Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 13 iyí* * :.mí **tea?r* ”1 Morgunblaðið/Kristján FYRIRHUGAÐAR breytingar á landvinnslu ÚA kalla á aukna tæknivæðingu á flestum stigum fram- leiðsluferlisins og einnig verður vinnutilhögunin tekin til endurskoðunar. Rætt er um að taka upp tví- eða jafnvel þrískiptar vaktir í vinnslunni. Breytingar fyrirhugaðar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa Landvinnslan endur- skipulögð frá grunni MIKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á landvinnslu Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. Ráðgert er að þær komi til framkvæmda með haustinu og að árangurinn af endurskipulagningunni komi að fullu í ljós þegar á næsta ári. Danska ráðgjafafyrirtækið MATCON gerði viðamikla úttekt á landvinnsl- unni og gerði jafnframt tillögur um hvernig auka megi hagkvæmni hennar. Morgunblaðið/Kristján ÁSGEIR framkvæmdastjóri Foldu á saumastofu fyrirtækisins. Vinna á saumastofu Foldu í gang á ný 50 ára afmæli Tón- listarskólans Tónleikar í Glerár- kirkju TÓNLEIKAR í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 3. mars, kl. 17. Kammerhljómsveit Tónlist- arskólans ásamt hljóðfæralei- kurum frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands koma fram á tón- leikunum og leika þekkt verk úr ýmsum áttum, m.a. forleikinn að Vilhjálmi Tell eftir Rossini, þætti úr Myndum á sýningu eft- ir Mussorgsky, einleiksverk fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Lolo og Sarasate auk þekktra óperuaría eftir Puccini, Bizet og Verdi. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, en einleikarar og einsöngvarar þau Anna Lea Stefánsdóttir, Björg Þórhalls- dóttir, Hildur Tryggvadóttir, Þrúður Gunnarsdóttir og Þur- íður Vilhjálmsdóttir. Snjórinn horf- inn af skíða- svæðinu EKKI verður hægt að hafa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið um helgina, snjór, sem kyngdi niður í óveðrinu um liðna helgi, hefur horfið í sunnanáttinni sem ríkt hefur síðustu daga. ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skíðastaða sagði að sjö stiga hiti hefði verið í fjallinu í gær og hvasst. „Þetta hefur ver- ið ótrúlega erfitt, ætli hafi ekki verið opið hér í 15 til 17 daga samtals í vetur,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristján I náttúru Islands GUÐMUNDUR P. Ólafsson, ljósmyndari og bókagerðar- maður, sýnir verk á sýningu í Listasafninu á Akureyri sem opnuð verður í dag, laugardag, en hún nefnist „I náttúru Is- lands - Ijósmyndir og bækur“. Hér er hann í óða önn að koma myndunum fyrir á veggjum safnsins, en ljósmyndir úr bók- unum Fuglar í náttúru ís- lands, Perlur í náttúru íslands og Ströndin í náttúru íslands má skoða á sýningu safnsins. VINNA hefst á ný eftir helgina á saumastofu Foldu hf. en hún hefur legið niðri frá því í byijun febrúar. Alls hafa 44 starfsmenn saumastof- unnar verið heima síðustu vikur. Hjá Foldu vinna um 90 manns og hefur önnur starfsemi fyrirtækisins verið í fullum gangi. Asgeir Magnússon framkvæmdastjóri segir að helsta ástæða þess að vinna stöðvaðist tímabundið á saumastofunni sé að ákveðið hafi verið að framleiða ekki jafnmikið á lager og gert hefur verið. „Vinna í þessum geira er mjög sveiflukennd og árstíðabundin og með því að minnka framleiðslu á lager erum við um leið að draga úr þeirri áhættu sem fylgir mikilli lager- söfnun. Þessi framleiðsla á lager er að langmestu leyti til að þjóna innan- landsmarkaðnum. Hann er frekar lít- ill í okkar starfsemi og þetta því verið nokkuð dýr þáttur. Við höfum verið að reyna að fá verslanir hér- lendis til frekara samstarfs við okkur og þær hafa tekið því ágætlega.“ Sölutímabilið um 5 mánuðir Ásgeir segir að reynt hafi verið að halda uppi fullri vinnu allt árið enda skipti það feiknarlega miklu máli. Allir þeir erlendu aðilar, sem eru að kaupa um 80% af framleiðslu Foldu, vilja fá vöruna afhenta í ág- úst-september, til að selja í sínum verslunum. Sölutímabilið erlendis sé ekki nema fimm mánuðir, fram í janúar, og detti þá niður. Rekstur Foldu hefur verið erfiður síðustu ár. Fyrirtækið var rekið með 65 milljóna króna tapi árið 1994 og síðasta ár verður einnig gert upp með tapi. Ásgeir vildi þó ekki gefa upp neinar tölur þar að lútandi á þessari stundu en sagði að margt benti til þess að rekstur fyrirtækisins horfði til betri vegar. Velta fyrir- tæksins í fyrra var um 275 milljónir króna. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, segir í viðtali við ÚA-frétt- ir sem komu út í gær, að meginniður- staða skýrslu MATCON sé að mögu- leikarnir til að efla landvinnsluna og auka arðsemi hennar séu miklir. Stórauka þarf afköstin „Annars vegar þarf að stórauka afköstin og hins vegar þarf að ná stærri hluta af framleiðslunni í verð- mætari pakkningar," segir Gunnar. Þessar breytingar kalla á aukna tæknivæðingu á flestum stigum framleiðsluferlisins og að vinnutil- högun verði tekin til endurskoðunar, að sögn Gunnars. í því sambandi er rætt um að taka upp tví- eða jafnvel þrískiptar vaktir í vinnslunni og um leið þarf að endur- skoða það launakerfi sem nú er við lýði. Fyrirhugaðar breytingar hafa verið kynntar starfsfólki ÚA og for- svarsmönnum Verkalýðsfélagsins Einingar. Gunnar Aspar, framleiðsiustjóri, segir í samtali við ÚA-fréttir, grunn- inn í nýju framleiðsluferli þríþættan. „í fyrsta lagi verður öllum deildum landvinnslunnar sett markmið hvað varðar afköst, pakkningahlutföll, nýtingu og gæði. I öðru lagi verður allt hráefni forflokkað nákvæmlega og í þriðja lagi verður skráning á öllum stigum framleiðsluferlisins, þannig að unnt verður að fylgjast með þróun þess jafnóðum." Landvinnslan áfram undirstaðan í rekstrinum Á undanfömum misserum hefur framleiðsluferlið í landvinnslunni breyst. Framleiðslah hefur smám saman þróast frá millilögðum flökum í hefðbundnum stórum pakkningum yfir í sérskorna, lausfrysta flaka- skammta í neytendaumbúðum. Þetta hefur leitt af sér aukna vinnu, auk þess sem tækjabúnaður frystihússins hentar ekki breyttum framleiðslu- háttum nema að litlu leyti. „Út frá þessum meginatriðum ætlum við að vinna og skapa land- vinnslunni þau skilyrði að hún geti hér eftir sem hingað til verið undir- staðan í rekstri félagsins,“ segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri. Akureyrarbær Skrifstofa skóla- og menningardeildar í Strandgötu 19 og skrifstofa leikskóladeildar á Eiðsvallagötu 18 verða lokaðar vegna flutninga mánudaginn 4. og þriðjudaginn 5. mars. Þessar skrifstofur flytjast í Glerárgötu 26, 2. hæð, og verður opnað þar miðvikudaginn 6. mars kl. 9.00. Nýtt símanúmer í Glerárgötu 26, 2. hæð, er 460-1450, símbréf 460-1460. Skóla- og menningarfulltrúi. Deildarstjóri leikskóladeildar. Arsskýrsla Akureyrarbæjar 1994 komin út Yona að bæjarbúar ruglist ekki 1 ríminu ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyr- ir árið 1994 kom út í vikunni og var Sigurði J. Sigurðssyni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks aflient fyrsta ein- takið, áritað af bæjarstjóra, Jakobi Björnssyni, en Sigurður hefur þrá- faldlega á bæjarstjórnarfundum spurt um hvað liði útkomu skýrslunn- ar sem er óvenju seint á ferðinni. „Eg fagna því auðvitað að skýrsl- an sé komin út, en hefði fremur vilj- að að menn væru að leggja lokahönd á ársskýrsluna fyrir síðasta ár. Hún hefði þá komið út í eðlilegu fram- haldi af umfjöllun bæjarstjórnar um reikninga bæjarins sem verður á vordögum," sagði Sigurður. Hann benti einnig á að fyrirtæki og stofn- anir væru á þessum tíma að senda frá sér ársskýrslur fyrir síðasta ár og vonaði að skýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 1994 ruglaði bæjarbúa ekki í ríminu. í ársskýrslunni eru birtir reikning- ar Akureyrarbæjar fyrir árið 1994. Kirkjuvika „\7örn gegn leiða“ KIRKJUVIKA, sú 19. í röðinni, hefst í Akureyrarkirkju á morgun, sunnu- dag, og stendur hún í 8 daga eða til 11. mars næstkomandi. Yfirskrift kirkjuvikunnar er „Vörn gegn leiða“ og verður áhersla lögð á æskufólkið í sókninni. Af því tilefni kemur framkvæmda-" stjóri Æskulýðssambands kirkjunn- ar í Reykjavíkurprófastsdæmi, Haukur Ingi Jónsson guðfræðingur, og mun ásamt sóknarprestum fara í heimsókn í framhaldsskóla og ræða um trú og kirkju. Einnig mun hann ræða við foreldra á mömmumorgni, gesti á opnu Msi fyrir aldraða og einnig við fólk í atvinnuleit á Punkt- inum. Öllum börnum í 7. bekk grunnskóla sóknarinnar verður boðið í kirkjuna. Að þessu sinni hafa hátt í 300 manns komið með einum eða öðrum hætti að undirbúningi og þátttöku í kirkjuviku en þar má nefna 6 kóra frá Akureyri og Eyjafjarðarprófasts- dæmi, leikhópar úr framhalds- skólunum og Gagnfræðaskólanum. Þá sýna nemar í handmenntadeild VMA myndverk í safnaðarheimili og ungt fólk úr Tónlistarskólanum flyt- ur tónlist auk þess sem skátar leggja kirkjuvikunni lið sem og starfsfólk kirkjunnar. Lokaatriði kirkjuvikunnar verður sýning á leikriti Steinunnar Jóhann- esdóttur, Heimur Guðríðar, sem er saga Guðríðar Símonardóttur eigin- konu Hallgríms Péturssonar sálma- skálds, en það verður sýnt í Akur- eyrarkirkju mánudagskvöldið 11. mars næstkomandi. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Krílakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Hólmfríðar Benedikts- dóttur. Fimm ára börn sérstak- lega boðin velkomin en þau _fá að gjöf frá kirkjunni bókina Óli og Kata fara í kirkju. Æsku- lýðs- og fjölskylduguðsþjónusta k. 14. Arna Ýr Sigurðardóttir guðfræðinemi prédikar, Kór Akureyrarkirkju og Barnakór Akureyrarkirkju og málmblás- arakvintett úr tónlistarskólan- um flytja tónlist. Kór Akur- eyrarkirkju heldur kaffítónleika eftir rnessu í safnaðarheimilinu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20. á mánudagskvöld, Björg- vin Jörgensen les og skýrir Davíðssálma. GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund kl. 13 í dag. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Hanna Þórey Guð- mundsdóttir flytur hugleiðingu, félagar úr æskulýðsfélagi kirkj- unnar flytja ritningalestra, Barnakór kirkjunnar syngur og Suzukihópur tónlistarskólans spilar nokkur lög. Hátíðarfund- ur hjá æskulýðsfélaginu kl. 20 á sunnudagskvöld, gestur sr. Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur. HJALPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma kl. 17 á sunnudag, heimilasamband á mánudag, biblíulestur k. 20.30 á fimmtudag. Krakkaklúbbur á miðvikudögum og unglinga- klúbbur á föstudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20. Safnaðarsamkoma kl. 11 á morgun, vakningasam- koma kl. 15.30 sama dag. Krakkaklúbbur 9-12 ára á mið- vikudögum og kl. 17 á föstu- dögum. Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudögum og bæna og lof- gjörð kl. 20.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26; Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.