Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 43 MINNINGAR SVAVA JÓNSDÓTTIR Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðrún Erna Narfadóttir. + Svava Jónsdótt- ir fæddist á Vatnshömrum Borgarfirði 1. 1908. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópa- vogl 16. febrúar síð- astliðinn. Minning- arathöfn um Svövu fór fram . í Kópa- vogskirkju í gær, föstudag, en jarð- sett verður frá Óspakseyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. AÐEINS örfá kveðju- og þakkarorð til Svövu tengdamóður minnar. Við fráfall hennar rifjast upp hugljúfar minningar eftir rúmlega 35 ára kynni. Mér er í fersku minni, þegar ég kom í fyrsta sinn norður í Snart- artungu, nýgift Sturlu, einum af fimm sonum Snartartunguhjón- anna, að sjálfsögðu lítið eitt kvíðin að koma á æskuheimili eiginmanns míns. Sá kvíði var alveg ástæðu- laus. Þegar í hlaðvarpann kom voru þau hjón bæði komin út úr bæ sín- um. Komu þau þá til mín með bros á vör, svo hlý og mild á svip, og opnuðu faðm sinn á móti mér. Var þá sem allur kvíði væri á bak og burt. Var okkur boðið að ganga inn í bæinn. Fljótlega var boðið til matar. Kynntist ég þá þessari róm- uðu íslensku gestrisni. Stuttu seinna fórum við öll út að skoða umhverfið. Þetta var fyrri hluta júlímánaðar þegar íslenska sumarið skartar sínu fegusta. Hafði ég þá orð á því að þarna væri fallegt. „Já,“ sagði Svava tengdamóðir mín, „en Borgarfjörðurinn er líka falleg- ur,“ en þar var hún fædd og uppalin. Svava taldi það sípa mestu gæfu í lífinu er hún gekk að eiga Ás- mund Sturlaugsson frá Snartar- tungu, hinn 28. febrúar 1930. Varð þeim átta barna auðið, misstu ung- an son er fékk nafnið Snorri. Barna- börnin eru 25, og barnabarnabömin 30. Sumarið 1963 dvaldi ég í nokkr- ar vikur ásamt dætrum mínum í Snartartungu. Kynntist ég þá vel störfum húsfreyjunnar. í mörg horn var að líta og margt þurfti að gera á stóru h'eimili. Svava vann þessi störf af alúð og samviskusemi, svo skipulögð sem hún var. Hún var mjög handlagin, hafði lært karl- mannafatasaum sem ung stúlka í Reykjavík, pijónaði og vann öll þau verk sem húsmóðir þurfti að gera, þannig að vinnudagurinn var oft langur og strangur á mannmörgu heimili. Sumarið 1966 fórum við hjónin með tengdaforeldrum mínum í ferðalag vestur til ísafjarðar, nánar til tekið viku fyrir 70 ára afmæli Ásmundar. Erindið var að hitta Hjört bróður Ásmundar og hans fjölskyldu. Fegurð vestfirsku fjall- anna heillaði, allt útsýni óvenju fag- urt, en að sama skapi mjög háir fjallvegir sem voru ógnvekjandi. Við tengdamæðgur, sem sátum hlið við hlið, vorum hálfhræddar við að horfa niður, en reyndum samt að bera okkur vel. Við vorum sammála um hve það var notalegt að vera aftur komin niður á sléttlendið. Mikill fagnaðarfundur varð, þeg- ar þeir bræður hittust ásamt Guð- rúnu eiginkonu Hjartar. Vorum við þarna í góðu yfirlæti hjá þeim hjón- um, hittum frændfólkið, hver stund var vel notuð. Hjörtur var duglegur við að sýna okkur allt sem mark- vert var og frásagnargleði hans fylgdi með. Þetta var í eina skiptið sem þau komu vestur. Er til baka var komið var stutt í 70 ára afmælið og var það sérlega eftirminnilegt. Fjölskyldan mætti öll, vinir og sveitungar, ungir menn, sem höfðu notið sumardvalar hjá þeim hjónum, komu til að heilsa og samgleðjast þeim. Kom að því að Snartartunguhjón- in brugðu búi, fluttust suður til Reykjavíkur. Sigur- karl, elsti sonurinn, tók við búinu. Þótti þeim hjónum mjög vænt um það. Þau festu fljótlega kaup á íbúð í Álfta- mýri 8 og eignuðust góða nágranna, Sig- rúnu og Pál, sem héldu tryggð sinni og vináttu við þau og Svövu fram á síðasta dag. Snartartunguhjón- unum leið mjög vel í Álftamýrinni. Svava og Ásmundur nutu sam- vista í rúm 50 ár, áttu gullbrúðkaup hinn 28. febrúar 1980, og var haldið upp á það í dýrlegum fagnaði á heimili þeirra, þar sem gestrisni og elskulegt við- mót þeirra naut sín til fulls. Nokkr- um mánuðum seinna, nánar til tek- ið 1. september 1980, andaðist Ásmundur. Það dró ský fyrir sólu hjá vinum og vandamönnum, en sárastur var harmur Svövu. Hún bjó áfram í íbúðinni, en átta árum seinna urðu þáttaskil í hennar lífi. Keypti hún þá íbúð af Sunnuhlíðar- samtökunum á Kópavogsbraut la. Var hún ánægð með_ íbúðina, en saknaði veru sinnar í Álftamýrinni. Eftir vissa aðlögun fann hún sig, og stundaði sína handavinnu, enda bar heimili hennar þess fagurt vitni hversu fallega hún vann. Góða ná- granna eignaðist hún, sem litu inn til hennar. Fékk hún einnig hjúkr- unar- og aðstoðarfólk til sín, sem létti undir með henni, er fór að síga á ævikvöldið. Er því sérlega vel þakkað, einnig Aðalsteini húsverði og frú. Börnin hennar og fjölskyld- an öll fylgdust með henni, komu í heimsókn, spjölluðu eða lásu fyrir hana. Svava var mikil ljóðaunnandi, kunni mjög mikið af ljóðum, og var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi mikið uppáhald. Ef byijað var að lesa eitthvert af kvæðum hans, tók hún oftast við og lauk við kvæðið. Var spurning hvor okkar hafði meira gaman af. Síðastliðin rúm- lega tvö ár dvaldi hún á hjúkrunar- deild Sunnuhlíðar. Það er komið að kveðjustund. Ég og fjölskylda mín vottum Svövu tengdamóður minni virðingu okkar, og þakklæti fyrir hugljúfar sam- verustundir í lífi okkar. Fjölskylda hennar þakkar öllu starfsfólki fyrir frábæra umönnun, á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar. Að lokum bið ég algóðan Guð að blessa minningu Svövu tengda- móður minnar. ■4- Tómas Emil Magnússon var ' fæddur á ísafirði 31. maí 1911. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykja- vík 21. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá ísafjarðar- kirkju 2. febrúar. ÉG ER of langt í burtu til að kveðja á hefðbundinn átt, Tommi minn. Svo ég kveð þig hér með nokkrum orðum handan Atlantshafsins. Ég þekkti þig aldrei mjög vel og vissi lítið um þína fortíð. Það eina sem ég man er hvað þú varst alltaf ljúfur og örlátur við mig. Hvar í heiminum sem ég var stödd varst þú alltaf að gefa mér eitthvað. Ég gerði lítið til að eiga þessa góð- mennsku skilið nema að koma í ein- staka heimsókn með eitthvert góð- gæti og senda smákveðjur viðsvegar frá. Nú þegar ég skrifa þessar línur sefur Kristín, litla dóttir mín, værum svefni með bangsann sem þú pijón- aðir handa henni í fanginu og Tómas- ína, sem þú pijónaðir líka, situr hjá og fylgist með. Amma, afi, sveitin, hundar, hest- ar, kýr og kindur að ógleymdum hænunum. Ein óijúfanleg heild. Við systur vorum svo lánsamar að fá að njóta samvista við ömmu og afa í sveitinni. Kynnast liðnum búskaparháttum, þegar hey var sett í galta, kýrnar handmjólkaðar og mjókin skilin í skilvindu o.fl. Það var hlýtt í eldhúsinu hjá ömmu, þar sem alltaf lifði á koksvélinni, vélinni sem rúgbrauðið var bakað í. Amma svaf aldrei, var alltaf vöknuð þegar við komum fram á morgnana og enn á fótum þegar við sofnuðum. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, hún vann öll sín verk mjög hljóð- lega og barst ekki mikið á. Aðra stundina var hún kannski í eldhús- inu og þá næstu komin út í fjós að mjólka. Amma pijónaði mikið og öll barnabömin nutu þess. Einn- ig hafði hún gaman af annars kon- ar hannyrðum. Hún var barngóð og fylgdi henni oft hópur af börn- um, bæði í eldhúsinu, í Ijósinu eða við önnur störf. Alltaf vorum við velkomin að vera með henni í hinum daglegu störfum, þó að við þyrftum stundum að hafa okkur öll við að fylgjast með því sem hún var að gera. Eftir að amma og afi fluttu í Álftamýrina vorum við alveg jafn velkomin þangað og í sveitina áður. Alltaf átti amma kökur eða annað góðgæti í hinum ýmsu kirnum, og endalaust var hægt að bæta stólum við hringborðið í eldhúsinu. Við systur komum stundum ein- ar í Álftamýrina til að bíða eftir pabba og vera honum samferða heim og áttum þá góðar stundir í rólegheitum hjá ömmu og afa. Einn fataskápinn í Álftamýrinni var hægt að opna úr tveimur herbergj- um og var hann mjög vinsæll og passaði amma upp á að hann væri nógu tómur í botninn svo að við næðum að hlaupa þarna í gegn á miklum hraða. Einnig fengum við að hamast á fótstignu saumavélinni hennar ömmu, gramsa og skoða allt sem henni og saumavélarborð- inu fylgdi. Oft var kátt á hjalla í Álftamýrinni þegar barnabörnin voru mörg á sama tíma í heimsókn og ef lætin urðu of mikil lokaði amma yfirleitt inn í eldhús frekar en að sussa mikið á okkur. Við kveðjum ömmu með mörgum hlýjum minningum sem munu fylgja okkur um ókomin ár. Ég hugsa oft til þín, Tommi minn, og veit að þú hefur öðlast meiri frið og hamingju en þú hafðir hér í þess- um heimi. Góða ferð. Lára Magnúsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Erfidrykkjur Klwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Sigurlaug, Svava og Erna Björk. TOMAS EMIL MAGNÚSSON t Móðir okkar, ANNA ÁRNADÓTTIR frá Stóra-Hrauni, Mánagötu 16, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 29. febrúar. Árni Pálsson, Bjarni Pálsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON verkstjóri hjá Jarðborunum hf., Víghólastíg 9, Kópavogi, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 28. febrúar. Hulda Daníelsdóttir, Sigurður A. Guðmundsson, Anna H. Guðmundsdóttir, Hans Erik Dyrlie. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ODDSSON, Hrafnistu, (áður Nesi við Seltjörn) andaðist í Landspítalanum að morgni 29. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Guðmundsdóttir, Víðir Guðmundsson, Herborg Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Guðni Sigþórsson, Finnbjörg Guðmundsdóttir, Benedikt Davíðsson, Oddný Guðmundsdóttir, MargrétÁ. Guðmundsdóttir, Tómas Walter Mariuson, Sveinbjörn Guðmundsson, Ólöf Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, HARALDURSÖLVASON, Borgarheiði 7v, Hveragerði, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 20. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Brynjólfsdóttir, Halla Haraldsdóttir, Hjálmar Stefánsson, Marteinn Haraldsson, Álfhildur Stefánsdóttir, Sigurlaug Haraldsdóttir, Marteinn Jóhannesson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN HÓLM JÓNSSON, Réttarholtsvegi 35, Reykjavík, sem lést þann 26. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 4. mars kl. 15.00. Elfn Bjarnadóttir, Kristinn B. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Hrönn Guðrún Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Jón Aðalsteinn Jóhannsson, Ólöf Stefánsdóttir, Pétur Jakob Jóhannsson, Sigurborg I. Sigurðardóttii og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.