Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þingkosningar eru á Spáni í dag og líklegt er að með þeim ljúki valdatíma sósíalista Spillingin vegiir þyngra en persónutöfrar Gionzalez Spánverjar tóku upp lýðræðislega stjómar- hætti eftir lát Francisco Francos einræðis- herra 1975 og á þeim tveimur áratugum, sem síðan em liðnir, hefur Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalez farið með völdin í 13 ár samfleytt. Nú hillir hins vegar undir endalok- in að því er fram kemur í grein Sveins Signrðssonar. Það er spillingin, sem þrifíst hefur í skjóli langrar stjómarsetu, sem er líkleg til að verða flokknum að falli. Reuter FELIPE Gonzalez með sínu fólki á útifundi í Cadiz. Fátt virð- ist geta komið í veg fyrir, að forsætisráðherratíð hans sé að ljúka. JOSE Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins, (t.h.) á kosningafundi í Zaragoza ásamt söngvaranum og stuðningsnianni sínum Julio Iglesias. SÍÐUSTU skoðanakannanir um fylgi stjómmálaflokk- anna á Spáni bentu tii, að Felipe Gonzalez forsætis- ráðherra og Sósíalistaflokkurinn myndu bíða verulega ósigur fyrir hægrimönnum í Þjóðarflokknum og Jose Maria Aznar, leiðtoga hans. Með því væri bundinn endi á 13 ára valdatíð sósíalista, sem á síðustu árum hefur aðallega einkennst af ásökunum um spillingu og ólöglegar aðferðir í leynilegu stríði stjórnvalda við aðskilnaðarsinna Baska. Það er samt engin ástæða til að afskrifa Gonzalez fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Honum hefur áður tekist að snúa erfíðri stöðu sér í hag á síðustu stund og í persónuleg- um vinsældakosningum ber hann enn höfuð og herðar yfir andstæð- inga sína. Aznar svarar því aftur til, að Spánveijar séu búnir að fá nóg af persónutöfrunum, í skjóli þeirra hafi einmitt spillingin þrifist og aðgerðaleysi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Síðustu leyfilegu skoðanakannan- irnar fyrir kosningarnar voru birtar sl. mánudag en samkvæmt þeim fær Þjóðarflokkurinn milli 40,5 og 44% atkvæða en Sósíalistaflokkurinn að- eins 30 til 34%. Spænskir kjósend- ur, 32 milljónir að tölu, virtust því vera búnir að gera það upp við sig, að kominn væri tími til að hvíla sós- íalista'eftir langa setu við kjötkatl- ana. Eina óvissan virtist vera hvort Þjóðarflokkur Aznars fengi hreinan meirihluta á þinginu, Cortes, en hann mun ná því marki gangi hag- stæðustu kosningaspárnar eftir. Þjóðarflokkurinn hefur aldrei verið við völd á Spáni eftir að þar var tekið upp lýðræði að Francisco Franco einræðisherra látnum 1975. Gonzalez, sem er 53 ára að aldri, hefur áður náð að bjarga flokki sín- um fyrir horn og hann ætlaði ekki að gefast upp baráttulaust að þessu sinni heldur. Útlitið hefur hins vegar aldrei verið svartara og fangaráðið hjá honum nú var að skora á kjós- endur til vinstri við Sósíalistaflokk- inn að koma flokknum til hjálpar enn einu sinni og afstýra þannig valdatöku hægrimanna. Þetta gerðist einmitt í kosningun- um 1993. Þá voru spillingarmálin farin að brenna á Sósíalistaflokknum og ósigurinn blasti við en á síðustu stundu ákváðu ýmsir stuðningsmenn Vinstrabandalagsins, sem kommún- istar stýra, að styðja Gonzalez. í kosningaáróðri sínum nú hefur Gonzalez lagt áherslu á, að komist Þjóðarflokkurinn til valda muni hann taka til baka flest af því, sem áunn- ist hafi í velferðar- og umhverfismál- um í stjórnartíð sósíalista. „Mér ber skylda til að segja ykkur hvað er í húfi komist Þjóðarflokkurinn að. Ég vil ekki að þið segið eftir tvö eða þijú ár, að enginn hafí varað ykkur við,“ sagði Gonzalez á kosningafundi í borginni La Coruna á Norðvestur- Spáni. Misheppnaður hræðsluáróður Flest benti til, að þessi hræðslu- áróður Gonzalez hefði haft lítil áhrif á kjósendur, sem eru vinstramegin við sósíalista. Skoðanakannanir hafa sýnt, að Vinstrabandalagið, „þriðja röddin" í spænskum stjórnmálum, myndi auka fylgi sitt og sækja aukn- inguna fyrst og fremst til sósíalista. Bandalagið hefur nú 18 þingsæti en er spáð allt að 25. Leiðtogi Vinstrabandalagsins, Julio Anguita, hefur að undanfömu verið að gera hosur sínar grænar fyrir sósíalistum með hugsanlegt samstarf fyrir augum og hann hefur lagt á það áherslu á fundum sínum, að bandalagið muni ekki setja nein fyrirframskilyrði fyrir viðræðum við sósíalista. Anguita og öðrum frammámönn- um Vinstrabandalagsins er í mun að bijótast út úr þeirri einangrun, sem flokkurinn hefur verið í, og ástandið innan hans er nú betra en var fyrir kosningarnar 1993. Þá !og- aði hann í innbyrðisátökum milli hófsamra manna og harða vinstri- kjarnans og með þeim afleiðingum, að möguleikar flokksins til að auka fylgi sitt á kostnað sósíalista urðu að engu. Auk þeirra þriggja flokka, sem hér hafa verið nefndir, er um að ræða smáflokka, svæðisbundna flokka eins og flokk Baska og Kat- alóníuflokkinn, og við þann síðar- nefnda samdi Gonzales eftir kosn- ingarnar 1993. Anguita vill ekki, að það endurtaki sig en ljóst er, að hugsanlegar stjórnarmyndunarvið- ræður Vinstrabandalagsins og Sós- íalistaflokksins, fái þeir kjörfylgi til þess, munu ekki verða auðveldar. Vinstrabandalagið er andvígt ýmsum meginatriðunum í stefnu sósíalista, einkavæðingu, umbótum á vinnulöggjöfinni og minni fjárlaga- halla til að Spánn geti tekið þátt í myntbandalagi Evrópusambands- ríkjanna, og það leggur áherslu á að afnema herskyldu og loka kjarn- orkuknúnum raforkuverum. Það þarf því líklega mikið að ganga á áður en um semst milli þessara flokka. Óumdeildur leiötogi Jose Maria Aznar, 43 ára gamall leiðtogi Þjóðarflokksins og hugsan- lega næsti forsætisráðherra Spánar, er mjög ólíkur Gonzalez. Hann hefur ekki sömu persónutöfrana og sósíal- istaleiðtoginn og hann hlýtur að ótt- ast það undir niðri, að enn takist Gonzalez það ómögulega, að snúa vísum ósigri í sigur eða vamarsigur á elleftu stund. Skoðanakannanir benda þó alls ekki til þess og Azn- ar, sem þykir þurr á manninn og fremur óaðlaðandi, hefur gerst því brosmildari sem nær hefur dregið kosningum. Á landsfundi Þjóðarflokksins í síð- asta mánuði fékk Aznar „rússneska kosningu“ sem leiðtogi, 99,5% at- kvæða, og honum er fyrst og fremst að þakka sú endurnýjun, sem flokk- urinn hefur gengið í gegnum á síð- ustu árum. Honum hefur tekist að bræða saman kristilega demókrata, fijálslynda menn í efnahagsmálum og leifarnar af hægraliðinu, sem studdi Franco, í einn flokk og færa hann um leið nær miðju stjórnmál- anna. Það hefur hann gert með því að beita flokksmenn hörðum aga og stundum á kostnað eðlilegrar um- ræðu. Sumir óttast því, að komist flokkurinn til valda muni ólíkar lífs- skoðanir þessara hópa bijótast upp á yfirborðið. i þjóðfélagsmálum virðist ekki bera mikið á milli þeirra Aznars og Gonzalez en sumir Spánveijar hafa þó áhyggjur af, að sá armur í Þjóðar- flokknum, sem sækir meðal annars fylgi sitt og stuðning til Opus Dei, kaþólskra samtaka frá valdadögum Francos, muni krefjast þess, að fóst- ureyðingar verði takmarkaðar veru- lega og kristindómsfræðsla í skólum aukin. Evrópu- og efnahagsmál Gonzalez er mikill Evrópusinni en stjórnmálaskýrendur telja, að Evr- ópuhugsjón Aznars ráðist fyrst og fremst af þeim hagsmunum, sem Spánveijar hafa að aðildinni að Evr- ópusambandinu, ESB. Það eru þó efnahagsmálin, sem verða aðalverk- efni næstu stjórnar og aðgerðir gegn atvinnuleysinu. Það er 22,7%, helm- ingi meira en að meðaltali innan ESB, en þess ber að geta, að sumir spænskir hagfræðingar telja, að í raun sé það miklu minna og jafnvel ekki meira en fyrrnefnt meðaltal. Skýringin á því er sú, að neðanjarð- ar- eða svarta hagkerfið er stærra á Spáni en víðast annars staðar. Aznar ætlar að koma böndum á ríkisútgjöldin, minnka ríkissjóðs- halla úr tæpum 6% í 3%, lækka hæstu skatta og vexti og einkavæða ríkisfyrirtæki, til dæmis orku-, sam- göngu- og fjarskiptafyrirtæki. Hann forðast þó að útiista stefnu sína að þessu leyti mjög nákvæmlega enda veit hann, að iandar hans eru orðnir vanir málamiðlunum og hryllir enn við minningunni um borgarastríðið. Þess vegna hefur hann lofað að hafa samráð við verkalýðshreyfinguna og vinnuveitendur. Verkalýðsfélögin, sem hafa fjór- um sinnum efnt til allsheijarverk- falls vegna einkavæðingartilrauna Gonzalez, eru vissulega nokkuð raunsærri en áður en Aznar mun þurfa á öllu sínu hugrekki að halda ef hann ætlar að grípa til þeirra aðgerða í spænskum efnahagsmál- um, sem ekki þola lengur neina bið. Baráttan fyrir þessar kosningar hefur ekki snúist mikið um þau málefni, sem mestu skipta fyrir Spánveija, efnahagsmálin, heldur hefur hún einkennst af illvígu, per- sónulegu skítkasti. Þjóðarflokks- menn og aðrir andstæðingar sósíal- ista hafa núið þeim upp úr spillingar- málunum og „leynistríðinu" gegn Böskum og þeir hafa svarað fyrir sig í sömu mynt. Öilum brögðum beitt Áróður sósíalista hefur meðal annars falist í því að sýna myndband þar sem gefið er í skyn, að atkvæði greidd Aznar og Þjóðarflokki hans jafngildi afturhvarfi til daga einræð; isins og efnahagslegrar óvissu. Á öðru myndbandi er Aznar beinlínis líkt við einræðisherrann Francisco Franco. Þjóðarflokkurinn hefur ekki geng- ið alveg jafn langt enda hefur hann töluvert forskot í skoðanakönnunum en íjölmiðlar segja, að á hans vegum hafi verið gert myndband, sem sýnir flesta þá, sem mest hafa komið við sögu í spillingarmálum síðustu ár. Þeir hafi hins vegar allir sama andlit- ið, ásjónu Felipe Gonzalez. Þetta myndband hafi átt að sýna ef sósíal- istar tækju að saxa á forskot Þjóðar- flokksins. Eins og fyrr segir virtist mesta óvissan fyrir kosningarnar vera sú hvort Þjóðarflokknum tækist að fá hreinan meirihluta á þingi. Nái hann ekki því marki í kosningunum í dag getur Aznar reynt að mynda meiri- hluta með öðrum hvorum héraðs- flokknum, Baskneska þjóðarflokkn- um eða Katalóníuflokknum. Raunar hefur Ieiðtogi fyrrnefnda flokksins, Xabier Arzallus, sagt, að hann muni aldrei starfa með Þjóðar- flokknum en eftir því, sem nær hef- ur dregið kosningum, hefur hann gerst varkárari í yfirlýsingum. Sömu sögu er að segja af Jordi Pujol, leið- toga Katalóníuflokksins, en báðir menn þessir segjast óttast, að Aznar sé ekki jafn mikill Evrópusinni og Gonzalez. Baskar og Katalónúimenn hafa nefnilega treyst á Evrópusam- bandið í baráttu sinni fyrir viður- kenningu á sérstöðu héraðanna og hafa jafnvel gefið í skyn, að þeir séu tilbúnir til að segja upp hollustunni við Madrid og færa hana yfir til Brussel. Katalóniumenn studdu sósíalista á síðasta kjörtímabili án þess að eiga aðild að ríkisstjórninni en sagt er, að Aznar ætli ekki að sætta sig við slíkt fyrirkomulag verði hann að semja við aðra. Annaðhvort verði um stjórnarsamstarf að ræða eða alls ekkert samstarf. Jose Maria Aznar hefur sagt, að sigri Þjóðarflokkurinn í kosningun- um í dag verði það lokasönnunin fyrir því, að lýðræðið standi föstum fótum á Spáni. Um þriðjungur kjós- enda var ekki fæddur eða var á barnsaldri þegar Franco lést 1976. „Ný kynslóð er að taka völdin,“ sagði hann. „Mín kynslóð." ■ Heimildir:77ie International Herald Tribune, The Economist, Reuter, Newsweek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.