Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reyk'javík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MARKMIÐ LAND- BÚN AÐ ARSTEFNU VINNUVEITENDASAMBANDIÐ hefur krafizt þess að fram- leiðsla og sala alifuglaafurða, þ.e. kjöts og eggja, verði færð undan ákvæðum búvörulaga. Framkvæmdastjóri VSI sagði í sam- tali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að eggja- og kjúklingafram- leiðsla byggðist ekki á innlendri landnýtingu, heldur innfluttu kjarn- fóðri og væri því í eðli.sínu-ólík hefðbundnum landbúnaði. Atvinnu- greinin væfi líkari brauðgerð en landbúnaði og hún ætti því að lúta sömu markaðslögmálum. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra segir að eflaust megi hraða endurskoðun þeirri á alifuglarækt, sem stjórnvöld hétu í tengslum við kjarasamninga, en þar var einnig vikið a_ð svína- rækt. Hann segist hins. vegar ósammála skilgreiningu VSÍ; eggja- og kjúklingaframleiðsla sé hluti af landbúnaðinum. í þessu máli er ástæða til þess að skoða hver séu markmið þeirr- ar landbúnaðarstefnu, sem rekin er á íslandi og felur það meðal annars í áér að landbúnaðurinn nýtur mikillar verndar hins opin- bera og þarf ekki að lúta samkeppnislögijm eins og flestar aðrar atvinnugreinar. Þessi markmið hafa reyndar aldrei verið sett skýrt fram af' hálfu stjórnvalda. Þó má ætla að eins og í flestum ná- grannarikjunum séu þaú helztu þessi:.í fyrsta lagi að tryggja neyt- endum góða vöru á lágu verði; í öðru lagi að aðstoða bændur til þess að laga sig að breyttum aðstæðum á frjálsum markaði; og í þriðja lagi varðveizla byggðar í sveitum landsins og þeirra lífs- hátta og menningar, sem tengist því að yrkja landið. Fjórða mark- miðið kann að vera það, þótt eflaust séu margir ósammála því, að veita íslenzkum landbúnaði ákveðna vernd vegna þess hve að- stæður til landbúnaðar eru erfiðar hér. Hveijum af þessum markmiðum þjónar það að halda áfram að vernda alifugla- og svínarækt hér á landi með opinberri stýringu og vernd? Það þjónar ekki fyrsta markmiðinu um gæði og lágt verð — afurðir þessara greina eru dýrari hér en í flestum nágranna- löndum og mínni áherzla hefur verið lögð á gæði og vöruþróun. Hvað annað markmiðið varðar, má auðvitað færa rök fyrir því að aðlögun iandbúnaðarins að nýjum aðstæðum hafi verið alltof hæg og slíkt hefur þegar valdið greininni skaða. í þriðja lagi er það rétt, sem VSÍ bendir á, að alifugla- og svínarækt, sem nú fer fram í stórum skemmum, sem margar hverjar eru á eða nálægt þéttbýl- issvæðum, á meira skylt við iðnað en hefðbundinn landbúnað og gegnir litlu byggðapólitísku eða menningarlegu hlutverki. í fjórða lagi hafa íslenzkar aðstæður og veðurfar engin áhrif á afkomu fugla- og svínaræktar; hún ræðst fyrst og fremst af markaðsað- stæðum. Rökin fyrir því að viðhalda óbreyttu ástandi í þessum greinum eru þess vegna vandfundin. Vonandi hraðar landbúnaðarráðherra endurskoðun á stöðu þeirra sem mest og stuðlar að því að fugla- og svínabændur stundi eðlilega samkeppni á markaði. SIGURFÖR SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands, undir stjórn Osmo Vanska, hefur farið sigurför til Bandaríkjanna miðað við dóma gagn- rýnenda um frammistöðu hennar. Þar ber hæst dóm tónlistargagn- rýnanda stórblaðsins The New York Times eftir hljómleikana í Carnegie Hall sl. þriðjudagskvöld. Leik hljómsveitarinnar er þar lýst-sem stórkostlegum og framúrskarandi. Aðstandendur hennar og hljóðfæraleikarar hafa vart gert sér vonir um svo frábærar við- tökur í einni helztu háborg tónlistarlífs nútímans. Vegur Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og hún hefur m.a. hlotið mikið lof fyrir flutning sinn á hljóm- diskum á verkum Jóns Leifs, svo eitthvað sé nefnt, en samningur hennar við brezka útgáfufyrirtækið Chandos ruddi brautina til al- þjóðlegrar viðurkenningar. Hversu langt hljómsveitin hefur náð má marka af ummælum tónlistargagnrýnanda New York Times, sem sagði um flutning hennar á píanókonsert Griegs, að „áheyrend- ur hafi þá tekið að öðlast tilfinningu fyrir hinum sterku hliðum hljómsveitarinnar, fallegum og þroskuðum strengjahljómi, einbeitt- um og hvellum tréblásturshljóðfærum og hófstiiltri málmblásara- sveit. Jafnvægið í Ieik hljómsveitarinnar var framúrskarandi". Ummælin um hljómsveitarstjórann voru ekki síðri í umfjöllun gagn- rýnandans um aðra sinfóníu Sibelíusar. „Vánská er raunverulegur meistari hinnar dramatísku hijómsetningar og niðurstaðan varð einn allra bezti flutningur á verki eftir Sibelius sem ég hef hlýtt á,“ og hann segir síðan að túlkunin og áherzlur hafi allar verið yfirgengilega góðar. Tónleikaferð hljómsvéitarinnar hefur einnig orðið til að vekja athygli á tónverkum Jóns Leifs í Bandaríkjunum. Segir gagnrýn- andi hins bandaríska stórblaðs, að tónverk hans hafi gert .þessa tónleika eftirminnilega og talar um „einstakt tónmái" tónskáldsins. Jón Þórarinsson, tónskáld og einn helzti brautryðjandi í íslenzku tónlistarlífi, var viðstaddur tónleikana í Carnegie Hall og segir, að hljómsveitin hafi blómstrað í þessum frábæra tónleikasal enda eigi hljómburður þar vart sinn líka. „Islendingar vita fæstir, því miður, hvað þeir eiga góða sinfóníuhljómsveit, því að þeir hafa aldrei heyrt til hennar i húsakynnum, sem eru henni samboðin." Jón Þórarinsson vekur hér athygli á því, að starfskilyrði Sinfón- íuhljómsveitarinnar eru ekki sæmandi og þess vegna hlýtur það að vera forgangsverkefni í menningarmálum þjóðarinnar, að bygg- ing tónlistarhúss verði hafin sem fyrst. Sigurför hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna er hvatning til átaka fyrir alla íslenzka áhuga- menn um tónlist. SINFÓIMÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS í CARNEGIE HALL V egsemd vex í Y esturheimi 27. febrúar síðastliðinn var tímamótadagur í tónlistarsögu íslands en þá þreytti sinfóníu- hljómsveit landsins frumraun sína í einu róm- aðasta tónleikahúsi heims, Camegie Hall í New York. Orri Páll Ormarsson eyddi degin- um með hljómsveitinni og var í hópi hátt í tvö Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari sem lék þar fyrir röskum aldarfjórðungi ásamt strengjasveit sem hún starfaði með á námsárum sínum í Bandaríkjunum. „Salurinn hefur breyst síðan, þar sem hann var gerður upp árið 1986. Hann er hins vegar ekki síðri núna. Að spila í Carnegie Hall er eins og að taka sér eðalhljóðfæri í hönd. Hljómburðurinn er stórkostlegur og jafnvel klappið í salnum verður sjarmerandi.“ þúsund tónleikagesta um kvöldið. HANDAN við hafið er margt sem hugurinn girnist enda hafa vesturferðir verið Evrópubúum mikið keppikefli á liðnum öldum. Bandarík- in eru jafnframt mælikvarði á margt, þar á meðal menningu og listir á borð við tónlist sem löngum hefur verið leidd til öndvegis. Engan skal því undra að hljómsveitir sem sagðar hafa verið samkeppnisfærar á al- þjóðavettvangi skuli reyna fyrir' sér þar um slóðir. Ein þeirra er Sinfóníuhljómsveit íslands en fyrstu tónleikaferð hennar um Norður-Ameríku lýkur um helg- ina. Hápunktur ferðarinnar var án efa tónleikar í Carnegie Hall, nafn- kunnasta tónleikahúsi landsins, síð- astliðinn þriðjudag, þar sem hljóm- sveitin virðisj hafa unnið sigur sem ekki sér fyrir endann á. . Sinfóníuhljómsveit íslands tók daginn snemma enda spenna í loft- inu. Á fólki var að heyra að Tilles Center á Long Island og Mitchell Hall í Newark, næstu salir á undan Carnegie Hall, hefðu valdið nokkrum vonbrigðum eftir hinn rómaða Mec- hanics Hall í Worcester. Löngunin til að leika í Carnegie Hall var því í hámarki. Laust fyrir hádegi hélt hljómsveit- in síðan til æfingar í húsinu. Eftir að hafa smogið giftusamlega í gegn um nálarauga öryggisvarðanna lá leiðin upp á svið. Þar blasti við eftir- minnileg sjón — einn kunnasti tón- leikasalur heims. Og þótt hann væri galtómur var engu líkara en ótelj- andi augu hvíldu á hljómsveitinni, svo áþreifanlegt var andrúmsloftið. Bannað að mynda Tónlistarfólkið gat heldur ekki stillt sig um að munda myndavélarn- ar, stórar og smáar, grunlaust um að stranglega er bannað að taka myndir í Carnegie Hall án sérstaks leyfis. Helga Hauksdóttir tónleika- stjóri vissi hins vegar betur og bað- aði út öllum öngum þegar hún gekk síðust í salinn. Þá var það hins vegar um seinan, því miður — eða þannig! Greinarhöfundur var gerður út af örkinni ásamt Runólfi Birgi Leifssyni framkvæmdastjóra hljómsveitarinn- ar til að útvega leyfi til myndatöku. Eftir japl, jaml og fuður féllst hús- vörðurinn, sem virtist draga allan okkar málflutning í efa, á að koma á fundi með kynningarfulltrúa húss- ins. Var hann — öllu heldur hún — ljúfmennskan uppmáluð og veitti leyfi til myndatöku á æfingunni gegn því skilyrði að við sætum á strák okkar um kvöldið og Iétum Steve Sherman, hirðljósmyndara hússins, eftir myndsmíðina á tónleikunum sjálfum. Engum mótmælum var hreyft. Carnegie Hall er eitt sögufrægasta tónleikahús heims, hannað af William B. TuthiII í ný-endurreisnarstíl og opnað árið 1891. Húsið er nefnt eft- ir fyrsta eigandanum, iðnjöfrinum Andrew Carnegie, sem jafnframt lét BRYNDÍS Halla Gylfadóttir lét sig ekki vanta í Carnegie Ha|l, þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Manni veitir ekki af tilbreytingunni þegar maður er óléttur." EMIL Friðfinnsson hornleikari hitar upp fyrir átökin. byggja það. Fyrsti stjórnandinn sem steig þar á svið var Peter Ilitsj Tsja- ikovskí en síðan hafa flestir merk- ustu tónlistarmenn heims komið þar fram. Carnegie Hall var til langs tíma höfuðvígi Fílharmóníuhljómsveitar New York, eða þar til hún flutti sig yfir í Lincoln Center árið 1959. Við það tækifæri munaði minnstu að byggingin yrði jöfnuð við jörðu, þar sem hún þótti ekki hafa tilgangi að þjóna lengur. Nokkrir velunnarar tónlistarinnar, þeirra á meðal fiðlu- leikarinn Isaac Stern, efndu hins vegar til herferðar til bjargar húsinu og árið 1960 festi New York borg kaup á því. Carnegie Hall hefur því áfram verið vettvangur fyrir fremstu tónlistarmenn heims. Fáeinir félagar í Sinfóníuhljóm- sveit íslands höfðu komið fram áður í Carnegie Hall. Þeirra á meðal Engin miskunn Æfingin gekk greiðlega en hljóm- sveitarstjórinn, Osmo Vánská, sá engu að síður ástæðu til að fullnýta tímana tvo sem í boði voru. „Þetta er bara hálfnað," sagði Bernharður Wilkinson flautuleikari þegar hlé var gert á æfingum eftir röskan klukku- tíma og greinarhöfundur taldi fullæft þann daginn. Það var engin miskunn hjá Magnúsi enda mikið í húfi. Að æfingu lokinni átti hljómsveitin að nýta tímann fram að tónleikum til að hvílast. Það skaut því skökku við að tónar skyldu fylla Excelsior hótelið, heimiti hennar á Manhattan, allan eftirmiðdaginn. Ekki skal þó fullyrt að Sinfóníuhljómsveit íslands hafi verið þar að verki en þijár stór- ar hljómsveitir gistu hótelið á sama tíma. „Eg veit ekki hvort ég er að koma eða fara, það hafa þijár hljóm- sveitir skráð sig inn á hótelið í dag,“ sagði aumingja vikapilturinn síðdegis á laugardag. Klukkan 19 var haldið sem leið lá til Carnegie Hall. Ákveðið var að leggja tímanlega af stað enda hafði umferðin á Manhattan heft för hljóm- sveitarinnar til Long Island á laugar- deginum. „Ég efast alltaf meira um að þessi þjóð hafi sent menn til tunglsins," sagði Rúnar Vilbergsson fagottleikari þegar hann virti öng- þveitið fyrir sér við það tækifæri. Ferðin var stutt og hnökralaus og ekki var laust við að heyra mætti adrenalínið streyma um æðar tónlist- arfólksins þegar það yfirgaf rúturn- ar. „Þá er komið að þessu,“ sagði einhver, svona til að staðfesta það sem allir voru að hugsa. Stórkostlegt Fátt var að frétta af miðasölu en Kerby Lovallo umboðsmaður hljóm- sveitarinnar vestra hafði talið fullvíst að ljögur til fimm hundruð miðar myndu seljast. „Ég þori ekki að gera mér neinar vonir umfram það.“ Um hálf átta leytið var fólk hins vegar farið að streyma að og fljót- lega varð ljóst hvert stefndi. Þegar upp var staðið höfðu á bilinu fimm- tán til átján hundruð áheyrendur greitt aðgangseyri sem „er stórkost- legt hjá hljómsveit sem er að halda sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall,“ eins og Lovallo komst að orði. Tónleikagestir í Carnegie Hall eru gegnumsneitt ekki frábrugðnir hin- um „hefðbundna" tónleikagesti, það er prúðbúnir og háttvísir. Þó stungu nokkrir í stúf, svo sem kona með innkaupapoka, námsmaður með skólatösku, maður í úlpu — ekki ólíkri Geíjunarúlpunum gamalkunnu og skeggjaður bóhem í fleginni skyrtu. Þarna voru einnig sólbrenndur séntil- maður með lepp og fijálslega klædd- ur miðaldra maður með íþróttatösku og í strigaskóm með frönskum renni- lás. Þrátt fyrir allar reglurnar í Carnegie Hall virðist með öðrum orð- um fátt vera óhugsandi þegar klæða- burður á tónleikum er annarsvegar. Síðan rann stóra stundin upp. Hljómsveitin kom sér fyrir á sviðinu og konsertmeistarinn og hljómsveit- arstjórinn fengu hlýjar viðtökur þeg- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 33 ar þeir gengu í salinn. Ekkert var að vanbún- aði. Forleikur að Galdra- Lofti eftir Jón Leifs var fyrstúr á efnisskránni; stórfurðuleg tónlist sem gerði kvöldið ekki síst eftirminnilegt, eins og Alex , Ross tónlistar- gagnrýnandi The New York Times orðaði það í dómi, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Vár hljómsveitinni vel fagnað að leik lokn- um. Hinar sterkari hliðar Osmo Vánska Síðan tók við Píanókonsert Op. 16 eftir Edvard Grieg og slóst banda- ríski einleikarinn Ilana Vered í hóp- inn. Allegro molto moderato, Adagio og Allegro moderato molto e marc- ato, alíir virtust þættirnir falla í frjó- an jarðveg. Alex Ross var hins vegar á öðru máli — þótti Vered hafa kast- að til höndunum og sýnt ruddafeng- inn hljóðfæraleik. Á hinn bóginn hafí áheyrendur þá tekið að öðlast tilfinningu fyrir hinum sterkari hlið- um sinfóníuhljómsveitarinnar, falleg- um og þroskuðum strengjahljómi, einbeittum og hvellum tréblásturs- hljóðfærum og hófstilltri málm- blásarasveit. Eftir hlé flutti hljómsveitin Sinfón- íu nr. 2, Op 43, eftir Jean Sibelius, sem var hápunktur kvöldsins ef marka má viðtökur áheyrenda. Lófa- takið var feikilega þétt, sumir risu úr sætum og aðrir hrópuðu bravó! Enginn fagnaði hljómsveitinni þó jafn innilega og maður nokkur á neðstu svölum. Vakti kæti hans sér- staka athygli og sá Kristján Tómas Ragnarsson læknir, sem sat í nám- unda við manninn, ástæðu til að taka hann tali. Kom þá í ljós að hann var Breti, forfallinn aðdá- andi Sibeliusar sem mætt hafði til leiks í hléi í því skyni að hlýða1 á aðra sinfóníuna. Sagði hann Kristjáni Tómasi að hann hefði ekki í ann- an tíma heyrt verkið jafn vel flutt. Ross tók álíka djúpt í árinni: „Vánská er raun- verulegur meistari hinn- ar dramátísku hljóm- setningar og niðurstað- an varð einn allra besti flutningur á verki eftir Sibelius sem ég hef hlýtt á,“ sagði hann í dómnum og bætti við að túlkunin og áherslur allar hafi verið yfirgengilega góðar. Sinfóníuhljómsveit íslands var augljóslega djúpt snortin af þessum viðtökum. Stóð og sat á víxl, meðan Vánská var eins og þeytispjald inn og út af sviðinu. Hjá aukalagi varð ekki komist. Rímnadansar urðu fyrir valinu og hið einstaka tónmál Jóns Leifs, svo gripið sé til orða Ross, naut sín á ný í salnum. Aukalagið virtist ekki duga til að seðja hungur tónleikagesta. Vánská hneigði sig og beygði um hríð en tók síðan þann kost vænstan að flytja annað aukalag. Slíkt ku vera afar sjaldgæft í Carnegie Hall. Lék hljóm- sveitin Víxlspor úr Þremur óhlutlæg- um myndum eftir Jón Leifs og fyrst að því loknu linntu áheyrendur látum. Punktur var settur aftan við merkan kafla í tónlistarsögu Islands. Ferskur andblær Guðný Guðmundsdóttir var himin- lifandi yfir viðtökunum. „Kröfur tón- leikagesta í Carnegie Hall eru marg- falt meiri en í Flórída, þar sem við hófum ferðina. Þetta fólk heyrir allt það besta í tónlist í heiminum, jafn- Umboðsmaður Sinfóníuhljómsveit- ar íslands vestra, Kerby Lovallo framkvæmdastjóri New World Classics, var jafnframt sigurreifur að leik loknum enda viðtökurnar mun betri en hann hafði þorað að vona. Lovallo sá Sinfóníuhljómsveit ís- ^ lands fyrst á tónleikum í Háskólabíói ** fyrir röskum tveimur árum. Segir hann þá tónleika hafa verið góða en tónleikarnir í Carnegie Hall hafi engu að síður verið á mun hærra plani. „Annað hvort er hljómsveitin sér- staklega vel stemmd í þessari ferð eða hitt, sem er líklegra, að hún hefur vaxið verulega að listrænum verðleikum á þessum tíma.“ Áhugi Lovallos á Sinfóníuhljóm- sveit Islands kviknaði þegar hann rakst á lofsamlega umfjöllun um Chandos-geislaplötur hennar, eink- um með verkum eftir Sibelius og Grieg, í bandarískum fjölmiðlum. „ís- land er svo ólíkleg uppsprettulind að ég fann mig knúinn til að kaupa plöt- urnar. Ég hreifst sérstaklega af Si- beliusar-plötunni og sendi Runólfi Birgi skeyti, þar sem ég óskaði hljóm- sveitinni til hamingju. Tveimur mán- uðum síðar var ég kominn til íslands og eftir að hafa séð hljómsveitina á tónleikum tók ég ákvörðun um að beita mér fyrir því að fá hana til Bandaríkjanna. Eitt leiddi af öðru og hér er hljómsveitin stödd — í Carnegie Hall.“ Veturinn hefur verið óvenju harður á austurströnd Bandaríkjanna. Skemmst er að minnast kuldakasts- ins og skaflatíðarinnar sem setti flest úr skorðum á dögunum. Að loknum tónleikunum á þriðjudag var hins vegar vor í lofti á Manhattan. Hvort Sinfóníuhljómsveit Islands á þar hlut að máli skal ósagt látið. Þess má þó geta að gert er ráð fyrir að Vetur konungur minni á sig að nýju eftir helgina — á sama tíma og hljómsveit- in snýr heim til íslands. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands á æfingn í Carnegie Hall. Morgunblaðið/Orri Páll vel á hverjum degi ef það vill, og manni skilst að það sé sjaldgæft að stórar hljómsveitir fái svona viðtökur í húsinu, þannig að við höfum eflaust haft einhvern ferskan andblæ fram að færa. Það er mikils virði að finna að við erum einhvers megnug — að fólk vilji hlusta á okkur,“ sagði húií þegar hún hafði náð áttum eftir tón- leikana. Runólfur Birgir Leifsson kvaðst vart eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum. „Þessir tónleikar eru búnir að vera þrjú ár í undirbúningi og það er ótrúlegt að hafa loksins upplifað þetta — sérstaklega þegar svona vel gekk. Hljómsveitin stóð sig einstak- lega vel og ég er mjög stoltur af henni.“ Osmo Vánská kvaðst vera ánægð- ur með tónleikana, sem voru frum- raun hans í Carnegie Hall, þótt ekkj vildi hann fullyrða að þetta væri besta frammistaða hljómsveitarinnar undir hans stjórn. „Þetta voru mjög góðir tónleikar. Hljóðfæraleikaramir léku af öryggi og tilfinningu — það örlaði ekki á taugaveiklun. í tónlist- arsögulegu samhengi — Carnegie Hall er einn allra besti tónleikasalur í heimi — var þetta því merkur áfangi í sögu Sinfóníuhljómsveitar íslands.“ Vánská sagði að tónleikarnir hefðu verið frábær reynsla, bæði fyrir sig og hljómsveitina. „Mér leið vel í þess- um makalausa sal. Það var gaman að koma í Carnegie Hall, gaman að vera þar og gaman að hverfa á braut eftir slíka frammistöðu." Vánská er ekki alfarið sáttur við bandaríska tónleikagesti sem honum þykir of háværir; þeir hósti, rymji og ræski sig í hita leiksins sem sé truflandi, auk þess sem það bendi til þess að þeir hlusti ekki af nógu mik- illi athygli. „í kvöld, einkum eftir hlé, gerðist þetta ekki. Tónleikagest- ir voru augljóslega mjög áhugasamir sem bendir til þess að við höfum verið að gera góða hluti — fólk varð að hlusta af athygli. Viðtökurnar í lok tónleikanna og tvö aukalög segja líka sína sögu.“ Að mati Vánská hafa allir tónleik- ar hljómsveitarinnar í ferðinni verið í háum gæðaflokki. „Þetta hefur ver- ið afar ánægjuleg ferð og ég er stolt- ur af hljómsveitinni. Hún hefur lagt sig alla fram og uppskeran er í sam- ræmi við það.“ Vaxið verulega að listrænum verðleikum EINLEIKARINN Ilana Vered og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. Hafinn yfir allan samanburð í HUGA tónlistarmanna er Carnegie Hall sveipað dýrðarljóma. Þangað stefna flestir, sumir komast en aðrir ekki. Félagar í Sinfóníu- hljómsveit Islands tilheyra nú fyrr- nefnda hópnum. Hvernig Iýsa þeir þessari lífsreynslu? „Maður hefur heyrt þetta nafn — Carnegie Hall — frá því maður var smábarn og að spila þar er með því merkilegasta sem tónlistarmenn geta gert,“ sagði Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari. „Það er því stór áfangi hjá Sinfóníuhljómsveit Islands að hafa spilað í þessum stór- kostlega sal, ekki síst þar sem við virðumst hafa gert mikla lukku.“ Guðný kvaðst afar ánægð með frammistöðu hljómsveitarinnar. Hún sé í góðri æfingu, þekki verkin vel og fyrir vikið hafi einungis ver- ið um jákvæða spennu að ræða. „Ég held að tónleikarnir í kvöld hafi verið þeir bestu í ferðinni. Við lék- um eins vel og við getum.“ „Það var sérstaklega gaman að heyra í félögunum í hljómsveitinni; samhljómurinn var frábær og tón- listin hljómaði alveg einstaklega fallega. Maður sá verkin á efnis- skránni eiginlega í nýju ljósi og í raun kristajlaðist allt sem Sinfóníu- hljómsveit Islands hefur lært í Carnegie Hall í kvöld — sal sem er hafinn yfir allan samanburð," sagði Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari sem kom nú i annað sinn fram á tónleikum í húsinu. Fyrst lék hún þar á námsárum sínum í Eastman-skólanum. „Síðan voru viðtökurnar ótrúlegar og í heild er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi gengið nyög vel.“ Mikill sigur „Þetta var alveg stórkostlegt. Ég hef verið þátttakandi í flestum utanferðum Sinfóníunnar og spilaði meðal annars í Musikverein Sal í Vín. Ég myndi helst líkja þessu við það. Þetta eru tveir helstu tónleika- salir heirns," sagði Rut Ingólfsdótt- ir fiðluleikari. „Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu.“ „í kvöld hljómaði hljómsveitin okkar eins og hún getur hljómað best,“ sagði Bernharður Wilkinson fiautuleikari. „Þessir tónleikar voru mjög hvetjandi og benda til þess að íslensk listmenning sé á alþjóð- legum staðli, auk þess sem þeir sýna okkur náttúrulega enn og aft- ur hversu nauðsynlegt það er að eignast gott tónlistarhús á íslandi." „Þessir tónleikar voru n\jög mikilvægir fyrir okkur, eins og reyndar ferðin í heild. Hér fáum við aðra áheyrendur sem bera okk- ur saman við bestu sinfóníuhljóm- sveitir í heimi,“ sagði Inga Rós Ing- ólfsdóttir sellóleikari. „I ljósi þess eru viðbrögðin sem við upplifðum í kvöld stórkostleg. Á þessu augna- bliki líður okkur eins og við höfum staðið undir þeim væntingum sem til okkar voru gerðar. Það er ólýs- anleg tilfinning að hafa upplifað þessa tónleika sem hljóta að vera mikill sigur fyrir hljómsveitina." Inga Rós sagði ennfremur að vinna hljómsveitarinnar með Osmo VSnska væri nú að bera ávöxt. „Hann er farinn að þekkja hljóm- sveitina mjög vel og við hann. Sam- starfið blómstrar og sennilega er þessi ferð hápunkturinn,“ sagði hún og nefndi tónlist Sibeliusar sérstak- lega í þessu samhengi. Svitinn spratt út „Spennan var veruleg fyrir þessa tónleika en það var bæði tilhlökkun- ar- og áhyggjuefni að það væri að koma að þessu. Svitinn spratt því út á leiðinni frá hótelinu að Carnegie Hall enda hlýtur hefðin að hvíla á manni þegar maður kem- ur þangað inn. Auk þess fáum við einungis eitt tækifæri til að standa okkur meðan hljómsveitir á borð við Sinfóníuhljómsveit Boston spila fjórum sinnum á ári í salnum," sagði Ásgeir Steingrímsson tromp- etleikari. „Tónleikarnir voru líka mjög erf- iðir og krefjandi og ég var eins og undin tuska á eftir. Sem betur fer gekk þetta hins vegar mjög vel og var alveg ótrúlega gaman. Ég held að við hefðum ekki getað gert þetta betur. Tónleikarnir eru því stór áfangi á ferlinum — það á við um okkur öll.“ Þrátt fyrir upphefðina, viðtök- urnar og gæðiýónleikahúsanna vestra kvaðst Ásgeir ekki gera ráð fyrir að spennufall yrði þegar hijómsveitin efndi á ný til tónleika í Háskólabíói. „Ég spila alltaf eins og ég eigi lífið að leysa, sama hvort það er í Háskólabíói eða Carnegie Hall.“ i l I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.