voru samþykktar á ráðstefnu 18 Evr- ópuríkja. Er ísland þeirra á meðal. Ráðstefnan hefur undanfarin miss- eri fjallað um það hvernig koma megi í veg fyrir að slys á borð við Estonia-slysið endurtaki sig. Eist- neska feijan Estonia sökk á Eyst- rasalti eftir að sjór komst inn um stafnhlerann og raskaði jafnvægi skipsins. Nýju reglurnar kveða á um að bílfeijur, sem hægt er að aka bifreiðum inn í, þoli allt að hálfs metra sjó á bílaþilfarinu án þess að jafnvægi þeirra raskist. í mörgum tilfellum getur þetta þýtt að bæta verði við innri skilrúm- um, sem getur komið niður á rým- inu á bílaþilfarinu. Hálfs metra markið á við um skip, sem sigla á hafsvæðum þar sem búast má við mikilli ölduhæð, en skip sem sigla um lygnari svæði þurfa ekki að uppfylla jafnstrangar kröfur. Að sögn Páls Guðmundssonar hjá skipaeftirliti Siglingamálastofn- unar eru fjórar feijur hér á landi, sem nýju reglumar geta átt við um; Akraborgin, Heijólfur, Baldur og Fagranesið. „Það þarf að gera úr- bætur á okkar skipum'til að upp- fylla þessi atriði," sagði Páll. Hann sagði að ekki væri hins vegar nákvæmlega ljóst hvaða úr- bætur þyrfti að gera eða hvað þær kostuðu. Frestur til ársins 2002 Nýju öryggisreglurnar taka gildi í byrjun næsta árs ef fimm ríki hafa undirritað þær á þessu ári. Þær taka strax til skipa sem eru í smíðum en útgerðir eldri skipa hafa frest allt til ársins 2002 til að breyta þeim. Málamiðlun var gerð um þennan aðlögunartíma, en Suður- Evrópuríki héldu því fram að marg- ar feijuútgerðir yrðu gjaldþrota ef þeim yrði gert að breyta skipum sínum strax. Tværmillj- ónir tonna FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra heimsótti íslenska álfélag- ið hf. í gær í tilefni af því að í lok febrúar náði heildarálfram- leiðsla ISAL frá upphafi tveimur milljónum tonna. Ráðherra skoð- aði fyrirtækið og stækkunar- framkvæmdir og snæddi síðan hádegisverð með starfsmönnum. Kvintettinn Þeyr úr Hafnarfirði skemmti starfsmönnum. I hádeg- inu í dag heimsækir karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ starfsfólk ÍSAL og syngur lög af nýútkomn- um geisladiski. Á myndinni gerir Christian Roth, forstjóri ÍSAL, iðnaðarráðherra grein fyrir stækkunarframkvæmdum með tilþrifum. Búnaðar- bankínn sel- ur hlut sinn í Kaupþingi SPARISJÓÐIRNIR hafa keypt helmings eignarhlut Búnaðarbank- ans í Kaupþingi hf. fyrir 185 millj- ónir króna og eiga nú allt fyrirtæk- ið. Bankinn hyggst í staðinn einbeita sér að því að efla þá þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta sem þegar er i boði innan hans. Bjarni Ár- mannsson hefur verið ráðinn for- stjóri fyrirtækisins. ■ Kaupverð/18 r Gagnrýni í The New York Times um hljómleika Sinfóníuhljómsveitar íslands Stórkostleg fruniraun í Carnegie Hall SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands og stjórn- andi hennar Osmo Vánská fá lofsamlega umsögn í dómi tónlistargagnrýnanda banda- ríska dagblaðsins The New York Times sem hlýddi á leik hljómsveitarinnar í Carnegie Hall á þriðjudagskvöld. Höfundinum, Alex Ross, verður tíðrætt um tónlist Jóns Leifs og segir flutning hljómsveitarinn'ar á annarri sinfóníu Sibeliusar með því besta sem hann hafi heyrt. Frumraunin í Carnegié Hall hafi verið stórkostleg, („Sensational debut“) segir Alex Ross, tónlistargagnrýnandi The New York Times. „Hinir einmana íbúar íslands höfðu aldrei séð sinfóníuhljómsveit þegar tónskáldið Jón Leifs stjórnaði Fílharmóníusveitinni í Ham- borg á tónleikaferðalagi hennar árið 1926,“ segir í upphafsorðum greinar tónlistargagn- rýnandans. Vera kunni að ýmsum þyki nán- ast óhugsandi að svo afskekktur staður sem ísland geti hafa getið af sér fyrsta flokks sinfóníuhljómsveit en sveitin undir stjórn Osmo Vánská hafi farið fram úr björtustu vonum. Stórfurðuleg tónlist Ross segir að það hafi ekki síst verið „stór- furðuleg" tónlist Jóns Leifs sem gerði kvöld- ið í Carnegie Hall eftirminnilegt. Bassagang- ur í fimmundum, skerandi þríundarbil, rudda- legur ásláttur og furðulegar raddsetningar OSMO Vánska mundar tónsprotann. einkenni einstakt tónmál Jóns Leifs, líkt og komið hafi fram í forleiknum að Galdra-Lofti. Ruddafenginn einleikur Gagnrýnandinn segir að eftir þetta hafi heldur sigið á ógæfuhliðina. Einleikarinn II- ana Vered hafi kastað til höndunum og sýnt ruddafenginn hljóðfæraleik, sem einkenndist af óhóflegri notkun pedala, í píanókonsert Griegs. Á hinn bóginn hafi áheyrendur þá tekið að öðlast tilfinningu fyrir hinum sterk- ari hliðum sinfóníuhljómsveitarinnar, falleg- um og þroskuðum strengjahljómi, einbeittum og hvellum tréblásturshljóðfærum og hóf- stilltri málmblásarasveit. Jafnvægið í leik hljómsveitarinnar hafi verið framúrskarandi. Meistari dramatískrar hljómsetningar „Fagmennska hljómsveitarinnar kom ekki síður í ljós í annarri sinfóníu Sibeliusar en er fyrsta kaflanum lauk varð ljóst að hin raunverulega hetja kvöldsins var hr. Vánská. Þessi 43 ára gamli Finni hefur einnig náð miklum árangri með dreifbýlishljómsveitinni finnsku frá Lahti í Finnlandi og hefur sýnt að hann er sérfróður um túlkun á tónlist Sibeliusar eins og komið hefur fram á nokkr- um upptökum sem hann hefur gert fyrir Bis. Miðað við þessa tónleika tel ég að þessi lýsing dugi tæpast: Vánská er raunverulegur meistari hinnar dramatísku hljómsetningar og niðurstaðan varð einn allra besti flutning- ur á verki eftir Sibelius sem ég hef hlýtt á,“ segir höfundur í greininni og bætir við að túlkunin og áherslur allar hafí verið yfir- gengilega góðar. Fara einskis á mis „Ef til vill var hér aðeins um að ræða al- gjöriega sérstakt kvöld hjá hljómsveit sem er á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Norður- Ameríku. En ef Vánská stjórnar slíkum flutn- ingi reglulega heima í Reykjavík fara íslend- ingar einskis á mis í einverunni," segir í lok greinar Alex Ross.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.