Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 56
varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skagafjörður Einn hreppur ekki með ELLEFU sveitarstjórnir af tólf í Skagafirði hafa ákveðið að taka þátt í viðræðum um sameiningu sveitarfé- laganna. Akrahreppur verður ekki með. Fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu Skagafjarðar í eitt sveitarfélag í kosningunum 1993 hófu ásamt Fljótahreppi, þar sem sameining var felld, umræður um sameiningu. Siðan hafa fleiri sveitarstjórnir óskað eftir þátttöku þótt íbúarnir hafi fellt sameiningar- tiliöguna á sínum tíma. Seyluhreppur bættist fljótlega í hópinn og nú hafa Skarðshreppur, Rípurhreppur í Hegranesi og Lýtingsstaðahreppur ákveðið að vera með. Hreppsnefnd Akrahrepps í Blönduhlíð hefur hins vegar ákveðið að standa utan við. Viðkvæm mál Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki, segir að nú verði gengið í það að athuga það hvernig sameinað sveitarfélag myndi — verða. Segir hann að taka þurfi á ýmsum viðkvæmum málum en segir að áhersla verði lögð á að leiða sam- hliða fram kosti og galla þannig að menn viti að hveiju þeir gangi. ------------» »■ ♦--- 26 manns greinst með salmonellu ALLS hafa 26 manns greinst með salmonellusýkingu á Landspítalanum í byijun vikunnar. Karl G. Kristinsson sýklafræðing- —^-ur- segir að hér sé því um stóra hóp- sýkingu að ræða. Enn er fjöldi sýna til ræktunar og niðurstöður væntan- legar á næstu dögum. Karl telur hugsanlegt að á bilinu 5-20 manns eigi eftir að greinast með sýkingu þannig að heildarfjöldi sýktra verði á bilinu 31-46 manns. Grunur leikur á að hráefni í vissum rétti hafi verið mengað bakteríu frá framleiðanda. ■ Morgunblaðið/Kristinn Goshver í Öskjuhlíð 40-50 m há gos- súla TILLAGA stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar að koma fyrir goshver í Öskjuhlíðinni hlaut já- kvæðar undirtektir á sameiginleg- um kynningarfundi skipulags- nefndar, umhverfismálanefndar, ferðamálanefndar og fulltrúa frá Borgarskipulagi á föstudag. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana, segir að væntanlega verði goshvernum komið fyrir vestan eða suðaustan við Perluna fyrir neðan bílastæðin. Hugmyndin er að goshverinn verði eins eðlilegur og hægt er og frá honum geti gosið 40 til 50 m há súla. Alfreð segir að Helgi Hjörvar hafi varpað hugmyndinni fram í stjórn Veitustofnana í fyrra. „Í greinargerð með tillögunni er minnt á að þó landnám Ingólfs hafi snemma fengið nafnið Reykjavík og íbúarnir hafi tekið heita vatnið í þjónustu sína sé reykur ekki sjáanlegur lengur frá heitum hverum í borginni. Reyk- víkingar og ferðamenn þurfi að aka tugi kílómetra út úr borginni til að sjá goshver," sagði Alfreð. Ekki mikil framkvæmd Hreinn Frímannsson, yfirverk- fræðingur Hitaveitunnar, segir að ekki ætti að verða um mikla framkvæmd að ræða. Aðeins þyrfti að útbúa um 20 m djúpa holu og leiða í hana um 130 gráðu heitt vatn. Vatnið kæmi að tönk- unum í Öskjuhlíðinni í gegnum hverinn og með hönnuninni væri hægt að ákvarða hvað súlan frá honun færi hátt upp. Fyllsta ör- yggis verður gætt við gerð gos- hversins. 10 milljónir verða veitt- ar til verksins í ár. Hreinn sagðist ekki vita til að líkt hafi verið eftir goshver annars staðar í heiminum. Þverun Gilsfjarðar hafin Takmarkanir á vinnu vegna arnarvarps FRAMKVÆMDIR við lagningu vegar yfir Gilsfjörð eru hafnar. Skilyrði um að ekki megi vinna við fyllingu úti á Gilsfirði á varp- tíma arnarins valda því að vinna þarf á vöktum allt sumarið 1997. Vegagerðin ákvað að taka frávikstilboði Klæðningar hf. sem hljóðar upp á tæplega hálf- . an milljarð króna en það gerir ráð fyrir styttingu verktíma um ár. Fyrirtækið er komið með tæki á staðinn og er bytjað að grafa við norðanverðan fjörð- inn. í næstu viku hefst vinna við fyllingar að sunnanverðu. 20-30 menn vinna við þverun fjarðarins á þessu ári. Gunnar I. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Klæðningar hf., segir að best sé að vinna við fyllinguna á vorin vegna veðurs og sjávarfalla. Hins vegar séu takmarkanir á vinnu á varptíma arnarins, frá því síðari hluta febrúar og til 1. júní megi ekki fara með fyllinguna nema vissa vegalengd út í fjörðinn. Er það vegna arnarpars sem verpir á eyju á svæðinu. Samkvæmt verksamningi á firðinum að verða lokað með vegfyllingu ekki síðar en 1. september á næsta ári og því verður að vinna á vöktum allt sumarið 1997. Umferð verður hleypt á veginn 1. desember 1997 og á verkinu að vera lokið 15. ágúst 1998. Stjórn ÚA vill kaupa 10% hlut í félaginu STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur lagt það til við bæjar- stjórn Akureyrar, að ÚA fái heim- ild til kaupa á töluverðum hlut bæjarins í ÚA að loknu hlutafjárút- boði upp á 150 milljónir króna að nafnvirði. Um er að ræða hlutabréf um 91 milljón króna að nafnvirði eða 10% hlut í félaginu eftir hluta- fjáraukninguna. Raunverð þessa hlutar gæti verið um 300 milljónir króna. Miklar umræður hafa að undan- förnu verið um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa. Salan er fyrst og fremst hugsuð til að bæta stöðu framkvæmdasjóðs bæjarins, sem stendur mjög höllum fæti. Meiri- hluti bæjarstjórnar hefur lýst yfir vilja sínum til að selja öll hlutabréf bæjarins á þessu ári, en hann á 53,3% í félaginu eða um 409 millj- ónir króna að nafnvirði. Stjórn ÚA hefur í langan tíma haft heimild til hlutafjárútboðs að nafnvirði 150 milljónir króna. Ljóst er að Akureyrarbær mun ekki nýta sér forkaupsrétt sinn á þeim hluta- bréfum og því fellur hlutur bæjar- ins niður fyrir 50% að útboðinu loknu. Heildarhlutafé ÚA er 767 millj- ónir króna, að hlutafjárútboði loknu verður það 917 milljónir. Kaupi síð- an ÚA 10% af heildarhlutafé af bænum, verður hlutur hans kominn niður í 34,6%. Hvorki bæjarráð né bæjarstjórn hafa tekið afstöðu til tillögu stjórnar ÚA um þessa fram- vindu. Beðið er ráðleggingar frá Landsbréfum um það hvernig bezt sé talið að standa að sölu hluta- bréfa Akureyrarbæjar. Litið til heimabyggðar Jakob Björnsson bæjarstjóri segir að verði allt hlutaféð selt, sé helzt litið til bakhjarla í heima- byggð, sterkra aðila eins og KEA, Samherja og Lífeyrissjóðs Norður- lands. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við þessa aðila, svo ekki sé vitað með vissu hver áhugi þeirra á hlútafjárkaupum sé nú. ■ Bakhjarlar í heimabyggð/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.