Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Hall Þorsteinsson Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar ehf. er ein stærsta verkfræðistof- an á íslandi, en hún hefur nú starfað í hart- nær 40 ár. Fyrirtækið er enn í örum vexti og nokkur tíma: mót eru í sögu þess um þessar mund- ir, en það hefur tekið í notkun nýja hæð undir starfsemi sína í Borgar- túni 20 og er það nú allt undir sama þaki, í rúmgóðu og björtu húsnæði. Áætlað er að heildarvelta VSÓ og dótturfyrirtækja verði um 220 millj- ónir króna á þessu ári og fjöldi starfsmanna verði á bilinu 45-50, en athygli vekur að meðalaldur starfsmanna er aðeins 34 ár. I dag býður fyrirtækið viðskiptavinum sín- um upp á alhliða þjónustu við hönn- un mannvirkja og jafnframt þjón- ustu á sviði verkefnisstjómunar, áætlanagerðar, vörustjórnunar og hagkvæmnisathugunar. Á undan- förnum fimm árum hefur VSÓ unn- ið að hátt að eitt þúsund misstórum verkefnum og er verðmæti þeirra vel á annan tug milljarða króna. Verkfræðistofa Stefáns Ólafsson- ar var stofnuð 1958 og var rekin sem einkafyrirtæki til ársins 1972 þegar henni var breytt í hlutafélag. Aðaleigendur fyrirtækisins nú eru þeir Bjarni H. Frímannsson, sem hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1965 og Stefán P. Eggertsson, sem hefur starfað hjá VSÓ frá 1973. Dótturfyrirtæki stofnað um rekstrarráðgjöf Allt til ársins 1985 voru viðfangs- efni verkfræðistofunnar flest á sviði almennrar byggingarverkfræði og þá einkum hönnun burðarvirkja og framkvæmdaráðgjöf, en eftir 1980 urðu rekstrartengd verkefni veruleg- ur og vaxandi þáttur í starfseminni. „Við vorum þá í auknum mæli að vinna fyrir Eimskip og voru það mjög mikið rekstrartengd verkefni, en ekki endilega verkefni sem bund- in voru við framkvæmdir. Uppbygg- ingin í Sundahöfn var til dæmis að hefjast hjá Eimskip á þessum árum og einnig gámavæðingin,“ segir Stefán. „Á tímabilinu frá 1980 til 1985 fer þessi þróun að verða nokkuð áberandi, en á árunum 1988-1989 förum við að auka umsvifin í hönnun lagna og loftræstikerfa, sem við höfðum ekki unnið mikið við áður. Þarna var stigið nokkuð stórt skref, við fjölguðum fólki og leituðum sam- starfs við danska ráðgjafarfyrirtæk- ið NNR. Þetta er umtalsverður þátt- ur í starfseminni í dag, rétt eins og hönnun burðarvirkja. Eftir 1990 fór- um við síðan að byggja enn frekar upp rekstrarráðgjöfina og 1992 tók- um við ákveðið skref með því að stofna sérstakt dótturfyrirtæki um þá starfsemi sem heitir VSÓ Rekstr- arráðgjöf. Fyrsta viðfangsefnið eftir að fyrirtækið fór af fulium krafti í rekstrarráðgjöf var á sviði gæða- stjórnunar, og hefur stofan unnið mjög mörg slík verkefni fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Þetta er sá þáttur í okkar rekstri sem vaxið hefur hvað mest á síðustu árum, en sem dæmi má nefna verkefni byggð á svokallaðri HACCP aðferð við innra eftirlit og áhættustjórnun í framleiðslu, sem t.d. hefur verið beitt í matvælaiðnaði hérlendis. Þá hafa fjölmörg verkefni verið unnin í altækri gæðastjórnun. “ Bjami segir að viðskiptavinir VSÓ séu á bilinu 60-65% úr einkarekstri, um 10% séu sjálfseignarstofnanir, þar sem sveitarfélög og ríki koma inn sem eignaraðilar, en meginverk- efnin fyrir hið opinbera séu ekki nema um 20%. Þetta segir hann vera mjög einkennandi fyrir starf- semi VSO. „Aðalmálið hjá okkur er að geta boðið það sem við köllum heildar- lausnir og að við séum alls staðar inni á öllum stöðum," segir Bjarni, en meðal slíkra verkefna sem VSÓ hefur tekið að sér er húsnæði SVR og Pósts og síma í Mjódd. „Menn togast oft á um þessa hugmyndafræði um hvernig skipta eigi verkefnum niður. Sumir vilja hafa forathugun á einni hendi, fram- kvæmd á annarri, eftirlitið á þeirri þriðju og svo kemur verktakinn á þeirri fjórðu. Þessir aðilar megi svo helst aldrei hittast í sama herbergi án þess að vitni sé viðstatt. Við Morgunblaðið/Kristinn BJARNI H. Frímannsson og Stefán P. Eggertsson aðaleigendur Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar, VSÓ. UMHVERFISMÁLIN GÆL UVERKEFNIÐ VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Stefán P. Eggertsson er 49 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, og nam bygg- ingaverkfræði við Háskóla Islands og Tækni- háskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk prófi það- an 1971. Hann starfaði hjá Vatnsveitu Reykja- víkur í tvö ár en réðst þá til starfa hjá Verk- fræðistofu Stefáns Olafssonar. Eiginkona Stef- áns er Kristín Gunnarsdóttir blaðamaður, og eiga þau þijú börn, Huldu 24 ára, Gunnar 20 ára og Eggert 18 ára. ►Bjarni H. Frímannsson er 56 ára, fæddur og uppalinn á Dalvík. Hann nam byggingartæknifræði við Kobenhavn Bygningsteknikum og lauk prófi þaðan 1964. Hann starfaði hjá Ostenfeld og Johnsen í 1 lh ár, en hóf störf hjá Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar árið 1965. Eiginkona Bjarna er Jytte Frímannsson sem er af dönsku bergi brotin. Þau eiga þijár dætur, Marianne 29 ára, Ásu Kar- in 27 ára og Lise-Lotte 25 ára. höfum talið að þetta sé rangt og stefnt að því að geta veitt heildar- lausnir, og SVR í Mjódd var að því leyti til óvenjulegt verkefni að við höfðum verkefnisstjórn með höndum og auk þess hönnun og eftirlit með framkvæmdum." Góðæri kemur hægt inn í framkvæmdir í heild sinni hefur verið mikill samdráttur hjá verkfræðistofum hér á landi undanfarin ár, og segir Bjarni að talið sé að almennt hafi orðið um 20% samdráttur síðan 1991. Þetta hafi leitt til þess að starfsmönnum á stofunum hafi verið fækkað, yfir- vinna skorin niður og hagrætt á fleiri sviðum, en hann segir að VSÓ sé ein af fáum stofum sem hafi stækk- að á þessum sama tíma og umsvif hennar aukist um 10-20%. „Okkur finnst að þetta hafi verið að breytast í fyrra og við trúum því að þetta samdráttarskeið sé liðið. En þetta gerist hægt, og ég held að við upplifum ekki aftur þá tíma sem menn lifðu við hér á árunum 1980 til 1990,“ segir Stefán. Bjarni tekur í sama streng og segir góðæri koma miklu hægar inn í allar framkvæmdir. Það sé þó eins og fyrirtæki telji betri tíð framundan og allir umhverfisþættir sem þjóðin lifi hvað mest á séu jákvæðir. „Þetta kemur hins vegar ekki fram í auknum framkvæmdum fyrr en síðar. Fyrst leiðrétta menn rekst- urinn hjá sér og bæta hann, en hér er búið að byggja heilmikið sem margt er slæmt og til lítils brúk- legt, og menn eru þá að breyta því. Eg held svo að menn komi til með að fjárfesta með allt öðrum hætti í framtíðinni, og til dæmis er um- hverfisvitund manna að aukast mik- ið. Þeir sem eru að framleiða mat- væli verða nauðugir eða viljugir að falla inn í ákveðið mynstur sem heit- ir umhverfismál og -vernd, en þeir eru skuldbundnir gagnvart því vegna okkar markaða. Síðan eru menn að setja sér allskonar markmið á þess- um nótum, en stór fyrirtæki sem ekki eru umhverfisvæn geta trúlega ekki gert sig sýnileg. Það eru ýmis svona mál sem menn tengja fram- kvæmdunum, en það verður ekki farið í neinar byggingarframkvæmd- ir eins og t.d. á Höfðabakka þar sem húsnæði stendur autt núna og mark- miðið með byggingunni var ekkert annað en að fjárfesta. Ég held að byggingar verði miklu hnitmiðaðri í kringum ákveðinn rekstur. Hugs- unin hjá fyrirtækjum sem ætla að koma sér upp húsnæði er kannski fyrst sú hvort hægt er að kaupa eldra húsnæði sem hentar, en ef það finnst ekki þá er byggt nýtt sem hentar," segir Bjarni. Stefán segir að vegna þeirrar breiddar sem sé hjá VSÖ í dag hafi það komið sér vel að geta unnið með mönnum að heildarlausnum hjá fyr- irtækjum þeirra en ekki aðeins að byggingum eða einhveijum öðrum STARFSMENN VSÓ eru um 45 talsins og er reiknað með að þeim fjölgi enn á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.