Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 41 I I I I i I J I I I 3 I BRÉF TIL BLAÐSINS Sjálfstæði kirkjunnar Frá Þórði E. Halldórssyni: ÞAU átök er undanfamar vikur hafa tröliriðið kirkjulegu starfi í Lang- holtssöfnuði benda ótvírætt á þá staðreynd að kristnihald í þessu landi er að komast á vonarvöl og kallar á breytingar sem verða að framkvæm- ast hið bráðasta. Löng reynsla sýnir að kosningar á prestum til embættis voru orðnar svo niðurlægjandi fyrir umsækjendur að naumast var hægt að segja að þeir væru í samfélagi heiðarlegs fólks. Sú breyting var því gerð að kosningar voru lagðar niður, en prestar skipaðir eftir umsögn safnaðarstjórnar. Af síðustu atburð- um að dæma gengur það ekki leng- ur. Hvað skal þá til ráða? Það er ákaflega einfalt mál. Ríkiskirkjuna ber að leggja niður, því fyrr því betra. Menn mikla sig af því að hér ríki trúfrelsi. I hveiju felst það? Vegna gamalla og nýrra „slagsmála“, ef svo má að orði komast, innan hinnar evangelísk-lútersku kirkju hefur orð- ið til fjöldi safnaða, með alls konar Hjarta Reykja- víkur - stemmning Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: HJARTA borgarinnar er Hótel Borg. Góð landkynning. Víkingur Jóhannes kenndurjafnan við hótelið reisti þetta töfrum slegna hús við Austurvöll - skapaði kraft og þokka, sem aldrei dvín. Sum hót- el hér eru lítið annað en sjoppur án andrúmslofts. Steinsnar frá „Borginni" er Óðal, ný-endurreist í nýjum lífsstíl með viðhöfn í kvöld. Hyggst feta í fótspor „Borgarinnar“, þar sem Iífsgleði og sálarfriður fara saman. Ungmiðaldra hress Stór-Vestfirð- ingur, etv. sjórekinn Fransari með suðrænan smekk og ævintýri í blóð- inu, hefur ráðizt í framtakið Óðal. Hádegi. Leikurinn berst um Aust- urstræti og þaðan niður að höfn. Þar er seltan. Skáldkona af Víkingslækj- arætt kemur siglandi. Hún yrkir og skrifar í Morgunblaðið. Það vekur eftirtekt. Önnur skáldkona - að norð- an - kemur aðvífandi. Hún sagðist ætla bæði á Óðal og „Borgina" í kvöld og hlusta á gamlan jazz, dixie og blues. Hún yrkir skemmtilega. Kvæði hennar um pabba hennar er sárfall- egt, t.a.m. hreifst Gunnar Eyjólfsson af því. Nú er mikið um skáldkonur sem yrkja ástarljóð. Það er fallegt. Reykjavík og ísland eiga vonandi eft- ir að státa af vaxandi ljóðagerð. Sá vestfirzki „le proprieteur" Gunnar er manngerð úr sögu eftir Jack London eða Joseph Conrad eða Hemingway. Hann mótar hið nýja Óðal. Kann að gefa sjálfum sér og skapa andrúmsloft - p r a n a. Enda þótt hann sé „sine vino“ er hann hreint ekki leiðinlegur eins og sumir fyrrverandi hirðmenn Dionys- osar. Alltaf hress, kann listina að lifa. I höndum hans mun Óðal rísa undir nafni. Það verður athvarf fyrir fólk með sál. Heiður sé hinum lífs- reynda Gunnari. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listmálari og rithöfundur. í sambandi vií) neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! A hvaða leið er kristin trú á íslandi? trúarkreddur, sem sóttar eru til fjar- lægra landa. Núverandi biskup, Ólaf- ur Skúlason, hefur fordæmt marga þessara safnaða og varað sterklega við tilveru þeirra hér á landi. Ég vil hins vegar segja: maður, líttu þér nær. Það eru þessi gömlu og nýju „eilífðarslagsmál" innan þjóðkirkj- unnar, sem hafa hrakið fólk frá kirkj- unni út í starf hjá sértrúarsöfnuðun- um. Eitt versta orsakaatriðið um frá- hvarf frá hinni lúthersku kirkju er þó andatrúin, spíritisminn. Sú trú, ef trú skyldi kalla, hefur haft lag á að nýta sér þá aðstöðu að sníkja sig inn á hina lútersku þjóðkirkju, sem hér á að ríkja. Svo langt er tilveru andatrúarinnar komið hér á meðal vor innan þjóðkirkjunnar að prestar, sem vígðir hafa verið til starfa í henni eru berir að því að predika andatrú, sem er sterklega fordæmd Málverk/Stgr Gunnar Stór-Vestfirðingur. í Biblíunni. Ég hef hvergi orðið var við að biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, hafi andmælt starfsaðferð- um andatrúarprestanna. Ég ritaði smágrein í Morgunblaðið þegar ólæt- in í Langholtssöfnuði stóðu sem hæst, þar sem ég kom inn á þessi mál og gagnrýndi fyrrverandi prest Langholtssóknar fyrir afskipti hans af málaþrasinu í Langholtskirkju. Sigurður sendi mér tóninn, ekki málefnalega, heldur valdi kost rök- leysingjans að skjóta að mér nokkr- um þróttlitlum háðglósum. Ég vil benda þéim sjálfumglaða fyrrverandi presti á að taka sér Biblíuna í hönd, fletta upp í fimmtu bók Móse, 18 kafla versanna 9-13, og vita hvers hann verður áskynja. Flestir þeir sértrúarflokkar, sem hér starfa, hafa komið upp sínum safnaðarhúsum, án nokkurs stuðnings frá íslenska ríkinu. Þannig á hin íslenska lúterska kirkja að starfa. Hver söfnuður, hvort sem hann er lítill eða stór, á að byggja og sjá um sína kirkju. Þá nýtur metnaður einstaklingsins best. Þannig er kirkjustarf í Bandaríkjun- um og víða annars staðar. Það er trúfrelsi. Þá getur andatrúin hagað sínum seglum eftir vindi, í stað þess að skríða uppeftir bakinu á þjóðkirkj- unni og valda þar óbætandi sárum. Með aðskilnaði ríkis og kirkju er í eitt skipti fyrir öll komið í veg fyr- ir það styijaldarástand, sem vegur að heiðri kirkjunnar í dag. Ég tek sérstaklega fram að grein þessi er skrifuð'áður en dómur bisk- ups, sem honum er ætlað að kveða upp vegna deilnanna í Langholts- söfnuði, er birtur. Átökin í söfnuðin- um eru blettur á þjóðkirkjunni í heild og verður ekki af henni þveginn fyrr en hún hefur öðlast sitt sjálfstæði frá ríkinu. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. BÚSETI BÚSETI HSF., HÁVALLAGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 552 5788, FAX 552 5749. ALMENNAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNARí MARS 1996 Allir félagsmenn geta sótt um þessar íbúðir, þ.á m. þeir, sem eru yfir eigna- og tekjumörkum. Staður: Laugavegur 146, ÍOI Reykjavík Birkihlíð 2a, 220 Hafnarfjörður Birkihlið 2b, 220 Hafnarfjörður Arnarsmóri 6, 200 Kópavogur FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNARí MARS 1996 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir. Stærð: Nettó m2: Til afhend.: 3ja herb. 66,3 Samkomulag 3ja herb. 74,6 Strax 3ja herb. 74,6 Samkomulag 3ja herb. 79,85 Fljótlega Staður: Stærð: Neffó m!: Til afhend.: Berjarimi 7,112 Reykjavík 2ja herb. 67,47 Fljótlega Trönuhjalli 15,200 Kópavogur 3ja herb. 75.0 Strax Trönuhjalli 17, 200 Kópavogur 3ja herb. 87,0 Ágúst Skólatún 2, 225 Bessastaðahr. 3ja herb. 92,5 Samkomulag Frostafold 20,112 Reykjavík 3ja herb. 78,1 Strax Frostafold 20,112 Reykjavík 4ra herb. 88,1 Strax Suðurhvammur 13,220 Hafnorfj. 4ra herb. 102 Samkomulag Garðhús 4,112 Reykjavík, 4ra herb. 115,2 Júní Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar þurfa að hafa borist Búseta fyrir kl. 15 þann 11. mars á eyðubiöðum sem þar fást. Athugið að staðfest skattframtöl sl. þriggja ára þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Upplýsingar um skoðunardag íbúða og teikningar fást á skrifstofu Búseta. Ath.: Þeir félagsmenn, sem eru með breytt heimilisfang, vinsamlegast látið vita svo að fréttabréfið BÚSETINN berist á réttan stað. HamragörOum, Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sími 552 5788. BÚSETI Hamragörúum, Hávallagötu 24, 101 Reykiavík. siml 552 5788. Myndir af fasteignum ír JJUÁ f á NETINU allan sólarhringinn Drápuhlíð - íbúð Til sölu hugguleg 115 fm hæð ásamt 30 fm bíl- skúr. Suðursvalir. Áhv. 5,5 m. húsnæðistofnun, þægil. afb. Verð 9,6 m. Upplýsingar í síma 551 2542. Áttu 2ja eða 3ja herb.? Vantar þig stærra? í boði er mjög falleg efri sérhæð við Löngubrekku 13 í Kópavogi ca 110 fm ásamt 31 fm bílskúr í tvíbýli (ný-k lætt að utan með Steni). Nýlegt eldhús, parket, 3 svefn- herb., sérþvottahús. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. íb. Áhv. Byggsj. rík. ca 2,5 millj. (ekkert greiðslumat). Verð 9,8 millj. Ef þú vilt skoða, þá hafðu samband við Margréti eða Steingrím í síma 554 4754. 2501. Opið hús Boðagrandi 6 Til sýnis og sölu í dag gullfalieg 62 fm íbúð á 2. hæð í litlu, fallegu fjölbhúsi á besta stað í vesturbæ. íb. er björt og skemmtileg, húsið allt í toppstandi utan sem innan. Góðar svalir. Verð 5.650 millj. Áslaug og Björn sýna íbúðina í dag milli kl. 14og 17. Allir velkomnir. Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477. Hmi iiiiBi m 2; ^ 1 11 Til sölu (eða leigu) glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 8. og 9. hæð í Kringlunni 4-6. Samtals 492 m2 auk 48 m2 í sameign og 360 m2 í bílakjallara. Nánari skipting: 8. hæð 245 m2. 9. hæð 247 m2 (ein og hálf hæð). 8. hæðin getur selst í tveimur hluturn en 9. hæðin selst í einu lagi. Eignin afhendist tilbúin undir tréverk eða fullbúin, allt eftir óskum kaupenda. EIGNAMIÐLOMN »*4 Sími: 588 9095 Sími: 551 1540
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.