Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bandamenn leika Amlóða sögn Sveinn Einarsson Guðni Franzson Borgar Garðarson Ragnheiður Elfa Arnardóttir EIKFLOKKURINN Bandamenn hefur að undanfömu verið að æfa nýtt íslenskt leikverk, Amlóða sögu eftir Svein Einarsson og leikhópinn. Hefur Banda- mönnum verið boðið að frum- sýna leikinn í Danmörku sem lið í hátíðahöldum í tilefni af því að Kaupmannahöfn er menningarhöfuðborg Evrópu í ár. Verður þar á meðal röð sýninga, sem tengjast Ham- let-þemanu í Krónborgar- kastala og hefur Bandamönn- um verið boðið að halda þar fyrstu sýninguna. Frumsýn- ingin verður í Tollbúðinni við kastalann í Helsingjaeyri 3. mars nk., en Tollbúðin er nú menningarmiðstöð borgar- innar. Síðan verða fjórar sýn- ingar á Café-teatret í Kaup- mannahöfn, m.a. hátíðarsýn- ing fyrir Norrænu ráðherra- nefndina. Fyrsta sýning í Reykjavík verður svo í Borgarleikhúsinu um miðjan mars. Bandamenn hafa unnið að þessari sýningu undanfarið ár og segja um sýninguna: „Hún byggist á elstu heimild- um um þessa goðsagnaper- sónu, Amlóð, en er í rauninni dæmisaga fyrir nútímann. Amlóði kemur til dæmis mik- ið fyrir í íslenskri bókmennta- hefð og er nafn hans senni- lega fyrst getið í íslenskri heimild, vísu eftir tíundu aldar skáldið Snæ- björn. Þá þegar táknar nafnið au- kvisi eða fífl og hefur sú merking haldist fram á okkar dag. Ýmsir fræðimenn vilja halda því fram, að sögnin sé upphaflega úr írsku (Snæ- björn var írskur í aðra ættina), en þar þekkist heitið Amlaidhe. Fræg- ust er þó frásögn danska sagnaritar- ans Saxós, en þar er Amleth prins á Jótlandi, og þar staðsettu hann flestir uns Shakespeare fann honum stað £ Helsingjaeyri." Bandamenn leita víða fanga til frásagnar sinnar, meðal annars í Ambláles rímum og íslenskum gerð- um Amlóða sögu. í haust hófst Sveinn Einarsson handa um að semja textann, og eftir áramót hefur leikurinn síðan verið æfður og feng- ið sitt listræna form. Leikflokkurinn Bandamenn var stofnaður vorið 1992 til þess að flytja leikgerð Sveins Einarssonar af Bandamannasögu á Listahátíð það ár. Var sá leikur framlag Nor- ræna hússins til listahátíðar og Nor- rænu leiklistardaganna, sem sam- tímis voru haldnir í Reykjavík. Var leikurinn í framhaldi af því leikinn allnokkrum sinnum í Norræna hús- inu, m.a. á 25 ára afmæli hússins. Jafnframt var Bandamönnum boðið að sýna Bandamannasögu víða um lönd. , Stíll Bandamanna er sérstæður og hefur þróast við það, að þar mætast elstu merki norrænnar leik- listarhefðar og nútímalegir straum- ar. í kynningu segir: „í Amlóða sögu halda Bandamenn áfram að þróa frásagnaraðferðir sínar. Tónlist er sem fyrr mjög ríkur þáttur í frásögninni og sem fyrr er það Guðni Franzson, klari- nettuleikari og tónskáld, sem á heiðurinn af þeim þætti verksins. í Amlóðasögu er vikivaki og rímnakveðskapur, hið forna skrýmsli Finngálkn skýtur upp kollinum og efldur er seiður að fornum sið. Leik- aðferðin er þó nútímaleg og kennir þar ýmissa grasa, t.d. áhrifa frá Zuzuki hinum jap- anska og brasilískum nútíma- seiði. Leikurinn er sem fyrr segir dæmisaga fyrir nútím- ann, þar sem áleitnar spurn- ingar dagsins í dag skjóta upp kollinum, siðferðilegar og heimspekilegar, en hinn póli- tíski rammi Amlóða-sagnar- innar er alltaf hið sama: valdarán, hinn nýi kóngur giftist ekkjunni, en ríkisarfinn gerir sér upp fíflsku til að forða lífi sínu. Sögnin er meira að segja til sem íslensk þjóðsaga hjá Jóni Árnasyni, Bijáms saga.“ Bandamenn eru átta og hinir sömu og fyrr. Leikararn- ir eru sex. Þar eru leikkonurn- ar Ragnheiður Elfa Arnar- dóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir og leikararnir Borgar Garðarsson, Felix Bergsson, Jakob Þór Einars- son og Stefán Sturla Sig- uijónsson. En auk þess leikur Guðni Franzson sem fyrr stórt hlut- verk í leiknum. Búninga hefur Elín Edda Árnadóttir hannað en Finng- álkninu eiga þær Hegla Steffensen heiðurinn af saman, Nanna Ólafs- dóttir hefur verið til ráðgjafar við hreyfingar og dans, ljósahönnuður er David Walters og tæknimaður hópsins og sýningarstjóri er Ólafur Örn Thoroddsen. Sveinn Einarsson hefur sem fyrr í samvinnu við hópinn samið textann og stýrt sýningunni. Amlóða saga er eitt af samvinnu- verkefnum Borgarleikhússins í ár, en auk þess hafa Bandamenn fengið styrk úr Leiklistarráði til þess að koma upp þessari sýningu. Og nokkrir aðrir aðilar hafa og lagt málinu lið. Frumsýningin verður sem fyrr segir í Helsingjaeyri 3. mars kl. 16 og önnur sýning þegar sama kvöld kl. 20. BERND Ögrodnik með brúður sínar. Þýskur brúðu- leikhúsmaður SUNNUDAGURINN 3. mars verð- ur helgaður leikbrúðum í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Þýski brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik verður með barnasýning- una Brúður, tónlist og hið óvænta... og Næturljóð, sem er sýning fyrir fullorðna. Bernd Ogrodnik bjó hér á landi um tíma og vakti 'þá þegar at- hygli fyrir brúðuleikhús sitt. Und- anfarin ár hefur hann starfrækt eigið brúðuleikhús í New York. Auk þess að halda Master Class- námskeið um öll Bandaríkin hefur Ogrodnik tekið þátt í fjölda leiklist- arhátíða og mun á þessu ári meðal annars taka þátt í National Chil- drens Festival í Ottava í Kanada og alþjóðlegri leikbrúðuhátíð í New York. Honum hefur verið lýst sem nútíma endurreisnarmanni. Hann hefur klassíska tónlistarmenntun, hefur myndskreytt barnabækur og rekið tréskurðarverkstæði í mörg ár. „í brúðuleikhúsinu tvinnar hann saman tónlist, myndlist og handverk og skapar þannig heill- andi heim með leikbrúðum og tón- list,“ segir í kynningu. Ennfremur segir: „Hér er á ferð- inin einstök skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Skemmst er að minnast brúðusýn- inga franska leikhópsins TURAK théatre sem hér var á ferðinni í desember og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Þessar sýningar eru greinar af sama meiði, þar tvinn- ast listformin saman og gera kröfu til ímyndunarafls áhorfandans." Sýningarnar í Gerðubergi verða sem hér segir; Brúður, tónlist og hið óvænta... kl. 14 og 16, Nætur- ljóð kl. 20.30. 50. sýning Himnaríkis HIMNARÍKI, gamanleikur eftir Áma Ibsen, var frumsýndur í Hafn- arfjarðarleikhúsinu Hermóður og Háðvör í september á síðasta ári og hefur gengið fyrir fullu húsi síð- an. Laugardagskvöldið 2. mars verður 50. sýning á leikritinu og er nú þegar uppselt á þá sýningu. Hafnarfjarðarleikhúsinu hefur verið boðið að sýna Himnaríki á leiklistarhátíð í Stokkhólmi sem haldin verður dagana 8.-12. maí og í Bonn í Þýskalandi í byijun júní. Leiklistarhátíðin í Bonn mun vera ein sú stærsta í Evrópu. Nýlega hlaut Hafnarfjarðarleikhúsið að til- lögu leiklistarráðs hæsta styrk sem menntamálaráðuneytið veitir til svokallaðra fijálsra leikhópa og nemur hann 16 milljónum króna. Gerður er starfssamningur til tveggja ára við ráðuneytið sem ger- ir leikhúsinu kleift að setja upp 2-3 leiksýningar á ári. „Og við bíðum enn“ Afmælisvika í Gerðubergi BORGARBÓKASAFNIÐ í Gerðubergi verður 10 ára 4. mars næstkomandi. Haldið verður upp á það með ýmsum hætti. 4.-8. mars verða dag- lega tónlistarviðburðir í safn- inu. Mánudaginn 4. mars koma nemendur úr Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og spila fyrir gesti safnsins. Á þriðjudegi verður Tónskóli FÍH með djasstónleika, á fimmtudegi koma nemendur úr Tónskóla Eddu Borg og spila og loks 8. mars kl. 15 mun Kór aldraðra í Gerðu- bergi syngja í safninu. Hina dagana hefjast tónleikarnir kl. 17. Von er á Magnúsi Scheving til að gleðja yngri (og eldri) gesti safnsins. Leirlistarsýn- ing á munum í eigu Kjarvals- staða verður í anddyri safns- ins. Loks skal bent á sektar- lausa daga í öllum deildum Borgarbókasafns 4.—10. mars og eru allir þeir sem ekki hafa gert skil við safnið hvatt- ir til að notfæra sér þetta tækifæri. IÆIKUST Thalía STILLTAR MYNDIR Thalía, Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýndi Stilltar myndir í leikstjórn Vigdisar Jakopsdóttur í Þrísteini miðvikudaginn 28. febrúar. THALÍA, leikfélag Menntaskól- ans við Sund, frumsýndi miðviku- daginn 28. febrúar Stilltar myndir. í fyrsta sinn, eftir því sem ég bezt veit, síðan Herranótt MR setti upp Tóma ást árið 1989, sýndi skólaleik- félag alvöru skólaleikverk, það tók ekki „notað verk“. Stilltar myndir var þess frá a til ö. Verkið varð til á æfingum, er spuni, ekki þó í sinni svæsnustu mynd („augnabliks- spuni“), en spuni engu að síður. Þeir sem hingað til hafa ekki sótt leikhús og borið við peningaleysi geta ekki notað þá afsökun lengur. Áðeins kostar íjórtán krónur inn, eina krónu á hveija persónu verksins. Persónurnar, fjórtán að tölu, virð- ast auðþekkjanlegar og mjög svipað- ar í útliti, annaðhvort svartar eða hvítar, í byijun. En þær deila draum- um sínum, vonum og þrám með áhorfendum og fá á sig lit og ein- kenni. Á yfírborðinu er verkið um fólk sem er að bíða, ekki eftir neinu sérstöku (kannski Godot(?)), heldur bíður það biðarinnar vegna. En hvaö táknar það, eða hún? Áhorfandinn verður að finna það út sjálfur. Ég er búinn að túlka verkið, fyrir mig. Sú túlkun er kannski bara bull í augum annarra; það er ekki hægt að finna eina túlkun og segja að hún sé Túlkunin. Mikið var um vís- anir í fólk og fyrirbæri í íslenzkum samtíma, sem gerði verkið að “áþreifanlegu" fyrirbæri en ekki einhverri draumkenndri sýndarver- öld. Persónusköpun var góð og allar voru persónurnar áhugaverðar, hvort sem þær voru skemmtilegar eða með öllu óþolandi. Þær voru af öllum stærðum og gerðum, lík- amlega og andlega; „hamingjusöm“ húsmóðir, lúðalegur skáktöffari og heimspekingur sem bjó í dósapoka, svo dæmi séu tekin. Krakkarnir náðu öll góðum tökum á persónum sínum og gæddu þær lífi, mistrúverðugu, en lífi engu að síður. Sviðið var svart, með hvítum bekk sem miðju. „Sviðið“, segi ég. Þetta var í raun bara tvískipt gólf, gólf með leikurum og gólf með áhorfend- um. Það kom fyrir að „tæknin stríddi" leikurum dálítið. Á sviðinu var myndbandstökuvél sem þeir töluðu við. Þá sneru þeir baki í áhorfendur en andlit þeirra birtist á sjónvarps- skjá, eða átti að gera það. Þeim gekk mörgum hveijum heldur brösulega að hitta á skotlínu vélar- innar svo á suma vantaði kinnar, höfuð og í eitt skiptið sást ekkert nema svart myrkrið. En það gleymdist, sýningin var betri en svo að maður nennti að að vera að hengja sig í slík smáatriði; meiru skipti það sem sagt var og fram- sögnin, hvort leikarar sáust eða ekki, það skipti ekki öllu. Þagnir voru stór hluti af sýning- unni, og ég held að nokkuð vit sé í því sem stendur á mjólkurfernunum um þagnir, sé þeim rétt beitt geta þær orðið mjög áhrifamiklar. í þeim atriðum sem þögnin ríkti hvíldi meira á látbragði, og var það mjög með ágætum, þó sérstaklega látbragð og andlitsgeiflur nördsins Klébars. Ég stóð mig, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að því að vera upptekinn við að skoða hann þó áhersla leiksins væri allt annars staðar á sviðinu. Allir sem að sýning- unni stóðu stóðu sig með mikilli prýði, og um leið og þau ná valdi á myndbandstökuvélinni verður þetta ein besta skólasýning sem ég hef séð. Ég ætla aftur. Heimir Viðarsson Verk eftir Helga Hjaltalín. Helgi sýnir við Hamarinn HELGI Iljaltalín Eyjólfsson opn- ar sýningu í sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50, í dag, laugardag, kl. 17. Léttsveit og spunahópur LÉTTSVEIT Tónmenntaskóla Reykjavíkur mun halda tónleika í sal Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna að Rauðagerði 27, sunnudaginn 3. mars kl. 15. Einnig mun spunahópur koma fram og leika tónlist af fingrum fram, þ.e. spinna. Stjórnandi létt- sveitar Tónmenntaskólans og spunahópsins er Sigurður Flosa- son. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.