Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MARIANNE og Tryggvi í klippiaðstöðunni. „Hljóófærin voru til staðar en ég get ekki sagt að ég Hafi velt fyrir mér tónlist yf ir- leitt, hún var svo eðlilegur þéttur í daglegu lífi. Það var ekki fyrr en ég bjó einn f jarri heimilinu í fyrsta sinn að ég éttaði mig é því að það var engin tónlist." TRYGGVI Tryggvason hefur búið í Englandi frá því hann var þriggja ára, en talar samt prýðilega ís- lensku. Hreimurinn er nokkuð stirður framan af en eftir því sem líður á samtalið verð- ur honum liðugra um málbeinið og þó fyrir komi að hann þurfi að leita að orðum eða skilji ekki spurningu nema hún sé umorðuð, þarf hann ekki að grípa til enskunnar nema rétt þegar hann ræðir um tækni- hlið starfsins; hefur líkega aldrei heyrt íslensk heiti yfír tólin sem hann hefur handfjatlað í áratugi. Langt er um liðið síðan hann kom til Islands, síðast kom hann fyrir tveimur áratugum þijú ár í röð, en ekkert eftir það; fyrsta árið kom hann til að taka upp Sögusinfóníu Jóns Leifs fyrir Islenska tónverk- amiðstöð, annað árið til að aðstoða Útvarpið við að skipta yfir í víðóm, og síðasta árið var erindið að setja upp hljóðkerfi í hús systur hans, „en það var mest til gamans“. Hann tekur því liðlega að segja undan og ofan af starfí sínu og við mælum okkur mót eftir flóknar skýringar á því hvernig best sé að fínna fyrirtækið og símbréf með leiðarvísum. Aðsetur fyrirtækis Tryggva, upptöku- og útgáfufyrirtækisins Modus Music, sem hann rekur með Marianne sambýliskonu sinni, er í úthverfl- Lundúna, í gríðarstórri verksmiðjubyggingu sem er eins ljót og slíkar byggingar frá því um aldamótin geta helst orðið, en Tryggvi fræðir mig síðar um að risaútgáfufyrirtækið EMI hafl haft þar aðsetur fyrir margt löngu og því ekki nema viðeigandi að þar sé enn útgáfa til staðar, þó ekki verði gestir varir við mikið líf í öðrum hlutum_ þessa gríðarstóra húss. Modus Music hefurtil umráða hæðarhluta í vesturálmu efstu hæðar byggingarinnar, en aukin- heldur sem þar er skrifstofa er líka að finna hljóðver til klippivinnu og hljóðblöndunar, gríðarmikið tölvu- ver, er það skrifstofa fyrirtækisins í stóru herbergi þar sem ekki verð- ur þverfótað fyrir kössum með skjölum, geisladiskum, vínylplöt- um, bókum og tölvum; alls staðar eru tölvuskjáir ólíkrar gerðar. Tryggvi tekur gestum vel og býður upp á te, en á meðan við spjöllum saman er Marianne kona hans, sem vinnur þar með honum, að vinna við upptöku á rússneskum ljóða- söng og öðru hvoru heyrist til henn- ar, yfirleitt þó aðeins daufur ómur i eyður í samtalinu. Svarfdælskur í föðurættina Tryggvi er svarfdælskur í föður- ættina, faðir hans er Jóhann Tryggvason sem tók sig upp til Lundúna fyrir mörgum árum með drenginn ungan og Þórunni systur hans nokkru eldri en feðginin héldu til tónlistamáms í Royal Academy of Music. Móðir Tryggva er Klara, hálf-norsk. Þórunn giftist síðan Vladimir Ashkenazy, en Jóhann kenndi á píanó ytra í áratugi og kennir eitthvað enn, þó hann sé kominn á níræðisaldur. Systkinin eru alls sex og búa víða um heim, en Tryggvi segir að þau Þórunn séu þau einu sem fengist hafi við tónlist að ráði. Tryggvi, sem hefur eftimafnið Tryggvason að enskum sið, en þó með íslenskt vegabréf, segir að það hafí því verið nóg af tónlist í upp- vextinum þó ekki hafí henni verið haldið að börnunum. „Eg hafði ekki áhuga á að spila neitt,“ segir hann og bætir við eftir smá um- hugsun að eftir á að hyggja hefði hann betur gert það, því inni í hon- um blundaði músíkant. „Ég les þó raddskrár nógu vel fyrir vinnuna og hún gefur mér reyndar tæki- færi til þess að vinna í tónlist án þess að vera að spila.“ Tryggvi segist vera spilltur af eftirlæti; þó hann tæki upp á því að læra á hljóðfæri og æfði sig 25 tíma á sólarhring næði hann aldrei það langt að verða sáttur, til þess hafí hann heyrt í of mörgum frá- bæmm tónlistarmönnum í starfi sínu; „ég þoli ekki nema það sem er mjög gott,“ segir hann og kím- ir, en bætir svo við af meiri alvöru: „Meginástæðan fyrir því að ég lærði ekki á hljóðfæri var líklega að Þórunn var farin að spila á píanó tveggja ára, spila konserta fjögurra ára og komin í Royal Academy tólf ára. Hún var svo góð að það fór eiginlega allt í hana,“ segir hann. „Hljóðfærin voru til staðar en ég get ekki sagt að ég hafi velt fyrir mér tónlist yfírleitt, hún var svo eðlilegur þáttur í daglegu lífí. Það var ekki fyrr en ég bjó einn fjarri heimilinu í fyrsta sinn að ég áttaði mig á því að það var engin tónlist." í upptökuvinnu nánast fyrir tilviljun Tryggvi segist hafa heillast af rafmagnsverkfræði og útskrifast sem rafmagnsverkfræðingur sem hafí síðar komið að góðum notum í upptökustarfmu. Hann segist helst hafa starfað við tölvuverk- fræði og forritun, „og ég fæst reyndar mikið við tölvur í dag, hef átta tölvur til umráða og við semj- um okkar forrit, bókhaldsforrit og fleira eftir því sem við þurfum á þeim að halda. Ef maður kaupir tilbúin forrit, þá fær maður aldrei einmitt það sem maður vill. Það skiptir líka miklu að hafa fullkomin tök á tölvunum, því að fyrirtæki sem lenda í tölvuhremmingum fara flest á hausinn stuttu síðar, þau ná aldrei að vinna sig yfir það.“ Tryggvi segist hafa tekið til við upptökuvinnu nánast fyrir tilviljun; hann hafi farið með mági sínum í hljóðver sem gestur, en Ashkenazy var þá að hljóðrita fyrir Decca. „Ég sá undir eins að þarna var eitthvað fyrir mig; sambland af tónlist og tækni, svo ég spurði strax hvort ég gæti ekki fengið vinnu. Ekki var mikil þörf á mannskap, en menn lofuðu að hafa við mig sam- band ef eitthvað losnaði. Hálfu öðru ári síðar, þegar ég var eigin- lega búinn að gleyma þessu, hringdu Decca-menn í mig og spurðu hvort ég vildi enn vinnu. Þeir buðu mér vinnu á verkstæð- inu, sem var talsvert skref niðurá- við fyrir mig, en ég ákvað að slá til og komast þannig með aðra löp- pina innfyrir. Tveimur árum síðar var ég kominn í það að vera tækni- maður við upptökur," segir Tryggi og við það hefur hann unnið meira og minna síðan. „Það er erfítt að skýra þetta, en ég kalla það varla vinnu að taka upp, ef ég ætti nóga peninga og þyrfti ekki að vinna myndi ég halda áfram að taka upp. Við Marianne erum bæði þannig og þegar við erum ekki að taka upp erum við að fást við tölvur þegar ég er ekki að vinna. Ég lærði reyndar að fljúga fyrir stuttu en hef ekki tíma til að fljúga svo ég er með flug- hermi á einni tölvunni og flýg stundum í henni,“ segir Tryggvi og hlær við, „ég er núna að byggja ísland í tölvunni, er búinn að setja Akureyri inn og get flogið þangað. Það er miklu skemmtilegra að fljúga þannig en í raunveruleikan- um, það er svo gott að geta stopp- að og fengið sér kaffi og látið flug- vélina bíða í háloftunum." Fyrstu útgáfurnar Eftir nokkurra ára starf hjá Decca bauðst Tryggva að kenna upptökutækni við háskólann í Norwich. Hann segir að stjórnend- ur skólans hafí meðal annars frei- stað hans með því að hann fengi eigið hljóðver til umráða og aðstöðu til að taka upp og gefa út plötur eftir hentugleikum. Þar kenndi hann í fimmtán ár, ár sem hann segir að hafi verið einkar lærdóms- rík: „Maður lærir meira á því að kenna en maður kennir,“ segir hann og kímir. Hann segist hafa lagt mikla áherslu á að nemendurn- ir fengjust við eitthvað raunveru- legt og þeir lögðu honum því lið við að taka upp plötur sem hann síðan gaf út eða aðrir. „Ég tók upp tólf plötur á ári að meðaltali og gaf út nokkrar plötur, þær voru orðnar sjö þegar ég hætti. Það má því segja að útgáfan hafi byijað þar,“ segir hann og vísar þar til Modus-útgáfunnar. Snemma á níunda áratugnum var niðurskurður mikill í bresku menntakerfi og það sem mönnum þótti óhagnýtt nám og sérkennilegt fór fyrst undir hnífinn, þar á með- al háskólanám í upptökufræðum. Tryggvi segir að þó það hafi verið mikill óvissutími þegar námsbraut- in sem hann stýrði var lögð niður hafi það líklega verið eitt það besta sem hent hafi hann á lífsleiðinni. „Ég veit ekki hvort ég hefði þorað að slíta mig lausan frá skólanum að eigin frumkvæði, því hugsunin um að byija að vinna einn hræddi óneitanlega. Það varð þó ekki und- an því komist og ég byijaði með sama sem ekki neitt, hljóðborð sem ég hafði búið til og átta hljóðnema. Ekki var það til að létta róðurinn að rétt þegar við vorum að byija var stafræn tækni að koma til og öll tæki vegna hennar afskaplega dýr. Það voru líka ýmsir bytjuna- rörðugleikar; hliðræn tækni var þá búin að ná eins langt og komist varð, en stafræn tækni var mikið kraðak. Það gat verið stórvanda- mál að kaupa tæki frá ólíkum fram- leiðendum, því það voru engir staðl- ar af viti og mikil vinna fór í að stilla tækin saman og láta þau vinna rétt. Þótt ekki hafí stafræn tækni enn náð hliðrænni upptöku- tækni hvað varðar þægindi þá er það sem betur fer að koma í dag. Nú erum við með sextíu bestu hljóðnema sem hægt er að komast yfir, þijá nýjustu 24 bita leysi- diska, sem við tökum flest upp á, og tvö 24 bita segulbönd, sem kosta 16.000 pund hvort, hálfa aðra millj- ón króna, en bestu hljóðnemarnir kosta nærri 3.000 pund, um 300.000 krónur,“ segir Tryggvi og bætir við að fyrirtækið eigi nú tvo fullkomna upptökuganga sem verð- mæti þeirra hlaupi á tugum millj- óna. „Það er erfitt fyrir svo lítið fyrir- tæki að þurfa að kaupa þetta dýr tæki og bankastjórar eiga oft erfitt með að skilja af hveiju, en allur hagnaður af fyrirtækinu hefur far- ið í að kaupa það besta. Tæknin á aftur á móti ekki eftir að ná miklu lengra; þegar komið er yfír 24 bita er ekki hægt að fara miklu lengra vegna einfaldra eðlisfræðilegra lög- mála og það sem við eigum í dag á ekki eftir að verða úrelt þó það verði gamalt. Hljóðnemar endast líka í mörg ár og við þurfum ekki fleiri hljóðnema á næstunni en þessa sextíu. Næst á dagskrá er því að bæta aðstöðuna,“ segir Tryggvi og bætir við að bráðlega flytji fyrirtækið úr skemmunni miklu í hús sem þau Marianne hafa fest kaup á og verði bæði heimili og vinnustaður. „Það er kjánalegt að eiga fallegt heimili en sjá það aldrei,“ segir Tryggvi, en hann segir að yfírleitt vinni þau myrkranna á milli og í spennandi verkefni gleymist iðulega að fara heim. Þau Marianne kynntust í Norwich-háskóla, en hún var meðal nemenda Tryggva í upptökutækni. Hann segir að hún hafi þá verið að læra á klarinett, „mjög góður MORGUNBLAÐIÐ klarinettleikari", en hún sé nú hætt að spila, vinnan gangi fyrir öllu. „Hún hugsar eins og ég, við erum eins og ein manneskja, þurfum varia að tala og ég get ekki lýst því hversu gott er að vinna með henni,“ segir Tryggvi ákveðinn. Stafrænt eða hliðrænt? Nokkuð hefur verið deilt á staf- ræna upptökutækni og það heyrast alltaf raddir sem segja að best sé að snúa aftur til hliðrænnar tækni, en í sígildri tónlist er stafræn tækni allsráðandi í dag. Tryggvi er á öndverðum meiði og gefur lítið fyr- ir rök hliðræningjanna. „Víst er það rétt að margar af upptökum frumbýlingsára staf- rænnar tækni eru heldur klénar, en það var vegna misskilinnar hljóðnematækni. Það var mál margra upptökustjóra á sínum tíma að best væri að hafa fáa hljóð- nema, en það finnst mér vitleysa. Ef maður hefur bara tvo hljóðnema þá verður hljómurinn þunnur og flatur, þegar háir hljómar koma verða topparnir svo berir og það er ekkert á bak við þá; hljómurinn verður þunnur og ófullnægjandi. Ef aftur á móti eru notaðir hæfi- lega margir hljóðnemar er allur hljómur feitari og háu hljómarnir eru ekki eins áberandi háir. Við notum marga hljóðnema, svo marga að margir segja að ég sé bijálaður, en við sönnum okkar mál einfaldlega með því sem við sendum frá okkur, sem þykir af- bragðs gott.“ Best að vera í upptöku- slj órahlutverkinu Þó að Tryggvi hafi starfað sem upptökumaður framan af var hann snemma kominn í hlutverk upp- tökustjórans sem er veigameira verk, en hann segist hafa tekið það að sér vegna þess að enginn annar hafi gert það. „Mér fannst að ég ætti ekki að vera að fást við þetta, þar sem ég er enginn tónlistarmað- ur, en ég sá líka hvað aðrir voru að gera og tók eftir því að mitt var ekkert síðra,“ segir hann og bætir við að það hafi líka verið eðlilegt skref til að tryggja að öllu væri hagað eins og hann helst vildi til að hljómur yrði sem bestur. „Ég ræð til að mynda allri staðsetningu hljóðnema, því þeir eru eins og hljóðfæri, hafa allir sín sérkenni, eru hluti af músíkinni. Ég nota hljóðnema til þess að ná því fram sem ég les í raddskránni og til þess er einmitt best að vera í upp- tökustjórahlutverkinu." Tryggvi segist sífellt vera að læra að reyna að ná að skilja tón- list betur og geta lesið raddskrár betur, en hann segir að þó hann sé ekki eins góður í því og hann vildi vera þá sé það nóg, því tónlist- armennirnir geri það sem þeir vilji gera. „Ég skil tónlist afskaplega djúpt þó ég skilji ekki öll smáatriði og oftast þegar ég er að taka upp hjálpa ég tónlistarmönnum að fá yfirsýn. Tónlistin er mál með sína eigin rökréttu uppbyggingu, henni svipar til talmáls að því leyti, er reyndar betri en talmál. Sem dæmi má nefna tímamál því það er ekki til eitt rétt tímamál; eitt hentar einum tónlistarmanni en öðrum ekki, en venjulega segir tónlistin sjálf til um hvernig á að spila hana og hana er hægt að spila í tvennu eða þrennu tímamáli,“ segir Tryggvi. Hver upptökustjóri hefur sínar vinnureglur og Tryggvi segist reyna að fá listamennina til að leika heila kafla verkanna sem verið er að taka upp, að minnsta kosti þrisv- ar eða fjórum sinnum. „Sumir vilja það alls ekki, þeir vilja strax fara að taka upp litla búta sem síðan er raðað saman. Ég þarf þó að heyra hvað tónlistarmennirnir eru að gera til að geta lagt þeim lið og SVO þarf ég að setja upptökurn- ar saman. Ef tekin er upp ein síða í einu lenda menn nánast ævinlega í því að síðar í verkinu kemur eitt- hvað sem er í samhengi við það sem & undan var komið, jafnvel löngu áður, og því samhengi verður að skila. Þegar mér hefur tekist að átta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.