Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KARL SÆMUNDARSON + Karl Sæmund- arson hús- gagnasmíðameist- ari fæddist 15. júlí 1919 að Krakavöll- um í Fljótum og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 20. febr- úar síðastliðinn og fór útförin fram frá Hjailakirkju 29. febrúar. Angar reyrinn ilmar björk, andar á kinnar ijóðar. Hér eru engin eyktamörk, allar stundir góðar. Þessa vísu gerði Karl bróðir minn, þegar hann var skálavörður í Þórs- mörk. Karl eða Kalli, eins og ég og flestir kölluðu hann var mikill aðdá- andi blóma og gróðurs. Hann, Jón bróðir og Sæmundur fósturbróðir okkar, hjálpuðust að, við að koma upp skrúðgarði á Krakavöllum, sem mér var eignaður, ég gerði þó minnst af þvi að koma honum upp, nema að ráðskast. Síðar þegar Kalli var búinn að koma upp húsi að Hófgerði 14 í Kópa- vogi, gerði hann þar stóran garð og sér- stakan, hann lét stór- grýtið vera, en lét blóm og annan gróður á milli. Seinna seldi hann Hóf- gerði 14 og hafði ekki aðstöðu til ræktunar, eftir það. Ég var stóra systir, 8 árum eldri en Kalli, sem var næstur mér, af þeim sem lifðu, tvíburar fæddir 1913 dóu nokkurra daga gamlir, bræður mínir dáðu stóru systur og fannst hún geta allt, og vildu allt fyrir hana gera. Nú er Kalli fyrstur okkar til að kveðja þennan heim. Kalli var mjög bráðger, þegar hann var á þriðja ári tók pabbi hann oft til sín á morgnana, svo að mamma gæti sofið, því hann vakn- aði snemma. Pabbi klippti út stafi MINNINGAR úr blöðum og spilaði við Kalla með þeim, þá lærði hann að þekkja þá svo nefndi pabbi þá og kvað að og strákur tók það eftir honum, pabbi æfði hann líka í að kveða að orðum sem pabbi stafaði, áður en varði var Kalli orðinn læs. Eitt sinn þegar þeir voru úti saman segir pabbi gijót, en strákur segir steinn, skildi mein- inguna, en hefur fundist steinn og gijót vera það sama. Hann var líka mjög söngvinn og tónelskur, gat spilað á allt sem hægt var að ná tónum úr, meira að segja á sög sem hljómar líkt og havaígít- ar. Hann átti litla einfalda harmon- íku sem hann spilaði mikið á sér og öðrum til ánægju. Kalli fór ekki í langskólanám, en lauk námi í héraðsskóla, gagnfræða- skóla, og iðnskóla. Kalli var svo glað- ur og léttlyndur, að ef unglingar í ættinni voru eitthvað niðurdregnir, var þeim komið til Kalla þar hresst- ust þeir fljótt. Hann var líka vel hagmæltur, en mjög lítið hefur geymst af ljóðum hans, voru ekki skrifuð niður. Einnig var hann mjög laginn í höndunum, og sérstaklega vandvirkur. Ég á skartgripi, sem hann gerði úr beini. Einnig var Kalli góður kennari, þó að hann hefði ekki lært kennslu. Veturinn 1941-42 kenndi hann fyr- ir Bamaskóla Siglufjarðar börnum á Úlfs-Dölum og Siglunesi, til þess að þau gætu lært heima hjá sér, en komið í próf til Siglufjarðar, þau stóðu sig ágætlega og minntust Kalla lengi. 10. október 1941 kvæntist Kalli Katrínu Gamalíelsdóttur, þau voru þremenningar. Katrín var ein af bestu konum sem ég hef þekkt. Þau eignuðust 6 börn. Veturinn sem Kalli var að kenna var Katrín hjá frændfólki á Siglufirði, svo stofnuðu þau heimili á Siglufirði, þar fæddust allar dæturnar, en synimir fyrir sunnan. Á meðan þau voru á Siglufirði tók Kalli mikinn þátt í félagslífi, bæði söng og ýmsum félögum. Svo fluttu þau suður, fyrst til Reykjavíkur, en áttu lengst heima í Hófgerði 14 í Kópavogi. Kaili lærði húsgagnasmíði, en fékk frí að sumrinu til þess að stunda arðbærari vinnu. Kalli þráði alltaf að komast upp úr fátæktarbaslinu, og vann allskonar ólíklegustu störf. Eitt sinn fór hann á matreiðslunámskeið og vann við matreiðslu á Fossunum í utanlandssiglingum, ekki varð hann þó ríkur af þessum störfum. Kalli var skálavörður í Þórsmörk, síðar umsjónarmaður orlofshúsa í Ölfusborgum, þessi störf held ég að honum hafi líkað best. Hann var félagslyndur og naut þess að vera með fólki, hafði kvöldvökur með því og ýmislegt til skemmtunar. Þann 11. apríl 1980 andaðist Katrín eftir löng og ströng veikindi, hún var alltaf sama hetjan, til hinstu stundar. Hennar var sárt saknað. Allra síðustu starfsár Kalla, vann hann við Ljósafossvirkjun, þar kynntist hann ekkju á svipuðum aldri og hann, hún vann við matseld, hafði verið gift starfsmanni þarna, og bjó í starfsmannahúsi, hún heitir Irma Geirsson, er þýsk, en fluttist ung til íslands. Kalli varð sambýlismaður hennar, hún reyndist Kalla mjög vel. Hún lifir hann. Þegar Kalli var fyrir sunnan sagði hann alltaf „heima á Siglufirði", eða „heim til Siglufjarðar", þar varð líka hans síðasta dvöl, á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar í umsjá Maríu dóttur sinnar og Hersteins manns hennar, sem hafa fylgst með honum daglega. Margs er að minnast frá langri ævi, einkum þó frá bernsku og æskuárum okkar á Krakavöllum. Huprinn þangað þenkir lengi, er þeirra fógur æskan bjó. (Sigurður Breiðprð.) Minningin lifir. Magna systir. MARÍA ÁSMUNDSDÓTTIR + María Ásmunds- dóttir fæddist á Krossum í Staðar- sveit 27. mars 1898. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, deild E-63 á Heilsu- verndarstöðinni, 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 16. febrúar. AÐ LEIÐARLOKUM er mér ljúft að minnast þessarar ágætu konu og listamanns sem var tengdamóðir mín. Mér hefur að undanförnu gefíst tóm til að skoða nokkuð í huga mér lífs- hlaup hennar og gera mér grein fyrir skapgerðarþáttum og sterkum tilfinningum hennar til fortíðarinnar. Hún var ákaflega styrkur per- sónuleiki, eins og bjarg sem ekkert fékk bifað í umróti lífsins. Hennar ákvarðanir voru ígrundaðar og þeim varð heldur ekki breytt. Það er ekki auðvelt fyrir nútímafólk að setja sig inn í þá þolinmæði, einbeitni og vilja- styrk sem þurfti til að koma þeim kynslóðum, sem María tilheyrði, til sinna takmarka í lífinu. Rétt fyrir andlát hennar var haldin sýning á iðju hennar og list. Einkum því sem var handunnið og bróderað. Að hennar óskum voru einnig sýndir nokkrir munir sem báru vitni um handsnilli hennar foreldra og nán- ustu ættingja. Ég veit ekki hvort okkur hinum í fjölskyldunni var það ljóst að hún var að minna okkur á þá arf- leifð sem hún hafði hlot- ið, en að hún var fyrsti ættliðurinn sem átti þess kost að gera sér heildstætt lífsstarf úr myndlist. Það var ekki auðvelt á fyrstu árum þessarar aldar fyrir ungling að bijóta sér leíð til mennta í þeirri grein listar sem hugur stóð til. Eins og fyrr sagði var hún alin upp við að hennar nánustu sýndu ótrúlega fæmi í heimilisiðnaði. Faðir hennar var völundarsmiður og jafn- vígur á tré sem jám, smíðaði jöfnum höndum og steypti málma. Öll amboð af tré vom hans smíð, reipi, hagldir og mottur. Móðir Maríu og móð- ursystir og nafna ófu salúnsvefnað og spjaldvefnað og lituðu sjálfar ull- arband og gat að líta handbragð alls þessa fólks á sýningunni. Sköpunarþörf Maríu og listfengi var svo mikið að hún varð að finna því farveg og þróunarleið. Það var ekki um margar leiðir að velja fyrir unga stúlku á afskekktum stað. Vilj- inn var mikill og stuðningur ætt- Mmningargreinar og aðrar greinar FRÁ ÁRAMÓTUM til 15. febr- úar sl. birti Morgunblaðið 890 minnirigargreinar um 235 ein- staklinga. Ef miðað er við síðu- fjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- fömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými i blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðínu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- Iengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. ingja hennar var ótrauður. Jafn- framt störfum við búið sótti hún fjöl- mörg námskeið í hannyrðum af öllu tagi. Til þess gafst helst tími á vetr- um og voru þau ferðalög ekki auð- veld og jafnvel hættuleg. Komst hún í mannraunir á þessum ferðalögum sínum. Sumrin voru nýtt til að vinna fyrir náminu og efninu og þótti hún forkur duglegur og í fararbroddi til bústarfa. Það er annars staðar tíund- að hvar hún hlaut menntun sína en á því afbragðsheimili, Krossum, var menntun höfð í hávegum. Mikill bóklestur var þar og María eignaðist orgel. Öllum þáttum listar og fegurð- ar var sinnt. Undir suðurvegg átti María jafnan fagran reit blóma öllu heimilisfólki til yndisauka. Alþingishátíðarárið 1930 var list- saumssafn hennar orðið svo verulegt og þekkt að haldin var á því sýning í gluggum verslunar Marteins Ein- arssonar á Laugavegi, en þar voru veglegastir verslunargluggar í Reykjavík. Þar er nú Kirkjuhúsið. Um 1940 fór hún að ná tökum á olíulitum og náði einnig góðum ár- angri í þeirri grein. Útsýnið frá Krossum var svo fagurt og stórfeng- legt að varla varð hjá því komist fyrir listamann að verða innblásinn. Sóttu enda ýmsir listamenn þess tíma á þær slóðir. Allar myndir Maríu eru óður til þessarar náttúru og litaskyn hennar stóð föstum fót- um í því landslagi sem hún þekkti best. Jörðinni þar sem áar hennar höfðu lifað og dáið. Það undruðust margir sem sáu, þá óþreytandi elju og natni sem birt- ist í myndverkum hennar. Og er sjaldgæft að ávöxturinn af list langr- ar ævi liggi allur fyrir hendi og spanni yfirlitssýningu sem þessa. Yfirlitið spannaði 76 ára skeið. Síð- asta myndin, akrýl á striga, var máluð er hún var 96 ára gömul. Sýndir munir af heimilinu voru allt frá 1879 svo að vitað sé. Maður þarf að staldra við til að gera sér grein fyrir því hvílíkt grett- istak það er að afreka slíkt ævistarf af list sem sýningar hennar árið 1990 og 1996 bera vott um, jafn- framt öðrum störfum. Hún dreifði ekki listinni út um hvippinn og hvappinn, saumaskapurinn var geymdur í koffortum og einungis tekinn upp til hátíðarbrigða og sýnd- ur þeim sem vit höfðu á. Myndir hennar voru allar vandlega inn- rammaðar í hennar eigu eða afkom- enda hennar. Þessi sterka og mikil- hæfa kona hélt lofgjörð um fegurð æskustöðvanna og listhefð forfeðr- anna til haga og hirti ekki um að sýna fyrr en hún hafði að endingu lagt frá sér áhöldin. Það er auðvelt að geyma sér í huga slíka mannkosti sem tengda- móðir mín var gædd. Það er gæfa afkomenda hennar hversu margir þeirra fengu að kynnast henni og viðhorfum sem nú eru löngu horfin úr okkar þjóðlífi. Ólafur Jón Ólafsson. + Margrét Elísa- bet Magnús- dóttir fæddist í Bol- ungarvík 24. nóv- ember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður N. Níels- dóttir, f. 17.10. 1900, d. 2.10. 1961, og Magnús Á. Har- aldsson sjómaður, f. 24.8. 1905 í Bol- ungarvík. Margrét var sú þriðja í röðinni af sjö börnum þeirra hjóna, en nú eru einungis tvö þeirra eftir á lífi. Margrét ólst upp í Bolungarvík en flutti til Siglufjarðar 1953. Eftirlifandi eiginmaður Mar- grétar er Jóhannes Þór Egils- son framkvæmdasljóri Egils- sildar, fæddur 4.7. 1931. Jó- hannes er sonur hjónanna Sig- í DAG kveð ég ömmu sem varð mér kær svo fljótt, en við fengum ekki að njóta nærveru hvort annars nema fyrsta hálfa árið mitt. Þakka ég þér fyrir þær ómetanlegu stund- ir sem við áttum saman til þinnar hinstu stundar. Þrátt fyrir þín erfiðu veikindi, + Óskar Markússon fæddist á Patreksfirði 12. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 12. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Patreks- fjarðarkirkju 17. febrúar. Harður í hom að taka hraustur og snar í verki orð tekur aldrei til baka Óskar Markússon sterki Það er erfitt til þess að hugsa að nú sé hann afi minn dáinn. Ég sé hann fyrir mér hressan, sprækan og snaran í verki eins og samið var um hann. Ég man hvað það var alltaf gaman þegar hann kom í heimsókn, hann var alltaf svo kátur og vildi gera allt hið besta fyrir Lindu barn eins og hann kallaði mig. Mér fínnst svo skrítið að hugsa til þess að hann sé horfin á braut, ég sé hann ljóslif- andi fyrir mér dansandi á sinn skemmtilega hátt með tóbaksdósina ríðar Jóhannesdótt- ur, f. 20.5. 1894, d. 3.2. 1970, og Egils Stefánssonar kaup- manns með meiru á Siglufirði, f. 9.5. 1896, d. 7.7. 1978. Dóttir Margrétar og Jóhannesar er Sigríður Eddý, f. 15.1. 1953, BA í uppeldisfræði, kennari í Reykja- vík. Sambýlismaður hennar er Magnús Valdimarsson lyfja- fræðingur, f. 28.6. 1955. Þeirra sonur er Jóhannes Markús, f. 15.8. 1995. Margrét vann ýmis störf, s.s. síldarsölt- un og síðar við fjölskyldufyrir- tækið Egilssíld uns hún varð að hætta störfum vegna erfiðra veikinda 1994. Útför Margrétar fer fram frá Siglufjarðarkirkju I dag og hefst athöfnin klukkan 14. amma mín, áttirðu alltaf bros fyrir lítinn kút. Þú gafst mér svo margt í veganesti sem nýtist mér síðar. Megi góður Guð styrkja þig á ókunnum vegum, svo og okkur hin sem eftir stöndum. Þinn Jóhannes Markús Magnússon. í hendinni. Hann var alltaf svo blíð- ur og góður og brá aldrei skapi. Það er svo erfitt að geta ekki verið viðstödd og fylgt þér til hinstu hvílu, elsku afi minn. Og það finnst mér einnig miður að sonur minn, Matthías Knútur sem fæddist í sum- ar, fékk ekki að kynnast langafa sínum. Undanfarin þijú ár hef ég búið í Noregi, þess vegna hafa sam- skiptin verið minni. En ég veit hvað afi var stoltur af barnabarnabarninu sínu, og hver veit nema að hann sé nær okkur núna en þegar hann bjó á Patró. „Dauðinn og ástin eru vængirnir sem bera góðan mann til himins." (Michelangelo). Nú svífur þú, elsku afi minn, á vængjum ástarinnar til himins og til hennar ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Blessuð sé minning þín. Linda, Matthías og Matthías Knútur. MARGRÉT ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR ÓSKAR MARKÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.