Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ „Krists- myndin sem engin manns- hönd málaði“ SÚ TEGUND helgilistar, sem fengið hefur nafnið íkon og blómstraði í Rússlandi, ber í sér langa þróunarsögu. Kímið að þessa sérstöku dýrkun guðdómsins má fyrir margt rekja til byggingar hinnar óviðjafn- anlegu kirkju hins helga vísdóms „Hagia Sofia“ í Konstantínópel, er reist var að frumkvæði Justinianíusar keisara, sem valdi til verksins lærðustu húsameistara tímanna, þá Anthemios frá Trallet og Isi- odoros frá Milet. Hagia Sofia var djásn og móðurkirkja hins kristna rétttrúnaðar austursins allt til falls borgarinnar í hend- ur Tyrkja árið 1453. Kirkjan var einungis fimm ár í smíðum eða frá 532-537, en er þó eitt af mestu afreksverkum byggingar- listar í Evrópu og stendur prýði hennar og tákn, hinn mikli þakhjálmur eða kúp- ull, sem er 32 metrar að þvermáli, enn uppi. Hún var skreytt dýrlegum mósaík- myndum í hvelfingum og stafna á milli, sem seinna voru huldar, en sinn til hvorr- ar handar þeirra voru reistir bænaturn- ar. Maðurinn mátti ekki sjást í íslamskri list, og þó opinberast nútímanum glögg- lega sá upphafni mikilleiki býsantískrar listar, sem snemma varð meginveigur og inntak hennar. Um miðja sjöundu öld fyrir Krists burð reistu grískir sæfarendur frá Megara litla borg á evrópska hluta hins mjóa beltis við Sæviðarsund og nefndu Byzantion. Þótt marktækar listir væru þar iðkaðar svo sem annars staðar í nágrenninu, átti heilt árþúsund eftir að líða þar til hin mikla og eiginlega þróun hófst, sem heit- in er I höfuðið á borginni, og heimurinn þekkir sem býsantíska list. Með vaxandi samskiptum austurs og vesturs stækkaði borgin ásamt því að vægi hennar jókst í réttu hlutfalli við hnignun Rómar. Og þar sem þyngdarpunktur Rómarveldis færðist stöðugt austar, um Ieið og villiþjóðir og barbarar úr norðri herjuðu af auknum krafti á Ítalíu, gerði Konstantín keisari Byzantion að höfuðborg veldis síns árið 330 að okkar tímatali. Borgin fékk upp- runalega viðumefnið Roma nova, eða hin nýja Róm, en var svo heitin eftir hinum mikla keisara allt þar til ósmanarnir breyttu nafninu í Istanbul. Þótt trauðla sé unnt að marka ákveðn- ar línur svo langt aftur í tímann, má sann- lega slá því föstu, að trúarleg list kristn- innar hafi sótt grómögn til Byzanz, og teygt þaðan anga sína allt til norðurhér- aða og endimarka Garðaríkis, einkum sérstök tegund andlits- og helgimynda sem sóttu fyrirmyndir úr biblíunni og fengu gríska sérheitið eikon eða íkon, sem útleggst mynd/eftirmynd/lifandi eftir- mynd. Og svo algjörlega lifðu menn sig inn í hina nýju tegund guðlegrar túlkun- ar, að myndin sjálf varð ígildi persónunnar sem hún var af, og seinna frásagnarinnar. Gmnnur býsantískrar listar var upp- mnalega hin almenna hellenska heimsl- ist, en áhrif frá Austurlöndum urðu fljót- lega ríkjandi þáttur í túlkuninni. Hel- lensku stílbrögðin komu einkum til Byz- Morgunblaðið/Kristinn MYNDIN sem engin mannshönd málaði. anz frá Alexandríu, Antokiu, Efesos og öðrum stórum byggðakjörnum, þar sem austurlensk áhrif voru mun meira áber- andi en grísk, auk þess komu til síaukin áhrif frá persneskri list, sem í kjölfar hins vaxandi sassanidíska ríkis hafði risið til nýs lífs. Hin býsantiska list var af þeim sökum, frekar nokkrum öðmm listform- um, samruni margvíslegra þátta, svo sem sýrlenskra, armenskra, persneskra og eldri mesapótamískra, jafnvel má finna kínversk og indversk einkenni. Við bætt- ist að hið óviðjafnanlega íslamska útflúr (ornament), sem tók að breiðast út á 7. öld, hafði afgerandi þýðingu á þróunina. Menn hafa á þann veg lýst einkennum býsantískrar listar; hin persnesku áhrif minnast við og krossa rómverskar hefðir í jarðvegfi þar sem hinn gríski andi var enn lifandi. Akveðin einkenni, svo sem tilfinningin fyrir reglufestu og skýrleika, má þannig rekja aftur til hinnar sígildu listar fornaldarinnar, um leið og upp- tendmð gleðin fyrir litum og auðugri hrynjandi í útflúri vísar til austurlenskra hrifa, sem einnegin skara hina ástríðu- þrungnu trúarlegu duld, sem var svo rík- ur þáttur í býsantisku sköpunarferli. Ekki má hér gleyma myndum á múmíu- kistum í Nílardalnum allt frá hinu síðara ptólemanska tímaskeiði, sem eru framar öðru gerðar undir rómverskum áhrifum, né hinum magnþrungnu andlitsmyndum frá Pompei. I þeim birtist eitthvað mátt- ugt og upphafið samband við ríki hinna framliðnu, sem ber vott um hve mjög líf- ið og dauðinn voru samtvinnuð eilífðinni í trúarhita tímanna. Allt tengist þetta, og er bakgrunnur guðsdýrkunar íkonsins. Eins og mörg listaverk mannsandans í aldanna rás eru höfundar myndanna nafn- lausir, þótt til hafi verið nafnkenndir snill- ingar í listgreininni, en í því felst höfuð- einkenni íkonsins sem er hið beina sam- band við sjálfan guðdóminn og yfirskilvit- leg öfl. Þannig eru til Kristsmyndir, „sem engin mannshönd málaði“ og á sér hlið- stæðu í hinum svonefnda „Svitadúk Ver- óníku“ í vestrinu. Þjóðsöguna má rekja aftur til fjórðu aldar, sem segir að á tím- um Krists hafi lifað kóngur að nafni Abg- ar (eiginlega fursti) í Edessa í Mesapótam- íu. Hann var illa þjáður af holdsveiki og á honum brann sú ósk að sjá og ræða við Krist, og gerði sendinefnd út af örkinni sem hafði upp á honum í landinu heiga. Kristur gat ekki orðið við ósk kóngsins um að koma til hans, þar sem guðlegu verkefni hans var ólokið, en á yfirnáttúru- legan hátt mótaði hann eftirmynd af and- liti sínu á lindúk sem hann sendi kóngin- um. Þannig skapaði hann fyrsta íkonið og hann átti eftir að verða fyrirmynd allra annarra sem seinna fylgdu. A níundu öld var ikonið flutt til Konstantínópel þar sem það var eyðilagt er krossfararnir tóku borgina og jöfnuðu við jörðu árið 1202. Mur.urinn á íkoninu og svitadúk Veróníku felst í þyrnikórónunni, sem ekki er fyrir hendi í austurútgáfunni. Bragi Ásgeirsson •Að lesa í íkon SÝNINGU á verkum Braga Ás- geirssonar í Gerðubergi og á Sjónarhóli, hinum nýja sýningarsal Gerðubergs á Hverfisgötu, lýkur á morgun kl. 16 (Gerðuberg) og kl. 18 ( Sjónarhóll). í Gerðubergi er yfirlit yfir verk Braga frá öllum hans ferli, en á Sjónarhóli eru nýrri verk, frá 1989 til 1996. Sömu helgi og sýningarnar voru opnaðar var haldið Sjónþing þar sem Bragi kynnti verk sín og sat fyrir svör- um. í samtali við Morgunblaðið kvaðst hann ánægður með fram- kvæmdina alla, sjónþingið og að- sókn á sýningar sínar. „Hugmyndin að sjónþinginu var góð, hvernig sem á málið er litið, því það er svo margt sem mætt hefur afgangi á liðnum áratugum, sem þarf að koma fram ef það á ekki að gleym- Sýningn Brag'a lýkur Morgunblaðið/Þorkell BRAGI Ásgeirsson myndlistarmaður. ast, íslensk listsagnfræði er svo bágborin. Mér er sagt að allt að því 6-7 hundruð manns eigi erindi í Gerðu- berg á degi hverjum. Ég'tók vel eftir því að gamla fólkið þekkti til verka minna og unga fólkið, þetta 14-16 ára, horfði lengi og furðu- lostið á þau, því þetta var alveg nýtt fyrir þeim. Það er mikið vandamál að fólk hefur svo fá tækifæri til að skoða íslenska myndlist. Húsakynni Listasafns íslands eru of lítil og engar kennslubækur í listasögu eru til,“ sagði Bragi. Bragi segir að sér hafi komið á óvart hve vel verk hans njóta sín í sölum Gerðubergs og Sjónarhóll sé afar fallegur salur og myndir hans, sem þar hanga, hafi aldrei notið sín betur. Kvikmynd um gelding- inn Farinelli er nú sýnd hér á landi og hefur * vakið umtal. Arni Matt- híasson kynnti sér sögu geldinganna, þar á með- al þess eina sem til eru upptökur af, en þegar mest lét voru 4.000 pilt- ar geltir á ári hveiju. GELDINGAR nutu fádæma hylli á sautjándu og átj- ándu öld; sú villimanns- lega iðja að gelda unga pilta áður en þeir færu í mútur heill- aði áheyrendur ekki síður en yfir- náttúrulega fögur röddin. Háskóla- bíó sýnir nú um stundir merka franska mynd um frægasta gelding tónlistarsögunnar, Carlo Brosci, sem tók sér listamannsnafnið Farin- elli og naut slíkra vinsælda á átj- ándu öld að ekki verður við annað jafnað en bítlaæði okkar aldar. Þeg- ar herma átti eftir söng hans varð þó að grípa til tölvutækninnar og blanda saman sópranrödd og kontr- atenórs, sem verður að teljast vel viðeigandi, því upptökur með eina geldingnum sem tók upp sanna að slík rödd er ekki af þessum heimi. í kvikmyndinni um Farinelli er meðal annars rakið að þrátt fyrir vinsældirnar hafi hann aldrei verið full sáttur við hlutskipti sitt, að vera bara hálfur maður. Hann var meðal annars ráðinn til hirðar Filippusar fimmta Spánarkonungs og söng fyrir hann sömu fjórar aríurnar á hvetju kvöldi í tíu ár til að bægja þunglyndi frá konungi, en varð sjálf- ur þunglyndi að bráð að lokum. í myndinni má glöggt sjá að öðrum þræði voru geldingar utanveltu, sem einskonar sýningargripir, þó það hafi ekki aftrað foreldrum frá því að láta gelda syni sína. Síðasti geldingurinn Síðasti geldingurinn, Alessandro Moresci, tók upp það eina sem eftir gelding liggur fyrir rúmum 90 árum, en blómatími geldinganna var fyrir rúmum 200 árum, eftir að Sixt- us fimmti bannaði konum að syngja í kirkjum. í þeirra stað komu ungir piltar og síðan hófst sá siður að gelda þá sem fremstir voru til að hindra að þeir færu í mútur. Þó fátt hafi verið um konur í kirkjum voru þær þó allnokkrar sem þar sungu, ekki síst vegna þess að drengirnir sem annars voru notaðir voru iðulega ódælir og erfitt að hemja þá í messunum, aukinheldur sem þeir fóru í mútur rétt þegar þeir voru að ná tónlistarþroska. í kirkjum Vatíkansins voru notaðir spænskir falsettusöngvarar, en þeir höfðu lítið raddþrek og takmarkað tónsvið. Því gripu menn til þess ráðs að taka raddfegurstu piltana og gelda þá. Alla jafna voru þeir geltir um tíu ára gamlir og síðan settir í stranga söngþjálfun til að styrkja lungu og móta röddina áður en þeir hófu eiginlegan söngferil sinn, yfirleitt um átján ára. Tónlist- arsagnfræðingar telja að alls hafi um 4.000 drengir hreppt þessi örlög á ári hvetju þegar hæst lét. Þrátt fyrir geldinguna komust fæstir alla leið; margir komust ekki lengra en í miðlungskóra, og fjöl- margir náðu aldrei að móta neina rödd eða nokkrum tökum á henni. Lengst komust geldingar ef þeir náðu inn í kór Sixtusarkapellunnar og hann var stökkpallur til frekari frægðar og frama við ýmsar hirðir í Evrópu. Sú iðja að gelda unga pilta var reyndar bönnuð með lögum alla tíð, en páfar og prelátar létu það afskiptalaust og vinsældir geld- inganna voru slíkar að það freistaði fjölmargra fátækra foreldra að láta gelda drenginn til að tryggja af- komu hans (og fjölskyldunnar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.