Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRL HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdís Reiknistofa bankanna Bilun olli töfum á innborg- unum SEINKUN varð á mánaðamóta- vinnslu Reiknistofu bankanna í fyrri- nótt vegna bilunar í hugbúnaði og töfðust innborganir á launum og öðru um nokkrar klukkustundir. Þórður B. Sigurðsson, forstöðu- maður Reiknistofu bankanna, sagði að umframvélarafl hjá stofunni væri það lítið að innborganir hefðu ekki verið komnar inn á tölvukerfi bank- anna fyrr en kl. 9 í gærmorgun. Þar hefðu upplýsingarnar lent í biðröð sem víkur fyrir annarri tölvuvinnslu sem hefur forgang. Því hefði þurft að nýta jafnframt þann hluta tölvu- búnaðar sem kerfisdeild annars notar og hefði það flýtt fyrir vinnsiunni, en allar innborganir höfðu komist til skila um hádegi Þá urðu tafir í gær á því að innborganir Tryggingastofn- unar til öryrkja skiluðu sér á til- teknum tíma, en þær lentu aftast í ofangreindri biðröð. -----»-♦-♦----- Sjúkrapróf í lagadeild 100% fall TILKYNNT hefur verið niðurstaða sjúkraprófs í almennri lögfræði fyrsta árs nema í lagadeild Háskól- ans. 14 þreyttu prófið og féllu þeir allir. Upphaflega gengust 133 nemend- ur undir prófið og féllu 122 en 11 náðu. Þegar sjúkraprófið er meðtalið gengust 147 undir prófið og féllu 136, eða 92,5%. Á mánudaginn verð- ur svokölluð prófsýning, en þá munu kennarar fara yfir prófið með þeim nemendum sem þess óska. Viðræðum strandríkja um norsk-íslenzka sfldarstofninn lauk án árangurs í Ósló Evrópusambandið vill veiða 150.000 tonn Hart sleg- ist í MR ÁRLEGUR gangaslagur var í -íttenntaskólanum í Reykjavík í gær. Að sögn eins 6. bekkings, sem tók virkan þátt í slagnum, var „rosalegur hasar“. Slagurinn gengur út á það að 6. bekkingar reyna að hringja skólabjöllunni og nemendur annarra bekkja reyna að koma í veg fyrir að þeim takist það. Viðmælandinn sagði að allir hefðu tekið þátt í slagnum, „nema stelpurnar, náttúrulega", eins og hann orðaði það. Hann sagði að sumir 6. bekkingar hefðu borið á sig matarolíu til að vera sleipari og þá væntanlega til að renna yngri menntskælingum úr greipum. Heimildarmaður sagði að ekki hefði verið mikið um al- r—-varleg meiðsl en „kannski nokkur glóðaraugu“ og svo hefðu „nokkr- ar stelpur úr þriðja bekk, sem voru að þvælast fyrir, troðist eitt- hvað undir“. Það tók 6. bekkinga um fimm mínútur að komast að bjöllunni og hringja henni en þeir ryðjast úr anddyri og upp á pall á milli fyrstu og annarrar hæðar þar sem klukkan hangir. Póstur kærði árás hunds PÓSTBURÐARKONA lagði í fyrradag fram kæru til lög- reglunnar í Reykjavík vegna árásar hunds á sig við hús í Gerðunum. Konan meiddist ekki. Sverrir Friðbjörnsson, úti- , bússtjóri Pósthússins á svæði 108, sagði að ekki kæmi oft fyrir að póstburðarfólk yrði fyrir ónæði hunda, hvað þá árásum. Hann sagði að árásir væru tilkynntar lögreglu og samband haft við hundaeftir- litsmann en þar sem hundar eru lausir í görðum er haft samband við eigendur og sam- ið um að hundarnir séu hafðir inni þegar póstur er borinn út. í flestum tilfellum næðist að leysa málin í samvinnu við hundaeigendur. Póstburðar- fólk getur sleppt því að fara í hús þar sem ástæða er til að hafa áhyggjur af hundum. Lífeyrissjóður bænda VÍB og Kaup- þing sjá um ávöxtun LÍFEYRISSJÓÐUR bænda hefur fal- ið Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. (VÍB) og Kaupþingi hf. ávöxtun ^ftármuna og vörslu eigna sinna. Heildareignir sjóðsins nema um 7 milljörðum króna og skiptast þær til helminga milli fyrirtækjanna. Þetta er langstærsti samningur sem lífeyrissjóður hefur gert við verðbréfafyrirtæki um vörslu eigna enda er sjóðurinn í hópi tíu stærstu lífeyrissjóða landsins. ■ VÍB og Kaupþing taka/14 EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst taka sér einhliða um 150.000 tonna kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum, náist ekki samningar um annað við strandríkin fjögur, sem mestra hagsmuna eiga að gæta við nýtingu stofnsins. Verði af þessu, getur svo farið að veidd verði um 350.000 tonn úr stofninum á þessu ári umfram það sem fiskifræðingar ráðleggja. Embættismenn frá ESB, íslandi, Noregi* Rússlandi og Færeyjum ræddu stjórn veiða úr síidarstofnin- um í Ósló í Noregi í gær. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndarinnar, gerðu fulltrúar ESB grein fyrir því að Emma Bonino, sjávarútvegs- stjóri sambandsins, hefði boðað að ESB myndi ákveða sér 150.000 tonna kvóta í Síldarsmugunni svo- kölluðu, sem er alþjóðlegt haf- svæði, næðist ekki heildarsam- komulag við löndin fjögur áður en síldin hæfi göngur sínar út á hafið. Guðmundur segir ESB hafa fengið þau svör að þetta væri alltof há krafa og í mesta lagi 4% af ráðlögð- um heildarafla, sem er um 40.000 tonn, væru til skiptanna handa fimmtu ríkjum. Noregur bauð aðgang að lögsögu gegn 130.0001 lækkun Guðmundur segir að möguleikar á samkomulagi strandríkjanna við ESB hafi ekki verið útilokaðir. Hins vegar sé forsenda slíks samkomu- lags að strandríkin semji fyrst sín á milli. Slíkir samningar eru ekki nær en áður eftir að viðræðum land- anna fjögurra á miðvikudag og fimmtudag lauk án samkomulags. Norðmenn buðu íslandi og Fær- eyjum aðgang að síldveiðum í lög- sögu Noregs og Jan Mayen, féllust löndin á að lækka síldarkvóta sinn, sem ákveðinn hefur verið 330.000 tonn, um 100.000-f30.000 tonn. Á móti buðust Norðmenn til að lækka eigin kvóta, sem samkvæmt ein- hliða ákvörðun Norðmanna er 725.000 tonn, um 20.000 tonn. 350.000 tonn umfram ráðleggingar vísindamanna Guðmundur segir að viðræðu- nefndir íslands og Færeyja hafi talið tilboðið fráleitt. Norðmenn geri kröfu um alltof mikla lækkun en vilji sjálfir lítið bjóða á móti. Að óbreyttu stefnir í að saman- lagður kvóti strandríkjanna fjög- urra verði um 1,2 milljónir tonna, en fiskifræðingar hafa lagt til að ekki verði veitt meira en milljón tonna. Þegar væntanlegur kvóti ESB bætist við, er heildarkvótinn orðinn 350.000 tonnum meiri en vísindamenn telja ráðlegt. Guðmundur Eiríksson segir að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður um skiptingu á síldar- kvóta. Hins vegar muni ríkin, sem í hlut eiga, koma saman á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) í London í næstu viku. Þar eigi að ræða um stjórnun á úthafskarfastofninum á Reykjanes- hrygg, en um leið gefist tækifæri til að ræða um síldina ef menn telji ástæðu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.