Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhugi á Björk ytra jókst í kjölfar handalögmála Bresk blöð rekja æsku Bjarkar Vantaldi veltu á virð- isaukaskattskýrslum 15 mánaða fangelsi fyrir virð- isaukasvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag 55 ára fram- kvæmdastjóra í Reykjavík til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa vantalið veltu fyrirtækis síns um 27,8 miljónir króna á virðisauka- skattskýrslum sem afhentar voru skattyfirvöldum á tímabilinu mars 1990 til desember 1993. Þannig mun maðurinn hafa komið sér undan því að greiða 6,8 millljónir króna í virðis- aukaskatt. Með brotum sínum, sem maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi, hafði hann rofíð skilorð 9 mánaða reynslulausn- ar sem honum hafði verið veitt á eftirstöðvum 18 mánaða fangelsis- dóms sem hann hlaut í Hæstarétti árið 1992 fyrir fjárdrátt, ijársvik, skilasvik og tugmilljóna króna und- andrátt á söluskatti. Vegna skilorðsrofsins er óafplán- aður hluti eldri dómsins innifalinn í 15 mánaða fangelsisrefsingunni sem maðurinn var dæmdur til nú. Þá var hann, með dómi þeim sem Guðjón St. Marteinsson héraðsdóm- ari kvað upp á fímmtudag, dæmdur til að greiða 500 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og bætist 60 daga fangelsi við í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. { dóminum segir að við ákvörðun sektarinnar sé litið til þess að bú mannsins hafí verið tekið til gjald- þrotaskipta. ------» ♦ ♦---- Ólöf Kolbrún í Kontrapunkti ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir óperu- söngkona syngur í þættinum Kontra- punkti sem er á dagskrá Sjónvarps- ins kl. 22.30 á sunnudag. Kontrapunktur er samnorræn spumingakeppni með tóndæmum og snýst um sígilda tónlist með þátttöku kunnra norrænna tónlistarmanna. í þættinum annað kvöld keppa Finnar og Svíar. ÁHUGI á Björk Guðmundsdótt- ur hefur aukist verulega í Bret- landi í kjölfar handalögmála hennar og breskrar blaðakonu á Bangkok-flugvelli 19. febrúar sl. Þannig hafa bresku dagblöðin The Sun, Daily Mirror og Sunday Telegraph sýnt henni mikinn áhuga og meðal annars sendu The Sun og Sunday Te- legraph hingað blaðamenn til þess að kynna sér æviatriði hennar. Rætt við skólafélaga Fyrsta umfjöllun um æsku Bjarkar birtist í Daily Mirror á fimmtudag og þar er greinin sett upp sem viðtal við Hildi Rúnu Hauksdóttur, móður Bjark- ar. Mikið er gert úr því hvað Björk sé sérkennileg og hafl ver- ið alla tið, en i fyrirsögn er hún meðal annars kölluð „geggjað- asta útflutningsvara Islands". The Sun sendi hingað tveggja manna teymi, blaðamann og ljós- myndara, sem meðal annars fór á Selfoss til að mynda æsku- heimili Bjarkar, skóla hennar og ná tali af skólafélögum úr barnaskóla, aukinheldur sem falast var eftir skyndimyndum af henni sem barni og unglingi og leitað að gömlum kærustum. The Sun hyggst birta umfjöllun sína i dag, en The Sun er eitt útbreiddast blað heims, selt í um fimm milljónum eintaka á hverj- um degi. Sunday Telegraph sendi hing- að einn blaðamann, tónlistarrit- stjóra blaðsins, sem fór á álíka slóðir og útsendarar The Sun. Umfjöllun blaðsins birtist á sunnudag. Iðulega er fjallað um Björk Guðmundsdóttur í tónlistar- og tískutímaritum í Bretlandi, en dagblöð þar í landi hafa ekki sýnt henniannan eins áhuga fyrr. Mezzoforte kynnir nýjaplötu HUÓMSVEITIN Mezzoforte hélt fyrstu tónleika sína til að kynna efni af væntanlegum geisladiski sveitarinnar, Mon- key Fields, í Loftkastalanum siðastliðið fimmtudagskvöld. Húsfyllir var á tónleikunum sem þóttu takast mjög vel. Mezzoforte hyggur á tón- leikaferð víða um heim til þess að fylgja útkomu geisladisksins eftir og verður fyrst haldið til Eystrasaltsríkjanna. Nýr liðs- maður var kynntur til leiks á tónleikunum, en hann er Óskar Guðjónsson tenórsaxófónleik- ari. Mezzoforte, sem hefur starfað saman í nítján ár, nýtur mikillar hylli víða um heim. Plötur sveitarinnar hafa selst í stórum upplögum og hafa m.a. fundist í plötuverslunum á svo fáförnum slóðum sem Bandar Seri Begawan, höfuðstað sol- dánsdæmisins Brunei á eynni Borneo. Myndin sýnir Friðrik Karlsson, gítarleikara Mezzo- forte, en í forgrunni er Óskar. Maður féll í höfnina SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík náði manni upp úr sjónum við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn um kl. 17 í gær. Slökkviliðsmenn voru nærstaddir og gátu brugð- ist skjótt við hjálparbeiðninni. Að sögn Bergsveins Alfons- sonar, varðstjóra hjá slökkvilið- inu, henti einn sjúkraflutninga- mannanna sér í sjóinn og að- stoðaði manninn við að komast í Markúsamet. Hann var dreg- inn á þurrt og fluttur á slysa- deild. Hann er talinn hafa verið um sex mínútur í sjónum. Mað- urinn mun hafa ætlað að stökkva á milli skipa. Bergsveinn sagði það hafa komið sér vel að mannskapur frá slökkviliðinu skyldi hafa verið staddur í miðbænum og því getað brugðist skjótt við. Frekari ráðstafanir voru þó engu að síður gerðar samstund- is og voru tveir kafarar komnir niður á höfn og sá þriðji á leið- inni með kafarabúninga ef á skyldi hafa þurft að halda. Maðurinn var mjög kaldur þegar hann náðist upp en hon- um mun að öðru leyti ekki hafa orðið meint af volkinu. Dregið af kvóta skipa sem landa óunnum afla erlendis Færeyingar saka Island um brot á samningum FÆREYSKIR athafnamenn gagnrýna ísland vegna ákvæða í kvótalögum, sem kveða á um að dregið skuli af kvóta skips ef það landar óunnum físki í erlendri höfn, og telja þetta brot á viðskiptasamn- ingum. Stjómvöld í Færeyjum og Evrópusamband- ið hafa krafízt skýringar á þessu. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir það hafa verið út- skýrt að þetta atriði sé eingöngu vegna fískveiði- stjómunar og komi viðskiptum ekki við. { 7. málsgrein 10. greinar laga um stjóm físk- veiða segir „Þá getur ráðherra ákveðið að afli á ákveðnum físktegundum, sem fluttur er óunninn á erlendan markað, skuli reiknaður með álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki skips er náð hverju sinni. Skal álagið vera allt að 20% á þorsk og ýsu en allt að 15% á aðrar tegundir." Samskiptin ekki á jafnréttisgrundvelli Færeyskir athafnamenn halda því fram að þetta lagaákvæði jafngildi viðskiptahindmn og sé brot á viðskiptasamningi íslands og Færeyja, sem kveði á um fijálst flæði vöm milli landanna. Jákup Morkere, framkvæmdastjóri Rækjuverk- smiðjunnar á Oyri, segir í viðtali við Dimmalætting að það skjóti skökku við að íslendingar leggi þann- ig hömlur á skip, sem kynnu að vilja landa í Fær- eyjum, á sama tíma og landanir færeyskra skipa á Islandi séu algerlega fijálsar. Morkore nefnir fleiri dæmi, sem hann telur til merkis um að samskipti íslands og Færeyja séu ekki á jafnréttisgmndvelli. Þannig fái Færeyingar ekki að flytja út landbúnaðarvörur til íslands og þeir megi ekki eiga meirihluta í íslenzkum hlutafé- lögum í sjávarútvegi. íslenzkar landbúnaðarvömr séu hins vegar fluttar inn í Færeyjum og íslending- ar megi eiga þar í fyrirtækjum eins og þeim sýnist. Morkare og fleiri athafnamenn, sem Dimmalætt- ing ræðir við, leggja til að Færeyingar beiti sömu þvingunum gagnvart sínum fiskiskipum, sem vilji landa á íslandi, og íslendingar geri gagnvart ís- lenzkum skipum. íhuga að setja sambærilegar skorður við löndunum erlendis Blaðið greinir frá því að Ivan Johannessen, sjáv- arútvegsráðherra í færeysku landstjóminni, hafí tekið máiið upp á fundi þeirra Þorsteins Pálssonar í Þórshöfn í janúar. Johannessen segir í samtali við Dimmalætting að Þorsteinn hafí ekki tekið vel í hugmyndir um að íslenzkum skipum yrði leyft að landa í Færeyjum án þess að tapa kvóta á því. Ráðherrann segir hinn íslenzka starfsbróður sinn hafa tjáð sér að yrði lögunum breytt til að koma til móts við Færeyjar, myndu önnur lönd setja fram sömu kröfur. Johannessen segir að áfram sé unnið að málinu. „Vilji ísland ekki afnema sínar hömlur, íhugum við að setja skorður við því að færeysk skip sigli með físk tií útlanda," segir hann. Ráðherrann bætir því við, að slíkt verði þó ekki gert fyrr en við heildar- endurskoðun sjávarútvegslöggjafarinnar. Álag vegna tímataps dregið frá við sölu afla Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir hinu umdeilda lagaákvæði sé sú, að þegar kvóta hafi verið úthlutað í upphafí, hafi skip, sem hafí verið í siglingum og flutt út óunninn físk, fengið sér- stakt álag vegna þess að þau hafi tafizt frá veiðum vegna siglinganna. „Þau fengu álag ofan á viðmið- unarveiðireynslu sína tii að vega upp þetta tíma- tap, en það kom hins vegar til frádráttar um leið og þau seldu físk í útlöndum. Þetta er ástæðan fyrir þessu ákvæði, sem er hreint fiskveiðistjómun- arákvæði og snertir á engan hátt viðskiptasamn- inga,“ segir Þorsteinn. Hann segir að íslendingar hafí greint færeyskum stjórnvöldum frá þessu og einnig Evrópusamband- inu, sem nokkrum sinnum hafí spurzt fyrir um rnáíið. „Við höfum gert báðum aðilum rækilega grein fyrir tilurð þessa ákvæðis," segir Þorsteinn. Hann segist telja að færeysk stjómvöld séu sátt við skýringar íslands og muni ekki halda málinu til streitu. Svartsýni ótímabær VETUR konungur hefur ekki verið skíðaáhugamönnum í höfuðborginni hliðhollur í vet- ur. Magni Hagalín, verkstjóri í Bláfjöllum, telur hins vegar ekki tímabært að vera með of mikla svartsýni, því mars sé oft besti skíðamánuðurinn. Magni sagði að loka hefði þurft í Bláfjöllum vegna veðurs í gær. Ekki væri heldur of gott útlit fyrir skíðasvæðið miðað við veðurspá um helgina. „Samt er ekki öll von úti, því veðurspáin hefur nú ekki alltaf gengið eftir," sagði hann „Þeir ráða þessu feðgarmr hérna uPP'-“ , j Skíðasvæðið var opið 4 daga í janúar og 15 daga í febrúar. Anakan komið til Reykjavíkur GRÍSKA loðnuflutningaskipið Anakan, sem kyrrsett var á Eskifirði í vikunni, að ósk út- gerðar Alberts GK, er komið til hafnar í Reykjavík. Að ósk lögmanna útgerðar Anakans og útgerðar Alberts GK heimilaði sýslumannsemb- ættið á Eskifirði Anakan að sigla til Reykjavíkur til lestunar en það er enn kyrrsett hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.