Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR HANDBOLTAHEFÐ er ekki löng í Montpellier. Einungis fjórtán ár eru liðin frá því að Montpellier Handball var stofnað. Á þess- um tíma hefur verið mikUl uppgangur í frönskum handknattleik sem sést best á því að Frakkland hefur skotist upp úr þvi að vera C-þjóð í það að verða heimsmeistari. Árangur Frakka er glæsilegur, brons á Ólympíuleikunum 1992, silfur á heimsmeist- aramótinu 1993 og gull á heimsmeistaramótinu í fyrra. Það er að mati Geirs umhugsunarefni hvortíslenska handknattleiks- hreyfingin geti lært af þessu; „HSÍ þarf að setja skýr takmörk um árangur landsliðsins eins og gert var hér í Frakklandi. Allt of mikið af tíma HSÍ fer í gagnslausar innanhússdeilur og fárán- legt tikaliahark, til dæmis við Sjónvarpið um sjónvarpsrétt sem skilar sambandinu og Iiðunum hlægilegum upphæðum. Hvers vegna er þetta vinsæla sjónvarpsefni ekki einfaldlega selt hæst- bjóðanda?" spurði landsliðsfyrirliðinn. Morgunblaðið/Karl Pétur Jónsson að við héldum keppnina. Ég fór í mína fyrstu heimsmeistarakeppni 1986, spilaði tvo leiki en var uppi á pöllum megnið af keppninni. Þetta gaf mér hins vegar alveg helling, ég kynntist því hvernig svona keppni gengur fyrir sig. Svo fór ég á OL 1988 og þá var engin spurn- ing að þetta hafði hjálpað mér. Landsliðsþjálfarinn hefði átt að taka með sér einhvetja tvo til þrjá unga leikmenn á HM 93 sem aug- ljóst var að myndu vera í eldlínunni á HM 95 og gefa þeim þessa reynslu, sem hefði byggt upp sjálfs- traust þeirra.“ Atvinnumönnum fjölgar Er ekki Þorbjörn [Jensson, landsliðsþjálfari] búinn að læra þessa lexíu? „Jú, og gott dæmi er Lotto- keppnin í Noregi, þar er hann ein- göngu með unga stráka. Hann not- ar ekki marga reyndari menn, held- ur prófar nýja og sér hvort hann getur notað þá þegar út í stærri hluti verður kornið." Fylgist þú vel með handboltanum heima? „Ég sé náttúrulega ekki neina leiki, allar mínar upplýsingar koma úr Mogganum. Ég hef dálitlar áhyggjur af því að við séum að ein- angrast í handboltanum heima. Við erum með mörg ágætis lið sem jafn- vel myndu sóma sér ágætlega í deildinni hérna. í rauninni er franska deildin ekkert mikið sterk- ari en sú íslenska, að vísu stærri, hér eru 14 lið. En liðin heima hafa varla orðið efni á að fara út í keppn- isferðir og Evrópukeppnin gengur út á að komast eins ódýrt frá henni og hægt er og jafnvel að taka ekki þátt. Fjöldi íslenskra leikmanna í íandsliðsklassa sem spila erlendis er engan veginn nægur. í vetur höfum við til dæmis ekki verið nema tveir fastir landsliðsmenn í atvinnu- mennsku, ég og Júlíus Jónasson. Þegar ég var á Spáni vorum við sjö. Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er íslenskur markvörður sem leikur með erlendu liði. Markvörður sem á góðan dag getur verið helm- ingurinn af liðinu. Heima þykir gott ef menn veija 12 til 15 skot í leik, en það er meðalframmistaða hér í landi. Það hefur verið vanda- mál hjá landsliðinu að allt of sjaldan veija markmennirnir 18 til 20 skot í leik. Heima eru markverðirnir að spila við- sömu leikmennina aftur og aftur og læra á þá, en ekkert umfram það og þetta háir landslið- inu mjög. Þetta gæti hins vegar verið að breytast, eins og samning- ur Patreks Jóhannessonar við Essen er vísbending um. Fyrir nokkrum dögum breyttust reglur um íslenska leikmenn sem verða framvegis tald- ir með ESB-þegnum og eru því ekki útlendingar í félagsliðum ESB- landanna. Víðast hvar eru reglur um tvo útlendinga í liði hveiju svo það hefur verið erfitt að komast að. Nú verður það auðveldara og ég býst við að fljótlega eignumst við fleiri íslenska atvinnumenn í Evrópulöndunum. Þetta gæti skað- að deildina heima til skamms tlma litið en það skilar sér síðar í ár- angri landsliðsins og uppbyggingu handboltans í heild,“ sagði Geir. „Annars finnst mér að HSÍ og félögin þurfí að fara að gera það upp við sig hvort ísland eigi að vera.miðlungs- eða toppþjóð í hand- bolta. Við vorum á meðal þeirra átta bestu fyrir fáum árum, en erum nú klassa neðar. Einstaklingarnir þurfa að gera meiri kröfur til sín, og liðin ti þeirra. Hálfatvinnu- mennska er orðin staðreynd, leik- menn og þjálfarar þiggja beinar og óbeinar greiðslur sem mér finnst menn oft og tíðum ekki vera að vinna nægilega vel fyrir. Þjálfararn- ir eru allir á prýðilegum launum, en vinna samt allir fulla vinnu með og leggja sig því ekki alla fram. Það er engin pressa á þjálfarana, það gerist örsaldan að þjálfari sé rekinn vegna slakrar frammistöðu. Leikmennirnir komast upp með að æfa minna en þeir ættu að gera og afleiðingin er að deildin er full af miðlungsleikmönnum. Landslið íslands er nánst sjálfskipað eins og er, það eru ekki nema 6 til 8 leik- menn sem eiga virkilegt erindi í atvinnumennsku og það er óviðun- andi hjá þjóð sem telur sig meðal fremstu handknattleiksþjóða heims,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Geir Sveinsson. aoiKÆifWEnsm A AÐVÖRUN A ÞAÐ ÞARF 5TERKAR TAUGAR TIL AÐ GETA SETIÐ ÚT SÝNINGU Á EOKASTUNDINNI! ÞORIR ÞÚ1? MIÐNÆTURFORSÝNINGAR UM HEEGINAÍ HÁSKÓEABÍÓI Morgunblaðið/Karl Pétur Jónsson STÆRSTA máltíð dagsins að hefjast. Það er erfitt að ímynda sér að þessi mynd sé tekin í byrjun febrúar! HSÍ getur lært af Frökkum MÆÐGIIMIN Guðrún Helga og Arnar Sveinsson mæta á alla heimalefki Montpellier og fylgjast með af mlklum áhuga. Hér eru þau ásamt Geir eftir stóran sigur á Dunkirque þar sem Geir var burðarás liðsins í vörn og sókn og því full ástæða til að brosa breitt. „Ég hef sjaldan eða aldrei æft jafn mikið og hérna, en samt er ágæt- ur tími til að vera með fjölskyldunni heima við og það er ákaflega dýr- mætt,“ segir Geir í viðtalinu. „Getur þú gert arm- beygjur á einari?“ BLAÐ AM AÐUR hitti Arnar Svein Geirsson á áhorfendapöllum íþrótta- hallarinnar í Montpellier og átti við hann stutt viðtal sem hófst á því að yngissveinninn var spurður að aldri og sagðist vera fjögurra ára. Sneri viðtalsefnið þá blaðinu við og spurði blaðamanninn: „Getur þú gert arm- beygjur á einari?“ Blaðainaður varð að játa að það gæti hann ekki. „Ég get það. En getur þú gert spíkat- hopp?“ Enn varð blaðamaður að játa vanhæfni sína og sneri við taflinu á ný og spurði Arnar Svein hvort pabbi hans væri ekki inni á vellinum, þar sem nú var hafinn spennandi leikur. „ Jú, hann lieitir Geir Sveinsson og er besti línumaður í heiminum. Ég heiti Arnar Sveinn Geirsson og ég ætla að verða blakmaður,“ — síðan hugsaði hann sig um í stutta stund og bætti við: „ ... og besti línumað- urinn í heiminum.“ HM 95 og ef til vill mögulegt að meta hlutina í stærra samhengi, hvað telur þú að hafi brugðist í undirbúningi íslenska liðsins? „Einn stór þáttur var í ólagi og það var sjálfstraust. leikmanna. Sumir leikmenn hafa kvartað yfir að hafa ekki fundið það traust frá þjálfara sem nauðsynlegt er. Ekki var klárt hvaða menn ættu að skipa byijunarliðið í hvert sinn. í undir- búningnum notaði Þorbergur Dag [Sigurðsson] og Patrek [Jóhannes- son] mjög mikið en skipti öðrum mönnum inn á í þeirra stað í keppn- inni sjálfri. Umhverfið gerði líka sitt til að setja menn úr jafnvægi. Gífurleg fjölmiðlaathygli og öll læt- in í kringum keppnina voru ekki til að auka sjálfstraustið. Það getur gengið að einn eða tveir leikmenn í liði séu ekki með sjálfstraustið í lagi og það lagast þegar þeir fínna traustið frá hinum leikmönnunum, en í HM voru of margir leikmenn með sjálfstraustið í ólagi. Liðið hafði mikla burði til að gera góða hluti og ég held að ef sjálfstraustið hefði verið i lagi hefðum við sigrað Sviss og Kóreu. Við ætluðum okkur alltaf að spila um þriðja sætið, það var innra markmið leikmanna, þótt út á við hafi markið verið sett á átta efstu sætin. Þegar í leikina kom vantaði vissuna um eigin getu og því fór sem fór.“ Telur þú að betur hefði gengið ef yngri leikmenn hefðu komið á HM 95 með meiri leikreynslu? „Ég tel að gerð hafi verið mistök á HM 93 í Svíþjóð. Auðvitað átti að taka fleiri unga leikmenn með í þá ferð. Sú keppni hefði átt að vera meiri undirbúningur fyrir stóru keppnina heima. Þorbergur var hins vegar í þeirri vondu stöðu að vita ekki fyllilega hvort keppnin yrði haldin heima. Hann varð að ná ár- angri sem nægði til að koma okkur í þá keppni, hvar sem hún yrði haldin. Það var ekki fyrr en í jan- úar 1994 sem það komst á hreint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.