Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 C 3 KONTRATENÓRARNIR þrír; Dominique Visse, Pascal Betrin og Andreas Scholl, bregða á leik. Lifi hnífurinn Geldingatískan var heldur í rénun í upphafi nítjándu aldar og nánast horfin um miðja öldina. Þegar ver- aldlegt vald tók við af geistlegu á Ítalíu 1870 voru tekin upp hörð við- urlög við geldingum. Það kom of seint fyrir Alessandro Moresci, sem áður er getið, því hann var geltur tveimur árum fyrr, þá tíu ára. Þegar Moresci hóf söngnám sitt var fátt um kennara, því svo hafði vegur geldinganna minnkað að sér- kennileg söngtækni þeirra var nán- ast týnd. 1871 gat hann þó hafið nám við söngskóla í Lauro, 25 ára gamall var hann kominn í kór Sixt- usarkapellunnar og 1898 tók hann við stjórn kórsins. Rödd Morescis þótti ægifögur, hann fékk viður- nefnið „Rómarengillinn" og naut hylli víða um Evrópu, þó iðulega hafi fólk frekar flykkst til að heyra „síðasta geldinginn" syngja en það hafi hrifíst af söngnum sem slíkum. Alls söng Moresci 30 ár með kórn- um, hætti 1913. Þá vildu velunnarar hans stefna honum í tónleikaferð um Evrópu alla, sáu fyrir sér eins- konar Farinelli-vakningu, en heims- styrjöldin fyrri batt enda á þau áform og hann lést öllum gleymdur 1922. „Lifi hnífurinn" Sagan hermir að þegar geldingi tókst vel upp á sviðinu hafi áheyr- endur hrópað í hrifningu: „Lifi hníf- urinn,“ en erfitt er fyrir nútíma-. menn að gera sér grein fyrir gríðar- legum vinsældum geldinganna og múgsefjuninni sem fylgdi þeim. Fyrir ótrúlega heppni eru til upp- tökur með Moresci sem gefa vís- bendingu um geldingssöng, en þær voru teknar upp 1902 og 1904 af upptökumönnum sem komu til Vat- íkansins að taka flest annað upp en geldingssöng og að sögn þeirra sem um útgáfuna véla var það fyrir tilviljun að rödd Morescis komst á vaxsívalning. Þessar upptökur hafa verið gefnar út á geisladisk og að heyrá þær er engu líkt; rödd Moresc- is er eins og rödd frá annarri plán- etu, og þegar við bætist sérkennileg- ur söngstíll og raddbeiting geldings- ins verður útkomunni ekki lýst með orðum. Kontratenór tekur við Eftir að geldingstískan leið undir lok góðu heilli myndaðist eyða í söngbókmenntunum, því mörg helstu tónskáld sögunnar sömdu tónlist fyrir geldinga, eins og meðal annars er rakið í myndinni um Far- inelli. Á þessari öid hefur þróast söngstíll sem er einskonar svar við þessari þörf, en sjálfstæður söng- stíll engu að síður og reyndar á hann sér mun lengri sögu. Hann byggist á því að söngvarinn, karl- maður, myndar röddina með því að þrengja vöðva í hálsinum og úr verð- ur einskonar sambland af höfuðrödd falsettunnar og líkamsrödd tenórs- ins; sameinar það besta úr báðum og til verður sérkennilega fögur og tær rödd með fyllingu og dýpt. Slík- ir söngvarar kaliast kontratenórar. Frumkvöðull kontratenóra var Albert Deller, sem uppi var 1912 til 1979, breskur söngvari sem mik- ið var samið fyrir, en hann er lík- lega þekktastur fyrir upptökur sínar á fornum enskum trega- og man- söngvum. Sporgöngumenn Deliers eru fjölmargir; á meðal þeirra fremstu eru Bretarnir James Bow- man og Michael Chance, Frakkarnir Gérard Lesne og René Jacobs og Þjóðveijinn ungi Andreas Scholl. Þeir eru framúrskarandi hver á sínu sviði, þó Chance og Scholl hafi ef til vill fegurstu raddimar. Sem von- legt er syngja þeir mikið af gamani tónlist, en einnig nokkuð af nútíma- tónlist og fer fjölgandi verkum nú- tímatónskálda fyrir kontratenór. Svo bregða þeir líka á leik eins og heyra má á bráðskemmtilegum disk, Kontratenórarnir þrír, en á honum gera Andreas Scholl, Dominique Visse og Pascal Betrin grín að tenóradýrkuninni og syngja meðal annars frægar tenóraríur, 0, sole mio og Una furtiva lagrima, í bland við nýlegri tónlist. Af öðrum plötum sem benda má söngunnendum á er vitanlega áðurnefndur diskur með söng Morescis sem Pearl gaf út og fengist hefur í Japís, en Chance hefur Framtíðarsýn ungs fólks er viðfangsefni sýningar í Listasafninu Heimur án karlmanna HVERNIG sér ungt fólk á Norðurlönd- unum framtíðina fyrir sér? Svar við þeirri spurningu gæti verið að finna á sýningu í Lista- safni íslands sem er opnuð í dag. Þar er afrakstur ís- lenska hluta sam- norræna samstarfs- verkefnisins „Ný öld - Norræn fram- tíðarsýn“ sem stað- ið hefur síðan í september á síðasta ári, til sýnis. Verk- efnið er á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar með stuðningi mennta- málaráðaneytis og Reykj avíkurborgar. Ungu fólki í nokkr- um grunn- og fram- haldsskólum í borg- inni hefur verið gef- ið tækifæri til að vinna í hópum á mismunandi sviðum listarinnar s.s. myndbandagerð, dans, tónlist, mynd Morgunblaðið/Ásdís GUÐLAUG Dröfn Gunnarsdóttir. í baksýn er eitt málverkanna á sýningunni. STEFANO Dionisi sem geld- ingurinn Farinelli. sungið inn á disk fyrir Chandos og einnig í eftirminnilegri útgáfu á Lamentatione Jeremiae eftir Jan Dismas Zelenka sem Chandos gefur einnig út. Scholl hefur gefið út disk með þýskum barokksöngvum á veg- um Harmonia Mundi og sungið í Bach-kantötum fyrir Astrée Auvis- dis, Lesne sungið Handel-kantötur á disk fyrir Virgin Veritas og René Jacobs syngur frábærlega í Bach- kantötum á disk frá Harmonia Mundi. Hver sá sem kynnist kontratenórsöng hlýtur að hrífast af, en geldings- söngur, þó fagur sé, er fyrir nútímaeyru fuil- langt gengið í leit að upphafinni fegurð. James Bowman list, tölvugrafík ofl. Listamenn og annað fagfólk hafa verið fengnir inn í verkstæði skólanna til að leiðbeina og halda fyrirlestra. í einni borg hverra hinna Norðurlandanna er samskonar verkefni í gangi og í haust hittast hóparnir í Kaup- mannahöfn, menningarborg Evrópu 1996, og byggja Framtíðarborgina árið 2002. Hóparnir í löndunum öllum hafa haft samband sín á milli á verktímanum og á sýningunni hefur verið komið upp nauðsynleg- um búnaði til að myndsímafundur geti átt sér stað, sem mun gera hópunum kleift að tala saman og sjá sýningar hjá hverjum öðrum. Um 500 unglingar taka þátt í verk- efninu, þar af 90 frá Islandi. Reykjavík, framtíð hennar og fólksins sem byggir hana, er út- gangspunkturinn í verkum ungling- anna og mannleg nánd virðist í fyrirrúmi þrátt fyrir tæknibyltingu og nýjar samskiptaleiðir sam- tímans. Málverk og geisladiskar Blaðamaður Morgunblaðsins leit inn í Listasafnið þegar undirbúning- ur stóð sem hæst og tók tali þær Ástu Júlíu Guðjónsdóttur úr mynd- bandahóp og manngerðu umhverfi og Grétu Mjöll Bjamadóttur kenn- ara í MS og hópstjóra þeirra tveggja hópa sem þar eru. „Myndbandahópurinn skiptist í nokkra hópa sem gerðu mismun- andi myndir, heimildamyndir og leiknar myndir. Við erum búin að fara víða til að taka, inn á kaffi- hús, á ruslahaugana og Borgarspít- alann m.a. Við byijuðum að læra kvikmyndasögu hjá Oddi Alberts- syni og lærðum svo á tækin. Við fengum leiðsögn um handritagerð hjá Óskari Jónassyni kvikmynda- gerðarmanni. Hann gerði miklar kröfur til okkar en kennslan hjá honum var ólík því sem við þekkj- um, hann var eins og einn úr hópn- um,“ sagði Ásta en hún vann að leikinni stuttmynd um heim án karl- manna. „Við þurftum alltaf að byija á því að reka alla karlmenn í burtu á tökustöðum. Þeir voru ekki alltaf ánægðir með að fá ekki að vera með,“ sagði hún. Ásta sagði það hafa verið mjög gaman að vinna í verkefninu og þá ekki síst vegna þess að lítið var um bóklegt nám í kringum það, verk- legi þátturinn var stærstur. „Það er of lítið um að nemendur geti valið sér list- og verknám inni í skólunum en með þessu verkefni verður vonandi breyting þar á. Myndlistarkennsla í framhaldsskól- unum hefur verið að aukast undan- farin ár og það er ekki síst vegna þeirrar umræðu að bóknám er ekki eina lausnin í menntun barna. Ég vonast eftir því að fleiri svona verk- efni komi í kjölfarið og skólar um allt land eiga örugglega eftir að fá áhuga á að fá svona verkefni til sín,“ sagði Gréta Mjöll. Sýningin verður í efsta sal safns- ins. Blaðamaður leit þar inn og enn var verið að undirbúa. Stór málverk voru komin á veggina, afrakstur myndlistarverkstæðis undir leiðsögn Sigurðar Örlygssonar listmálara. Einnig var verið að setja upp horn þar sem fólk getur sest niður og hlýtt á tónlist sem tónlistarhópurinn hefur skapað og sett á geisladiska. Miðað við þann kraft og sköpun- argleði sem virðist hafa einkennt unglingana má eiga von á skemmti- legri og hressilegri sýningu sem allir græða á og gefur sýn á það hvemig lífið gæti litið út á næstu áram í Reykjavíkurborg. Sýningin stendur til 17. mars. Dansatriði og tónlist verða flutt kl. 15 og 16 um helgar, og annan hvern virkan dag á sama tíma. Aðeins það besta fyrir myndlistarmenn tónlistarunnendur hljóðfæraleikarar listgagnrýnendur SÆVAR KARL Bankastræti 9. s. 551 3470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.