Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR ÁN \PRÖS¥L1$IA)II./Náttúrugripasöfn FRÁ Sandgerði. Húsnædi í eigu ríkis og bæja Umhverfismálaráðherra, Guð- mundur Bjarnason, sagði í fyrir- spumartíma á Alþingi 7. febrúar síðastliðinn að áætlað væri að ljúka við endurbætur á húsnæði Umhverfisráðuneytisins fyrir mitt þetta ár. Þá verður fullt aðgengi hreyfihamlaðra að fyrstu hæð ráðuneytisins, en þar er afgreiðsla þess og fundasalir. ÞAÐ er lofsvert ef það tekst í tíma og á ráðherra þá þakkir skildar, því ekki var það hann sem framdi það glapræði að flytja ráðuneytið úr sæmilega aðgengi- legu húsnæði í þetta gjörsamlega fáránlega og and- félagslega hús- næði fyrir um fímm árum og binda það þar í heil tíu! Ég hlakka því svo sannarlega til að koma í ráðuneyti skipulags- og byggingarmála í sumar og ræða við ráðherra og starfsfólk hans um aðstöðu hreyfihamlaðra. Hvort og þá hvernig ráðherra ætlar að beita sér fyrir bættu aðgengi al- mennt á íslandi, ekki hvað síst í húsnæði í eigu og/eða á vegum ríkisins. Náttúrugripasafn í svari ráðherra kom líka fram að Náttúrufræðistofnun og Nátt- úrugripasafn megi heita algerlega óaðgengileg hreyfihömluðum. Hann sagð það „... auðvitað óvið- unandi að slíkt sé í húsnæði sem er ekki aðgengilegt hreyfíhömluð- um“. Ég er hjartanlega sammála ráðherra og vil benda á að mikið hreyfíhamlaðir einstaklingar eiga hreint enga aðra möguleika til að kynnast ýmsu í náttúru landsins en að skoða það á safni! Þann 17. nóvember á síðasta ári var opnað stórmerkilegt nátt- úrusafn í Sandgerði. Mér hafði veist sá heiður að fá að fylgjast svolítið með tilurð þess og var stefnt að því að það yrði fullkom- lega aðgengilegt. Kristín Haf- steinsdóttir forstöðumaður Fræðasafnsins, en svo nefnist safnið, hafði óskað eftir umsögn frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra og þá ráðleggingum um gott að- gengi. Hún sýndi okkur húsnæðið í sumar meðan enn var verið að vinna að breytingunum. - Ég get varla með orðum lýst hve von- brigði mín urðu mikil þegar kom í ljós að ákveðið hafði verið að „geyma“ lyftuna. Þetta var þeim mun vandræðalegra að aðstaða öll í safninu var að öðru leyti til fyrirmyndar, sýningagripir og fiskabúr í hentugri hæð (flest þeirra a.m.k.). Vonandi verður drifíð í að gera safnið fullaðgengi- legt fyrir sumarið og er ég þá viss um að margir munu fara sunnudagsbíltúrinn til Sandgerðis og njóta þeirrar merkilegu nátt- úru sem þar er að finna. Sólbakki Á síðustu árum höfum við verið að gera okkur betur og betur grein fyrir þýðingu náttúrunnar. Við hugsum æ meir um nauðsyn þess að lifa í samræmi við umhverfi vort og leitum í ríkari mæli út undir bert loft. Hjólreiðar hafa aukist, að ég ekki tali um alla gönguklúbbana sem hafa sprottið upp að undanförnu. En það eru ekki allir sem eiga þess kost að njóta náttúrunnar með sama hætti, því við höfum ekki öll þá líkamlegu burði sem til þarf. Það er því geysimikilvægt að þeir sem geta veiti hinum þá aðstoð sem þarf, svo allir eigi þess kost að njóta útivistar og heilbrigðs lífern- is. Ég sagði frá því fyrr í þessum pistlum mínum að Magnús Hjalt- ested á Vatnsenda við Elliðavatn hefði látið Sjálfsbjörg félagi fatl- aðra í Reykjavík og nágrenni í té skika við vatnið og er félagið að koma þar upp hentugri aðstöðu fyrir alla með góðri aðstoð sam- borgaranna. Allt kostar peninga og því hafði félagið samband við allmarga listamenn, sem voru svo elskulegir að gefa félaginu hver sitt verk sem nú eru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er sölusýning og rennur hver króna til verkefnisins við Elliðavatn og vonum við að verkin seljist öll svo hægt verði að standa að þessu með sem mestum myndarskap. Sigurður Guðmundsson, sem lengi var formaður félagsins, bjó í húsi sem hét Sóibakki og voru margir fundir haldnir þar á sokka- bandsárum félagsins. Það er í minningu Sigurðar og heimilis hans að svæðið hefur fengið þetta fallega nafn, Sólbakki. Það er nú von mín að ráðamenn í ríkisstjórn og sveitarfélögum taki nú á þessum málum með þeim myndarbrag sem þeir eiga til. Ég trúi því að nafni minn umhverfis- málaráðherrann drífí nú í því að fundið verði hentugt húsnæði fyrir Náttúrugripasafnið sem fyrst svo öll þjóðin megi njóta þeirra gripa sem þar eru. Ég er líka fullviss um að sveitarstjórn Sandgerðis- hrepps undir forustu Sigurðar Vals geri nú það átak sem til þarf svo Fræðasafn þeirra megi verða öllum til fyrirmyndar, hérlendis sem og í öðrum löndum. eftir Guðmund Mognússon SYDY'fUEXVL/Hefuryfirlœtisleysid aldrei áorkab neinu? Kraftur auðmýktarínnar AUÐMYKTIN hittir í mark (e. Jasper Johns). Auðmýktin á ekki sjö dagana sæla. Hún er ekki kennd. Konum var hún eitt sinn kennd en oftast á röngum forsendum. Auðmýktin á sér ekki marga meðmælendur og það er synd, því hún getur áorkað miklu. Fólki er kennt að standa fast á sínu og láta ekki troða sér um tær. Það er gott að verjast þannig ranglætinu, en því miður hefur auðmýktin orðið undir í baráttu manna fyrir skerfí sínum. Andstæða auðmýktar er dramb, sem er að miklast af verkum sínum og þykjast eiga betra skilið en raun er á. En hvers virði er góðverk sem gortað er af? Þarf að gera öllum það heyrinkunnugt? Nei, þegar öðrum er hjálpað er nær að segja: „Gætið þess, að enginn fái að vita þetta.“ Dramp ér nefni- lega heimskulegt stolt og að gera sjálfan sig mikinn, jafnvel þótt efni standi til. Sá sem nemur auðmýkt verður lítillátur og mjúklyndur í hjarta: Launin eru hvíld í sál. Auðmýkt gagnvart lífínu er að bera lotningu fyrir því og gera ekkert viljandi sem vinnur gegn því. Hann lærir að virða náttúruna og leggur það í vana sinn að spytja hvort at- hafnasemin geti skaðað hana. Og hann dregur sig í hlé telji hann hagsmuni hennar ofar sínum og hann geti áfram lifað sómasam- legu lífi. Hversu leiðinlegt er ekki að sjá sterkan mann breytast í oflátung. Hroka þarfnast hans síst. Hversu meiri myndi auðmýktin ekki gera hann? Því ekkert er tilkomumeira en auðmjúkt stórmenni. Sannleikurinn í brjósti hvers eftir Gunnor Hersvein manns hvíslar fyrir daufum eyrum gorgeirsins, því hann hlustar að- eins á röddina sem hrópar: „Þú ert mikilmenni, aðrir bera ekki næga virðingu fyrir þér, láttu þá frétta um göfugmennsku þína.“ Rostinn skilur ekki setninguna: „Þar sem lítillæti er þar er speki.“ Hár guð lítur lága hluti. Sé guð til 'og sé hann góður, hversu mikið lítillæti þarf hann ekki til að bera, ef hann á að hlusta á bænir mann- anna? Eða hversu miklu hærri er ekki himinninn jörðinni og hans hugsanir og vegir, en jörð mann- anna, vegir og hugsun? Göfug venja ætti auðmýktin að vera með- al manna. Eða þekkir einhver guð á ofmetnaði? Þeir sem kenna að borgin- mennskan dugi best til að ná ár- angri í lífínu og að ástunduð auð- mýkt sé ekki vænleg til vinnings, er gjarnt að tengja lítillætið við óþarfa undirgefni og aumingja- skap. Þeir segja að menn verði að standa á tánum og hrópa hástöfum ágæti sitt til að vera virtir viðlits: „Komdu kostum þínum á framfæri og sýndu enga linkind. Náðu at- hygli þeirra sem hafa völdin og bentu þeim á að þeir þurfi á þér að halda. Vertu ekki feiminn, kveiktu í púðrinu sem býr innra með þér. Ekki efast um ágæti þitt. Brostu, því lífið í heiminum er barátta og sá sem lætur engan bilbug á sér fínna kemst þangað sem hann vill, hvað sem það kost- ar.“ Ráðgjafar þessarar leiðar hugsa að hætti heimsins og þekkja ekki kraft auðmýktarinnar. Eða hefur yfírlætisleysi aldrei áorkað neinu? Ef ekki, hvað er þá átt við með ráðleggingunni „hver sem auð- mýkir sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki,“ eða „sá sem minnstur er meðal yðar allra, hann er mestur“? Þessi ráðlegging geng- L/EKNISFRÆÐI / / hægl að sjá sjúkdómafyrirfafnvel áratugum áður en viðkomandi veikist? DNA-rannsóknir, kortlagning getuiy sjúkdóma og líftryggingar DNA-rannsóknir eða rannsóknir á kjarnasýrunum sem geyma erfða- stofna okkar, hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Þessi umfjöll- un hefur verið um rannsóknir sakamála og spurninguna um það hvort hægt sé að tengja eitthvert lífsýni ákveðnum einstaklingi og þá með hve mikilli vissu. Þetta snýst um það að DNA í hverri einustu frumu líkamans hefur að geyma alla erfðafræðilega eiginleika okkar og er því einstakt. En það eru til ýmsar aðrar hliðar á þessu máli og ein þeirra snýst um möguleika okkar á því að finna leynda erfðagalla sem síðar á ævinni leiða til sjúkdóma eða að finna erföafræðilega eigin- leika sem auka líkur á því að viðkomandi einstaklingur fái viss- an sjúkdóm. Möguleikarnir eru nú þegar nokkrir og fara hratt vaxandi og vísindamenn sýna rannsóknum á þessu sviði skiljan- lega mikinn áhuga. Annar hópur fólks, sem hefur sýnt þessum málum mikinn áhuga, eru forsvarsmenn líftryggingafélaga. ræða flókið og margþætt samband sem líklega skýrir marga algeng- ustu sjúkdómana eins og flest krabbamein og hjarta- og æðasjúk- dóma. Við getum tekið bijósta- krabbamein sem dæmi en um 10% evrópskra kvenna fá þennan sjúk- dóm og um fjórðungur þeirra deyr úr honum. Svo virðist sem bijósta- krabbamein sé arfgengt í einungis 5% tilfella og þekktar stökkbreyt- ingar í tveimur genum skýra 8 af hveijum 10 þessara arfgengu til- fella. Þetta þýðir að ef þessi stökk- breyttu gen greinast þá er viðkom- andi einstaklingur í mikilli hættu að fá bijóstakrabbamein en rann- sókn á þessum genum hefur ekk- ert forspárgildi fyrir meirihluta (rúmlega 95%) þeirra kvenna sem MÖGULEIKARNIR, sem við getum séð fyrir á sviði erfða- tækni, sameindaerfðafræði og erfðatæknilækninga á næstu árum og áratugum, eru ótæmandi. Nú þegar er hægt að greina nokkur stökkbreytt gen, sem erfast og valda oftast sjúk- dómi síðar á ævinni. Hér er t.d. um að ræða Hunt- ingtons-sjúkdóm, sem dregur um einn af hveijum 20 þúsund Evr- ópubúum til dauða á miðjum aldri, slímþykknisjúkdóm (cystic fibros- is), sem hrjáir einn af 2.500, og vissa tegund arfgengrar heilablæð- ingar sem mikið hefur verið rann- sökuð á Islandi. I þessum tilvikum er um að ræða stökkbreytingu í eftir Magnús Jóhannsson einu geni og málið því frekar einfalt, nær allir sem eru með stökkbreytta genið fá sjúkdóminn og nær allir sem fá sjúkdóminn eru með stökkbreytt gen. I flestum tilvikum er þó samband erfða og sjúkdóma flóknara en hér hefur verið lýst en þetta samband getur verið með ýmsu móti: 1) Ein stökk- breyting í einu geni veldur sjúk- dómnum; hér er sambandið mjög einfalt eins og lýst var að ofan. 2) Margar stökkbreytingar í einu eða fleiri genum valda sjúkdómn- um; í slíkum tilfellum er samband erfða og sjúkdóms flókið en samt virðist líklegt að með aukinni þekk- ingu og rannsóknum verði líka hægt að segja fyrir um slíka sjúk- dóma. 3) Mörg stökkbreytt gen ásamt ýmsum umhverfisþáttum valda sjúkdómnum; hér er um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.