Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3M*tt0miIMbifeife 1996 SKVASS LAUGARDAGUR 2. MARZ BLAÐ D Barist til sigurs Morgunblaðið/Ásdís NORÐURUOSAMOTIÐ er sterkasta skvassmót sem haldið hefur verið hér á landl en keppni hófst í Veggsporti í gær og mótinu lýkur þar í dag. íslandsmelstarinn Kim Magnús Nlelsen tapaöi 3-0 fyrlr Flnnanum Arttu Moisio í fyrstu umferð í opnum flokkl og HörAur Þórðarson tapaðl 3-0 fyrir Svíanum Richard Larsen. Þvf hóldu Klm Magnús og HörAur keppnl áfram í A-flokki þar sem þelr mœttust elns og sjá má en þá vann Klm Magnús 3-0. 10 stúlkur leika í tveimur riAlum í kvennaflokkl en tvœr efstu í hvorum riAII fara áfram I undanúrslit. Ellen Petersen frá Danmörku og Lotta Ohlson frá Svíþjóð standa best að vígi í öArum riAlinum en baráttan um tvö efstu sætln í hinum riAlinum stendur á milli Elísabetar Jensen frá Danmörku, Jóhönnu Wahlberg frá SvíþjðA og Elínar Bllkra frá Noregl. Keppnl hefst kl. 10 í dag og úrslitaleiklrnlr byrja kl. 14.30. Forslund í undan- úrslit SVIINN Daniel Forslund, sem sigraði á fyrsta Norðurljósamót- inu í skvassi, tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins sem hófst í Veggsporti í gær. Hann mætir Fredrík Almqvist en landar þeirra, Anders Thoren og Fred- rik Johnson leika í hinum undan- úrslitaleiknum. Kim Magnús Nielsen vann Heimi Helgason í A-flokki og er kominn í átta manna úrslit. Mótið er liður í keppni um Norðurlandameistaratitilinn en stigahæsti spilarinn úr fjórum mótum verður meistari. BADMINTON HM kvenna í knattspyrnu í Bandaríkjunum AÐEINS Bandaríkin sóttu um að halda Heims- meistarakeppni kvenna í knattspyrnu 1999 en unisóknarf reslur rann út 29. febrúar. Ástralia og Chile höfðu líst yfir áhuga á mótshaldinu en sóttu ekki um þegar á reyndi. Því er aðeins formsatriði að ganga frá málinu en Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnir ákvörðun sína á framkvæmdastjórnarfundi í ZUrich i Sviss 31. mai. Daginn eftir verður ákveðið hvort Heims- meistarakeppni karla 2002 verði í Japan eða Suður-Kóreu. Framkvæmd HM í Bandaríkjunum 1994 tókst mjög vel og kvennalandsliðið hefur verið fram- arlega í alþjóðakeppni. Stúlkurnar urðu heims- meistarar í fyrstu HM-keppninni sem fór fram í Kina 1991 og urðu í þriðja sæti á HM i Svíþjóð í fyrra en þá sigruðu norsku stúlkurnar stöilur sinar frá Þýskalandi í úrsiitaleik. Capello orðaður við Real Madríd FABIO Capelio, þjálfari AC Milan á ítalíu, segir í viðtali við spænska dagblaðið Marca. í gær að spennandi væri að taka við þjálfun Real Madrid. Hann sagði ekki rétt að hann hefði þegar skrif- að undir samning við Parma á ítaliu og enginn frá spænsku meisturunum hefði talað við sig. „Ég bíð eft ir að heyra frá Berlusconi [eiganda AC Milan] og sé svo til en Real er eitt af uppá- haldsliðunum," sagði Capello en samningur hans við AC Milan rennur út eftír líðandi keppnistíma- bil. • Lorenzo Sanz, formaður Real, sagðist hafa áhuga á að fá Capello og miðjumanninn Predrag Myatovic hjá Valencia. „Ef það væri undir mér komið gerði ég samning við Caþello og My- atovic," sagði hann en bætti við að kæmist Real ekki í Evrópukeppni yrði minna tíl skiptanna vegna samninga við nýja menn. Vilja breyta hagnaðarreglunni í knattspyrnu ENGLENDINGAR hafa lagt tíi að dómara sem beitír hagnaðarreglunni verði heimilt að stððva leikinn og dæma aukaspyrnu ef liðið sem átti að haguast á ákvðrðuninni missir boltann. Leik- reglnanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins tekur breytingartillðguna fyrir á aðalfundi sínum i Rio de Janeiro eftir viku cins og aðrar tillögur sem liggja fyrir fundinum. Þar á meðal er tíUaga um að heimila þrjár skiptíngar í leik og leyfa hverju liði að hafa sjð varamenn á bekknum hverju sinni. AUar breytingar sem samþykktar verða taka gildi 1. júlí í sumar. Brons til Islendinga á Norduriandamótinu Islenska unglingalandsliðið, krakkar 18 ára og yngri, vann tvo fyrstu leiki sína í Iiðakeppninni á Norðurlandamótinu sem hófst í Askim í Svíþjóð í gær og komst í undanúrslit en tapaði þar. Fyrst vann íslenska liðið það norska 3:2 og síðan það finnska með sömu tölu, 3:2, en tapaði 5:0 fyrir Dönum. I leiknum gegn Norðmönnum vann Brynja Pétursdóttir 11/6, 11/7, Sveinn Sölvason vann 15/12, 8/15 og 18/15, Brynja og Birna Guðbjartsdóttir unnu í tvíliðaleik 15/6 og 17/14. Sævar Ström og Björn Jónsson töpuðu í tvíliðaleik 6/15 og 3/15. Sveinn og Erla B. Hafsteinsdóttir töpuðu í tvenndar- leik 6/15, 3/15. í leiknum gegn Finnum vann Brynja sinn leik, 11/6 og 12/11. Sveinn Sölvason og Björn Jónsson unnu í tvíliðaleik og Sveinn og Erla B. Hafsteinsdóttir unnu í tvenndar- leik. Björn tapaði sínum einliðaleik og eins töpuðu Brynja og Birna í tvíliðaleik. Þriðja viðureign dagsins var gegn Dönum. Sveinn Sölvason tapaði 6/15, 7/15 fyrir Henrik K. Hansen. Brynja Pétursdóttir og Birna Guð- bjartsdóttir töpuðu 3/15, 1/15 fyrir Jane Jakoby og Brittu Andersen. Brynja tapaði 11/6, 1/11, 10/12 fyrir Tine Rasmussen. Sveinn og Erla B. Hafsteinsdóttir töpuðu 5/15, 8/15 fyrir Line Larsen og Jonas Rasmussen. Björn Jónsson og Sævar Ström töpuðu 7/15, 1/15 fyrir Kasper Ödum og Henrik K. Hansen. Finnar unnu Noreg 4:1 en töpuðu síðan 4:1 fyrir Svíum. í dag hefst einstaklingskeppnin. HANDKNATTLEIKUR: GEIR SVEINSSON RÆÐIR UM LANDSLIÐIÐ OG FLEIRA / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.