Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 ÞÚ MATT ekki búa til einhverja hetju- ímynd úr mér í þessari grein,“ segir Benóný þegar við göngum út í björgunarþyrluna, TF LÍF, þar sem hún sten- dur tilbúin til flugtaks á athafnasvæði Land- helgisgæslunnar í Nauthólsvík. „Ég er bara einn hlekkurinn í þessari keðju og síst mikilvægari en hinir,“ segir hann til áréttingar og setur á sig hjálminn. Ég hafði beðið hann um viðtal, en hann lagði meiri áherslu á að ég skrifaði um æfingaflugið og hvernig þeir félag- ar vinna saman um borð. „Þetta er tiltölulega fámennur hópur, vel samstilltur og það mikilvægasta er að við erum allir góðir félagar og þekkjum vel hver annan. Það hefur mikið að segja í þessu starfi,“ segir Benóný, en með honum í þessu æfingaflugi eru Pétur Steinþórsson flugmaður, Halldór Nellet siglingafræðingur, Hjáhnar Jónsson siglinga- fræðingur, Hilmar Þórarinsson flugvirki og Sigurður Gíslason flugvirki. Allir hafa þeir sitt skýrt afmarkaða hlutverk um borð: Halldór og Hilmar eru spilmenn, Sigurður er sigmaður og Hjálmar fylgist með þar til gerðu tæki með skjá, sem sýnir allar áðstæður umhverfís þyrl- una og getur meðal annars greint líkamshita og andardrátt manna fyrir utan, en slíkt kemur sér vel þegar leita þarf fólks í myrkri. Ekki höfðu menn íslenskt orð yfir hlutverk Hjálmars, en eftir nokkrar umræður var samþykkt að „hitarýnir" næði því einna best. Lafthræddur sjámaður Benóný Ásgrímsson hefur ahð allan sinn starfsaldur Landhelgisgæslunni. byrjaði 15 ára sem messagutti á varðskipum, síðan var hann háseti, bátsmaður og stýrimaður og tók meðal annars þátt í þorskastríðunum sen. slíkur. „Ég er fyrst og fremst sjómaður," segir hann, „en fór í flugið 1976, kannski vegna þess að ég vildi hvíla mig á sjónum. Ég tók fyrst venjulegt flugpróf og 1977 fékk ég atvinnuflug- mannsréttindi á þyrluna og hef verið í þessu starfi síðan.“ MORGUNBLAÐIÐ I ÞYRLHPLUGI MEÐ BENONY ASGRIMSSYNI OG ÁHÖFNINNI Á TF LÍF Ég spyr Benóný h vort hannsé í eðli sínuæv- intýramaður, að velja sér svona starf. „Nei, það held ég alls ekki. Ég tel mig vera frekar vai’káran og hræddan að eðlisfari. Og ég held að það sé nauðsynlegt í þessu starfí, svo að maður fari ekki fram úr sjálfum sér. Og þar að auki er ég lofthræddur...“ Ertu ekki aðgera aðgamniþínu? „Nei, þetta er satt. Ég bý á fjórðu hæð í fjöl- býlishúsi og fer ekki ótilneyddur úr á svalir. Reyndar gildir það ekki þegar ég er í flugvél, enda telur maður sig þá hafa stjórn á hlut- unum. Hins vegar held ég að mátuleg hræðsla og varkámi sé nauðsynleg í þessu starfi, því eins og ég sagði þá stendur maður oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi það hversu mikið maður geti lagt á vélina og áhöfnina og í þeim efnum getur fífldirfska beinlínis verið lífs- hættuleg." smnmB LIF Það blés hressilega þegar Sveinn Guðjónsson fór í æfingaflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Það var þó bamaleikur í samanburði við það sem Benóný Asgrímsson og félagar úr áhöfninni hafa mátt reyna í starfi sínu. A ystu nuf BENONÝ við stjómvölin Manstu eftir einhverju sérstöku flugi þar sem þér fannst þú kominn útáystu nöf? „Mér finnst oft að erfiðustu flugin hafi verið þau sem ég varð að hætta við að fara. Það er erfið ákvörðun að hætta við flug vegna aðstæðna, vitandi kannski að fólk er í lífsháska og þarf á manni að halda. En ég man eftir einu flugi, sem skýrir þetta kannski, það er þegar maður þarf að meta aðstæður og játa að maður hvorki treystir sjálfum sér, áhöfninni né vélinni til að halda áfram. Þetta var í Vöðlavík þar sem bátur hafði strandað. Við fengum mjög slæmt veður á leiðinni austur og jafnvel talið að það væri óflugfært. En eftir að hafa farið yfir stöðuna ákváðum við að reyna að komast eins langt og mögulegt var. Þetta var löng ferð, mjög hvasst allan tímann og það var að skella á myrkur. Við höfðum þær upplýsingar að það væri lítil von til að bjarga þessum mönnum öðruvísi en með þyrlu þannig að aðstæður allar voru á þann veg að það þrýsti mjög á að reyna til hins ítrasta að komast á staðinn. Þegar við komum í Vöðlavík var skollið á myrkur og él, en fyrir utan voru bátar sem reyndu að lýsa upp fyrir okkur. Vindur stóð af STÓRSVEITIR áranna eftir stríð voru legíó og nöfn stjómendanna eru nefnd í hálfum hljóðum, Jimmy Lunceford, Duke Ellington, Paul Whiteman, Count Basie, og á ís- landi segja menn ef til viíl Sæbjörn Jónsson, sem stýrt hefur styrkri hendi Stórsveit Reykjavíkur undanfarin fjögur ár. Stórsveit Reykjavíkur er skipuð átján manns, sautján hljóðfæraleiku- og stjómanda, á þá er þetta samstarf frekar en ég sé að stjórna," segir Sæbjöm og segist ekki stjómandi upp á gamla mát- ann, eins og tíðkaðist í Harlem á áranum íyrir stríð þar sem stjórn- andinn var með byssu í rass- Stórsveitir fimmta áratugarins eru goðsagnakenndar, en þær lifa enn; að minnsta kosti getum við Islendingar stát- að okkur af Stórsveit Reykjavíkur, vasanum albúinn að halda sínum mannskap í skefjum. Sæbjöm hefur nokkuð forfallast undanfarið vegna veikinda, er reyndar ekki kominn á fulla ferð enn þó hann hafi tekið þátt í tón- leikum Stórsveitar- innar í Borgar- leikhúsinu 13. febrúar sl., en hann hefur haft góðan stýrimann að eigin sögn, því Stefán Stefánsson hefur setið við stjórnvölinn þegar SÆnSSS'S stjómandi sveitarinnar, Sæbjðrn Jónsson, Bands upp á bandaríska vlsu, en Sæbjöm segir að í raun séu liðsmenn sveitarinnar tuttugu, til að tryggja að alltaf eigi nægilega margir heimangengt. „Þessi hljómsveit byrjaði sem hugdetta mín,“ segir Sæbjöm, en áður höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til að halda úti stórsveit. Sæbjöm segir að hann hafi hringt í þá menn sem hann helst vildi fá til leiks og þeir allir tekið því vel. sagði Árna Matthíassyni að það væri vit- anlega léttgeggjað að halda út slíkri sveit. Sæbjöm vill ekki taka undir það að það að stjóma stórsveit sé eins og að stýra skipi; það sé miklu er- fiðara og ekki sé nóg að sveifla sprota; stjómandinn verður að þekkja hvert einasta hljóðfæri út og inn, þekkja verkið fram og aftur og vera vel heima í útsetningunni. „Ef ég geri allt rétt og allir treysta mér Bestu hljúðfasrah landsins 'iharar Þeir Sæbjörn og Stefán fagna á sviði Borgarleikhússins. frá. „Allt frá því ég kynntist Stefáni, þá nýkomnum úr námi, hefur okkur gengið vel að vinna saman,“ segir Sæbjörn, og bætir við að samstarf þeirra sé ekki ósvipað Strayhoms og Ellingtons, „en Stefán er svo miklu klárari en ég“. Sæbjörn segist ekki feiminn við að segja að hljómsveitin sé skipuð bestu hljóðfæraleikurum landsins og innan hennar séu engar príma- donnur. Það fá allir að spila sóló,“ segir Sæbjöm og bætir við að iðule- ga velji hann menn á staðnum, svo að segja; hvert verði að vera tilbúinn því að á hann sé bent á Frá æfingn stórsveitarinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson sviðinu og hann verði að gera svo vel að spila. „Það hefur ekki verið hægt að halda út hljómsveit sem þessari áður, en í dag er svo mikið til af færum tónlistarmönnum," segir Sæbjörn og tekst allur á loft í lofi um ungu mennina. „Ég get laf1 hvaða útsetningar sem er fyi^ þessa ungu menn og þeir spila þacf' segir hann með áherslu og bætir við að ekki sé minna um vert að í dag s® hægðarleikur að komast yfir nót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.