Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 ............... ■ ■■■. GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðríður Guð- mundsdóttir kaupmaður og hús- móðir fæddist á Háamúla í Fljóts- hlíð 14. nóvember 1918 og ólst þar upp. Hún lést á heimili sínu á Sel- fossi 24. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru j Guðmundur J óns- son bóndi á Háam- úla, f. 2.10. 1861, d. 1936, og Guðrún Jónsdóttir húsmóð- ir, f. 26.6. 1895, d.10.9. 1982. Guðríður á tvær alsystur. Þær eru Guðrún Hulda og Dóra. Auk þess átti Guðríður þrjá hálfbræður og eina hálfsystur, en þau eru öll látin. Guðríður giftist 4.6. 1938 eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurgeir Ingvarssyni kaup- manni frá Minna-Hofi á Rang- árvöllum, f. 18.7. 1914. Þau hófu bú- skap sinn í Berja- nesi undir Eyja- fjöllum og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan lá leiðin í Móeið- arhvolshjáleigu þar sem þau bjuggu í sjö ár. Þar fæddust tvö eldri börn þeirra, Sigrún, f. 2.10. 1941, og Guð- mundur Birnir, f. 31.7.1944, kvæntur Agústu Trausta- dóttur. Síðan fluttu þau á Selfoss þar sem þau hafa búið síðan. Á Selfossi fæddist síðan yngsta barn þeirra, Pálmar Sölvi, f. 29.1. 1952, kvæntur Valgerði K. Sigurðar- dóttur. Útför Guðríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞAÐ VORU hvassir, kaldir vindar, sem léku um Suðurland laugar- daginn 24. febrúar síðastliðinn. Þeir ýlfruðu og skóku allt sem fyrir varð, svo mannfólkið hélt sig sem mest innandyra. Það var sem þessir köldu vindar næddu um huga minn, þegar ég frétti andlát minnar elskulegu tengdamóður, Guðríðar Guðmundsdóttur. Skyndilega hafði tilveran breytt um svip og þar sem áður var gleði gærdagsins, var nú sorg. í hugarheimi allra manna búa þeir einstaklingar, sem hafa á ein- hvern hátt mótað líf þeirra. Það var mín gæfa í lífinu að eignast hana Gauju sem tengdamóður. Hún var mikil gæðakona, mátti aldrei aumt sjá og fór ekki í mann- greinarálit. Hún var hæglát að eðlisfari, en sagði þó meiningu sína umbúðalaust. Hún var glöð á góðri stundu og mikill vinur vina sinna. Börnum sínum og bama- börnum reyndist hún ætíð það skjól og sá trausti klettur, sem gott var að halla sér að, bæði í gleði og sorg. Það hef ég reynt, þegar sorgin mæddi á mér, að Gauja var vinur í raun. Þegar langömmubörnin komu til sögunn- Sr, voru þau fljót að finna ástúð „löngu“ sinnar og sóttu eins og ömmubörnin í að fara í heimsókn á Eyrarveginn. Gauja var af þeirri kynslóð, sem ekki átti kost á þeirri menntun, sem nú til dags þykir sjálfsögð. Hún hafði góða greind til að bera og naut þess að lesa góðar bækur. Mesta ánægju hafði hún þó af því að ferðast og á seinni áram hafði hún og Geiri farið í marga góða ferð á suðrænar slóð- ir. Minnist ég með ánægju tveggja ferða, sem við Pálmar fóram með þeim og eitt er víst, að börnin okkar gleyma ferðunum með afa og ömmu seint. Eftir að þau hjón- in fluttu á Selfoss, hófu þau rekst- ur verslunarinnar Múla og vann Gauja þar við hlið Geira, þar til hún kenndi þess meins, sem dró hana til dauða á allt of skömmum tíma. Það tók hinn „slynga sláttu- mann“ aðeins fjórar vikur að leggja hana Gauju mína að velli. Fyrst um sinn hélt hún í vonina, því nógan hafði hún lífsvilja. En ekkert fékkst við ráðið og orustarí var brátt töpuð. Mesta huggun harmi gegn era góðar minningar. Megi þær veita þér hugarró, Geiri minn. Þér og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Valgerður K. Sigurðardóttir. Hún elsku mamma mín er dáin • og amma okkar. Foreldrar mínir ætluðu til Kanaríeyja, ásamt hluta af fjölskyldunni, 13. mars. Engu okkar datt í hug að mamma væri að leggja af stað í allt aðra ferð, ferðina löngu á vit Guðs síns. Hún veiktist fyrir tæpum mánuði og er nú öll. Hún fékk að vera heima síðustu tvær vikumar og viljum JÓN KRISTJÁNSSON + Jón Kristjánsson fæddist á Skútustöðum 17. maí 1920. ’Hann andaðist á heimili sínu á Arnarvatni í Mývatnssveit 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skútu- staðakirkju 24. febrúar. Elsku besti afi okkar er dáinn. Við eram mjög þakklátar fyrir allar þær góðu stundir og minning- ar sem við geymum í hjörtum okkar. Það er erfitt að hugsa sér að afi fari ekki lengur „ofan“ fyr- ir ömmu og að amma geti ekki lengur býsnast yfir því að hann sé ekki kominn í mat. Við létum okkur hafa það að gera ýmislegt með afa þó okkur langaði kannski ekki endilega til þess. Við vildum samt ekki að hann gengi einn í verkin og á eftir vorum við ákaf- lega stoltar yfír því sem við höfð- ’um afrekað. Við vorum alltaf til í allt þegar gamli Land Rover kom við sögu enda var afi alveg ófeim- inn við að lofa okkur að keyra á túninu. Við kynntumst ýmsum gömlum vinnubrögðum sem eru að hverfa, því afi vildi að við sæj- um hvernig hafði verið farið að. Afi lagði ríka áherslu á að gera hlutina fljótt og vel. Afi var alltaf að og þó við væram mun yngri en hann, máttum við hafa okkur allar við til að hafa við honum. Hann hafði mikla ánægju af því að fylgast með ungu fólki og hann hvatti okkur áfram bæði í leik og starfi. Við munum sakna þessa alls, sérstaklega allra samverustund- anna og samræðnanna sem við áttum. Verður að einu og rennur, saman kvöldið og mynd þín, hljóð og fögur sem minning, hrein og hvít eins og bæn. (S.H.G.) Sólveig, Auður Úa, Þóra Yr og Hildur Ey. MIIMIMINGAR við þakka föður mínum fýrir hversu dásamlega vel hann hugs- aði um hana þennan tíma. Einnig Margréti Auði Óskarsdóttur. Mamma mín og amma okkar var mjög góð kona og hugsaði ekki um sjálfa sig. Hún var alltaf að hugsa um að gera öðrum gott, hjálpa alltaf öllum. Foreldrar mín- ir hafa veirð giftir og saman í tæp 60 ár. Við höfum öll systkinin, barnabörn, tengdabörn og barna- barnabörn hennar notið elsku hennar, ástar og umhyggju og fyrir það erum við Guði þakklát. Pabba hugsaði mamma alltaf vel um og hann um hana. Það hlýjaði manni svo oft að sjá hve samhent þau voru í öllu, hve þau elskuðu hvort annað, virtu hvort annað og önnuðust hvort annað. Slíkt er sjaldgæf gjöf, sem Guð gaf þeim og meira en óspart miðlaði mamma okkur öllum af ást sinni og umhyggju. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og hélt þétt utan um ijölskylduna. Ef einhveijir áttu erfitt í fjölskyldunni var mamma boðin og búin á allan hátt að bera smyrsl á sárin. Hef ég og synir mínir tveir sem eftir eru ekki síst notið þess á erfiðum tímum í lífi okkar og viljum við nú að leiðar- lokum þakka henni fyrir allt. Hún mun aldrei hverfa okkur, því við eigum svo óteljandi margar dá- samlegar minningar um hana. Ferðalög innanlands og utan, gleðilegar stundir saman, bara koma til þeirra, spjalla við þau og vera með þeim. Mamma átti alltaf meðlæti handa okkur og barna- börnunum, kleinurnar hennar voru frægar, barnabörnin kláruðu heilt fat á skammri stundu. Þegar við fórum á Eyrarveg hittum við þau alltaf bæði, þau voru alltaf saman og gerðu allt saman, líka heimilis- verkin, og við verslunarstörf sín í versluninni þeirra Múla voru þau líka saman að sinna þörfum fólks, óskum þess og vilja, bæði af lip- urð, hjálpsemi og alúð. Slík kona mun lifa, þótt hún sé dáin, í minn- ingum okkar allra, sem ég man aldrei eftir að bæri neinn skugga á öll þessi ár. Ég veit að hún mun eiga góða heimkomu, hún var trú- uð kona og kenndi okkur það, því veit ég að nú þegar hún gengur fyrir Guð sinn mun henni vel tek- ið og Þorvaldur sonur minn mun líka á móti ömmu sinni, en milli þeirra var mikil ást. Elsku pabbi minn. Þó missir okkar allra sé mikill og sár þá er þinn mestur. Ég bið góðan Guð um að styrkja þig og varðveita. Elsku mamma og amma, takk fyrir allt og allt. Góður Guð geymi þig í faðmi sínum. Sigrún, Sigurgeir og fjölskylda, Valgeir og fjölskylda. „Vertu ekki leið, nú flýgur Gauja í hópnum með hinum englunum sem passa okkur.“ Þessi orð voru huggunarorð dótturdóttur minnar þegar okkur var sagt frá láti syst- ur minnar. En ég var meira en leið, ég vildi hafa hana hér hjá okkur í mörg ár í viðbót. Þessi stutti tími sem hún var veik nægði mér ekki til að sætta mig við þá hugsun að missa hana. Hún var síðasti hlekkurinn við bernsku mína og ég mun sakna hennar svo lengi sem ég lifi. Hún var systir mín og fóstra frá átta ára aldri, þegar við mamma fluttum til hennar og Geira sem þá voru nýgift og að byija búskap. Óllum gleði- og sorgardögum höf- um við deilt, fylgst með börnum, barnabörnum og langömmubörn- um hennar. Hún lagði alltaf gott til allra og hafði mikla samúð með þeim sem áttu við erfiðleika að stríða. Gestrisni og gjafmildi voru henni sjálfsögð og að gleðja aðra var hennar gleði. Systir mín naut þeirrar gæfu að hitta ung sinn lífs- föranaut, hjónaband þeirra varði í tæp 58 ár. Ég vissi að hjónaband- ið var gott, en að sjá hvernig mág- ur minn annaðist hana í þær tvær vikur sem hún var sjúk heima var eitt af því fallegasta sem ég hef séð. Ást hans og umhyggja er ljós sem mun lýsa okkur sem sáum. Missir Geira er mikill, maður hugs- aði alltaf um þau saman og nefndi nöfn þeirra beggja þegar talið barst að þeim. En fjölskyldan er stór og ég veit að allir leggja sitt af mörkum til að létta honum sorg- ina. Gauju minni þakka ég öll árin okkar. Takk fyrir að hafa alltaf haft tíma fyrri mig og dætur mín- ar, að hafa tekið á móti manni brosandi og glöð, munað eftir merkisdögum í lífi okkar, lyft upp símanum til að hugga, óska til hamingju og fylgjast með ef veik- indi eða aðrir erfiðleikar hijáðu okkur. Að hafa verið til staðar með útrétta hönd og hjálpa í öll þessi ár, sem ég í eigingirni minni vildi hafa miklu fleiri. Þakklát er ég fyrir samverustundirnar á hundrað ára afmæli mömmu og yndislegan sólarhring á heimili þeirra hjóna í nóvember sl. Þær eru margar ógleymanlegu stundirnar. Við ætluðum að ferðast saman í mars og mikið var ég búin að hlakka til, úr þeirri ferð varð aldr- ei. En við föram öll í þá ferð sem þú fórst og þá tekur þú á móti okkur, leiðir okkur fyrstu skrefin eins og ég veit að Þorvaldur og mamma hafa gert þegar þú komst á áfangastað. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur sakna ég og minnist þín. (Hulda) Góða ferð, elsku Gauja. Dóra. Elsku amma, það er svo erfitt að kveðja, en ég veit að allt hefur sinn tíma og þinn tími var kominn og það er ekkert sem fær því breytt. Ég var svo lánsöm að njóta þín öll þessi ár og alast Upp við það að eiga elskulega og góða ömmu sem allt vildi fyrir mig gera, hjálpa til þegar illa áraði, gefa góð ráð þegar þeirra var óskað og bara að vera til staðar þegar mig lang- aði að spjalla. Mínar bestu minn- ingar tengjast ykkur afa og hve ykkar samband var einstaklega kærleiksríkt og gott, og í ykkur .sá ég þá fyrirmynd sem ég hef alla tíð óskað mér. Sem barn vildi ég líkjast þér og það hefur ekkert breyst þótt árin hafi liðið. Þú sagð- ir alltaf að við værum eins og er það besta veganesti sem ég hef fengið á lífsleiðinni. Mér þykir svo undur vænt um þig, amma mín, við höfum öll misst svo mikið, takk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðríður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Allar eigum við svo góðar minn- ingar frá Selfossi alveg frá því að við fyrst munum eftir okkur. Gauja og Geiri voru fastur punktur í til- verunni. Þau tóku alltaf svo vel á móti okkur. Alltaf trygg og traust, hress og alltaf saman. Nú kveðjum við Gauju og biðjum Guð að hugga Geira. Við eigum margar dýrmætar og fallegar minningar um Gauju sem við setjum nú í safnið okkar og geymum vandlega um ókomna tíma. Elsku Geiri, Birnir, Sigrún, Pálmar, frænkur og frændur, við erum öll með ykkur í huganum í sorginni. Guðrún, Herdís, Ásborg, Laila og Hlín. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblitt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Við söknum þess að fá ekki lengur góða faðmlagið þitt þegar við komum í heimsókn á Eyrarveg- inn. Við söknum þess að fá ekki lengur heimsins bestu pönnukökur og kleinur. En við lofum því að við skulum vera dugleg að heim- sækja afa Geira og kannski hitt- umst við einhvern tímann aftur í öðrum heimi eins og þú trúðir. Sigurður, Sigríður og Ingvar. Elsku langamma mín, ég á erf- itt með að trúa að þú fáir ekki að vera lengur á meðal okkar, en þú munt ávallt vera hjá mér í hjarta og huga allar stundir sem líða. Ég mun aldrei gleyma þér og öllum þeim yndislegu minningum sem við áttum saman, þær minningar mun ég ávallt varðveita. Orð þitt, Guð, er yndi í lífí, orð þitt er mitt hjartans traust, orð þitt huggun æðst í kífí, orð þitt geymir himinraust, orð þitt leiðir æsku bezt, orð þitt styrkir vaxinn mest, orð þitt hugar elli snauða, orð þitt gefur frið í dauða. (Ók. höf.) Iris Hödd. Með eftirfarandi ljóðlínum lang- ar mig að kveðja elskulega vinkonu mína, Guðríði Guðmundsdóttur, sem andaðist á heimili sínu að morgni 24. febrúar síðastliðinn. Mamma mín. Ertu horfín? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, . finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefír eflst við ráðin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilifðinni eilíft ljós frá Guði skín. _ (Ámi Helgason.) Ég kynntist þessari ijölskyldu fyrir rúmum 20 árum og hafa þau ætíð reynst mér sem sannir vinir, og sonum mínum sem amma og afi. Elsku Geiri minn, Sigrún, Birn- ir, Pálmar og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Auður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.