Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D mtfmtibUMb STOFNAÐ 1913 53. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter JOSÉ Maria Aznar, leið- togi Þjóðarl'lokksins, á kosningafundi. Sósíal- istum spáð ósigri Madrid. Reuter. FLEST bendir til þess að ríkis- stjórn Felipe Gonzalez bíði ósigur í þingkosningum á Spáni í dag, sunnudag, og að endi verði þar með bundinn á þrettán ára valdatímabil sós- íalista. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði þó fimmtungur kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Erlendir stjórnarerindrekar segja að José Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins, hafí lýst því yfir í samtölum við sendiherrá Evrópusambands- ríkja á Spáni að hann teldi lík- legt að flestir hinna óákveðnu kysu Þjóðarflokkinn. Þar með fengi hann hreinan meirihluta á þingi en skoðanakannanir bentu til þess að Aznar myndi vinna öruggan sigur en skorta nokkur þingsæti til að fá meirihluta. Háður smáflokkum? Nái flokkurinn ekki meiri- hluta þarf Aznar að semja við smáflokka um stuðning. Flest- ir þeirra eru svæðisbundnir flokkar og fæstir eiga þeir hugmyndafræðilega samleið með Þjóðarflokknum. ¦ Spilling vegur þyngra/12 Paul Keating játar sig sigraðan í þingkosningunum í Ástralíu Hægriflokk-1 arnir vinna stórsigur Sydney. Reuter. BANDALAG tveggja hægriflokka í Ástralíu vann stórsigur í þingkosn- ingunum í landinu í gær og batt enda á 13 ára valdatíma Verkamanna- flokksins. Paul Keating, forsætisráðherra stjórnar Verkamannaflokks- ins, sagði þegar hann játaði sig sigraðan að hann myndi ekki gefa kost á sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins vegna ósigursins. Úrslitin eru mesti kosningasigur ástralskra hægrimanna frá árinu 1975. PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu (t.v.), og John How- ard, leiðtogi hægriflokkanna, greiða atkvæði í kosningunum í gær. Keating lýsti því yfir að hann myndi segja af sér sem leið- togi Verkamannaflokksins vegna ósigurs hans í kosningunum. Þegar um 70% atkvæða höfðu verið talin í gær hafði kosninga- bandalag Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins aukið fylgi sitt um 6,3%. Bandalagið þurfti aðeins að auka fýlgi sitt um 0,5% til að fella stjórn Verkamannaflokksins. 40 sæta meirihluti Flest benti til þess að bandalag hægriflokkanna fengi um 40 sæta meírihluta á þinginu. Þetta er mesti sigur hægrimanna í Ástralíu frá því í kosningunum árið 1975, þegar Malcolm Fraser, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, komst til valda eft- ir að hafa borið sigurorð af Gough Whitlam, þá forsætisráðherra stjórnar Verkamannaflokksins. „Stórkostlegur sigur" Keating lýsti því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem leiðtogi Verkamannaflokksins eftir ósigurinn. Keating hefur verið einn af áb.rifamestu stjórnmála- mönnum Ástralíu í 15 ár. Búist er við að Kim Beazley aðstoðarfor- sætisráðherra fari fyrir flokknum í stjórnarandstöðu. Peter Costello, talsmaður hægri- flokkanna í fjármálum, lýsti kosn- ingaúrslitunum sem „stórkostleg- um sigri". Hann sagði niðurstöð- una sýna að kjósendur teldu að Verkamannaflokkurinn hefði verið of lengi við völd og hefði ekkert nýtt fram að færa. Howard er 56 ára að aldri og eini forystumaður stjórnarandstöð- unnar sem gegnt hefur ráðherra- embætti. Hann hefur boðað efna- hagsumbætur til að styrkja sam- keppnisstöðu ástralskra fyrirtækja og stemma stigu við hárri verð- bólgu. Hann hefur þó lofað að Reuter ASTRALI greiðir atkvæði á landareign sinni í New South Wales. Kosningabandalag tveggja hægri- flokka vann mikinn sigur í koshingunum. Verkamannaflokkurinn hafði verið við völd í 13 ár. skerða ekki laun og hrófla ekki við tryggingakerfinu. Hófsamari stefna Stefna hægriflokkanna í kosn- ingabaráttunni var mun hófsamari en í kosningunum árið 1993, þegar Keating „stal sigrinum" frá stjórnarandstöðunni en þá töldu flestir ósigur Verkamannaflokks- ins vísan. Howard vildi þá róttæk- ar breytingar á vinnulöggjöfinni, skera niður tryggingakerfið og lækka útgjöld til velferðarmála. Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn voru við völd í Ástralíu í 23 ár frá 1949-72 undir forystu sir Roberts Menzies. Flokkarnir voru einnig við völd á árunum 1975-83, þegar Fraser var for- sætisráðherra. BARIZT BREFIN ÍÓA 10 SIÐUSTU FORVOÐ ÞORVALDS GYLFASONAR 30 t iKi < i: JHVDMUIÍF Á SUNNUDEGI 24 UMHVERFISMALIN GÆLUVERKEFNIÐ Gagntekinn aftónlist B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.