Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eiríkur Tómasson vísar því á bug að verið sé að skerða áunnin réttindi starfsmanna ríkisins EIRÍKUR Tómasson, lagaprófessor og for- maður nefndar sem samdi frumvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, segir að með frumvarpinu sé stefnt að því. að auka hagkvæmni opinbers rekstrar og bæta þjónustuna við fólkið í landinu. Við samningu frumvarpsins hafi sjónarmið starfsmanna um starfsöryggi verið gætt. Hann segist telja verulegar líkur á að verði ekki gerðar breytingar á starfsmannastefnu -ríkisins neyðist stjórnmálamenn til að ganga lengra í einkavæðingu stofnana ríkisins. Hörð viðbrögð forystumann opinberra starfs- manna við frumvarpinu einkennist því af nokkurri skammsýni. Eiríkur var fyrst spurður hvort einhver brýn þörf væri á að breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Já, lögin eru fyrir löngu orðin úreit. Þau eru sett við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Þegar þau tóku gildi árið 1954 höfðu allflest- ir ríkisstarfsmenn hvorki samningsrétt né verkfallsrétt. Það er líka ástæðan fyrir því að lögin ná ekki til þeirra starfsmanna ríkis- ins, sem voru félagsmenn í almennum verka- lýðsfélögum innan ASÍ. Rökin fyrir þessu á þeim tíma voru þau að þeir hefðu bæði samn- ings- og verkfallsrétt. Nú hafa ríkisstarfs- menn fengið bæði samningsrétt og verkfalls- rétt og því eru þær forsendur sem lágu að baki setningu laganna á sínum tíma ekki lengur fyrir hendi." _ Réttindi ASI-félaga aukin Eitt af markmiðum frumvarpsins er að jafna réttarstöðu ríkisstarfsmanna og starfs- manna á almennum markaði. Gagnrýnendur frumvarpsins benda á að verið sé að færa réttindi starfsmanna aftur um áratugi og nær væri að bæta réttindi almennra launa- manna frekar en að skerða stöðu ríkisstarfs- manna. „Með þessum breytingum erum við að færa okkur 40 ár fram í tímann, þ.e.a.s. frá 1954 til 1996. Það er hins vegar rétt að það er hægt að fara ýmsar leiðir við að jafna kjörin, en menn verða að hafa tvö sjónarmið í huga. í fyrsta lagi, sjónarmið fólksins í landinu sem eru kannski hinir eiginlegu vinnuveitendur ríkisstarfsmanna. Sjónarmið þeirra er að ríkiskerfið sé sem ódýrast í rekstri og veiti góða þjónustu ög til þess þarf það að vera sveigjanlegt. Þetta sjónar- mið mælir t.d. á móti því að æviráða starfs- menn eða að gera það mjög erfitt að segja starfsmönnum upp störfum ef ekki er lengur þörf fyrir þá. A móti kemur svo sjónarmið starfsmannanna, að búa við sem mest ör- yggi í starfi. Ég tel að það verði að hafa bæði þessi sjónarmið í huga og það hafi verið gert við samningu þessa frumvarps. Við drögum lítillega úr rétti sumra starfs- manna ríksins, en á móti aukum við rétt annarra, þ._e. ríkisstarfsmanna sem eru fé- lagar í ASÍ, þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin nái einnig til þeirra. Ég tel að ef við hefðum farið þá leið að halda algerlega óbreyttum réttindum hjá rík- isstarfsmönnum, sem fallið hafa undir lögin Erum að bæta þjónustu við almenning og fært hinum sömu réttindi, t.d. ákveðið að æviráða alla starfsmenn ríkisins, værum við að stríða gegn því sjónarmiði, sem ég nefndi fyrr, sjónarmiði skattgreiðenda. Þá værum við að gera ríkiskerfið ósveigjanlegt og dýrara í rekstri, sem þýðir annað hvort hærri skatta eða lélegri þjónustu. Því má ekki gleyma að með þessu frumvarpi er starfsmönn- um ríkisins þrátt fyrir allt tryggð betri réttarstaða í skipt- um við vinnuveitandann, ríkið, heldur en launþegar búa al- mennt við í skiptum við sína vinnuveitendur. Ég nefni í því sambandi rétt til að tjá sig úm uppsögn áður en hún kemur til framkvæmda og rétt til að krefjast þess að uppsögn sé rökstudd skriflega." Kröfur til stjórnenda auknar Með frumvarpinu er verið að auka sjálf- stæði stofnana ríkisins og færa meiri völd og* ábyrgð til forstöðumanna. Hver er til- gartgurinn með þessu? „Hugsunin sem liggur að baki þessu frum- varpi er sú að færa ríkisreksturinn nær því sem gengur og gerist í rekstri einkafyrir- tækja. Það viðhorf hefur orðið ofan á í nú- tímastjórnun að farsælasta leiðin til þess að ná árangri sé að fela stjórnanda stofnana eða fyrirtækja tiltölulega rúmt vald til að stjórna, en um leið að gera auknar kröfur til stjórnandans. Þetta lýsir sér í því að nái hann ekki markmiðum, sem eigendurnir, í þessu tilviki fólkið í landinu og ríkisstjórn á hveijum tíma, stefnir að, verði hann að víkja úr starfi. Við teljum þetta mjög mikilvægt ef ríkið ætlar að aðlaga sig breyttum aðstæðum, sem eru þær að mæta síauknum kröfum fólksins um bætta þjónustu og um leið að mæta þeim kröfum fólks að skattar og þjónustu- gjöld verði ekki hækkuð frá því sem nú er.“ Sumir halda því fram að þessi stefna vinni á móti atvinnulýðræði og verið sé að draga úr möguleikum almennra starfsmanna til að hafa áhrif? „Ég álit að það sé misskilning- ur. Ég held að starfsmenn hafi meiri möguleika til að hafa áhrif ef völd færast í hendur stjórn- enda stofnana vegna þess að þá er minni fjarlægð á milli starfs- mannsins og þess sem tekur ákvarðanir en er í dag þar sem ákvarðarnir eru að verulegu leyti teknar í ráðuneytunum og af ráðherrum. Með breyttum lögum tel ég að starfsmenn fái einmitt tækifæri til þess að hafa virk áhrif á starfsmannastefnu í hverri stofnun fyrir sig og önnur mál sem stofnunina varðar. Þar sem vald hefur verið fært í hend- ur forstöðumanna og þeir hafa kunnað að beita því í samráði við starfsmenn hefur árangur orðið bestur.“ Yfirborganir lögfestar í frumvarpinu er að finna ákvæði um yfir- borganir til starfsmanna. Er slíkt ákvæði ekki að finna í núgildandi lögum? „Nei, það segir ekkert í núgildandi lögum um yfirborganir. Þær hafa tíðkast í misjafn- lega miklum mæli hjá stofnunum ríkisins. Menn hafa gripið til yfirborgana til að halda góðum starfsmönnum eða laða til sín góða starfsmenn í samkeppni við einkafyrirtæki. Yfirborganir hafa hins vegar verið með ýmsu móti, t.d. í formi þess sem kallað er ómæld yfirvinna. Ég held að það sé alger- lega óraunhæft að reyna að koma í veg fyr- ir þessar yfirborganir. Ríkið þarf að keppa um góða og hæfileikaríka starfsmenn við einkamarkaðinn þar sem yfirborganir tíðkast í ríkum mæli. Það sem hefur verið gagnrýnt í sambandi við yfirborganirnar er að þær hafi verið mjög tilviljunakenndar og hafi komið starfs- mönnum misjafnlega til góða, þar á meðal hefur verið fundið að því, og að mínu mati með réttu, að þetta fyrirkomulag hafi orðið til þess að auka launamun milli karla og kvenna hjá ríkinu. Við, sem frumvarpið sömdu, viljum viðurkenna þessar yfirborgan- ir og lögfesta þær. Jafnframt að um þær verði settar reglur þar sem m.a. verði tryggt að karlar og konur eigi möguleika á að fá slíkar greiðslur. Við vonumst einnig eftir að Eiríkur Tómasson sú vitneskja starfsmanna, að með betri ár- angri í starfi geti þeir átt von á launabótum verði til þess að bæta frammistöðu þeirra í starfi og þar með þjónustuna við almenning." Viðbrögð einkennast af skammsýni Sú gagnrýni hefur heyrst að þetta frum- varp sé einkavæðingarfrumvarp. „Sú gagnrýni er á misskilningi byggð. Éf tel að ef ríkið hefur ekki að einhveiju leyti sömu möguleika til svigrúms í starfs- mannahaldi og einkafyrirtæki og því ekki sömu möguleika á að beita hagkvæmni í rekstri muni stjórnmálamenn, í viðleitni sinni við halda ríkisútgjöldum í skefjum, í ríkari mæli neyðast til að breyta ríkisstofnunum í hlutafélög og jafnvel selja þau í hendur einkaaðila. Ég held að slíkt væri mjög mið- ur. Ég tek það fram að með þessu er ég ekki að segja að einkavæðing eigi ekki rétt á sér. En ég vil ekki að stjórnmálamenn verði tilneyddir til að snúa baki við ríkis- rekstri vegna þess að starfsmannahald í rík- isstofnunum sé ósyeigjanlegt. Þess vegna er ég algerlega ósammála forystumönnum samtaka opinberra starfsmanna sem segja að þetta sé einkavæðingarfrumvarp. Viðbrögð forystumanna samtaka opin- berra starfsmanna hafa komið mér á óvart og tel að þau séu byggð á nokkurri skamm- sýni þessara forystumanna. Ég er sannfærð- ur um að hagsmunum opinberra starfsmanna sé almennt betur borgið með lögum sem eru í takt við þetta frumvarp heldur en hinum úreltu lögum frá 1954.“ Réttindi embættismanna skert Það er einnig gagnrýnt að með frumvarp- inu sé verið að búa til sérreglur um emb- ættismenn og búa þeim betri kjör en öðrum. „Með frumvarpinu er gengið lengra en t.d. á öðrum Norðurlöndum, að draga úr starfsöryggi æðstu embættismanna. Það er lagt til að embættismenn verði ekki æviráðn- ir heldur skipaðir til fimm ára í senn. Þetta þýðir að það verður meiri hreyfing en nú er á starfsmönnum sem gegna stjórnunarstörf- um hjá ríkinu og það tel ég að mörgu leyti af hinu góða. Hins vegar þar að ríkja ákveðinn stöðug- leiki meðal æðstu embættismanna ríkisins því að ráðherrar og alþingismenn koma og fara. Það þarf því að búa þeim öryggi í starfi umfram aðra og í því sambandi má ekki gleyma því að þeir hafa. skert réttindi um- fram aðra vegna þess að þeir hafa hvorki samningsrétt um sín kjör né mega þeir gera verkfall til að knýja á um kjarakröfur sínar.“ Að lokum: Felur frumvarpið í sér skerðing á áunnum réttindum núverandi starfsmanna ríkisins? „Réttindi núverandi starfsmanna ríkisins breytast ekkert að öðru leyti en því að rétt- ur þeirra til biðlauna verður takmarkaður. Með því er stefnt að því að koma í veg fyrir að starfsmenn fái tvöföld laun í allt að eitt ár við það eitt að starfsemi verði flutt frá ríkinu til sveitarfélaga eða við það að ríkis- stofnun verði breytt í hlutafélag.“ Aðgerðanefnd segir yfirlýsingn fjármálaráðherra lítilsvirðingu gagnvart kjarasamningum Allir kjarasamningar hafa hvílt á réttindum ríkisstarfsmanna AÐGERÐANEFND samtaka opin- berra starfsmanna, sem skipuð er formönnum BHMR, Kennarasam- bands íslands og BSRB, segir að sú staðhæfing fjármálaráðherra að breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafi ekki í för með sér neina skerð- ingu á kjarasamningsbundnum réttindum sýni lítilsvirðingu gagn- vart samningum opinberra starfs- manna þar sem t.d. heilar starfs- stéttir séu samkvæmt frumvarps- drögunum sviptar samningsrétti. Þá hafi allir kjarasamningar hvílt á þessum réttindum og þau verið forsendur kjarasamninga, og mörg réttindanna hefðu einmitt fengist í gegnum kjarasamninga. Samtök opinberra starfsmanna standa enn fast á þeirri kröfu sinni að frumvarpsdrög ríkisstjómarinn- ar sem varða breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, Lífeyrissjóð ríkis- starfsmanna og um sáttastörf í vinnudeilum verði dregin til baka og samráð verði haft við samtök opinberra starfsmanna um brej't- ingarnar. Aðgerðanefnd samtak- anna heldur þessa dagana fundi með opinberum starfsmönnum um land allt til þess að kynna þeim málið, en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um neinar beinar að- gerðir í mótmælaskyni við þá fyrir- ætlan ríkisstjórnarinnar að leggja frumvörpin fram á Alþingi. A blaðamannafundi aðgerða- nefndin boðaði til í gær kom fram að á fundi með fjármálaráðherra nú í vikunni þar sem kynnt var nýjasta útgáfan af frumvarpsdrög- unum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna hefði fjármála- ráðherra hafnað því að gefa yfir- lýsingu um að hann væri tilbúinn til að opna kjarasamninga í tengsl- um við þessa umræðu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Islands, sagði að það gæti hjálpað verulega til ef fjármálaráð- herra gæfí út slíka yfirlýsingu. Málaferli vegna tapaðs réttar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði kröfuna vera að öll frumvörpin þijú yrðu sett út af borðinu. Hann sagði þau ummæli Eiríks Tómassonar að frumvarps- drögin fælu í sér nútímavæðingu og opnuðu möguleika á eins hag- ræðingu og víða tíðkist á almenn- um markaði vekti spurningu um hvort t.d. væri um að ræða réttinn til að reka fólk úr störfum. „Ef þetta er sú nútímavæðing sem menn vilja fara inn í þá mega menn vita hitt að gegn þessu verð- ur barist af öllum okkar kröftum," sagði hann. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að efnisatriði frum- varpanna væru kannski ekki að- alatriðið á þessari stundu heldur það að knýja ætti þau í gegn án alls eðlilegs samráðs og án tengsla við kjarasamninga. Ef þau yrðu samþykkt eins og þau liggja fyrir myndi allt Iöðra í málaferlum vegna tapaðs réttar einstaklinga og því varaði hann eindregið við þeirri aðgerð að skerða réttindin. „Ég tel að það verði að vera Ögmundur Páll Jónasson Halldórsson samvinna um þetta og þetta verði að tengja kjarasamninga- gerðinni. Við erum tilbúin til þess að ræða þetta mál og gefa okkur þann tíma sem þarf til þess að fara í gegnum það, en við höfum alveg ákveðnar tímasetningar sem eru gerð kjarasamninga um næstu ára- mót. Það er ekkert óeðlilegt að þetta tengist því og ég held að sú krafa okkar að þetta fái eðlilega umfjöllun sé mjög sanngjörn," sagði Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.