Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Enn er þörf fyrir Hvítabandið Fyrír Guð - heimilið - þjóðina. Þannig hljóða einkunnarorð Hvítabandsins, bindindis- og líknarfélags sem stofnað var í apríl árið 1895 og er því rösklega hundrað ára gam- alt. Þetta er næstelsta líknarfélag sem starf- andi er á íslandi og hefur það, að sögn Hervarar Jónasdóttur núverandi formanns, jafnan unnið sitt starf í kyrrþey. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hana um starf- semi Hvítabandsins fyrr og nú, en það styrk- ir m.a. Dyngjuna, áfangaheimili fyrír konur ____og meðferðarheimili fyrír böm_ við Kleifarveg. ÞORBJORG Sveinsdóttir ljósmóðir og Olafía Jóhannsdóttir fósturdóttir hennar. v HVÍTABANDIÐ er hluti af alþjóðahreyfingu sem á sér athyglisverða sögu. Hún er rakin að hluta í bókinni Aldarspor sem Hvítabandið á íslandi gaf út fyrir skömmu. Höf- undur hennar er Margrét Guð- mundsdóttir. Fremst í bók þessari er kveðja frá forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur, þar segir m.a. „Það er stundum sagt að ef ekki hefði til komið mikil sjálfboðavinna kvenna þegar íslenskt þjóðfélag var að mót- ast til þess nútímasamfélags sem við nú njótum væri þjóðlíf á íslandi ekki með þeim myndarbrag sem raun ber vitni.“ Forsaga þessa máls var að til ís- lands komu þijár bandarískar konur í júlímánuði árið 1895. Þær voru fulltrúar alþjóðlegra samtaka krist- inna bindindiskvenna. Félag þetta var í daglegu tali nefnt Hvítabandið. Jessie A. Ackermann var í forsvari fyrir þessari sendinefnd sem hélt skömmu síðar fund í Góðtemplara- húsinu og sagði Ackermann þar frá uppruna Hvítabandsins í Bandaríkj- unum. Það var í árslok 1873 að hreyfing kvenna í Ohioríki sagði veitingamönnum stríð á hendur. Markmið þeirra var að uppræta knæpur og breyta þeim í bænahús. Slíkar krossferðir kvenna breiddust út um öll Bandaríkin. Góður árangur sameiginlegra aðgerða leiddi fljót- lega til þess að stofnuð voru bindind- isfélög kvenna víðs vegar um Banda- ríkin. Þau bundust síðan samtökum og stofnuðu Landssamband Hvíta- bandsfélaga 18. nóvember 1874. Með ferð sinni til íslands urðu þessar þrjár bandarísku konur hvatamenn að stofnun Hvítabands- ins á íslandi. Hjálparhella þeirra á íslandi var Ólafía Jóhannsdóttir, fósturdóttir Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður, sem vann merkt braut- ryðjendastarf fyrir íslenskar konur, sem leiddi m.a. til stofnunar Hins íslenska kvenfélags vorið 1894. Það félag vann fyrst að fjársöfnun til styrktar innlendum háskóla en sneri sér svo nokkru síðar að bindindis- málum. Ári síðar boðaði félagið til fundar og lagði Ólafía Jóhannsdóttir þar til, fyrir hönd undirbúnings- nefndar, að stofnað yrði bindindisfé- lag kvénna. Nokkrar konur svöruðu kallinu og meðan bandarísku kon- urnar stóðu við á íslandi gengu níu- tíu konur í Hvítabandið, margar þeirra töldust til heldri kvenna í bænum. Útrýma skyldi nautn áfengra drykkja' Meginmarkmið Hvítabandsins var að útrýma nautn áfengra drykkja. í lögum félagsins var þess þó sérstak- lega getið að félagskonur mættu bera fram áfengi „eftir skipun eigin- manns eða húsbænda". Vorið 1896 ferðaðist Ólafla Jóhannsdóttir um landið fyrir tilstilli 200 króna styrks frá bandarísku hreyfíngunni og stofnaði nýjar félagsdeildir Hvíta- bandsins. Þær urðu þó ekki Ianglífar og náði félagið aldrei fótfestu utan Reykjavíkur að nokkru marki. Einn helsti hugmyndafræðingur Hvíta- bandsins í Bandaríkjunum var Frances E. Willard. Hún hafði snemma risið upp gegn hefðbundn- um hugmyndum um hlutverk kon- unnar og hún var kosin forseti lands- samtaka Hvítabandsins árið 1879. Eitt helsta markmið samtakanna var að vernda veg og velferð heimil- anna. Þrátt fyrir þessar hefðbundnu hugmyndir um hlutverk og stöðu kvenna börðust samtökin fyrir laga- legu jafnrétti kynjanna, fyrst og fremst kosningaréttinum. Willard vildi yfirfæra hlutverk og gildislffíar mæðra yfir í opinbera lífíð. Þannig skipti ekki máli hvort konur væru líkamlegar mæður eðá ekki. Þær áttu að líta á alla samferðamenn sína eins og móðir á afkvæmi sitt og lifa og starfa með það að leiðar- ljósi. Alþjóðasamband Hvítabandsins hélt því fram að stöðva bæri hvers konar siðleysi með lögum. Alla 19. öldina var almennt talið að grund- vallarmunur væri á þörf karla og kvenna fyrir kynlíf. Álitið var að karlmenn hefðu mun sterkari kyn- þörf en konur. Þessi kennisetning kynti undir þá skoðun að konur væru nánast óvirk fórnardýr losta karlmanna. Willard notaði þessa rök- semdafærslu til þess að undirstrika nauðsyn þess að konur fengju kosn- ingarétt. Þær myndu þá styðja fram- bjóðendur til valda sem stæðu vörð um gott siðferði. Hvítabandið á íslandi Hvítabandið á íslandi varð fyrst íslenskra kvenfélaga til að gerast aðili að alþjóðlegum samtökum. Þjóðemishyggja setti þó frá upphafi svip á störf Hins íslenska kvenfélags og Hvítabandsins. Þau voru fyrstu kvenfélögin í Reykjavík sem tóku pólitíska afstöðu í sjálfstæðisbarátt- unni og Hvítabandskonur stunduðu leynt og ljóst þjóðfrelsisbaráttu inn- an alþjóðasamtakanna. íslenska Hvítabandið var viðurkennt sem sjálfstæður aðili að alþjóðasamtök- unum en ekki sem deild dönsku landssamtakanna. Fyrsti forseti Hvítabandsins á íslandi var Ólafía Jóhannsdóttir. Núverandi formaður Hvítabands- ins á íslandi er Hervör Jónasdóttir^ fyrrum sendiherrafrú í London. I samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði hún að fyrstu kynni sín af Hvítabandinu hefðu verið þau að tengdamóðir hennar, Oddfríður Steinunn Jóhannsdóttir, hefði boðið henni á fund þar árið 1967. „Þá var ég 24 ára gömul og fannst þetta mjög merkilegt," sagði Hervör. „Öddfríður tengdamóðir mín var í stjórn Hvítabandsins í 37 ár og var þar m.a. í forystusveit þegar sjúkra- hús Hvítabandsins var byggt, hún var mikil baráttukona. Eftir að hafa farið með henni á þennan fyrsta fund varð ekki aftur snúið.“ í bókinni Aldarspor segir að tekið hafí verið á móti fyrstu sjúklingun- um á Skólavörðustíg 37, þar sem sjúkrahús Hvítabandsins var til húsa, 1934. Reglugerð fyrir sjúkra- húsið var þó ekki staðfest fyrr en 1937. Hvítabandskonur hugðust í upphafí reka hjúkrunarheimili fyrir konur en endurskoðuðu þá hug- mynd, m.a. af fjármögnunarástæð- um, og reistu þess í stað sjúkrahús. Reyndin varð sú að mun fleiri konur dvöldu á sjúkrahúsi félagsins en karlar. Margar konur auk Oddfríðar urðu til þess að lyfta því grettistaki sem stofnun og rekstur sjúkrahúss Hvítabandsins var á þeim árum. Hervör Jónasdóttir hefur setið marga fundi Hvítabandsins, þótt hún hafí á stundum átt heima erlendis. „Mér fannst alltaf gott að koma þarna. Þessar konur vildu láta gott af sér leiða án þess að hafa hátt um það,“ sagði Hervör. „Þær styrktu þá sérstaklega geðfatlað fólk og einnig þá sem áttu við áfengisvanda að stríða. Það á einnig við í dag, að viðbættum vímuefnavandanum. Við styrkjum Dyngjuna, sem er áfangaheimili fyrir konur sem hafa verið í vímuefnameðferð. Einnig styrkjum við heimili fyrir börn sem eiga um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Þetta heimili er við Kleif- arveg og Hvítabandið átti hlut að tilurð þess ásamt Barnaverndar- nefnd og Heimilissjóði taugaveikl- aðra barna. Á þessu heimili er rekið mikilvægt forvarnarstarf fyrir börn. Það er erfitt að græða sár sem ekki sjást en á þessu heimili er yndislegt fólk sem veitir þá hjálp sem það getur. Heimilið á Kleifarvegi er angi af Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aðstoð okkar Hvítabandskvenna hefur m.a. falist í ýmsu sem lýtur að útbúnaði á heimilinu, svo aðbúnaður barnanna sem dvelja þar verði sem bestur og líkastur því sem gerist í góðum for- eldrahúsum. Aðstoðin við þessi tvö heimili er helsta verkefni Hvíta- bandsins. Nýjar konur velkomnar til starfa Hvað skyldu margar konur starfa í Hvítabandinu núna? „Við erum rúmlega fjörutíu, en meðalaldur kvennanna er orðinn nokkuð hár. Um tíma þótti ekki fínt að starfa í kvenfélagi. Ég minnist þess að á árum áður sögðu kunn- ingjakonur mínar stundum þegar ég var að fara á fund í Hvítabandinu: „Ertu að fara á kerlingafund?" og vildu ekki koma með mér. Sannleik- urinn er sá að það er full þörf fyrir starfsemi af þessu tagi. Mér er mikið í mun, ekki síst þegar Hvítabandið stendur á einnar aldar tímamótum, að fá sem flestar nýjar konur til starfa með okkur. Við erum að vinna að mjög góðum málum. Þær sem vilja leggja góðum málefnum lið en hafa ekki enn fundið sinn farveg eru velkomnar til starfa innan vébanda Hvítabandsins. Fólk talar gjarnan um að það hafi ekki tíma, en það er nú svo að við höfum flest tíma til þess sem okkur langar til að gera. Við tölum oft um hvemig við vildun) gjaman hafa ýmislegt i umhverfi okkar en setjumst svo niður og bíðum eftir að einhver annar geri hlutina. Hér í Hvítabandinu hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf. Ég veit fyrir víst að samfélagið í Reykjavík væri ekki það sem það er ef ekki hefði komið til mikið og óeigingjarnt starf kvenna og manna í líknarfélög- um. Það dugir oft skammt að bíða alltaf eftir að hið opinbera geri eitt- hvað. Enn er þörf fyrir Hvítabandið, það sýna m.a. fréttir af vímuefna- vandanum. Það felst í því mikil gæfa að vera þess megnugur að geta stað- ið jafnt í báða fætur og hafa styrk til þess að rétta hinum þróttminni hjálparhönd."""’ ............." FRANCES E. Willard var helsti hugmyndafræð- HERVÖR Jónasdóttir ingur Hvítabandsins i Bandaríkjunum. formaður Hvítabandsins. I ) I í t i I t I I I I í I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.