Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. MARZL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDVINNSLA ENDURSKIPULÖGÐ IMORGUNBLAÐINU í gær er frá því skýrt, að Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. hyggist endurskipuleggja landvinnslu sína frá grunni. Gert sé ráð fyr- ir, að þær breytingar komi til framkvæmda í haust og að árangur þeirra sjáist þegar á næsta ári. Fyrirtækið hafi feng- ið danskt ráðgjafafyrirtæki til þess að gera viðamikla úttekt á landvinnslunni og hvemig auka megi hagkvæmni hennar. Nið- urstaða danska fyrirtækisins sé sú, að möguleikar til að efla landvinnsluna og auka arðsemi hennar séu miklir. Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir í við- tali, sem birt er í fréttabréfi fyrirtækisins, að „annars vegar þurfi að stórauka afköstin og hins vegar þarf að ná stærri hluta af framleiðslunni í verð- mætari pakkningu“. Þá kemur fram, að rætt sé um að taka upp tvískiptar og jafnvel þrí- skiptar vaktir og um leið þurfi að endurskoða það launakerfi, sem er við lýði. Þessar fyrirhug- uðu breytingar hafi verið kynnt- ar starfsfólki ÚA og forsvars- mönnum Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Ef vel tekst til getur þetta frumkvæði forsvarsmanna Út- gerðarfélags Akureyringa hf. orðið upphafið að mestu þátta- skilum í rekstri frystihúsa landsmanna um áratugaskeið. A undanförnum árum hefur orðið gífurleg og nánast ótrúleg breyting í rekstri íslenzkra sjáv- arútvegsfyrirtækja. Þrátt fyrir síminnkandi þorskafla hefur forystumönnum fyrirtækjanna tekizt að snúa vörn í sókn og laga útgerðarreksturinn að breyttum aðstæðum. Hins vegar hafa erfiðleikar í sumum grein- um fiskvinnslunnar verið miklir. Eitt af því, sem valdið hefur erfiðleikum er sú einfalda stað- reynd, að framleiðslugeta frystihúsanna hefur ekki verið nýtt nema að takmörkuðu leyti. Með sameiningu fyrirtækja hef- ur tekizt að bæta úr þessu að nokkru leyti og er sameining þriggja útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja í Reykjavík í Granda hf. skýrasta dæmið um það. Fiskvinnslan hefur hins vegar verið að færast út á sjó í frystitogarana m.a. vegna þess, að kjarasamningar hafa verið sjóvinnslu hagstæðari en landvinnslu. Þess vegna getur Verkalýðsfélagið Eining leikið lykilhlutverk í því sem framund- an er á Akureyri og skilningur forystumanna þess á þýðingu þessara breytinga hjá ÚA er afar mikilvægur svo að ekki sé meira sagt. Félagsmenn verkalýðsfélag- anna eiga hér hins vegar mikilla hagsmuna að gæta. Það er ekki í þeirra þágu, að landvinnslan verði ekki samkeppnisfær við sjóvinnslu. Þvert á móti eru miklir hagsmunir tengdir því að koma málum þannig fyrir, að landvinnslan verði að fullu sam- keppnisfær við sjóvinnsluna og meira en það. Forsendan fyrir því er hins vegar sú, að breyt- ingar af því tagi, sem nú er bersýnilega stefnt markvisst að hjá ÚA nái fram að ganga. Ár- angurinn getur líka orðið sá, að meiri atvinnumöguleikar verði í fiskvinnslu og að afkoma verka- fólksins batni. Af þessum sökum eru þær aðgerðir, sem framundan eru hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. einhver merkustu tíðindi, sem borizt hafa um langt skeið af vettvangi sjávarútvegsins. Takist félaginu að ryðja braut- ina mun það valda algerum umskiptum I fiskvinnslu lands- manna. 1 QQ í SÍÐ- i L4 Li • ASTA Helgispjalli minntist ég á hvemig miklir lista- menn geta farið fram- hjá samtíð sinni, gleymzt: áratugum saman, en risið upp með nýjum kyn- slóðum. Þá eru þeir horfnir af sviðinu sem mest bar á — og eiga ekki aftur- kvæmt. Melville hafði verið heldur vel tekið þegar hann skrifaði fyrstu bók sína, en Moby Dick fékk hrak- smánarlega útreið og að henni út- kominni hvarf skáldið af sjónarsviðinu og dó gleymdur. Ótrúlegt(l) Moby Dick er einstæð skáldsaga og engu lík. Hún er eitthvert fjölbreyttasta og eftirminnilegasta skáldverk sem skrif- að hefur verið og er nú sígíld. Og Melville lifir góðu lífi, en samtími hans er gleymdur. Allir kallarnir og kellingamar sem þá bar mest á; sem- sagt allt íjölmiðlaliðið. En Melville hefur aldrei verið sprækari en nú um stundir, enda var hann meistari. Hér má svo minnast þess sem seg- ir í nýlegri grein um indverska skáld- ið Rabindranath Tagore sem var — ekkisízt vegna stjómmálaskoðana sinna og boðskapar — einskonar fjölmiðlastjarna, en er nú að mestu gleymdur, en greinin birtist í The New York Times Book Review ekki alls fyrir löngu og er eftir Paul Mann; þar segir m.a.: „A fyrstu þremur áratug- um þessarar aldar naut Rabindranath Tagore slíkrar virðingar, að hann gat leyft sér að setja ofan í við Gandhi, rökrætt afstæðiskenningu Einsteins við hann sjálfan, farið fram á fund með Herbert Hoover í Hvíta húsinu og fengið 25.000 manna til að hlýða á sig í Colosseum í Róm. Vegna fram- lags sins til bókmenntanna var hann sleginn til riddara og hann var fyrsti Indverjinn, sem vann til nóbelsverð- launa. Hann var annar Indveijinn, sem gerður var að heiðursdoktor við háskólann í Oxford. Um tíma var enginn fyrirlesari í Bandaríkjunum í jafnmiklum metum og hann og þegar hann kom fram í Camegie Hall 1930 urðu þúsundir manna frá að hverfa. Nú er aldrei á hann minnzt á Vestur- löndum, ekki frekaren hann hafi ekki verið til. Það er einsog einhver yfir- náttúrulegur ritskoðari hafi farið yfir sögu þessara ára og þurrkað hann út. Kvæðasafnið, sem færði Tagore nóbels- verðlaunin — og olli hneyksli, sem sýnir, að pólitísk rétthugsun er allt annað en ný af nálinni — hét „Gita- njali“ (Söngvafómir). Þessi kvæði, leikritið „Pósthúsið" og skáldsagan „Átthagamir og umheimurinn" (sem einn af lærisveinum hans, Satyajit Ray, kvikmyndaði) öfluðu honum að- dáunar ýmissa samtíðarmanna hans á Vesturlöndum, til dæmis Ezra Po- unds, Robert Frosts og W. B. Yeats, en aðrir létu sér fátt um finnast, þar- ámeðal Bertrand Russel, T. S. Eliot og Rudyard Kipling. Þetta olli því, að alla ævi Tagores var um það deilt hvort verk hans væru fyrsta eða ann- ars flokks eða hvort ógerlegt væri að koma þeim fyllilega til skila í þýðing- um. Tagore hélt því fram, að þann sér- staka menningarheim, sem birtist í verkum hans, ýmis blæbrigði Bengali- menningarinnar, ólíkt hljóðfall tungu- málsins, væri aldrei unnt að þýða nákvæmlega og þess vegna útilokað, að Vesturlandamenn gætu metið verk hans að verðleikum. Stuðningsmenn hans á Vesturlöndum sögðu, að hvað- sem mönnum fyndist uin kveðskap- inn, þá væru hugmyndir hans og skáldleg sýn fyrsta flokks og hefðu almenna skírskotun. Það er þessi deila um verk Tagores og bókmenntalegt gildi þeirra, sem sýnir gleggst hans beztu hugmyndir og mestu mistök. Tagore kallaði það „kynþáttavandamálið" og það á ekki- síður við nú en þá — jafnvel frekar nú þegar haft er í huga, að menn eru almennt sammála um, að styijaldir séu bölvun en kunna þó ekki enn að halda friðinn." Samtímamenn Tagores eru nú nær allir gleymdir, hvaðsem leið völdum þeirra og áhrifum meðan þeir voru og hétu. En tíminn einn mun leiða í ljós hvort Tagore deilir örlögum þeirra, eða hvort hann lifir áfram með nýjum kynslóðum. En það verður þá einvörðungu fyrir ljóð hans og lista- verk, en hvorki gamlar vinsældir, boðskap og stjórnmálaskoðanir eða þá fjölmiðlafrægð sem kallar á 25 þús. áheyrendur, en deyr inní tfmann einsog logi sem slokknar í gusti. Hér má svo einnig benda á það sem J.D. McClatchy segir um nóbelsverð- laun Seamus Heaneys í The New York Times Book Review nú fyrir skömmu. Hann segir: „Gamansamur náungi sagði einu sinni, að dínamítið væri það meinlausasta, sem Alfred Nobel hefði fundið upp um dagana. Verðlaunin, sem hann stofnaði til fyr- ir ágóðann af uppfinningunni, eru í raun ekki minna sprengiefni. Nægir í því sambandi að nefna þá pólitísku réttlætingu, sem Nóbelsnefndin lætur oft fylgja tilkynningunni um bók- menntaverðlaunin. í október — svona eins og til að greiða fyrir friðarviðræð- um milli brezku stjómarinnar og IRA — tilkynnti hún, að nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir árið 1995 féllu í hlut írska skáldsins Seamus Heaneys og lofaði hann fyrir að „hafa látið sig varða ofbeldið á Norður-írlandi Raunar er það svo, að í ljóðum sín- um hefur Heaney fjallað um flest annað en ofbeldi. Vissulega bregður því fyrir, enda hluti af daglega lífinu [ landi hans, en viðfangsefni hans hafa ávallt verið mun persónulegri, hann er umfram allt ljóðrænt skáld. Hver staður, hefur hann alltaf sagt, býli í Derry eða gata i Dyflinni, er táknrænni fyrir það líf, sem þar er lifað, en þá stöðu, sem hann hefur í samfélagsmyndinni. Heaney hefur alla tíð haft minni áhuga á þjóðfélags- rýni en að skoða hjörtun — vonir þeirra og þrár, hégómann og, að vísu, ofbeldið líka.“ Heaney notar í ljóði sínu Funeral Rites skírskotun i Njálu til að lýsa þjóðfélagi blóðhefndarinnar á Norður- Irlandi, og dregur ályktanir af því hvemig Gunnar liggur ókyrr meðan hans er enn óhefnt. Slík pólitísk skír- skotun er undantekning í ljóðum hans og því ástæðulaust fyrir Sænsku aka- demíuna að gera ógnaröld hryðju- verkamanna að einhveijum sérþætti í ljóðlist hans. En samtíminn krefst þess. Ljóðlistin má ekki standa ein útaf fyrir sig. En sem slík mun hún annaðhvort halda velli — eða ekki; rétteinsog öll mikil list; t.a.m. skáld- skapur Njálu sem ber umhverfi sínu vitni einsog Innansveitarkronika og Atómstöðin og önnur ritstýrð sagn- fræði; eða táknsögur um manninn. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 2. marz UM SÍÐUSTU HELGI var fjallað hér í Reykjavíkurbréfi um úreldingu Mjólkur- samlagsins í Borgar- nesi og þá staðreynd, að Kaupfélag Borg- firðinga fékk greiddar 227 milljónir króna af almannafé til þess að úrelda mjólkurbúið, hélt eignunum og hefur við orð að hefja þar aðra drykkjar- vöruframleiðslu í samkeppni við einkafyrir- tæki í landinu. Fyrir nokkrum dögum kom þetta mál til umræðu á Alþingi að frumkvæði Ág- ústs Einarssonar, þingmanns Þjóðvaka, og í gær, föstudag, birtist hér í blaðinu grein- argerð frá Guðmundi Bjamasyni, landbún- aðarráðherra, þar sem hann sakar Morg- unblaðið um ókunnugleika og að ganga erinda sérhagsmuna. Fullt tilefni er til að fjalla um athugasemdir landbúnaðarráð- herra vegna þess, að þær varpa nýju ljósi á þetta mál. í grundvallaratriðum er röksemdafærsla ráðherrans sú, að Alþingi hafi ákveðið að styrkja úreldingu mjólkurbúa en að aldrei hafi staðið til, að hinar úreltu eignir gengju til ríkisins. Ráðherrann kemst þannig að orði: „Af þessum skrifum mætti ráða, að fasteign eða vélar mjólkursamlagsins hafi á einhverju stigi málsins orðið eign ríkis- ins, en því fer víðs ij'arri." Og Guðmundur Bjarnason bætir við til þess að rökstyðja mál sitt enn betur: „Það úreldingarfé, 450 milljónir, sem veitt var af verðmiðlunarfé, skyldi notað til að greiða fyrir úreldingu á eignum í mjólkuriðnaði - ekki til kaupa á þeim - gegn því, að þær yrðu ekki notað- ar til mjólkuriðnaðar. Enga kvöð er neins staðar að finna í lögum eða reglum um að þær skuli eyðileggja. Því skyldi ekki heimilt að nýta þær til annarra verkefna, sem leitt gæti til nýrrar atvinnusköpunar?“ Hinn 22. apríl á sl. ári setti Halldór Blöndal, þáverandi landbúnaðarráðherra, „reglur um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagræðingaraðgerða í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu“. í 2. gr. þeirra segir m.a.: „Nefnd skv. 5. gr. skal láta leita eftir almennum tilboðum í viðkomandi eignir.“ Nú má spyija: Hvers vegna voru reglur settar um, að leita skyldi eftir almennum tilboðum í hinar úreltu eignir mjólkursam- lagsins, ef það var að mati Guðmundar Bjarnasonar, núverandi landbúnaðarráð- herra, aldrei ætlunin, að þeir, sem lögðu fram 227 milljónir til úreldingar mjólkur- búsins, þ.e. skattgreiðendur í landinu, fengju hinar úreltu eignir á móti úrelding- arfénu til þess að selja þær og hafa eitt- hvað upp í sinn kostnað? Hvers vegna var þá haft fyrir því að auglýsa eignirnar til sölu?! Hvert átti hugsanlegt söluandvirði að renna? Til Kaupfélags Borgfirðinga? Átti það að fá söluverðið til viðbótar við 227 milljónirnar?! Alla vega er ljóst, að Morgunblaðið er ekki eitt um að skilja lög Alþingis og regl- ur fyrrvprandi landbúnaðarráðherra á ann- an veg en Guðmundur Bjamason. Fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar í hinni svo- nefndu hagræðingamefnd, sem skipuð var til þess að fjalla um þessi mál, er sömu skoðunar. í samtali við Morgunblaðið hinn 23. febrúar sl. segir Bjöm Amórsson, hag- fræðingur BSRB, sem var fulltrúi verka- lýðshreyfíngarinnar í nefndinni, m.a.: „Eins héldum við þeirri skoðun á lofti, að Kaupfélagið ætti ekki að eiga þetta hús- næði eftir sem áður. Það var alveg klár- lega okkar afstaða allan tímann. En eins og áður segir vomm það ekki við, sem tókum þessar ákvarðanir, heldur var það ráðherra, sem fékk málið í hendur með öllum okkar athugasemdum." Raunar eru það fleiri en Morgunblaðið og Björn Arnórsson, sem skilja málið á þennan veg. í samtali við Morgunblaðið hinn 23. febrúar sl. segir Vilhjálmur Egils- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: „Þetta er spurning um, hvort úrelding þýði að ríkið sé að kaupa viðkom- "■vns Morgunblaðið/Rax A SNÆFELLSNESI andi starfsemi og ráðstafa þá eignunum í kjölfarið eða hvort þessi úreldingarstyrk- ur sé eitthvað, sem fyrirtækið fái beint í vasann, án mikilla skilyrða annarra en þeirra að hætta að framleiða mjólk. Þetta virðist ekki vera á hreinu, því verið er að fela Ríkiskaupum að selja eignirnar og Ríkiskaup virðast hafa vald á því, hvort tilboðum sé tekið eða ekki. Þá virðist það vera hluti af úreldingarsamningnum að sölutilraunum sé lokið 1. júní. Því sýnist mér á þessu, að ríkið hafi getað selt hveij- um sem er eignimar fyrir þann tíma en á móti komi lækkun á úreldingarstyrk. Þá hefði maður haldið að fara ætti með sölu þessara eigna eins og almennt tíðkast um sölu á eignum ríkisins. Engu að síður virð- ist sem eignirnar hafi áfram verið í eigu Kaupfélagsins." Og það eru fleiri en Morgunblaðið, Björn Amórsson og Vilhjálmur Egilsson, sem líta svo á, að hér hafi eignir ríkisins verið auglýstar til sölu. Vilhjálmur Egilsson bendir réttilega á, að Ríkiskaupum hafi verið falið að selja eignir mjólkurbúsins í Borgarnesi, éftir að Guðmundur Bjarnason hafði undirritað samning um úreldingu þess við Kaupfélag Borgfirðinga. Afstaða Ríkiskaupa til þessa máls kemur m.a. fram í bréfi þeirrar stofnunar til Sólar hf. hinn 31. maí á síðasta ári. Bréfið er undirritað af Guðmundi I. Guðmundssyni, lögfræð- ingi Ríkiskaupa. Að þessu bréfi Ríkiskaupa er vikið í umfjöllun viðskiptablaðs Morgun- blaðsins um málið hinn 22. febrúar sl. í bréfi lögfræðings Ríkiskaupa segir m.a.: „Ríkiskaupum var falið af Landbúnaðar- ráðuneytinu og Hagræðingarnefnd að aug- lýsa eftir tilboðum í eignina og annast sölu í samráði við framangreinda að- ila . . . Bent er á að lög um framkvæmd útboða eiga ekki við um sölu eigna heldur í þessu tilviki reglugerð um ráðstöfun éigna ríkisins . . .“ Aftur má spyija: Hvemig gátu landbún- aðarráðuneyti og hagræðingarnefnd falið Ríkiskaupum að selja eignir, sem Guðmund- ur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, segir um hér í blaðinu í gær, föstudag, að „því fer víðs fjarri“, að þessar eignir hafi „á einhveiju stigi málsins orðið eign ríkisins"? Og enn má spyija: Hvemig gátu Ríkiskaup beitt „í þessu tilviki reglugerð um ráðstöfun eigna ríksins“, eins og segir í bréfi lögfræð- ings Ríkiskaupa, ef þessar eignir vora á engu stigi málsins eignir ríkisins, eins og landbúnaðarráðherra heldur fram?!! Sannleikurinn er sá, eins og öllum má ljóst vera af því sem hér hefur verið rak- ið, að það stendur vart steinn yfir steini í málflutningi landbúnaðarráðherra. mmmmmmmm ekki tekur Áttadaga hret™ vlð> ^ auglysmgin Bjamason byijar að útskýra hvernig standi á því fáheyrða framferði að gefa hugsanlegum kaupendum átta daga frest til að gera tilboð í eignir mjólkurbúsins í Borgarnesi. Ráðherrann segir í greinar- gerð sinni hér í blaðinu í gær, föstudag: „Það kom í minn hlut strax að lokinni stjórnarmyndun að höggva á hnútinn, sem var kominn í eignarhaldsmálin, og stað- festa úreldingarsamninginn við Kaupfélag Borgfírðinga. Ég var ekki tilbúinn að fresta því m.a. með það í huga, að samið hafði verið um að markaðssetningu og sölu eigna skyldi lokið fyrir 1. júní 1995.“ Um hvaða hnút er landbúnaðarráðherra að tala? Hnúturinn var sá, að Halldór Blön- dal, þáverandi landbúnaðarráðherra, stóð frammi fyrir spumingu um það, hveijir væru hinir raunverulegu eigendur mjólk- urbúanna. Hinn 17. marz fyrir tæpu ári sagði Halldór Blöndal í samtali við Morg- unblaðið að þrír bændur í Borgarfirði hefðu krafizt þess að fá greiddan sinn eignar- hluta í mjólkurbúinu milliliðalaust kæmi til úreldingar búsins. Kvaðst þáverandi landbúnaðarráðherra hafa leitað eftir lög- fræðilegum álitsgerðum um þetta mál og væra þær allar á eina lund, óhjákvæmilegt væri að fá úr því skorið, hveijir væra hin- ir raunverulegu eigendur mjólkurbúsins. Og ráðherrann sagði orðrétt: „Ég get auð- vitað ekki kveðið upp endanlegan dóm um það, hveijir séu endanlegir eignaraðilar mjólkurbúsins í Borgarnesi. Úr ágreiningi um þetta efni hlýtur að vera skorið fyrir dómstólum. Það verður svo að koma í ljós, hvort bændurnir fylgja sínu máli eftir með málsókn eða falla frá kröfunni.“ Nokkrum dögum áður hafði Halldór Blöndal tilkynnt Kaupfélagi Borgfirðinga að hann setti það skilyrði fyrir greiðslum úr úreldingarsjóði til kaupfélagsins að annað hvort yrði féð sett á geymslureikn- ing eða kaupfélagið keypti sér viðunandi tryggingu fyrir endurgreiðslu þess. ■ Guðmundur Bjarnason skrifaði hins vegar undir samninga um úreldinguna við kaupfélagið hinn 5. maí sl. gegn því að félagið setti 50 milljóna króna tryggingu vegna deilunnar um hveijir hinir raunveru- legu eigendur mjólkurbúsins væru. Hér er sem sagt komin skýring á því, að upphafleg tímaáætlun stóðst ekki. Ekki fer á milli mála, að þáverandi landbúnaðar- ráðherra hafði fullkomlega lögmætar ástæður fyrir því að neita að skrifa fyrir- varalaust undir samningana um úreldingu eftir að kröfur bændanna þriggja voru fram komnar. Jafnframt er ljóst, að þar sem þessar ástæður lágu til grundvallar því að upphafleg tímaáætlun stóðst ekki, gat Kaupfélag Borgfirðinga ekki haft uppi neina gagnrýni á hinn nýja landbúnaðar- ráðherra, þótt hann hefði óskað eftir breyt- ingum á tímaáætlun til þess að gefa hugs- anlegum kaupendum lengri frest til að athuga kaup á eignum mjólkurbúsins. Enda segir Björn Arnórsson, hagfræð- ingur BSRB í samtali við Morgunblaðið 23. febrúar sl.: „Við gagnrýndum tíma- setningar á útboðinu og lögðum mikla áherzlu á það, sérstaklega með atvinnu- uppbyggingu í huga, að salan yrði mjög virk. Okkar afstaða í því máli var mjög skýr.“ í greinargerð sinni hér í blaðinu í gær, föstudag, segir Guðmundur Bjarnason: „Hér var ekki um „áætlun“ að ræða held- ur undirritaðan samning“ og spyr síðan, hvort Morgunblaðið hefði „ekkert undrazt, ef ráðherra hefði einhliða breytt þessum samningi“. Það var nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu, að ráðherrann óskaði eftir breytingum á tilboðsfresti, þegar komið var fram í byijun maí og áður en hann skrifaði undir úreldinguna. Forráða- menn Kaupfélags Borgfirðinga höfðu enga stöðu til þess að halda því fram, að ríkis- valdið væri að ganga á bak orða sinna með slíkum óskum. Kaupfélagið áttiað borga fyrir eignirnar ÞAÐ SEM VIÐ blasir er einfald- lega, að það vora hagsmunir Kaupfé- lags Borgfirðinga að tilboðsfrestur yrði svo stuttur, að engin tilboð bærast í eignirnar, og að það voru þeir hagsmun- ir, sem landbúnaðarráðherra var að vernda, en ekki hagsmunir skattgreiðenda, sem voru á þessum tíma að reiða fram 227 milljónir króna til kaupfélagsins. í úttekt viðskiptablaðs Morgunblaðsins á þessu máli hinn 22. febrúar sl. segir m.a. um stöðu þess, þegar tilboðsfrestur var runninn út og engin tilboð höfðu borizt:„Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stóð þá ágreiningur á milli nefnd- arinnar og Kaupfélags Borgfirðinga um það, hvort skylt væri að setja.eignirnar í virka sölu eða með hvaða hætti kaupfélag- ið ætti að greiða fyrir áframhaldandi not af húsnæðinu undir aðra starfsemi en mjólkurframleiðslu. Hugmyndir nefndar- innar vora á þá leið, að eignimar yrðu auglýstar til sölu að nýju eða kaupfélaginu yrði gert að greiða um 80 milljónir króna fyrir áframhaldandi not.“ Auðvitað hafði hagræðingarnefndin rétt fyrir sér. Auðvitað átti að auglýsa eignirn- ar á ný. Og alla vega var eðlilegt, að Kaupfélag Borgfirðinga greiddi ákveðna peningaupphæð fyrir að fá eignirnar til sín aftur. Þá hefði heldur ekki verið grund- völlur fyrir því að hafa uppi þá gagnrýni, sem Morgunblaðið gerir nú, að um óviðun- andi mismunun á milli fyrirtækja sé að ræða ef Kaupfélag Borgfirðinga hefur framleiðslu á ávaxtasöfum í samkeppni við tvö einkafyrirtæki, sem starfa á þeim markaði. Hvorugt var gert vegna þess, að Guð- mundur Bjamason, landbúnaðarráðherra, hafði ráðgjöf nefndarinnar að engu. Landbúnaðarráðherra telur í greinar- gerð sinni, að Morgunblaðið sé með um- fjöllún um þessi mál að reka erindi tveggja einkafyrirtækja, þ.e. Sólar hf. og Vífilfells hf. Það er ekki rétt. Morgunblaðið er hins vegar að taka upp hanzkann fyrir atvinnu- lífið yfirleitt, sem stendur frammi fyrir því aftur og aftur, að stjórnmálamenn nota aðstöðu sína til að mismuna fyrirtækjum eins og þeim sýnist, ef einhveijir þeir hags- munir era á ferðinni, sem þeir bera fyrir bijósti. Svo að ekki sé talað um skattgreið- endur sem alltaf eru réttlausir gagnvart pólitíkusum! Framkvæmd úreldingar mjólkurbúsins í Borgamesi sýnir, að Alþingi verður að búa miklu betur um hnútana til þess að koma í veg fyrir, að vilji þingsins sé teygð- ur og togaður af embættismönnum og stjórnmálamönnum, sem bersýnilega ganga erinda þröngra sérhagsmuna. Hins vegar veldur það vonbrigðum, að fleiri þingmenn skyldu ekki taka undir þau sjón- armið, sem Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka hélt fram í fyrmefndum umræð- um á Alþingi í liðinni viku. En jafnframt væri æskilegt að einhver aðili léti á það reyna fyrir dómstólum, hvort landbúnaðar- ráðuneyti og landbúnaðarráðherra geti komist upp með þá framkvæmd úreldingar mjólkurbúa, sem fjallað hefur verið um hér í Morgunblaðinu að undanförnu. „Og enn má spyrja: Hvernig gátu Ríkiskaup beitt „í þessu til- viki reglugerð um ráðstöfun eigna ríksins“, eins og segir í bréfi lög- fræðings Ríkis- kaupa, ef þessar eignir voru á engu stigi málsins eignir ríkisins, eins og landbún- aðarráðherra heldur fram?!!“ 1“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.