Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Islendingarnir flúnir \l \ (i Ar (nrtlnrt nKonl/ínn dorAi manr Norræni fjérfestingabankmn geröi mann út af örkinni til aö kanna rekstur hestabú- garösins í Litháen,sem íslendingar eiga aöild aö og stjórna. Sótt hafði veriö um 50 < HVAR á ég að láta aurana strákar? Samningaviðræður sérfræðinga og Tryggingastofnunar Ákvæði um aðgengi nýrra sérfræðinga ófrágengið EIN af ástæðunum fyrir því að ekki hafa náðst samningar á milli sér- fræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins er að ekki hefur náðst sam- komulag um orðalag í ákvæði um aðgengi nýrra sérfræðinga að samn- ingnum, að sögn Sverris Bergmanns, formanns Læknafélags íslands. Hann segir að Tryggingastofnun geti strangt til tekið, miðað við orða- lag í fyrri samningi, takmarkað að- gang sérfræðinga að samningnum. Framkvæmdin hafi hins vegar verið sú að allir hafi haft aðgang að honum. Haft hefur verið eftir Páli Matthí- assyni, formanni Félags ungra lækna, að sérfræðingar geti alls ekki samþykkt samninginn óbreyttan enda séu þeir bundnir af ákvörðun aðalfundar Læknafélags íslands í september sl. Aðalfundurinn lýsti yfir óánægju með nýgerðan samning Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um sér- fræðilæknishjálp hvað varðaði að- gengi nýrra sérfræðinga. Lagt er til að samningurinn verði ekki end- umýjaður óbreyttur. Ályktun stendur Sverrir sagði ályktunina standa og minnti á að samningsgerðin væri í höndum Læknafélags Reykjavíkur. „Hins vegar fylgist ég með viðræðun- um og veit að ein ástæðan fyrir því að ekki er búið að semja er spuming- in um hvemig háttað verði ákvæði um aðgengi," sagði hann og tók fram að orðalag ákvæðisins í fyrri samn- ingi fæli, strangt til tekið, í sér að jafnvel þótt læknir fullnægði öllum skilyrðum gæti Tryggingastofnun neitað þeim um aðgengi að samningn- um. „Hvað sem líður orðalagi ákvæðisins hefur reyndin verið sú að aðgengið hefur verið frj'álst. Eini munurinn er að menn þurfa að byija á því að kynna sig áður en þeir byija að senda reikningana inn.“ Hann sagði að ungu læknamir óttuðust að orðalag gamla samnings- ins yrði að lokum notað til að loka honum fyrir nýjum sérfræðingum. „Samningamennirnir eru því að reyna að fá ákvæðið um aðgegnið orðað þannig að erindi sérfræðing- anna fari fyrir ákveðna nefnd sem meti erindið og eiginlega verði ekki hægt að hafna niðurstöðu hennar,“ sagði hann. Samningur um Læknavaktina runninn út Unnið eftir út- runnum samningi SAMNINGUR Læknavaktarinnar sf. við stjóm Heilsugæslunnar í Reykjavík rann út um síðustu mán- aðamót. Gunnar Ingi Gunnarsson, talsmaður læknavaktarinnar, segir að á meðan læknarnir finni fyrir vilja stjómvalda til að taka á verka- skiptingu lækna utan spítala verði unnið eftir hinum útrunna samningi. Gunnar sagði að Læknavaktin sf. hefði gert samning við stjórn Heilsu- gæslunnar í Reykjavík um þjón- ustuna til eins árs fyrir einu ári. „Forsendum samningsins var hins vegar kippt undan honum þegar barnalæknavaktin í Domus Medica fór af stað með samþykki stjórnvalda í haust. Okkar viðbrögð voru því eðlilega að segja samningnum upp með góðum fyrirvara og nú hefur uppsagnarfresturinn runnið út,“ sagði hann. Hann sagði að læknarnir hefðu sent heilbrigðisráðherra erindi vegna verkaskiptingarinnar fyrir áramót. „Við höfum þrátt fyrir alit gengið út frá því hingað til að vilji sé fyrir því hjá stjómvöldum að taka á verka- skiptingu lækna utan spítalanna. Við höfum hins vegar beðið alltof lengi eftir svari ráðherra vegna skipulags verkaskiptingarinnar í nútíð og framtíð. Biðlund okkar er auðvitað ekki endalaus," sagði Gunnar og sagðist ganga út frá því að svar bærist í næstu viku. Gunnar sagði að Læknavaktin hefði verið í höndum Læknavaktar- innar sf. í 10 ár. Reksturinn hefði gengið mjög vel og fengið hrós frá Tryggingastofnun og Landlæknis- embættinu. Engar breytingar hafa orðið á gjaldtöku fyrir þjónustuna. Kínverjar óska eftir ál- viðræðum IÐNAÐARRÁÐUNEYTINU hefur borist skeyti frá kínverska ríkisfyr- irtækinu CNNC, sem er stærsta málmvinnslufyrirtæki í Kína. í skeyt- inu óskar fyrirtækið eftir því að ís- lensk sendinefnd komi til Kína í lok mars til viðræðna um hugsanlega starfsemi þess hér á landi. Kínveijarnir hafa lýst þeim hug- myndum sínum að reisa hér lítið ál- ver þar sem framleiðslugetan væri nokkrir tugir þúsunda tonna. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að kínversk sendinefnd, sem hafi verið hér í boði ráðuneytisins síðastliðið haust til þess að kynna sér aðstæður, hafi nú óskað eftir því að íslensk sendinefnd komi til Kína til þess að kanna hvaða möguleikar séu fyrir því að þjóðimar taki upp meira samstarf á þessu sviði. „í skeyti þeirra er rætt um mun minna álver en áður, eða með fram- leiðslugetu upp á nokkra tugi þús- unda tonna. Málið er þó á algjöru frumstigi," sagði Finnur. Hugmynd um norrænt hús í New York Þúsund ára af- mæli landafunda ISLENDINGURINN Kristján Tómas Ragn- arsson, hámenntað- ur og virtur læknir í New York og prófessor í endurhæfingarlækning- um, er önnum kafinn sem slíkur enda byijar hann vinnudaginn klukkan sex á morgnana, en fyrir ís- lendingseðlið í sér segist hann hafa fundið sér ann- ars konar farveg. Frá árinu 1984 hefur hann setið fyrir íslands hönd sem varaforseti Americ- an-Scandinavian Foundation, sjálfseignar- stofnunar, sem stuðlar að menningarsamskiptum Bandaríkjanna og Norð- urlandanna. Hann tók við starfínu af Valdimar Björnssyni, þekktum Vestur-Islendingi frá Minnesota. Kristján segir starfið mjög áhugavert. Með því fái hann tækifæri til að halda góðum tengslum við ísland og hin Norð- urlöndin svo og Norðurlandabúa, sem búa í stórborginni. Hvers kyns menningarsamskipti milli landanna væru þýðingarmikill hluti starfans. Úr því að starfs- kraftar hans nýttust ekki til fulls heima, reyndi hann að vera landi sínu og þjóð til gagns með þessu móti. American-Scandinavian Fo- undation er 85 ára og stendur styrkum stoðum, hefur enda yfir að ráða 17-18 milljónum dollara eða á annan milljarð ísl. kr. í ýmsum sjóðum. Þessi stofnun, sem þó er ekki stofnun í fjár- málalegu tilliti þar sem hún nýt- ur engra ríkisstyrkja nema að því leyti að vera undanþegin skatti, er aðaltengiliður Banda- ríkjanna og Norðurlandanna í menningarlegu tilliti. Árlegur rekstrarkostnaður nemur um einni milljón dollara og úr sjóðum eru á ári hveiju veittir tugir styrkja sem nema um hálfri millj- ón dollara. Þeir eiga helst að stuðla að skiptum á nemendum, fræðimönnum, listamönnum og alls kyns menningarviðburðum svæðanna á milli. Auk ávöxtunar sjóðanna, berst stofnuninni fé í formi frjálsra framlaga auk þess sem staðið er fyrir ýmsum fjár- öflunarleiðum á borð við árlegan „gala“-kvöldverð á Plaza- og Waldorf Astoria-hótelunum í New York. Hvað íslendinga snertir, stofnunin eflaust ________ þekktust fyrir að hafa yfirumsjón með styrk- veitingum úr Thor Thors-sjóðnum, sem á hveiju ári styrkir fjölda íslenskra námsmanna og fræði- manna til þess að koma til Bandaríkjanna og sinna ýmsum verkefnum. Sömuleiðis njóta Bandaríkjamenn styrkja úr sjóðnum til að fara til Islands. Auk þess sinnir sjóðurinn ýmsum listviðburðum og er skemmst að minnast tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem haldnir voru í Carnegie Hall í New York sl. þriðjudagskvöld við frábærar undirtektir. Þessa dagana er verið að leita að nýjum forseta fyrir samtökin þar sem Lena Biörck Kaplan, sem verið hefur forseti við góðan orðstír um árabil, er nú að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Þá eru uppi hugmynd- Kristján Tómas Ragnarsson ►Kristján Tómas Ragnarsson fæddist í Reykjavík 15. nóvem- ber árið 1943. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1963 og prófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands 1969. Á árunum 1970- 1975 stundaði hann sérnám í endurhæfingarlækningum í New York, vann á Landspítal- anum i Reykjavík til haustsins 1976, fór þá til stórborgarinn- ar að nýju, sem þá átti aðeins að vera í stuttan tíma, en er þar enn, tuttugu árum síðar. Kristján Tómas er búsettur í New York og veitir forstöðu mjög stórri endurhæfingar- deild Mount Sinai Medical Center, sem er alls 1.200 rúma spitali auk þess að vera lækna- skóli. Þessu stóra sjúkrahúsi tengjast síðan fjöldamörg smærri og ber Kristján nokkra rekstrarábyrgð á þeim einnig. Eiginkona hans er Hrafnhild- ur Ágústsdóttir og eiga þau fjórar dætur. ir um húsbyggingu á New York- svæðinu sem yrði þá einskonar norrænt hús með skrifstofuað- stöðu, áheyrenda- og sýningar- sölum, sem norrænu félögin gætu öll nýtt sér. „Stjórn stofnunarinnar, sem skipuð er fulltrúum allra Norður- landanna og Bandaríkjanna, er nú að kanna fjárhagslegan grundvöll vegna húsbyggingar og hugsanlegar fjáröflunarleiðir, en vestra er málum þannig hátt- að að ijármögnun verður að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Sem stendur er stofnunin rekin í leigu- húsnæði á Manhattan, Park Avenue 725.“ Kristján gerir ráð fyrir að kostnaður vegna slíks verkefnis verði ekki undir tíu milljónum dollara og lætur hann sig dreyma um að málið verði komið vel á veg aldamótaárið, en þá telur hann rétt að minnast á veglegan hátt 1000 ára búsetuafmælis Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi. Hann segir hugmyndinni hafa verið vel tekið beggja vegna Ati- antsála. Um sé að ræða tíma mót, sem marki upphaf búsetu norrænna manna vestra og yrði þetta í fyrsta sinn sem Í000 ára afmælis tiltekins viðburðar yrði minnst þar. „Þetta gæti orðið kærkomið tækifæri til að kynna menningu okkar og landkosti. í þessu sem öðru yrði nauðsynlegt að standa vel að skipulagningu og fjármögnun." er Á meira en milljarð króna í sjóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.