Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson íkveikja við Kársnesskóla SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að Kársnesskóla í Kópavogi um fimmleytið í gær. Að sögn varðsljóra kom í ljós að kveikt hafði verið í austur- gafli íþróttahúss skólans og var kominn eldur á milli þilja. Mikinn reyk lagði undan þak- skeggi og klæðningu en með því að rífa burt járnklæðningu tókst slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn áður en hann komst inn í húsið sjálft. Reykurinn smaug þó inn og var kominn mikill reykur inn í íþróttasalinn. Að lifa með sæmd LEIKLIST Þjóölcikhúsiö TRÖLLAKIRKJA Höfundur skáldsögu: Ólafur Gunn- arsson. Höfundur leikgerðar: Þór- unn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Þór- hallur Sigurðsson. Sviðsmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Helga Stefánsdóttir. Hönnuður lýsingar: Elfar Bjarnason. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar 'Jónsson, Bryndís Pétursdóttir, Eyj- ólfur Kári Friðþjófsson, Guðrún Gísladóttir, Helga Bachmann, Hilm- ar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Gylfa- dóttir og Róbert Arnfínnsson. Föstudagur 1. mars. í GÆRKVÖLDI var frumsýnd leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur á sögu Ólafs Gunnarssonar, Trölla- kirkju. Leikgerðin hefur þann kost helstan að hún tekur út úr flókinni og persónumargri sögu aðalatriðin og tengir þau saman í heild sem er einfaldari og rökrænni en sjálf skáld- sagan. Söguefnið hentar einnig á margan hátt betur sem leikur á sviði en saga á bók. En þó að leikverkið sé á margan hátt ágætt og skref í rétta átt í sam- anburði við önnur slík sem unnin hafa verið upp úr íslenskum skáld- sögum á liðnum árum eru á þvi nokkrir hnökrar sem rekja mætti til þess að skáldsagan sem lögð er til grundvailar hafi haft of sterk tök á höfundi leikgerðarinnar. Það þarf meiri dirfsku í efnistökum svo úr verði listaverk sem getur staðið al- gerlega sjálfstætt. Flestum aukapersónum hefur ver- ið útrýmt á skipulegan hátt svo að á stundum er ekki ljóst í hvaða sam- hengi persónumar eru staddar eða við hvern er verið að tala. Dæmi má taka af orðræðu Sunnevu við skýrslutökuna þar sem rannsóknar- lögreglumaðurinn er ekki lengur til staðar. Skýtur svo skökku við þegar ný persóna birtist örskotsstund í lokaatriðinu, einungis - að því er virðist - til að vera kveikjan að til- svörum Tóta. Þannig eru annars vegar fáeinir lausir endar sem skilja áhorfendur eftir með óhjákvæmilegar spurning- ar á vörum, spurningar sem leita þarf til bókarinnar til að fá svör við. Hinsvegar er hárrétt verklag hjá handritshöfundi að beina sjónum sín- um að mestu leyti að sálarkreppu aðalpersónunnar Sigurbjamar og það er þar sem verkið sannar sig sem leikverk. Leikurinn æsist eftir því sem líður á verkið, hvert atriðið tek- ur röklega við af öðru og spennan og átökin magnast. Það er afar áhugavert að fylgjast með því hvernig harmleikurinn sem á rót sína að rekja til skapgerðar- brests hins sjálfhverfa arkitekts rennur skeið sitt óumflýjanlega á enda. Sú ógæfa sem hendir yngsta son hans er áfall fyrir sjálfsmynd föðurins og gerir honum ókleift að lifa lífinu „með sæmd“. Kirkjuráð ályktaði um mál biskups og kirkjunnar Treystir biskupi til að leiða mál til lykta KIRKJURÁÐ ræddi í gær ásakan- ir á hendur biskupi íslands og deilumál innan kirkjunnar. Ráðið, sem skipað er fimm mönnum og fer með málefni kirkjuþings milli þinga, fundaði í gær og fyrradag. Ráðið hefur ekki stjómskipulegt vald, „né heidur í þessu tilviki rök- rænar forsendur til að kveða upp úrskurð í slíkum málum, en álykt- unarhæft er það að sjálfsögðu", segir í inngangi eftirfarandi álykt- unar sem ráðið sendi frá sér í gær. „Kirkjuráð harmar þær ásak- anir sem bornar eru fram á hend- ur biskupi íslands og eru alvarleg atlaga að æru hans og heiðri kirkj- unnar þjóna’og valdi djúpri sorg málsaðilum og öllum unnendum kirkju og kristni. Kirkjuráð minnir á siðareglur Prestafélags íslands sem sýna að kirkjunni er umhugað um að gætt sé heilinda og trúnaðar í samskipt- um presta og sóknarbarna og tek- ur alvarlega ásakanir um mis- bresti þar á. Kirkjuráð hvetur til hreinskipt- innar og sanngjarnrar umræðu um slík mál á viðeigandi vettvangi þannig að alls trúnaðar og virðing- ar sé gætt. Kirkjuráð lýsir hryggð sinni yfir þeim sárum sem sóknarbörn telja sig hafa orðið að bera vegna fram- komu þjóna kirkjunnar fyrr og síð- ar og felur það allt náð Guðs og fyrirgefningar á hendur. Kirkjuráð vottar biskupi íslands og fjölskyldu hans dýpstu samúð og kærleika og treystir honum til að leiða þessi alvarlegu mál til lykta, kirkju og þjóð til heilla og blessunar." Undir ályktunina rita kirkju- ráðsmennirnir Gunnlaugur Finns- son, Karl Sigurbjörnsson, Helgi K. Hjálmsson og Hreinn Hjartar- son. Biskup, sem er fimmti kirkju- ráðsmaður, vék af fundi þegar mál hans voru rædd. Ein þriggja kvenna sem bera biskup sökum Samstarfsfólk og vin- ir lýsa stuðningi VINIR og samstarfsfólk Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, sem er ein þriggja kvenna sem borið hafa biskup íslands sökum, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Mörg okkar hafa þekkt Pálu frá því að hún var barn og ungling- ur, sum okkar kynntumst henni á árunum 1978-1980 þá rúmlega tvítugri nýgiftri stúlku að takast á við þau verkefni sem fylgja full- orðinsárunum. Það var einmitt á þessum tíma sem Pála leitaði eftir aðstoð vegna erfíðleika í sínu unga hjónabandi. Hún leitaði á þann stað sem við flest teljum vera skjól og öryggi að fínna og að kærleik- ur Jesú Krists sé í fyrirrúmi. Okkur finnst þörf á að það komi fram hvernig Pála birtist okkur, en hún er vel menntuð, heiðarleg, hlý og gefandi persóna. Við ’sem þekkjum Pálu vitum að hún stjórnast ekki af annarleg- um ástæðum, hugsunum eða til- finningum. Við vitum líka að það er fjarri hennar eiginleikum að spinna ósannar sögur og hún er of vel gefin til að vera strengja- brúða einhverra manna. Við vítum líka hversu djúp spor sá atburður er gerðist í Bústaða- kirkju hefur markað í líf Pálu. Við höfum einnig fylgst með Pálu í gegnum árin reyna á sinn mjúka hátt að varpa þeirri ábyrgð sem fylgir varðveislu slíkra „leyndar- mála“ yfir til kirkjunnar þjóna. í þeirri von að rétt og skynsamlega yrði unnið úr. Við vitum einnig að það hefur ávallt verið vilji og ósk Pálu að koma þessari vitneskju í réttar hendur án þess að valda fjölmiðla- fári og þeirri atburðarás sem þjóð- in hefur fylgst með að undanförnu var ekki hrundið af stað að hennar frumkvæði. Um leið og við ritum nöfn okk- ar lýsum við yfir fullum stuðningi og trausti á Sigrúnu Pálínu." Undir yfirlýsinguna rita 55 manns eigin hendi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARNAR Jónsson og Eyjólfur Kári Friðþjófsson í hlutverkum sínum. Raunveruleg líðan sonar hans eftir atburðinn virðist skipta hann minnstu máli heldur einblínir hann á hið út- hverfa: Hann getur ekki látið sjá sig á almannafæri, sæmd hans og sonar hans hefur beðið hnekki. Viðbrögð föðurins við ódæðismanninum eru sterkust þegar hann reynir að koma hluta sakar á drenginn í fjölmiðlum. Lokaorð Sigurbjamar í verkinu eru einmitt á þá vegu að hann vilji fá að lifa með sæmd. En hans sómatilfínn- ing virðist felast í að ganga gersam- lega yfir alla sína nánustu. Minni- máttarkenndin sem hefur gert honum ókleift að sætta sig við að vera meðal- menni sér rætur í æsku hans og upp- vexti sem eru gerð skilmerkileg skil með afturlitum. Veilan, sem bjó í Sigurbirni fyrir atburðinn, vex og dafnar: Hann hrekst um í þoku ranghugmynda og rökleysu uns öll sund eru lokuð. Þau trúarlegu vandamál sem hann veltir fyrir sér í seinni hluta verksins eru hér gerð óráðshjal vitstola manns sem sækir efnivið í hugrenningar sínar til þess sem haldið var að hon- um sem barni. Fylgst er svo með hvernig Sigurbirni hrakar andlega og hvernig vinir og vandamenn bregðast við vandanum. Allir þeir þættir sem mynda um- gjörð verksins eru vel unnir. Leik- myndin er falleg og stílhrein og með því að raunsæjum Iausnum er hafnað eru áhorfendur minntir á að þeir eru að horfa á harmleik. Ljós eru til fyrir- myndar og þeim er stýrt markvisst og af fádæma nákvæmni. Búningar gefa okkur vísbendingu um ákveðið tímabil án þess að slakað sé á kröfum um glæsileika og heildarsvip og hvert tækifæri notað til að undirstrika per- sónueinkenni hverrar persónu. Tón- listin er áhrifamikil - dramatísk í orðsins fyllstu merkingu - og hefur sterk höfundareinkenni sem gefur henni gildi sem listaverki út fyrir ramma verksins. Leikurinn er jafn og oft á tíðum firnagóður. Aðalpersónan er leikin af Arnari Jónssyni af fádæma snilld. Hann túlkar hnignun góðborgarans af fáséðum innileik og nostursemi. Eyjólfur Kári Friðþjófsson leikur yngsta soninn með þvílíkum persónu- töfrum og krafti að það hlýtur að vera einsdæmi fyrir svo ungan leik- ara. Anna Kristin Arngrímsdóttir sýnir sterkan skapgerðarleik í hlut- verki eiginkonu arkitektsins. Mar- grét Vilhjálmsdóttir er trúverðug sem unglingsdóttir þeirra hjóna. Sveinn Þ. Geirsson sýnir að hann er tilbúinn í bitastæðari hlutverk. Hilm- ar Jónsson fer vel með hlutverk son- ar Sigurbjarnar, sem hefur að sumu leyti erft skapgerðarbresti föðurins. Jóhann Sigurðarsson var ferskur og viðkunnanlegur sem Guðbrandur fé- lagi Sigurbjarnar og Guðrún Gísla- dóttir, sem kona Guðbrands, skapaði enn einn skörunginn á sviði af al- kunnri list. Bryndís Pétursdóttir, Róbert Amfinnsson og Helga Bach- mann leika foreldra arkitektshjón- anna og voru öll hófstillt og örugg í hlutverkum sínum. Það er sjáanlegt að leikstjórinn hefur unnið verk sitt af kostgæfni. Orðfæri leikgerðarinnar er tekið úr bókinni að mestu og er greinilegt að Ólafur Gunnarsson hefur slípað þennan texta af þolinmæði því hann hæfir snilldarvel þessum íslenska harmleik. Sveinn Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.