Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I fangelsi fyrir rang- an fram- burð HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt tvo menn á Djúpa- vogi til 1 og 3 mánaða fangels- isvistar fyrir rangan framburð fyrir dómi. Annar mannanna hafði verið ákærður fyrir ölvunarakstur og átti hinn að bera vitni í málinu. 'Þegar hann kom fyrir dóm sneri hann við framburði sem hann hafði gefið í þremur lögreglu- skýrslum og tók nú á sig brot hins. Lögregla efndi til rannsóknar á því hvort maðurinn hefði gef- ið rangan framburð fyrir dómi og kom þá í ljós að sá sem ákærður hafði verið í málinu, og á langan sakarferil að baki, hafði komið að máli við mann- inn og beðið hann að taka akst- urinn á sig, því sjálfur myndi hann fá svo þungan dóm. Báðir mennimir báru á sama veg um þetta og játuðu sakir sínar greiðlega fyrir dómi. Sá sem ranga framburðinn gaf var dæmdur til 1 mánaðar fangels- isvistar en hinn, sem talinn var upphafsmaður málsins, var dæmdur í 3 mánaða fangelsi. Veirugabb á alnetinu TÖLVUPÓSTNOTENDUR á alnetinu hafa undanfarið verið varaðir við því að hætta sé á tölvuveiru í póstinum. Veiran gengur undir nafninu „Good Times-veiran“ og varað er við því að hún berist með tölvu- pósti. Langt er síðan ljóst var að um gabb er að ræða og því ekkert að óttast. Good Times-veiran er gabb og hefur komið fram öðru hveiju allt frá því í nóvember 1994 þegar fyrstu viðvaranir tóku að berast um netið. Ekki er hægt að koma tölvuveiru, sem er lítið skaðlegt forrit, fyr- ir í hreinum texta og eina leiðin til að breiða út veiruna er að hafa hana í fylgiforriti. Þrátt fyrir það að almennt sé vitað að um gabb er að ræða kemur ótti vegna „veirunnar“ reglúlega fram á alnetinu og þá helst meðal þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á því. Ekki hefur tekist að greina hver er upphafsmaður gabbs- ins. Kynningin er í dag HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma hf. kynna starfsemi og nýútkominn ferðabækling á Hótel Sögu kl. 14-16 í dag, sunnudag. Kynning þessi fór ekki fram í gær, laugardag, eins og skilja mátti af frétt í Morgunblaðinu í gær. Myndsýningar verða í Ársal kl. 14 og 15 í dag þar sem kynntar verða bæði menningar- ferðir um Evrópu og ferðir á fjarlægar og framandi slóðir. 1 kvöld, sunnudagskvöld, verður síðan árshátíð Heimsklúbbsins haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Poppmessa POPPMESSA verður í Vídalíns- kirkju í Garðabæ klukkan 20.30 í kvöld. Ranghermt var í blaðinu í gær að messan væri í Garða- kirkju. FRÉTTIR Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans Ummælin óviðeig- andi og órökstudd „ÞAÐ ER eflaust mikið til í því að rekstur flestra ef ekki allra ríkisfyrir- tækja megi bæta,“ sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landsbankans, þegar bor- in voru undir hann ummæli, sem Gunnlaugur M. Sigmundsson, for- maður nefndar er vinnur að frum- varpi um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög, hefur látið falla um Landsbankann. Fram kom m.a. hjá Gunnlaugi að nauðsynlegt væri að bæta veru- lega rekstur Landsbankans ef hann á að verða söluhæfur og hann undr- aðist hversu mikinn fjölda stjómenda þyrfti til að stjóma bankanum, sér- staklega í ljósi slæmrar stöðu hans að undanfömu. „Mér dytti aldrei í hug að Setja Landsbankann á mark- að miðað við það að geta sýnt rekstr- arstöðu undangenginna þriggja ára. Fyrst myndi ég laga þar til,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgun- blaðið. Kjartan sagði að Gunnlaugur yrði að fá að eiga skoðanir sínar á Lands- bankanum við sjálfan sig. „Ég var á þessum morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem Gunnlaugur talaði og mér fundust ummæli hans um Landsbankann lítt eða ekkert rökstudd miðað við það að hann er formaður nefndar, sem ríkisstjómin hefur skipað til að stýra einkavæðingu ríkisbankanna. Þykjp. mér þessi ummæli hans um Lands- bankann á þessum fundi einnig af- skaplega óviðeigandi. Hvað snertir rekstur Landsbankans, er ávallt hægt að bæta hann, eins og annarra fyrirtækja, og stöðugt er unnið að því,“ segir Kjartan Gunnarsson. Kleifarvegsheimilið Borgin ræðir við ríkið STJÓRN Sjúkrahúss Reykja- víkur hefur samþykkt tillögu um að hætta í spamaðarskyni rekstri meðferðarheimilisins að Kleifarvegi 1. júlí nk. í erindi til borgarstjóra er lagt til að óskað verði eftir við- ræðum við heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðuneytin um framtíð heimilisins. Fram kemur að Sjúkrahús Reykjavíkur hættir rekstrinum 1. júlí og leggur stjórnin áherslu á að bömunum sem þar dvelja verði tryggð áframhaldandi þjónusta og sé það á ábyrgð félagsmála- og fræðsluyfirvalda. Lagt er til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við ráðu- neytin um hvernig þau hyggist leysa vanda þeirra barna sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Niðurstöðu þurfi að fá fyrir lok marsmánaðar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vorveður á landinu ÞAÐ LIFNAR yfir mann- lífinu í vorveðri á miðj- um vetri. Borgarbúar hrista af sér slenið og nota tækifærið til að vinna ýmis útiverk eins og að þrífa skítuga glugga; Veðurblíðuna rekur Ásdís Auðunsdótt- ir veðurfræðingur til heitra suðlægra vinda. Ásdís segir að veðrið haldist gott fram á föstu- dag. Syðra verði hitinn á bilinu 3 til 6 stig og enn hlýrra fyrir norðan og austan. Ellefu stig voru á Núpi á Berufjarðar- strönd í gærmorgun. Hafnasamlög stofnuð fyrir Suðurnes o g Skagafjörð? HUGMYNDIR um stofnun hafnasamlaga eru til skoðunar á nokkrum stöðum á landinu. Komið hefur fram að viðræður fara fram um hafnasamlög á Mið-Austurlandi og í Eyjafirði og nú er einnig til umræðu að stofna byggða- samlög um hafnirnar í Reykjanesbæ, Vogum og Garði og um hafnirnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Haganesvík. Fulltrúar Reykjanesbæjar, Vatns- leysustrandarhrepps og Gerðahrepps komu saman til fundar í fyrradag til að ræða möguleika á hafnasamlagi BANDARÍSKUR sérfræðingur í hjartasjúkdómum bama við Childr- ens’ Hospital í Boston gerir hjarta- aðgerð á Marín Hafsteinsdóttur, 10 mánaða frá Eskifirði, á Landspítal- anum fljótlega eftir páska. Anna Óðinsdóttir, móðir Marínar, segir að enn hafi ekki verið ákveðin endanleg dagsetning aðgerðarinnar. Marín er fædd með flókinn hjarta- galla og gekkst undir langa hjarta- aðgerð á Childrens’ Hospital í Boston í nóvember sl. Nú hefur verið ákveð- ið að Stanton Perry, læknar Marínar í Boston, framkvæmi á henni hjarta- þræðingu í framhaldi af fyrri aðgerð- inni hér á landi í apríl. Perry þiggur ekki laun fyrir aðgerðina. Hins vegar hefur Tryggingastofnun samþykkt á Suðurnesjum. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að stofnun hafnasamlaga sé mikið áhugamál Halldórs Blöndals sam- að greiða kostnað við komu hans. Anna sagði að til hefði staðið að aðgerðin yrði gerð fyrr. En Marín hefði komið svo vel út i síðustu skoð- un að óhætt hefði verið að fresta henni um nokkrar vikur. Aðgerðin er fyrsta skrefið í að víkka út lungna- æðar Marínar. Ekki er einsdæmi að erlendir sér- fræðingar geri aðgerðir á íslending- um hér á landi. Hjá Kristbjörgu Árnadóttur, deildarstjóra erlendra málefna í sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar, kom t.a.m. fram að 4 sérfræðingar hefðu komið frá Svíþjóð til að gera aðgerðir hér á síðasta ári. Ekki höfðu borist reikn- ingar vegna aðgerða erlendra sér- fræðinga á íslandi á þessu ári. gönguráðherra og segist hann hafa tekið að sér að kanna grundvöll fyr- ir slíkri samvinnu þessara þriggja sveitarfélaga. Segir hann málið enn á byijunarreit og ómögulegt að segja hvort áhugi reynist fyrir sameiningu hafnanna. Hugmyndir eru uppi um að Sandgerði og Grindavík geti síðar komið til samstarfs við þessar hafnir og þá ætti og ræki eitt byggðasam- lag allar hafnir á Suðurnesjum. í Reykjanesbæ eru fímm hafnir, í Höfnum, Helguvík, tvær í Keflavík og ein í Njarðvík. Fremur lítil um- ferð er um hafnimar í Garði og Vog- um á Vatnsleysuströnd. Drög að stofn- samningi tilbúin Skrifuð hafa verið drög að stofn- samningi hafnasamlags fyrir Sauð- árkrók, Hofsós og Haganesvík í Fljótum. Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, segir að ákvörðun hafí enn ekki verið tekin og væri meðal annars verið að at- huga hvaða framkvæmdir hægt verði að ráðast í við þessar hafnir á næstu árum. Ef samkomulag næst ætti að vera unnt að ganga frá málinu í þessum mánuði. Snorri Björn segir hugsanlegt að viðræður um sameiningu sveitarfé- laganná í Skagafirði, meðal annars þeirra sem eiga hafnirnar, gætu haft áhrif á hugmyndir um stofnun hafna- samlags. Ef til sameiningar sveitar- félanna kemur verður hafnasamlag óþarft, en Snorri Bjöm vill ekki full- yrða um það nú hver niðurstaðan verður. Bandarískur barnahjartasérfræðingur Hj artaþræðing á Marín eftir páska ► Sú hugmynd hefur kviknað að öll hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA verði seld Samheija, KEA og Líf- eyrissjóði Norðurlands, sem gæti þýtt að á Akureyri yrði til lang- stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og líklega í Vestur-Evr- ópu. /10 Spillingin og persónu- töfrar Gonzalez ►Þingkosningar eru á Spáni í dag og líklegt er að með þeim ljúki valdatíma sósíalista /16 UmræAan oft hlaðin tilfinningum ►Umtalsverðar breytingar hafa orðið á skipan bamavemdarmála á íslandi í kjölfar þess að Barna- vemdarstofa tók til starfa á síðast- liðnu ári. /20 Umhverfismálin gæluverkefnið ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Stefán Pétur Eggertsson og Bjarna Frímanns- son hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar (VSÓ). /24 B ► 1-32 Gagntekinn af tónlist ►í fremstu röð upptökustjóra í sígildri tónlist nú um mundir er íslendingurinn Tryggvi Tryggva- son, sem starfar í Bretlandi. /1 „Lífið er hrísgrjón" ►Magnús I. Magnússon hefur búið langdvölum erlendis síðustu nítján ár, unnið við yerktakastjórn- un í Saudi-Arabíu, írak og hefur sl. tvö ár rekið kínverskt veitinga- hús í Kairó. /8 Vegur að virkinu ►í smalamennsku haustið 1990 fann einn leitarmanna álbút úr flugvél, innst í gili við rætur Eyja- ljallajökuls og litlu síðar heillegan hluta af vængenda úr bandarískri sprengjuflugvél af gerðinni B-17G, eða „fljúgandi virki“. Með aðstoð gamalla manna í sveitinni tókst honum að púsla saman sögunni af þessu leyndardómsfulla flug- vélabraki. /16 c %# FERÐALOG ► 1-4 Kúba ►Uppstoppuð dýr og bækur á heimili Nóbelsskáldsins. /2 Á ferð um Reykjavík ►Morgunblaðið í bílferð með leið- sögumanni vítt og breitt um borg- ina. /4 D BÍLAR ► 1-4 Renault Next ►Um frumgerð af tvinnbíl sem Renault-verksmiðjurnar hafa hannað. /3 Reynsluakstur ►Nýr og hljóðlátur Honda Accord með ríkulegum búnaði. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréltir 1/2/4/8/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Minningar 32 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 ídag 42 Brids 42 Stjömusp,á 42 Skák 42 Fðlk í fréttum 44 Bió/dans 46 fþróttir 50 Útvarp/sjónvarp 52 Dagbók/veður 55 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir 12b Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.