Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA 40 þúsund tonn fryst af loðnu á vertíðinni ÞETTA hefur verið algjör met- loðnuvertíð hjá íslenskum sjáv- arafurðum og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en alls hafa farið í frystingu um 40 þúsund tonn. Frysting stendur ennþá yfir hjá báðum framleiðendum, þannig að búast má við að magnið eigi enn eftir að aukast. Loðnuvertíðinni lýkur ekki þeg- ar frystingu lýkur vegna þess að lýsi og mjöl verður áfram unnið í verksmiðjum af fullum krafti. „Nú er vertíðin rétt að byija hjá okk- ur,“ segir Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls. „Núna fáum við allan fiskinn.“ Hann segist ekki hafa tekið saman hversu mikið sé komið til vinnslu hjá SR-mjöli, en segir að það séu mörg þúsund tonn. Framleiðslan komin yfir 21 þúsund tonn hjá SH Það var ennþá verið að frysta í gær,“ að sögn Halldórs Eyjólfsson- ar, markaðsstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Það er enn verið að frysta smáloðnu fyrir Jap- ansmarkað og einnig er verið að framleiða blandaða loðnu og hæng fyrir Bandaríkin og Austur-Evr- ópu.“ Halldór segir að loðnufram- leiðslan hafi gengið mjög vel og framleiðendur innan SH hafi fram- leitt yfir 21 þúsund tonn. „Það er það mesta sem fryst hefur verið af loðnu hjá SH á einni vertíð,“ segir hann. Góður undirbúningur „Þennan árangur ber að þakka góðum undirbúningi framleiðenda og einnig sölusamningum sem náðu til mikils magns af smáloðnu, Horfur á óvenju lítilli frystingu loðnuhrogna í ár Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson sem hægt var að frysta núna. Áður fyrr hefur hún ekki verið talin frystingarhæf fyrir Japans- markað. Þetta hefur valdið því að meiri verðmæti hafa skapast í loðnufrystingunni.“ Algjör metvertíð hjá ÍS Hann segir að hrognavinnslan sé með því móti að japanskir kaup-' endur séu ekki tilbúnir til að ganga frá samningum enn sem komið er, þar sem mjög miklar birgðir séu á Japansmarkaði. „Kaupendur í Jap- an hafa sýnt mjög lítinn áhuga á kaupum á loðnuhrognum á þessari vertíð," segir hann. „Það má búast við að framleiðslan verði mjög lítil og þá einungis af hrognum í mjög góðum gæðaflokki." „Frysting stóð ennþá yfir í gær hjá íslenskum sjávarafurðum, að sögn Víkings Gunnarssonar, fram- leiðslustjóra árstíðabundinna af- urða. „Við erum að frysta í nokkr- um húsum á aðra markaði en Jap- ansmarkað og ég veit ekki hvað það stendur lengi yfir. Það er ver- ið að keyra upp í aðra samninga og ég vona bara að það geti stað- ið sem lengst,“ sagði hann. Hann sagði að vertíðin hefði gengið alveg frábærlega og fryst- ingin væri komin vel yfir átján þúsund tonn; „Það hefur gengið rosalega vel og við erum ennþá með samning sem við erum að frysta inn á og getum því haldið áfram. Þannig að þetta verður al- gjör metvértíð hjá okkur.“ Alltaf haft opnar leiðir Víkingur þakkar það fyrst og fremst góðri veiði og því að menn hafi getað stýrt vinnslunni þannig að alltaf hafi verið nóg hráefni. Þannig hafi verið hægt að fram- leiða alveg frá því veiðar byijuðu, fyrst inn á Rússlandsmarkað, þá Tæwan, svo Japan og loks aftur á Rússlandsmarkað. „Menn hafa alltaf haft opnar leiðir fyrir það sem þeir hafa fengið á land,“ sagði hann. Það verður aftur á móti tak- markað magn sem menn ætla sér að framleiða af hrognum, að sögn Víkings, eða eingöngu hrogn sem eru með 100% gæði. „Ég held að menn ætli sér að standa saman að því að vera eingöngu með fyrsta flokks framleiðslu og framleiða ekki upp í áhættu," segir hann. „En það er alveg ljóst að það verð- ur hrognavinnsla." NUPO-DAGAR ! APÓ Nýtt og bragðbætt Nupo-létt á enn TEKUM betra verði. /\' “ ÚTSÖLUSTAÐIR: Kynntu þér verð og þjónustu. Apótek Austurlands Borgar Apótek löunnar apótek Apótek Blönduóss Dalvíkur Apótek, Dalvík Laugarnesapótek Apótek Grindavíkur Dalvíkur Apótek, Ólafsfiröi Laugavegs Apótek Apótek Noröurbæjar Egilsstaðaapótek Reykjavíkur Apótek Apótek Ólafsvíkur Hafnarfjaröar Apótek Sauöárkróksapótek Apótek Vestmannaeyja Hraunbergs Apótek Siglufjaröarapótek Árbæjarapótek Húsavíkur Apótek Ölfussapótek AUGLÝSING: Gylfi Ægisson LISTAMAÐUR Þegar Nupo-létt kom á markaðinn á íslandi var ég 110 kg, sem er allt of mikið fyrir mig. Nupo er lausn sem hentaði mér og á skömmum tíma komst ég niður í 90 kg. Ég notaði síðan Nupo til þess að viðhalda þeirri þyngd og reyndist það auðvelt, því það er lítið mál að hrista sér einn skammt af Nupo. Ég keppi í skotfimi og þar skiptir einbeitigin öllu máli. Það er því ekki gott að borða þunga máltíð fyrir keppni, því fæ ég mér eitt glas af Nupo. Þá líður mér vel, er hvorki svangur né saddur, sem sagt í góðu formi. En ég hef líka uppgötvað það að í baráttunni við aukakílóin má ekki sofa á verðinum, því ég þyngdist aftur. Reynslunni ríkari er ég aftur byrjaður af fullum krafti á Nupo og hef þegar lést um 6 kg. Nú ætla ég ekki að þyngjast aftur. Það sem mér finnst best við Nupo-létt er að það er engin „töfralausn", held- ur læknisfræðilega viðurkennt, hitaeininganautt næringarduft - matur í duft- formi. Það fer lítill tími í undirbúning, ekkert rafmagn og lítið uppvask. SEM SAGT HIÐ BESTA MÁLM HÖFUÐSTÖÐVAR Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel. NATO getur veitt Evrópu meiri sveigjanleika París. Reuter. BANDARISKUR embættismaður sagði í gær að hlutverk Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í friðargæslu í Bosníu og aukin þátttaka Frakka í starfi bandalagsins muni leiða til þess að bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu gegni stærra hlut- verki í öryggisgæslu í kjölfar kalda stríðsins. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns getið, gerði hins vegar lítið úr frönskum hugmyndum um víðtækar breytingar: „Umbóta er ekki þörf innan NATO. NATO getur haldið áfram að þróast og aðlagast þannig að bandalagið veiti Evr- ópubúum meiri sveigjanleika til að efla öryggi sitt.“ Bandaríkjamenn samþykktu í grundvallaratriðum árið 1994 að leyfa bandamönnum sínum að nota getu NATO til flutninga og eftirlits úr lofti í verkefnum, sem Bandaríkja- stjórn ákvæði að taka ekki þátt í. Ótti Bandaríkjamanna Gert var ráð fyrir því að stofnaðar yrðu sérstakar sameinaðar sveitir (skammstafaðar CJTF í herbúðum NATO og stendur það fyrir Comb- ined Joint Task Forces) til að gegna slíkum sérverkefnum, en enn hefur slík sveit ekki verið sett saman vegna ágreinings um það hvernig stjórn hennar yrði háttað og ótta Banda- ríkjamanna við að Evrópumenn dragi þá inn í átök þeim óviðkomandi. Málið snýst einnig um það hversu mikið af hergögnum sínum og her- getu Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að láta lúta evrópskri stjórn. John Kornblum, sem tilnefndur hefur verið næsti aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í Evrópu- málum, kom með sendinefnd til Par- ísar í þessari viku til viðræðna við franska embættismenn. Ónefndi bandaríski embættismaðurinn sagði að Bandaríkjamenn fögnuðu því mjög að Frakkar skyldu hafa ákveð- ið að taka aukinn þátt í starfi NATO og þessi ákvörðun geti greitt fyrir því hvernig CJTF-sveitir verði mynd- aðar og breytingar verði gerðar á valdauppbygginbu bandalagsins. Næsta skrefið í þessum málum yrði stigið á fundi utanríkisráðherra NATO í Berlín 4. júní þótt það væri of snemmt til að búast mætti við því að þá yrði gengið frá breytingunum. Hins vegar væri ljóst að Bandríkja- menn myndu ekki skuldbinda sig í eitt skipti fyrir öll heldur vega og meta hveija beiðni Evrópuríkja um að nota bandarísk hergögn fyrir sig. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, ákvað í desember, 30 árum eftir að Charles de Gaulle sleit hern- aðarsamstarfi við NATO, að Frakkar myndu setjast á ný í hermálanefnd NATO og varnarmálaráðherra Frakka sitja fundi bandalagsins, þótt þeir myndu ekki snúa aftur í samein- aða herstjóm þess. Um leið mæltist Chirac til þess að Evrópustoð NATO fengi meira vægi og stæði jafnfætis ' Bandaríkjunum. Þrýstingur á umbætur Evrópskir stjórnarerindrekar segja að það skapi ákveðinn þrýsting - á að hraða umbótum innan NATO að Bandaríkjamenn hyggjast kveðja herlið sitt brott frá Bosníu í árslok og þá vilja Evrópuríki eiga þess kost að halda áfram friðargæslu þar. Bandaríski embættismaðurinn, sem áður var getið, sagði að ekki væru uppi neinar áætlanir um að lengja lífdaga alþjóðlegu hersveit- anna (IFOR), sem nú gæta friðar í Bosníu undir forystu NATO. Evrópskir stjórnarerindrekar segja hins vegar að innan ríkisstjórna í Evrópu sé enginn þeirrar hyggju að bandamenn geti einfaldlega haft sig á braut þegar árinu ljúki. Erfítt verði fyrir Evrópuríki að halda uppi friðargæslu án Bandaríkjamanna, en það gæti einnig orðið afdrifaríkt ef allt friðargæslulið hyrfí á braut og tómarúm skapaðist í Bosníu. Finnar og ríkjaráðstefnan Vilja ríkjasamband - ekki sambandsríki Helsinki. Morgunblaðið. STJÓRN Finnlands mun beijast fyrir því á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, sem hefst eftir um mánuð, að sambandið verði áfram ríkjasam- band en verði ekki þróað í sambands- ríki. Hins vegar útilokar finnska stjórnin ekki að meirihlutaatkvæða- greiðslum verði beitt í auknum mæli innan sambandsins. Finnar eru til að mynda hlynntir því að ákvarðanir í umhverfismálum verði teknar með meirihlutaatkvæða- greiðslum en ekki samróma. Markmið ríkisstjórnarinnar fyrir ríkjaráðstefnuna voru kynnt á þriðju- dag í skýrslu sem lögð var fram á þinginu. Ole Norrback Evrópuráð- herra lagði í ræðu áherslu á að sér þætti mikilvægt að engar róttækar breytingar yrðu á stjórnarháttum sambandsins. Núverandi fyrirkomu- lag taldi ráðherrann vera minni aðild- arríkjum hagstætt. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar koma hins vegar einnig fram efa- semdir um ágæti þess að sameiginleg stefna í varnar- og öryggismálum verði mótuð með meirihlutaákvörð- unum. Hvað þau mál varðar eru áherslur fínnsku stjórnarinnar óljós- ar og var ríkisstjórnin gagnrýnd harðlega á þinginu fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.