Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1
 • Lifi hnífurinn/S • Menn með stíl/5 • Óarðbær iðja en nauðsynleg/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 BLAÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUNNAR Guðbjörnsson, Signrður S. Steingrímsson, Ingveldur Yr Jónsdóttir, Hanna Dóra Sturlu- dóttir og Jónas Ingimundarson syngja og leika í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld. Operuveisla í Borgarleikhúsinu Islensk kvikmyndahátíð í Rússlandi Glæsilegar viðtökur FJÓRIR ungir óperusöngv- arar koma fram á söngtón- leikum sem haldnir verða næstkomandi þriðjudags- kvöld í Borgarleikhúsinu. Það eru þau Hanna Dóra Sturludóttir sópr- an, Ingveldur Yr Jónsdóttir mezzó- sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Sigurður Skagfjörð Steingríms- son bassabaritón sem syngja fjöl- breytta efnisskrá úr óperum eftir Verdi, Puccini, Donisetti, Bizet, Go- unod, Mozart og Beethoven. Píanó- leikari verður Jónas Ingimundarson og kynnir verður heiðurssöngvarinn Kristinn Hallsson. Óhætt er að segja að þessir fjórir söngvarar séu hluti af nýrri kynslóð íslénskra óperusöngvara. Ferillinn er rétt nýhafinn hjá þeim en öll hafa þau getið sér gott orð fyrir söng sinn. Tvö þeirra, Gunnar og Ingveld- ur Yr, eru á föstum samningum við óperuna í Lyon í Frakklandi. Bæði segja þau að sér líki vistin vel þar úti en að þetta sé harður heimur. „Þessi bransi er alltaf að verða erfið- ari og erfiðari," segir Gunnar. „Þetta er eins og ruðningsleikur; fyrst þarf maður að ryðja þeim úr vegi sem eru með stöðurnar í húsunum og svo þarf maður að standa af sér ásókn þeirra sem á eftir manni koma. Maður þarf því alltaf að vera á tán- um.“ Alagna góður en... Gunnar var fastráðinn við óper- una í Wiesbaden í Þýskalandi áður en hann hélt til Lyon. Hann hefur sungið sem gestur bæði í óperum og á tónleikum víða í Evrópu. Nú er hann að syngja aðalhlutverkin í Töfraflautu Mozarts og í Astar- drykknum eftir Donizetti en það hlutverk skiptast hann og hinn nafn- togaði tenór Roberto Alagna á að syngja. Alagna hefur verið kallaður arftaki þremenninganna miklu; Pa- varotti, Domingo og Carreras. Að- spurður hvort Alagna sé eins góður og af er látið segir Gunnar að því fari nærri. „Hann er góður en vafa- laust má finna eitthvað að söng hans eins og flestra. Hann, eins og margir aðrir, kemur til greina sem arftaki þremenninganna. Hann hef- ur hins vegar þann leiða ávana að mæta seint til æfinga og vera óná- kvæmur á ýmsan hátt í störfum sem ef til viil getur haft einhver áhrif á frama hans.“ Klisjan um feitu prímadonnuna Ingveldur Ýr tekur undir það með Gunnari að heimur óperusöngsins sé alltaf að harðna. „Kröfur til söngvara um leik og útlit eru alltaf að aukast. Þessar gömlu klisjur um feitu prímadonnuna sem kánn ekki að leika á ekki lengur við, nema í einstaka tilfellum." Ingveldur Ýr hafði sungið hér heima í tvö ár áður en hún var ráð- in til Lyon. Hér söng hún bæði í íslensku óperunni og á fjölda tón- leika. Nýlega var hún að klára að syngja í fjórða hlutverki sínu í Lyon, nú síðast söng hún nornina í Hans og Grétu í Bastillu-óperunni í París. Hún segist hins vegar aðeins vera hálfnuð með verkefnaskrá sína þetta leikár. „Mér hefur líkað mjög vel í Lyon enda hefur verið nóg að gera. Þetta hús er líka gott.“ Námskeið hjá Fisher-Diskau Hanna Dóra er að ljúka námi í Berlín í Þýskalandi. Hún hefur tekið þátt í tónlistarflutningi af ýmsu tagi og unnið til verðlauna í söngva- keppnum. Hanna Dóra segir að í raun sé hægt að lifa á lausamennsku í Þýskalandi en hún vonast til að komast að hjá einhveiju óperuhús- anna þar. „Það er mun öruggara og auk þess vísari leið til að ná söngleg- um þroska. En eins og Gunnar og Ingveldur Ýr gátu um er þetta gríð- arlega harður heimur og erfitt að komast að.“ Hanna Dóra komst á námskeið hjá hinum kunna söngvara Dietrich Fisher-Diskau sem valdi hana til þátttöku á tónleikum Philharmon- íunnar í Prag þar sem hann stjórn- aði sjálfur. „Það var auðvitað geysi- lega mikil upplifun að lenda í læri hjá svona miklum Iistamanni; tilfinn- ing hans fyrir söngnum og tónlist- inni er mikil, hann þurfti ekki annað en að segja hlutinn svo hann kæmi rétt út hjá manni." Gunnar skýtur því inn í að Diskau, sem er einkum þekktur fyrir Ijóðasöng, sé ekki að- eins stjarna í sínu fagi heldur sé hann orðinn að eins konar goðsögn í lifanda lífi. Lifir á söng hér heima Sigurður hefur aðallega starfað hér heima að námi loknu. Hann hefur sungið ýmis hlutverk í Islensku óperunni og tekið þátt í tónleikum með kórum og komið fram við ýmis önnur tækifæri. Hann segist síðast- liðin ár hafa reynt að draga fram lífið á söngnum einum saman hér- lendis. „Það hefur raunar gengið vonum framar. Ég var lögreglumað- ur áður og hef síst minna upp úr söngnum, var reyndar ekki úr mjög háum söðli að detta. Maður syngur auðvitað við öll tækifæri sem gef- ast, aðallega eru þetta jarðarfarir og_ slíkt en einnig einstaka hlutverk í Óperunni." Söngvararnir fjórir munu syngja bæði einsöng, dúetta, tríó og kvart- etta úr óperum eins og La traviata, La Boheme, Perluköfurunum og Carmen. Sumar aríurnar hafa aldrei verið fluttar hér á landi fyrr. ESSA dagana stendur yfir ís- lensk kvikmyndahátíð í Moskvu og Pétursborg á vegum Rússneska kvikmyndaráðsins og sendiráðs íslands í Moskvu. Sýndar eru sex myndir, nýjar og gamlar, meðal annars eftir Hrafn Gunnlaugs- son, Hilmar Odds- son og Óskar Jón- asson sem allir fylgdu myndum sínum til Rúss- lands. Bryndís Schram, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands, sérstakur gestur hátíðarinn- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðtökurnar hefðu verið glæsi- legar í Moskvu. „Það var í fyrsta lagi tekið á móti okkur með blómum á flugvell- inum í Moskvu. Opnunarhátíðin fór fram á miðvikudagskvöldið þar sem við fluttum öll stuttar ræður áður en opnunarmyndin, Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson, var sýnd við mjög góðar undirtektir. Á þess- ari opnunarhátíð voru um 150 manns, ýmsir áhrifamenn úr rúss- neskum kvikmyndaiðnaéi og fólk sem þekkir. til íslands á einhvern hátt. Síðan hafa verið sýndar tvær NÁIN samvinna var á milli mynd- listarmanna og skálda á blóma- tíma súrrealismans. Eru meðal annars til margar lýsingar eða myndskreytingar við Ijóð franska skáldsins René Char. Hér að ofan má sjá túlkun kúb- myndir á dag, Veggfóður, Tár úr steini, Á köldum klaka, Sódóma Reykjavík og Hrafninn flýgur. Þessar myndir hafa verið sýndar í 600 manna sal og hefur verið þétt- setið í honum á öllum sýningum. Viðtökur hafa því verið mjög góðar en hátíðin hefur verið vel auglýst. Samtöl okkar við frammámenn í kvikmyndaiðnaðinum hér hafa líka verið jákvæð og höfum við hugsan- lega fundið meðframleiðendur á íslenskum kvikmyndum hér.“ Bryndís sagði að á föstudags- kvöld yrði haldið til Pétursborgar þar sem hátíðin yrði opnuð á laugardag (í dag) með sýningu á Tárum úr steini eftir Hilmar Odds- son. verjans Wilfredos Lam á ljóði eftir Char (1951-52). Á blaðsíðu 4 í menningarblaðinu í dag má sjá fleiri slíkar, til dæmis eftir Picasso. Einnig eru þar nokkrar þýðingar á ljóðum Char eftir Jóliann Hjálmarsson. ÚR myndinni Hin helgu vé eftir Hrafn Gunn- laugsson. René Char og myndlistin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.