Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 11 FRÉTTIR v 1 1 OPIÐ FMKL. 9-18, LAUGARDAGA 12-16 SKÚLAGÖTU 59 - SÍMI 561 9550 MAZDA v hurdakt' I Adrar geróír kosta 1 fra kr. 1:210.000 Komdu, sKoöaðu og taktu i MAZDA 323, ITFiyrVI 1>V> stuttur reynsluakstur segir meira eo 11 IQ«UC] mörg orð. Það segja þeir sem valið hafa MAZDA eftir rækilegan samanburð við aðra bílaf ' Aætlanir um rýmingu á hættusvæðum kynntar í næstu viku Taka til fleiri þátta en áður KORT og áætlanir um rýmingu húsa á snjóflóðahættusvæðum verða kynnt í næstu viku að öllu óbreyttu, að sögn Magnúsar Más Magnússon- ar, verkefnastjóra snjóflóðavarna Veðurstofu íslands. Hann segir vinnu við þessar áætl- anir á lokastigi, en þær ná yfir Pat- reksfjörð, Flateyri, Bolungarvík, ísa- fjörð, Hnífsdal, Súðavík, Siglufjörð, Neskaupstað og Seyðisfjörð. Ekki hættumat Magnús Már segir rýmingaráætl- anir skiptast í svæði sem taka mið af veðurfarsaðstæðum, hvort hugs- anleg snjóflóðahætta geti skapast og hversu kröftugt veðrið geti orðið. I tengslum við þessar áætlanir munu almannavarnanefndir í áðumefndum byggðarlögum og Almannavamir ríkisins vinna forsendur fyrir fram- kvæmd þeirra. Rýmingaráætlanir þær sem notast hefur verið við til þessa eru smærri í sniðum að sögn Magnúsar, miðað við umfang, mismunandi aðstæður og umfang rýmingar. „Síðastliðið ár komu tvö stór snjóflóð okkur á óvart sem fóru langt niður fyrir þau mörk sem vom inni í myndinni, þannig að í þessum rýmingaráætlunum á ekk- ert að valda furðu miðað við það,“ segir Magnús. „Við leggjum mat á hvað getur gerst en ekki hvort slíkir atburðir gerist einu sinni á ári eða einu sinni á tíu þúsund ára fresti, þannig að ekki er um hættumat að ræða og þessar áætlanir eiga ekki að liggja til grundvallar t.d. uppkaupum á húsum eða byggingu varnarvirkja." Veðurstofu íslands hefur verið falið að gera allsheijar úttekt um umfang og hugsanlegan kostnað samfara því að reisa Vamarvirki á snjóflóðahættusvæðum. Magnús segir að byrjað verði á að flokka niður þá staði sem hættan er mest og úttektum síðan raðað í forgangs- röð í samræmi við þá flokkun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudag er nú unnið að gerð tillagna um varnarvirki gegn snjó- flóðum á Flateyri og Seljalandsdal, en að sögn Magnúsar verður strax að þeim loknum hafist handa á öðr- um svæðum, eða eftir um mánaðar- tíma. Hann segir vonir bundnar við að þeirri vinnu ljúki í sumar. Magnús segir að hættumat fyrir þessa staði verði unnið á öðrum for- sendum en áður og þurfi að skil- greina þær forsendur upp á nýjan leik, þannig að hættumats sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkur ár. „Hættumat þarf að vinna með öðrum hætti en hefur verið gert hingað til, taka fleiri þætti inn í þau, skilgreina þá þætti og greina síðan hvað á að taka með og hveijar viðmiðanir verða,“ segir Magnús. Skipulagi breytt vegna flóða Samkvæmt lögum sem tóku gildi 28. desember síðastliðinn yfirtók Veðurstofa íslands þessi verkefni, en Almannavarnir ríkisins höfðu þau aðallega með höndum áður. Magnús segir að eldra skipulagið hafi verið barn síns tíma og óvíst sé að breyt- ing hefði orðið á, hefðu snjóflóðin ekki fallið á seinasta ári. Iðnaðarráðherra um auðlindagjald Ekki hlynnt- ur gjaldi á eina atvinnu- grein um- fram aðrar FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kveðst ekki vera hlynntur því að lagt verði auðlinda- gjald á eina atvinnugrein fremur en aðrar. Finnur segir að verði pólitískur vilji til þess að leggja á auðlindagjald þá ætti það að leggj- ast jafnt á allar atvjnnugreinar sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóð- arinnar. Finnur segir að horfa verði á þetta mál heildstætt og ekki sé rétt að draga út eina atvinnugrein og krefjast þess af henni að hún greiði auðlindagjald. „Ef rætt er um að leggja á auð- lindagjald hlýtur það að leggjast á allar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auðlindir þjóðarinn- ar. Atvinnugreinum má ekki mis- muna. Þarna yrði pólitísk stefnu- mótun að eiga sér stað en taki menn upp þetta form skattheimtu hljóta skattar á atvinnulífið að lækka á móti annars staðar," sagði Finnur. Útilokar ekki auðlindagjald Þingsályktunartillaga hefur ver- ið lögð fram á Alþingi um að Landsvirkjun verði breytt í hlutafé- lag og því ásamt öðrum orkuöflun- arfyrirtækjum verði gert að greiða ríkinu auðlindagjald fyrir virkjun- arréttindi. Einn þriggja flutnings- manna tillögunnar er Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra. „Það er ekki langt síðan hann fór héðan úr ráðuneytinu. Hvers vegna er verið að hreyfa við þessu núna en var ekki gert á sínum Líma? Það er hins vegar tækifæri núna til þess að opna þessa umræðu því endurskoðun á skipulagi orkumála er til umfjöllunar í ráðuneytinu sem og breyting á eignarhaldi og skipu- lagi.Landsvirkjunar. Þetta er ágæt- is innlegg í þá umræðu og ég fagna því,“ sagði Finnur. „Ég vil ekki útiloka það að lagð- ir verði á auðlindaskattar þegar fram líða stundir. En ég vil ekki horfa á sjávarútveginn einan eða orkuiðnaðinn einan. Forgangsverk- efni í sjávarútvegsmálum er að byggja upp fiskistofnana og greiða niður skuldir greinarinnar en ekki að skattleggja hana,“ sagði Finnur. Morgunblaðið/Þorvaldur Þórðarson EINS og glöggt má sjá á myndinni er vegurinn gjörsamlega horfinn á köflum eftir vestanbrimið í liðinni viku og stórgrýtisurð ein eftir upp að klettaveggnum þar sem vegurinn lá áður. Ekki farið að meta tiónið á Spillisvegi ri. Morcunblaðið. ^ ^ Suðureyri. Morgunblaðið. EKKI er farið að meta tjónið, sem varð á þjóðveginum fyrir Spilli í Súgandafirði eftir vestanbrimið í liðinni viku, að sögn Guðmundar Rafns Kristjánssonar, rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar á ísafirði. Guðmundur sagði að reynt yrði að koma veginum í það stand að hægt yrði að aka um hann til sum- ars og þá yrði væntanlega farið í varanlegar viðgerðir. Hann sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um hversu umfangs- miklar framkvæmdir yrðu við veginn í sumar, það réðist af fjár- veitingum og öðrum þáttum en ljóst væri að eitthvað þyrfti að gera. Þorvaldur Þórðarson, bóndi í Stað í Staðardal, tók myndir fyrir Morgunblaðið, er hann fór að skoða ummerkin eftir að falla tók út. Þótt nokkuð væri fallið út var ferðin ekki með öllu hættulaus því Þorvaldur varð fyrir ólagi sem skall alveg upp að klettaveggnum og stóð hann þar í hnédjúpum sjó. Þrír hundar, sem voru með í ferð, fóru allir á sund en náðu að krafsa sig upp á móðinn. Að sögn Þor- valdar voru þeir ansi tregir til þess að koma þaðan niður aftur eftir sundsprettinn. Fyrrverandi biejarstjóri Ólafsfjarðar Launin voru full- greidd HÆSTIRÉTTUR hefur hafn- að kröfu fyrrverandi bæjar- stjóra Ólafsfjarðarbæjar um laun, sem hann taldi sig eiga rétt á eftir að honum var sagt upp störfum. Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Norðurlands um að hann hafi með réttu fengið biðlaun í þrjá mánuði. Bæjarstjórinn hóf störf í júlí 1988 og var þá samið um að ráðningartími væri yfir- standandi kjörtímabil bæjar- stjórnar, en samningurinn væri þó uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara af beggja hálfu. Þá var ákvæði um að bæjarstjóri skyldi halda fullum launum í þijá mánuði eftir að hann léti af störfum. í upphafi næsta kjörtíma- bils, 1990, var bæjarstjórinn ráðinn áfram, en nýr samning- ur ekki gerður. I nóvember 1992 var bæjarstjórarnum sagt upp störfum, en hann hafði áður leitað eftir því að samningnum yrði breytt á þann veg, að uppsagnarfrest- ur yrði 6 mánuðir og biðlauna- tími aðrir 6 mánuðir. Sú krafa hans var ekki samþykkt. Hæstiréttur segir að þar sem ekki hafi verið gerður nýr samningur 1990 yrði að líta svo á að fyrri samningur hefði gilt áfram, enda hefði bæjar- stjórinn fyrrverandi ekki sýnt fram á að þá eða síðar hafi verið frá samningnum vikið um kjör hans. Hann hafí feng- ið laun í þriggja mánaða upp- sagnarfresti og þriggja mán- aða biðlaun og því bæri að sýkna Ólafsfjarðarbæ af kröf- um hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.