Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Sjálfskipaður „listamaður“ kveður sér hljóðs Smáfólk 2-/1 1 HAVE A P06,AND WE NEVER ROMP IN THE SNOI*).. IF I HAD A D06( UlE COVLD ROMP IN THE 5N0W r 6ENERAL > PER5HIN6 D0E5 NOT LIKE TO SEE MI5 0FFICER5 R0MPIN6 IN . THE SNOW.. Ef ég ætti hund gætum við ærsl ast í snjónum - Ég á hund og við ærslumst aldr- ei í snjónum ... Herforingjanum líkar ekki vel að sjá liðsforingjana sína ærslast i snjónum ... Frá Grími Gíslasyni: TRYGGVI V. Líndal kveður sér hljóðs í lesendabréfi Morgunblaðsins fimmtudaginn 15. febrúar sl. Ekki veit ég deili á manninum umfram það sem fram kemur í ritsmíð hans, sem einkennist af hroka og dóm- girni gagnvart þjóðmenningu íslend- inga og þó einkum hinu hefðbundna ljóðformi. Veitist höfundur að Guð- mundi Guðmundssyni er látið hefur til sín heyra á undanförnum árum - nú síðast í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. til vamar hinu hefðbundna ljóð- formi. Ekki þekki ég Guðmund frekar en Tryggva, nema af umræddum skrifum en ég skal játa að mér eru greinar hans nokkuð minnisstæðari en „listræn óbundin ljóð eftir Tryggva í Lesbók Morgunblaðsins, síðustu þrettán árin“, svo ég tilfæri orð í niðurlagi greinar hans. Hafa þau ekki vakið athygli mína, svo að ég muni. Er þetta vitnisburður um það viðhorf sem Guðmundur hefir túlkað að almenningur tileinki sér ekki hinn órímaða „kveðskap" þar sem flestum reynist erfitt að skilja hann, hvað þá læra. Aftur á móti segir Tryggvi: „Jafn framt vill það brenna við, að ötulustu ferskeytlu- bændur nútímans kunna lítið að meta hinn viðameiri bundna kveð- skap gullaldarbókmenntanna eða fornskáldanna íslensu. Að ekki sé talað um að þeir geti lesið sér til gagns bundin ljóð á öðrum málum en íslensku." Kannski er það tilviljun að Tryggvi tengir saman ferskeytluna og bændur og hvorutveggja í lítils- virðandi tón. Varla mun honum þó takast með sinni „listrænu" ljóða- gerð að afmá þá staðreynd að forn- bókmenntirnar varðveittust hjá þjóð- inni gegnum svartnætti miðalda og knappra kosta fólksins, einmitt á þeim tíma sem þjóðin var, svo til einvörðungu, bændasamfélag. Það bærist í vitund manns að Tryggvi sé haldinn þeim óhugnaði að gera lítið úr því sem þjóðin hefir starfað við og alið, sér til lífsframfæris gegn- um fast að eitt þúsund ára tímabil, landsnytjar og búfjárhald. Einkenni þeirra sém slíkar skoðanir hafa er að tala um búféð í óvirðingartón og nefna þá sauðfé ekki annað en roll- ur, nautgripi beljur og hrossin bikkj- ur. Jafnvel gengur þetta svo langt að þessum flokki fólks þyki lítið koma til góðskálda þjóðarinnar, bæði í tónum og mæltu máli, bæði bundnu og óbundnu, að ógleymdum listmálurum sem sköpuðu verk sem allir skilja. Fregnir herma að skólun- um gangi illa að fá nemendur sína til þess að tileinka sér þessa nýju „menningarstefnu". Á sama tíma segja fjölmiðlar frá vaxandi aðdáun og ásókn fólksins í orðsins list, fer- skeytluna, bragformið sem hefir þró- ast með þjóðinni gegnum aldirnar og túlkað lífsviðhorf þess og kjör með einfaldri orðsnilld. I rauninni er ekki óeðlilegt að þeir sem sjálfir kalla sig listamenn, án þess að vera það, fyllist afbrýðisemi og minni- máttarkennd gagnvart þeim sem hafa vald á höfuðstöfum og stuðlum í viðbót við þjóðlegt tungutak á mæltu máli, án þéss að skreyta sig listamanns nafni eða sækjast eftir styrkjum af almanna fé til framfær- is sér. Til þess að stytta mál mitt leyfi ég mér að birta tvær kunnar vísur Klettafjallabóndans íslenska, Step- hans G. Stephanssonar, Tryggva V. Líndal til umhugsunar áður en hann fer aftur fram á ritvöllinn til þess að gera lítið úr íslensku bændasam- félagi og þjóðmenningu: „Undarleg er íslensk þjóð, allt sem hefir lifað hugsun sína og hag í ljóð hefir sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð saman kveðna bagan, þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin, sagan.“ Ég hefi þessi orð ekki öllu fleiri. Þau ættu að vera nógu mörg til þess að sýna að ég er í höfuðatriðum sammála Guðmundi Guðmundssyni um þessi mál og skoðanabræður eig- um við vissulega marga. Með vægum orðum sagt finnst mér aftur á móti hroki Tryggva V. Líndal ógeðfelldur. _ Um það hvort Guðmundur tekur ’ áskorun Tryggva um að gagnrýna hin „listrænu ljóð“ hins síðar nefnda læt ég mér í léttu rúmi liggja. GRÍMUR GÍSLASON, Blönduósi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsing isafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Háaleitisbraut 32 - opið hús 4ra herb. endaíbúð - laus 4ra herb. góð endaíb. á 4. hæð (efstu) í fjölb. l’búðin skiptist í rúmgóða stofu og 3 svefnherb. m.m. íb. er öll í góðu ástandi. Gott parket á gólfum. Gott útsýni. íbúð- in er til afh. strax. Til sýnis í dag kl. 14-17. Gjörið svo vel að líta inn. Hagstætt verð 7,3 millj. EIGNASALAN, ngólfsstræti 12, s. 551 9540 og 551 9191.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.