Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór STARFSFÓLK Barnaverndarstofu fyrir framan aðsetur stofnunarinnar í Suðurgötu 22. Á mynd- inni eru talið frá vinstri: Elísabet Berta Bjamadóttir, María Erla Marelsdóttir, Anni Haugen, Guð- rún Bóasdóttir, Guðjón Bjarnason, Hildur Sveinsdóttir og Bragi Guðbrandsson. Á myndina vantar Ingþór Bjarnason. Umræðan oft hlaðin tilfinningnm Umtalsverðar breytingar hafa orðið á skipan bamavemdarmála á íslandi í kjölfar þess að Bamavemdarstofa tók til starfa á síðast- liðnu ári, en tilgangurinn með stofnun hennar var að samræma stjóm bamavemdarmála í landinu. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins hefur fagnað stofnun hennar í athugasemdum sínum um framkvæmd Bamasáttmálans á íslandi nýlega. Lokun meðferðarheimilisins Tinda á Kjalamesi síðastliðið haust er meðal aðgerða sem gripið hefur verið til, en Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemdarstofu, segir í samtali við Hall Þorsteinsson að nýting Tinda hafi verið mun minni en gert var ráð fyrir og _______tilgangurinn með lokuninni hafí verið að nýta betur_ fjárveitingar til barnavemdar mála. Barnavemdarstofa heyrir undir félagsmálaráðu- neytið og tók reglu- gerð um hana gildi 1. júní 1995 og hóf hún þá starfsemi. Hjá stofnuninni sam- einast annars vegar stjórnsýsluleg verkefni varðandi bamaverndar- mál og hins vegar rekstur meðferð- arheimila fyrir börn og unglinga, sem áður heyrðu að mestu leyti undir Unglingaheimili ríkisins sem lagt var niður fyrir Vh ári. Loks eru á verksviði stofunnar ýmis verkefni á sviði barnavemdar sem lítt eða ekki hefur verið sinnt til þessa. Að sögn Braga felst stjómsýsla bamavemdarmála í eftirliti með starfsemi barnaverndarnefnda, en snar þáttur í því er að heimta ár- lega skýrslur frá þeim um störf þeirra og að fjalla um ýmis kæru- efni frá þeim sem eiga samskipti við nefndirnar. „Hjá þeim nefndum úti á landi sem hafa fagfólk á sín- um snærum er oft um að ræða fagmenn sem starfa einir og leggja mikla áherslu á að eiga aðgang að sérfræðingum sem geta þá lið- sinnt þeim og stutt í sínum ákvörð- unum, því þessi mál eru eins og gefur að skilja svo flókin í vinnslu og viðkvæm að það þarf að vanda mjög vel til þeirra. Þetta leiðbein- ingar- og ráðgjafarhlutverk Barna- verndarstofu er því mjög mikil- vægt og það reynir talsvert á það,“ segir Bragi. Þá hefur Barnaverndarstofa fræðsluhlutverki að gegna, en það felst í því að veita þeim sem kosn- ir eru í bamaverndarnefndir og starfsliði nefndanna reglubundna fræðslu á sviði barnavemdar. Ann- ars vegar lýtur þessi fræðsla að framkvæmd bamaverndarlaganna og málsmeðferð og vinnslu barna- verndarmála, og hins vegar að nýjungum og rannsóknum á þessu sviði sem mikilvægt er að nefndirn- ar hafi vitneskju um. Meðferðarheimili fyrir börn óháð aldri þeirra Almennt er verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga með þeim hætti að fyrir utan stjórnsýslulegt hlutverk ríkisins þá einskorðast verkefni þess á sviði barnaverndar- mála við það að hafa tiltæk sér- hæfð meðferðartilboð fyrir börn og unglinga. Þetta verkefni var áður að mestu á könnu Unglinga- heimilis ríkisins sem rak meðferð- arstofnanir fyrir unglinga 13-18 ára. Undir hatti Bamavemdar- stofu era hins vegar öll meðferðar- heimili, sem rekin eru á grandvelli bamavemdarlaga, óháð því hvort þau era ætluð börnum undir 13 ára aldri eða unglingum. „Samhliða þessari breytingu var mörkuð ný stefna í meðferðarmál- um bama og unglinga í kjölfar yfír- gripsmikillar úttektar á meðferðar- kerfínu. Annars vegar var ákveðið að setja upp eina ríkisrekna með- ferðarstöð fyrir unglinga sem gegndi fjölþættu hlutverki og kæmi í stað meðferðarheimilanna í Efsta- sundi 86 og Sólheimum 7 og Tinda. Þama er um að ræða Meðferðar- stöð ríkisins og er húsnæði fyrir hana í byggingu í Grafarvogi og verður það væntanlega tilbúið í ágústmánuði næstkomandi. Hins vegar var ákveðið að stefna að því að langtímameðferð og endurapp- eldi færi fram á einkareknum með- ferðarheimilum þar sem leitast væri við að skapa krökkunum heil- brigt fjölskylduumhverfí. Við höf- um trú á því að það sé bæði hag- kvæmasta leiðin og sú árangursrík- asta. í dag era einkarekin heimili þar sem boðið er upp á langtíma- meðferð rekin að Torfastöðum í Biskupstungum, Árbót í Aðaldal, Geldingalæk á Rangárvöllum og við Sólheima í Reykjavík. Að auki er eitt heimili, sem ekki er einkarekið en býður upp á langtímameðferð, að Bakkaflöt í Skagafírði og í tengslum við það annað einkarekið heimili í tilraunarekstrí að Lauga- mýri,“ segir Bragi. Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga er sjálfstæð ríkisstofnun og að sögn Braga mun hún grein- ast í þtjú meginsvið. í fyrsta lagi er um að ræða greiningu og skammtímameðferð, í öðru lagi vímuefnameðferð, sem á að koma í staðinn fyrir meðferðina sem var á Tindum á Kjalarnesi, og í þriðja lagi svokallaða neyðarvistun. Það er lögregluvistun eða vistun á veg- um barnaverndarnefnda, sem mið- ar að því að taka úr umferð í mjög stuttan tíma unglinga, sem stofna sjálfum sér í voða með eigin hátt- erni eða þá að ósakhæfír einstakl- ingar era vistaðir á meðan verið er að rannsaka sakamál. Þessu hlutverki hefur verið sinnt í Efsta- sundi 86 fram til þessa við ófull- nægjandi aðstæður. „Á Meðferðarstöð ríkisins mun- um við í fyrsta skipti hafa mögu- leika á lokaðri meðferð þar sem við getum vistað unglinga og hald- ið þeim gegn vilja sínum, en það hefur verið gloppa í kerfínu hjá okkur svo að við höfum ekki getað þetta nema í mjög takmörkuðum mæli. Þarna kemur svo aftur möguleiki til sólarhringsmeðferðar vegna vímuefnaneyslu eins og við buðum upp á á Tindum á sínum tíma.“ Heildaryfirsýn á einum stað Bragi segir að tilgangurinn með stofnun Meðferðarstöðvarinnar sé sá að gera meðferðarkerfíð sveigj- anlegra, en vitað sé að eftirspurnin eftir meðferð sé mjög breytileg frá einum tíma til annars. „Með fjölþættu hlutverki Með- ferðarstöðvarinnar undir einu þaki vonumst við til að geta betur aðlag- ast þeim kröfum sem til okkar era gerðar um þjónustu en verið hefur og jafnframt komist hjá að starf- rækja dýrar stofnanir sem ekki nýtast sem skyldi eins og var á Tindum á sínum tíma. Við nýtum því fjármagnið betur en áður var gert og það gerir okkurt kleift að fjölga langtímaúrræðum. Það höf- um við nú þegar gert og munum gera enn frekar eftir því sem þessi rekstrarhagræðing skilar sér. Það er því ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að meðferðarrýmum fyrir unglinga muni fækka með tilkomu Meðferðarstöðvar ríkis- ins.“ Allar ákvarðanir um innlagnir unglinga á Meðferðarstöðina og önnur meðferðarheimili verða teknar af Barnaverndarstofu, í samráði við meðferðaraðila. Und- anskilin er þó neyðarvistunin þar sem ákvarðanir um innlögn verða teknar af lögreglu og barnavernd- amefndum. Samkvæmt reglugerð er starfandi á Barnaverndarstofu svokallað fagteymi, sem í eru sér- fræðingar frá Barnaverndarstofu, forstöðumaður Meðferðarstöðvar- innar og yfirlæknir barna- og ungl- ingageðdeildar Landspítalans, en það metur umsóknirnar og raðar þeim í forgangsröð. í þessu felst að sögn Braga það mikilvæga ný- mæli að komið hefur verið á skipu- legri samvinnu á milli þeirra aðila sem veita börnum og unglingum þjónustu á sviði meðferðar og ætti það að tryggja markvissari vinnu- brögð. Þetta er mjög mikilvægt til að tryggja að það sé einhvers staðar á einum stað heildarsýn í kerfinu yfír þörfina á meðferðarrýmum og að tryggð sé eðlileg forgangsröðun og þeir fái vistun sem mesta hafa þörfina.“ Hvert og eitt langtímameð- ferðarheimilanna er rekið með sínu sniði enda er þeim ætlað að upp- fylla ólíkar þarfir. Bragi segir að oft sé þeim unglingum sem þurfa á meðferð að halda slengt saman undir einn og sama hattinn, en staðreyndin sé auðvitað sú að um sé að ræða einstaklinga með ólíkar þarfir og því misjafnt hvað henti hveijum og einum. Það er svo hlut- verk fagteymisins og Barnavernd- arstofu, sem tekur endanlegu ákvörðunina, að velja það meðferð- arúrræði sem hentar þörfum ungl- ingsins best. Aðstoð við val á fósturforeldrum Meðal nýrra verkefna sem Barnaverndarstofa annast er að veita barnaverndarnefndunum þjónustu við öflun hæfra fósturfor- eldra. Bragi segir barnaverndar- nefndir oft hafa átt í mestu erfið- leikum þegar upp hafi komið mál þar sem barn er forsjárlaust eða fóstra þarf barn til lengri tíma og misjafnlega tekist til í þessum efn- um. „Oft hefur fólk gefið sig að þessu verkefni án þess að hafa undirbúið sig nægjanlega eða átt kost á því að fá nauðsynlega fræðslu og stuðning. Ein undan- tekning á þessu er Reykjavíkur- borg sem undanfarin ár hefur rek- ið vistunar- og fóstursvið sem hef- ur sérhæft sig í þessum rnálurn," segir Bragi. Verkefni Barnaverndarstofu er að afla hæfra fósturfjölskyldna og veita þeim nauðsynlega fræðslu og búa þær undir þessa miklu ábyrgð sem þær axla. Þeir sem hafa áhuga á því að gerast fóstur- foreldri hafa því samband við Barnaverndarstofu og síðan fer í gang mat á aðstæðum viðkomandi og honum gefst kostur á að sækja námskeið. Fólk á því kost á góðum undirbúningi og þegar barnavernd- arnefnd leitar eftir fósturfjölskyldu er metið hvaða fjölskylda henti best viðkomandi barni. Þá er því miðlað til barnaverndarnefndar- innar og henni veitt ráðgjöf um það hvernig best sé að standa að fósturráðstöfuninni. „Þetta er að mínu viti gríðarlega mikilvægt viðfangsefni sem hefði í reynd átt að vera búið að koma á laggirnar fyrir löngu. Rannsókn- ir sem hafa verið gerðar benda til þess að fósturráðstafanir hafa því oft miður misfarist og börn hafa gjarnan áður fyrr lent í hrakningi á milli fósturheimila og ekki náð því að festa rætur hjá neinni einni fjölskyldu. Þetta era þá gjarnan böm sem á unglingsáranum lenda inni á meðferðarstofnunum á veg- um ríkisins. Það má því að nokkra leyti segja að þarna sé um að ræða ákveðið forvarnarstarf sem felst í að auka líkurnar á því að fósturráð- stafanir heppnist og börnunum vegni vel hjá nýrri fjölskyldu, en með þessu drögum við úr líkum á því að það þurfi að koma til inn- lagnar á seinni stigum í ævi barns- ins,“ segir Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.