Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR LESBÓK C/D 52. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gorbatsjov lýsir yfir for- setaframboði Moskvu. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, sem var við völd í Sovétríkjunum þegar þau liðu undir lok, lýsti yfir því í gær að hann hygðist bjóða sig fram til for- seta þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að hann sé mjög óvin- sæll í Rússlandi um þessar mundir. Gorbatsjov svaraði játandi á blaðamannafundi þegar hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér og bætti við að hann mundi leggja framboð sitt formlega fram síðar. Gorbatsjov verður 65 ára á morgun og er óflokksbundinn um þessar mundir. Mótvægi við Jeltsín og Zhjúganov Gorbatsjov kvaðst mynda mót- vægi við Borís Jeltsín, sem komst til metorða í sovéska kommúnista- flokknum í skjóli Gorbatsjovs, en varð keppinautur hans, og Gennadíj Zjúganov, leiðtoga rússneska kommúnistaflokksins. Hann skoraði á „lýðræðisöflin“ að standa saman og finna leið til að draga úr óvissunni, sem umlykur framtíð lýðræðis í landinu. „Lýðræðissinnamir verða að sameinast og sigra í kosningunum," Þingkosningar í Ástralíu Kærður fyrir stríðsglæpi Haag. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sam- einuðu þjóðanna vegna fyrrverandi Júgóslavíu hefur ákveðið að ákæra háttsettan yfirmann í her Bosníu- Serba vegna stríðsglæpa í Sarajevo. Talið er að um tíu þúsund manns hafi látið lífið í umsátri um borgina. Djordje Djukic var einn af æðstu yfirmönnunun í her Ratkos Mladics herforingja og er hanri sakaður um að hafa átt aðiid að stórskotaliðs- árásum á borgina á tímabilinu maí 1992 til desember 1995. Breska blaðið Guardian sagði í gær að Djukic hefði verið helsti tengiliður Bosníu-Serba við stjórnina í Belgrad í Serbíu. Stórskotalið Serba framdi mörg grimmdarverk meðan á umsátrinu stóð. í maí 1992 féllu 20 og 70 særðust er sprengjukúla_ Ienti á markaði í miðborginni. Ari síðar féllu 15 þegar skotið var á bíla- stæði þar sem nokkur ungmenni voru í fótboltaleik og í febrúar 1994 lenti sprengikúla á markaðstorgi í miðborginni með þeim afleiðingum að 68 létu lífið og um 200 særð- ust. Á einum sólarhring í júlí 1993 er talið að 3.777 fallbyssukúlum hafi verið skotið á borgina. Djukic hefur verið í haldi í Haag ásamt Aleksa Krsmanovic, ofursta í her Bosníu-Serba, eftir að her- menn Atlantshafsbandalagsins færðu þá frá fangelsi í Sarajevo. sagði Gorbatsjov og gaf í skyn að hann gæti vikið til hliðar ef ekki yrði sátt um ha.nn sem eina fram- bjóðanda lýðræðissinna. Gorbatsjov hefur verið í meiri metorðum á Vesturlöndum, en í sínu heimalandi þar sem margir líta svo á að hann heyri fortíðinni til. Fylgi undir einum af hundraði Samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum nær fylgi Gorbatsjovs ekki einum af hundraði, en Zhjúg- anov nýtur um 20% fylgis og Jelts- ín um 10%. Gorbatsjov komst til valda í Sov- étrikjunum 11. mars 1985 og hóf brátt víðtækar endurbætur. Lykil- orðin voru glasnost og perestrojka, en Gorbatsjov réð ekki við þau öfl, sem hann leysti úr læðingi, hvorki heima fyrir né erlendis. Þýskaland sameinaðist og Austur- og Mið-Evr- ópa losnaði undan oki Sovétríkj- anna, sem sjálf tóku að liðast í sundur. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels, en heima fyrir kunnu fáir honum þakkir fyrir. í ágúst 1991 var gerð tilraun til valdaráns og í lok þess árs missti hann völd og Sovétríkin liðu undir lok. Tekst Keatmg það ómögulega? Canberra. Reuter. PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu, og Verkamannaflokkurinn hafa sótt verulega í sig veðrið á síð- ustu dögum en samt er almennt búist við, að kosningabandalag Fijálslynda flokksins og Þjóðar- flokksins verði sigurvegari í þing- kosningunum í dag. í heilt ár hefur Verkamannaflokk- urinn verið langt á eftir stjórnarand- stöðunni í skoðanakönnunum en samkvæmt þremur könnunum, sem birtar voru í gær, hefur bilið minnk- að mikið. I einni sagði, að stjórnar- andstaðan fengi 7% meira fylgi, önnur, að hún sigraði með 2% og sú þriðja, að engu munaði á fylking- unum. Verkamannaflokkurinn í Ástralíu hefur verið völd í 13 ár og í kosning- unum 1993 má segja, að Keating hafi „stolið sigrinum“ frá stjórnar- andstöðunni, sem talin var örugg um sigur fram á síðasta dag. Fáir búast við, að honum takist að leika það aftur nú. ■ Valdadögum að ljúka/20 Bilaðir hraðamælar í Boeing-757 þotunni Washington. Reuter. HRAÐAMÆLAR Boeing-757 þotunnar, sem fórst undan ströndum Dómin- íkanska lýðveldisins 6. febrúar sl., sýndu flugmönnunum að þotan væri á miklu meiri hraða en hún raunverulega var. Ofreis hún vegna of lítils flughraða og hrapaði í sjóinn á 84 sekúndum með þeim afleiðingum að allir sem um borð voru, 189 manns, fórust. Á miðvikudag náðust flugriti, svarti kassinn svonefndi, og hljóðriti þotunnar upp af hafsbotni og hófst rannsókn á upplýsingum sem þeir hafa að geyma í fyrradag. Sam- kvæmt tilkynningu, sem Oryggis- stofnun samgöngumála (NTSB) í Bandaríkjunum sendi frá sér í gær, var þotan í brottflugsklifri í 7.300 feta hæð þegar aðvörun um að ofris væri í aðsigi heyrðist. Við það hrist- ust stýrisstangir flugmannanna og hljóðmerki heyrðust. „Þotan hætti klifri og byijaði að lækka flugið. Þegar aðvörunin kom segir flugritinn, að hraðamælarnir hafi sýnt 335 hnúta, 620 kílómetra, hraða á klukkustund. Aðrar upplýs- ingar af flugritanum og ratsjármæl- ingar gefa hins vegar ótvírætt til kynna að þotan hafi verið á miklu minni hraða," sagði í tilkynningunni. Engin skýring var gefin á bilun- inni af hálfu NTSB eða hugsanlegum ástæðum bilunarinnar. Hljóðritinn leiddi í ljós að flugmennirnir hafi gert sér grein fyrir henni því þær ræddu um hraðamælana í flugtaks- bruninu og aftur eftir að þotan fór á loft. Tóku þeir eftir því að hraða- mælir flugstjórans sýndi fyrst minni hraða en mælir aðstoðarflugmanns- ins. Með aukinni hæð steig mælir flugstjórans hraðar og sýndi á end- anum meiri hraða. Beri mælum ekki saman er ætlast til að flugmennirnir athugi þriðja mælinn til að ganga úr skugga um hvað rétt sé en ekki er vitað hvort þeir gerðu það. Flugvélar ofrísa og missa flugið þegar flughraði fer undir ákveðin mörk. Að sögn NTSB störfuðu stjórn- tæki þotunnar, hreyflar og knývend- ar eðlilega og engin vísbending var um að óvenjuleg veðurskilyrði eða utanaðkomandi kraftar hafi stuðlað að því að þotan fórst. Fórst í Andesfjöllum STÉL perúsku Boeing 737-200 þotunnar sem fórst í Andesfjöll- um í fyrrinótt. Allir sem um borð voru, 123 manns, biðu bana. Óljóst er hvað olli slysinu en flug- vélin hafði fengið lendingar- heimild í borginni Arequipa er hún fórst. ■ 123 biðu bana/20 MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, á blaðamannafundi í Moskvu í gær þar sem hann tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram við forsetakosningarnar í Rússlandi í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.