Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 Alþjóðleg og öðruvísi kennaramenntun Det Nodvendige Seminarium í Danmörku býður uppá 4ra ára kennaranám fyrir unga Evrópubúa, sem vilja afla sér menntunar í alþjóðlegu umhverfi. Námsskráin felur í sér: Samfélagsfræði, sálfræði, upp eldisfræði, list- nám, leiklist, tónlist, íþróttir, evrópsk tungumál, stærðfærði, trúar- bragðafærði og heimspeki, dönsku ... Alþjóðleg námsskrá ásamt 4ra mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða æfingakennsla í skólum í Danmörku, 8 mánaða æfingakennsla i Afriku, þar sem nemandinn á þátt í að mennta kennara í Mosambík og Angóla. ___________LISTIR_________ N ornin galdrar hræðslu burt með trú Allir námsmenn búa í skólanum. Fjáröflun er hluti af menntuninni. Byrjað 1. september 1996. Kynningarfundur í Norræna húsinu í Reykjavík, sunnudaginn 10. mars kl. 14. Skrifið eða hringið og fáið bækling. V Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg. Fax 00 45 43 99 5982. Sími 00 45 4399 5544. ---- J Fermco og MBI Borgarfell hf. • Þórsgötu 24 • Reykjavík S. 562 6580 og47l 23I6 • Fax 55I 1586 og 47I 23I6. * Ingveldi Yr Jónsdóttur fannst skemmtilegt að leika um leið og hún syngur og það eru engar gungur sem verða á vegi hennar. Dekurböm, svindlarar og dimmlyndar kon- ur. Eflaust nokkrar mættar á tónleikum í Borgarleikhúsinu 5. mars. Þórunn Þórs- dóttir hitti söngkonuna í París á dögunum, með nomasót undir nöglunum. INGVELDUR fullkomnar nornargervið í Bastillu-óperunni. RAMMÍSLENSK norn hugðist troða tveim góðum börnum í ör- bylgjuofn í Frakklandi ekki alls fyrir löngu. Með græðgi í röddinni prílaði hún um sitt boltaland, hvorki í Ikea né teppabúð heldur á litla sviði Bastillu-óper- unnar í París. Börnin sem fylgdust grafalvar- Iss' með voru kannski hrædd um að magábeit; nomarinnar úr skeiðum og pils úr göfflum kæmu henni að notum. Hún var nú þegar með bumbuna fulla af börn- um. Best að líta í kring- um sig áður en haldið væri í boltaland í næstu verslunarferð fjölskyld- unnar. Ingveldur Ýr Jóns- dóttir söng nomina í þessari uppfærslu óper- unnar Hans og Grétu eftir Engelbert Hump- erdinck. Hún segir leik- stjórann Stephan Grö- gler hafa fært söguna úr skóginum í borgina, leikheimur nútíma- barna hafi breyst en áfram leynist illfygli í skugganum. Nornin endaði eins og í Reykja- vík í ofninum, fyrir ráðsnilld Grétu, en Ingveldur náði svo vel af sér sót- ugum hamnum að hún verður ásamt þrem öðrum ungum og efnilegum óperusöngvurum með tónleika í Borgarleikhúsinu 5. mars. Til Parísar í lausamennsku Uppfærslan í Bastillunni er ættuð frá Lyon, en Ingveldur hefur verið fastráðin við óperuna þar í bæ síðan í september. Hún segir það sem liðið er af vetri hafa verið heilmikla lífs- reynslu:_ Nýtt land og tungumál og siðir. „Ég fór út með opinn hug og gekk fljótt og vel að fóta mig. Núna fínnst mér ég eiga heima hér í Frakk- landi og ætla að gera mér lítið fyrir og flytja til Parísar í haust. Ég verð áfram viðloðandi Lyon-óperuna, en held að lausamennska í söngnum eigi betur við mig í bili heldur en föst staða. Bæði hvað snertir tíma og peninga." Við sitjum ásamt Eddu Erlends- dóttur píanóleikara á kaffíhúsi skammt frá óperunni eftir sýninguna þetta síðdegi í febrúarlok. Saman blandast óperusögur og aðrar venju- legri; íbúðaverð í borginni, kröfur til húsnæðis og nýhafín leit Ingveldar að heimili næsta vetur og föstum umboðsmanni í stað eins hér og ann- ars þar. „Frábært hjá þér,“ segir Edda, „vel sungið og framburðurinn líka skýr.“ Talsvert var um talað orð í sýningunni og Ingveldur veit að ekki þýðir að hika við frönskuna frekar en annað. „Svo fannst mér gaman að heyra þessa músík,“ bætir Edda við, „ég þekkti hana ekki fyrir, en fannst eins og Wagner, Mahler og Strauss væru allir þrír þarna á kreiki.“ Jú, Ingveldur staðfestir að Wagner hafí verið átrúnaðargoð Humperdincks, „en mér þótti líka greinilegt Mahlerklang í þessu,“ áréttar Edda. Konan með skrifblokk- ina ákveður að þegja í þetta sinn. Skrifar samt að tónlist Humperd- incks sé svolítið erfið en vel skrifuð og þess vegna auðlærð, sem hafi verið eins gott með einungis viku æfingatíma nornarinnar. Richard Strauss skrifaði í bréfi til Humperdincks fyrir hundrað árum að með Hans og Grétu hefðu Þjóð- veijar fengið gjöf sem þeir ættu ekki skilið. Þótt ævintýraópera við sögu Grimmsbræðra þætti falla illa að sköpunartíma sínum í lok 19. aldar dugði myrkur og dramatískur undir- tónninn til heismfrægðar. Óperan varð glansnúmer tónskáldsins, sprottin úr vináttu við systur þess, sem setti oft upp leikrit með börnum sínum, byggð á eigin ævintýrum eða aðfengnum og lögum sem Humperd- inck gaukaði að þeim. Bakland, laust loft og trú Uppfærslan sem Bastillan fékk frá Lyon miðast við börn og þess vegna er óperan stytt, sagan einfölduð og hljómsveitin minnkuð. Börn og ungl- ingar í tónlistamámi syngja flest hlutverkin og einungis atvinnusöngv- arar í hlutverkum foreldra Hans og Grétu og svo nornarinnar. „Stóru“ söngvararnir voru oft ekki eins fímir á sviðinu og krakkarnir, enda leik- myndin óvenju hnúðótt og svigrúm lítið. Norninni gekk reyndar yfirferð- in ágætlega og helst að Ingveldur hafi búið að reynslu af íslensku þúf- lendi eða ballettnámi á eilítið yngri dögum. Hún segir dansinn vissulega koma sér til góða og yfirleitt uppvöxt nærri leikhúsi, en faðir Ingveldar, stjúpa og systir eru leikarar. „Seinna varð mér það til happs að vera of ung til að komast í óperudeild við tónlistar- skóla Vínarborgar," segir hún. „í staðinn fór ég í óperettu- og söng- leikjadeild, sem útskrifar leikara, söngvara og kabarettfólk. Þarna voru hreyfíngar og tjáning hlutverka tekin föstum tökum og talað orð sömuleiðis, svo ég lærði þýskuna al- mennilega." Ingveldur var samtímis í klassísku söngnámi, tók síðan meistarapróf í New York og heldur áfram sambandi við kennarann sinn þar, þótt nokkur ár hafí liðið við vinnu í Vín og Reykja- vík. „Það er nauðsynlegt að hafa bakhjarl," segir hún, „einhvem sem hægt er að treysta bæði faglega og persónulega. Því maður er alltaf í lausu lofti. Stundum hræddur. Hræðslan er versti óvinurinn." Ingveldur segir ekkert duga nema trúa staðfastlega á sjálfa sig og guð. Söngurinn sé endalaus vinna, hún hafi gert mikið til að koma sér á framfæri, sungið fyrir ópemstjóra og umboðsmenn, sótt tíma öðra hvoru og lært ný og ný hlutverk. „En þetta líf er þess virði,“ bætir hún við, „söngvari gefur fólki af sálinni og það eru forréttindi." Vorverk Nýafstaðnar sýningar á Töfra- flautu Mozarts í Lyon berast í tal, Ingveldar söng aðra hirðmey nætur- drottningarinnar og segir uppfærslu Roberts Carsen hafa verið afar fal- lega. Hún nefnir lokaatriðið til dæm- is. „Einsöngvarar syngja þar allir saman og enda á því að fara úr bún- ingunum en standa eftir í venjulegum fötum. Þau eru hvít sem tákn um ljósið í manninum, þessi sýning geng- ur upp á_ einhvern sérstakan hátt.“ Eftir íslandsheimsókn í upphafí mars hellir Ingveldur sér í æfingar fyrir Cosi fan tutte, sem frumsýnd verður í Lyon í apríl. Að hætti húss- ins syngja tveir hópar óperana og sýningar Ingveldar verða í maí. Hlut- verk Dorabellu í þessari Mozart- óperu er hið stærsta sem hún tekst á við í vetur og óperan verður flutt í fullri lengd undir stjórn kempunnar Nevilles Mariner. Sami hljómsveitar- stjóri leiðir Ingveldi og Gunnar Guð- björnsson gegnum C-moll messu Mozarts 10. apríl, en Gunnar er einn- ig meðal söngvara í Cosi fan tutte. Hjá Ingveldi gefst varla stund milli stríða í vor því hún syngur hlut- verk Mercedesar í Carmen í maí. Hljómsveitarstjóri verður aðalstjórn- andi Lyon-óperannar, Kent Nagano, sem hélt um sprotann í Töfraflaut- unni. Hann virðist að sögn Ingveldar ýmist afslappaður Kalifomíubúi eða agaður og strangur Asíumaður, ætt- aður frá Japan en uppalinn í Amer- íku. Louis Érlo, stjórnandi óperahá- tíðarinnar í Aix-en-Province, verður leikstjóri vindlaverksmiðjuóperannar vinsælu. Vonandi að hann laði fram það hættulega í mezzosóprönum sýn- ingarinnar. Skemmtilegast að leika líka „ítalir kalla mína raddgerð ljós- dökka,“ segir Ingveldur, „ljóðræna mezzosópranrödd með dramatískum blæ.“ Voldugum, sting ég upp á, en við ákveðum að betra sé að segja skap í röddinni. Hvort heldur um er að ræða vonda nom, frekjudós, glæpakvendi, daðurslöngu eða sak- lusan strákling. „Mezzoar syngja nefnilega líka buxnarallur," segir Ing- veldur, „og það er ágæt tilbreyting. Mér finnst skemmtilegast þegar hlut- verkið krefst leiks og tilfinninga." Þess vegna ætlar hún að syngja Kurt Weill meðal annarra á geisla- plötu sem væntanlega verður til í sumar, hjá honum vantar ekki leik- húsandann. Og þama kemur skýring á fasi Ingveldar sem stelpu samtíða skrásetjara í Hlíðaskóla, metnaðar- gjarnrar og þess vegna svolítið hörku- legrar. Gatan sem hún hefur gengið síðan er ekki allra, en kemur satt að segja ekki á óvart. Metnaður, rödd og skap endar auðvitað í eyram fólks, uppi á sviði einhvers staðar. Áberandi þessar Carmenkonur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.