Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FRAGMENTA ULTIMA ÁRIÐ 1993 kom út hjá Almenna bókafé- laginu það rit sem einna flestir höfðu beð- ið eftir frá hendi Sig- urðar Nordals, Frag- menta ultima, eða „hinztu brotin“. Eru þetta drög að íslenzkri menningu II, sem aldr- ei var lokið af hálfu Sigurðar (nefnist hér Fomar menntir 2). Ekki er rétt að dæma brot þessi sem fullbúin ritsmíð væri; þó hvarfl- ar að manni, að rétt þýðing á verkinu sé ekki „hinztu brotin" heldur „síðustu fjörbrotin". í brot- unum er fjarska fátt nýtt að finna, engin ný sýn yfir viðfangsefni ís- lenzk'rar menningarsögu, nánast ekkert sem gæti varpað nýju ljósi á fornritin. Og átti þetta bindi þó að snúast að mestu um þau. Þetta tómarúm kemur manni á óvart. Að sjálfsögðu er þarna oft vel að orði komizt; einatt sést glampa á góðar setningar og vitur- lega málsmeðferð, en nær ekkert sem eigi var komið áður fram. Og þó veit Nordal að í fornsögunum er að finna „lykil að öllu, skilningi fortíðar... og síðari alda“ (s. 13), svo að mikið þykir honum við liggja. Mest undrast maður því að Sigurð- ur telur sig rannsaka „fornsögur rækilega“; skemmst er frá því að segja að í þessum brotum rannsak- ar Nordal ekkert rækilega, nema kannski helzt gömul álitamál um sagnfestu og bókfestu, sem ættu að hafa verið gleymd og grafín í hálfa öld, svo litilijörleg sem þau eru. Og hefur hann eytt ærnum tíma í þau áður. Þó er þakkarvert að brotin eru dregin fram. Maður veit þá hversu langt Nordal komst í rannsóknum; hvar hann nam staðar. Og það er - við lok fyrsta bindis Islenzkrar menningar, sem var fallega ritað og skemmtilegt aflestrar. En hann komst aldrei fram úr formálum sín- um að Egils sögu, Heiðarvíga sögu og Borgfirðinga sögum, og aldrei slapp hann út úr þeirri meinloku að fornritin ætti að meta sem „skáldsögur“. Raunar er það alls ekki mat á fornsögum sem Nordal vill fyrst og fremst koma að, heldur hitt, „um togstreituna milli afreka og lífskjara, drauma og veruleika í sögu og menningu íslendinga" eins og segir í formála (s. 15). Sigurður taldi sig eins konar alföður íslenzkr- ar þjóðar að þessu leyti. Hann hugði að sér bæri að kenna þjóðinni sem innblásinn spekingur, og honum tókst það - þegar undan eru skilin fornritin, sem hann náði aldrei fullu tangarhaldi á. Því verður fallegur prósi einkum eftirminnilegur fyrir það hve vel er komizt að orði um spakvitra heimsku og lítt umdeilan- lega ættjarðarást. En Nordal vildi standa efst á tróni bókmenntaskýringar. Hann segir að fornsögurnar séu „mesta og frumlegasta bókmenntaafrek Islendinga frá [miðöldum] og reyndar fyrr og síðar“ (s. 25). Og er það rétt - en hitt er eigi að síð- ur satt að Nordal tekst hvergi að skýra það til fullrar hlítar. Hann raðar Sögunum upp, leitar að stöðu þeirra innan greinarinnar, en síðan er eins og honum förlist máttur. Um leitina að efni íslendingasagna segir hann réttilega, að nógu sé villugjarnt á leiðum bókmennta- skýringar „þótt menn geri sig ekki seka í þeim sjálfskaparvítum að reisa þar vegamörk, sem benda í rangar áttir“ (s. 28). Og má segja að þetta sé sjálfsögð yfirlýsing þeg- ar svo stendur á sem hér - grund- vallarhugsun hinztu brotanna er: Vér vitum eigi hvert stefna ber, því ber að halda möguleikum opnum. Og var mál til komið að sagt væri - utan hvað þetta er ekki svar. Þetta er einmitt vöntun á svari, viss uppgjöf við lausn á viðfangsefninu. Nordal veit þetta, en sama verður ekki sagt um suma lærisveina hans. Skáldsögur Ótrúlega oft notar Nordal orðið „skáld- sögur“ um miðalda- verk íslendinga (t.d. s. 28, 35). Þetta er óheppilegt, því að menn skilja orðið sem skáldsögur á nútímavísu. Þarf þó væntanlega ekki ætíð að túlka orð- ið svo; Nordal er fyrst og fremst að afneita bókstaflegum sannindum sagnanna. En ef lýsa ætti grund- vallar viðhorfi Nordals er það í rauninni fólgið í þeim orðum sem hann sjálfur hefur um W.P. Ker: „Hann lýsti því, sem hann sá og fann, og hætti sér ekki lengra, - var fús að kalla andstæðurnar kraftaverk, þar sem hann sá enga skýringu hrökkva til, og láta þar við sitja“ (s. 45). Það sama gerir Nordal. Hann sér enga skýringu hrökkva til að skýra sögurnar - og reynir að fylla í eyður vandamál- anna með viturlegum orðum um íslenzka þjóð og lífskjör. Þetta er eiginlega fullnaðarlýsing á Frag- menta ultima. Nordal hefur ekki farið fram í skýringum, aðeins viti þess sem veit hann ræður ekki til fulls við efni. Þá verður honum oft á að tala um hinn germanska kyn- stofn, „forngermanskan anda“ o.s.frv. (s. 48, 64, 91), eins og sá kæmi aðallega fram í íslenzkum ritum, þótt vér vitum nú, að slík skilgreining er varasöm; þar er oft um rómverskan eða kristinn arf að ræða. Og þótt Nordal sé mjög annt um „tungu, menntir, átrúnað, sið- fræði, lög og stjórnarfar" (s. 50) kemst hann vart inn í þau mál, gerir þeim aldrei skil svo unnt sé að tala um grundvallarrannsókn í þeim efnum. í staðinn notar hann ýmis faguryrði um glæsta menn- ingu íslendinga til forna, og fannst manni þó nægilegt af slíku í fyrra bindinu af íslenzkri menningu (t.d. s. 59). Og vart þarf að taka fram, að Sigurður talar ætíð um „norræna goðafræði", þegar slík mál ber á góma (s. 58); er honum þar vor- kunn, því að norræn goðafræði er að sjálfsögðu sú sem sögð er á norræna tungu, svo sem í kveð- skap. Hins vegar orkar slíkt tvímæl- is, því að vér vitum nú, að fjarska fátt í „norrænni goðafræði" var norrænt í þeim skilningi, að það hafi ekki þekkzt í löndunum við Miðjarðarhaf. Og Sigurður heldur til dauðadags í trúna á tvístring heimsmyndarinnar og goðsagn- anna. Og þar með missir hann tak- ið á viðfangsefninu. Þá verður það að segjast eins og er, að í rauninni mundu fæstir nú- tímamenn treysta sér til að hrósa íslendingum svo mjög sem Nordal gerir; til þess er tíðarandinn of breyttur: „Norræn menning náði langmestum þroska á Islandi, bæði um þjóðskipulag og bókmenntir" (s. 66), og er mikið um slíkar perlur í bókinni. En vér verðum að líta á rit Nordals frá sjónarmiði fátækrar þjóðar, sem teygaði slíkar athuga- semdir af vörum viturra manna sjálfri sér til upphafningar. Vér vor- um þá ekki ekkert þrátt íyrir allt. Áhrif Nordals Það gegnir furðu, hve mikil áhrif Nordal hafði á samtíð sína og jafn- vel síðari tíma, þegar litið er á það hversu skammt hann náði í rann- sókn íslenzkrar fornmenningar. Og þó er augljós skýring til; hana er að finna í mánndómi Sigurðar, feg- urð ritverka hans, brýningu til dáða og ættjarðarástar. Þetta var ómet- anlegur lífselixír mönnum þegar hann gekk fyrst fram sviðið. Hann var í senn spekingur og spámaður. En þegar vér kryfjum, hvert hann náði í skýringum á því sem hann sagði svo vel í draumi íslendings- ins, verður nakinn veruleikinn á vegi vorum. Fyrir daga hinztu brot- anna hafði Sigurður átt góða spretti við athúgun á lífi Snorra, konunga sagna og svonefndra samtíðar- sagna, að ekki sé minnzt á röðun sagna innbyrðis (sem nú sýnist hrunin); þar varð ekki svo margt í vegi fyrir honum; helzt sagnfræði, sem að vísu var flókin, en ráða mátti í samkvæmt nútíma hugsun- arhætti. Gallinn var sá að hann fór sáralítið út í að kryfja hugsunar- hátt miðalda. Því bera rit hans um Einar Ben., Stephan G. og nútíðar- skáldskap af eins og gull af eiri; þar nýtur hann sín. En óheppileg áhrif hefur Sigurður Nordal haft á túlkun elztu menningarsögu íslend- inga. Það hvarflar að manni, að þetta hafi stafað af skorti á verðug- um andstæðingum. Þeir lyftu hon- um aldrei, brýndu hann ekki til að takast af alefli á við arfinn. Og þó halda margir að þetta sé einmitt það sem Nordal tókst í lifanda lífi. Stöðnunin stafar ekki af skorti á gáfum - mér er nær að kalla þetta skákblindu. Hann einfaldlega kom ekki auga á leiðir út úr erfíðleikun- um. Segja má, að helzta orð hans hvað þetta snertir sé „skoðun“ og „skoðanir", rétt eins og það væri einhver mælikvarði á einstök verk, hveijar „skoðanir" hinir og þessir - sem vísast höfðu ekki gert neinar frumathuganir að ráði - hefðu á viðfangsefninu. Heuzler og Keyser og Riibow höfðu þessa og þessa skoðun á því, hvort sögumar hefðu geymzt munnlega eða hvort höf- undar hefðu ritað þær; sannleikur- inn er sá - eins og Nordal sýnir fram á - að mikið sem um þetta hefur verið rætt er nánast bull. Þannig lítur Nordal aftur en ekki fram í Fragmenta ultima; hann hafði ekki meira að segja; la commedia é finita. En hvað gat Sigurður gert í stöð- unni? Hann hefði getað rannsakað einstaka þætti efnisins. Og hann hefði getað lagt fram niðurstöður rannsókna í stað þess að ræða af fjálgleik svonefndar „skoðanir“ - og heimta að aðrir gerðu slíkt hið sama. Ekki liggja miklar markverð- ar rannsóknir eftir Nordal á því sem hann er sagður hafa borið mest fyrir bijósti, „tungu, menntir, átrúnað, siðfræði, lög og stjómar- far“. Manni finnst bókstaflega að Sigurður hafi kafnað í mannviti andspænis stærð vandamálanna. Á fyrri hluta 20. aldar hlutu fræði- menn að dreifa kröftum; þeir vom í raun allt í öllu, og kjörsvið Nor- dals var bókmenntaskýring. Hann lét því flest annað lönd og leið, sem olli þvi, að vart stendur steinn yfir steini í svonefndum „skoðunum“ hans á fornritum. Jafnvel hin eina „rannsókn“ hans í eiginlegum skiln- ingi, á Völuspá, verður furðu létt- væg, þegar rannsakað er baksviðið. Um menntir komst hann næst því að rita það sem hann skildi - um hvern á það ekki við - gallinn er sá, að hann gerði ekki verulegt átak til að kynna sér forna heimsmynd og grundvöll klassískrar fornaldar. Afleiðingin er sú, að þeir sem að- eins lesa verk svonefndra „íslenzku- fræðinga" ellegar „bókmennta- fræðinga" eru furðu blankir í fræð- unum. Þetta verður óbeint rakið til Nordals; með því að hampa „skoð- unum“ og jafna þeim til niðurstaðna af rannsóknum, fól Sigurður eitur í arfi sporgöngumanna. Þeir höfðu ekki myndugleik Nordals og gáfur til að greina milli hismis og kjarna. Nordal hefði getað rannsakað stjórnarfar, miðaldaritun, trúar- brögð og siðfræði goða- veldisins og lagt fram tilgátur um eðli stjóm- arfarsins, segir Einar Pálsson um bók Sigurð- ar Nordals — Frag- menta ultima — og bæt- ir við: En hann gerði það ekki. Efnið var allt of viðamikið og honum stóð ekki hugur til þess. Því er þetta tómarúm svo áberandi í Frag- menta ultima. Fyrst honum tókst þetta ekki, get ég vel bullað mér til vansa. Og það hefur verið óspart gert. Nordal hefði getað rannsakað stjórnarfar, miðaldaritun, trúar- brögð og siðfræði goðaveldisins og lagt fram tilgátur um eðli stjórnar- farsins. En hann gerði það ekki. Efnið var allt of viðamikið og hon- um stóð ekki hugur til þess. Því er þetta tómarúm svo áberandi í Frag- menta ultima; Sigurður hélt hann gæti stytt sér leið, en í stað þess lenti hann í dýki. Það hljómar e.t.v. fáránlega í eyrum minnar kynslóð- ar, en svarið við því hvers vegna tómarúmið er ríkjandi í hálfunnu verki spakvitrasta samtíðarmanns vors - er vanþekking, rétt og slétt. Og sú staðreynd að Sigurður fann ekki vísindalegt verklag til að vinna sig út úr vandanum. Þetta hefur haft ómæld áhrif a íslenzk fræði æ síðan. Skop Herranum sé Iof að nokkuð er af háði í þessu 2. bindi af Fornum menntum, sem gerir verkið með köflum vel læsilegt. Þegar Sigurður lýsir vísindalegri ályktun Knuds Liestöl, kemst hann svo að orði: „Fyrst er sagt að sannindin komi ekki málinu við, þau síðan þegjandi tekin gefin og ályktað af þeim, hvernig þau hljóti að hafa varð- veitzt“ (s-, 106). Og er þetta hið ágætasta dæmi um mikið af því sem nefnt hefur verið norræn fræði. Og ekki fer hjá því að lesandanum verði starsýnt á verklag Finns Jónssonar prófessors þegar Nordal hefur sagt að texti P.E. Múllers hafi verið „brenglaður" og að engu hafandi, bætir hann við um afstöðu Finns: „Engu að síður hélt Finnur Jónsson dauðahaldi í skilning P.E. Múllers, og ályktanir hans af formálanum, ekki aðeins í fyrri útgáfu bók- menntasögu sinnar, þótt réttari texti hefði þá verið dreginn fram í dagsljósið, heldur einnig í seinni útgáfunni, eftir að formálinn hafði verið skýrður óhrekjanlega" (s. 403). Þetta eru lærimeistarar vorir, sem treysta ber að hafi réttar „skoðanir" á því sem þeir kjósa að trúa á sína vísu. Og má við bæta afstöðu þeirra Guðbrands Vigfús- sonar og Björns M. Ólsens sem „vissu“ að tiltekin atriði í fornritun- um hefðu verið „síðari innskot“: „Svo fyrir fram óbifanleg var full- vissa þeirra um, að hinn sígildi sögustíll hefði fæðst alskapaður, að þeir tóku hvorki tillit til innbyrð- is afstöðu handritanna né hins Einar Pálsson ósennilega við það, að slík frávik frá þessum stíl ættu sér frekar stað eftir daga Snorra en t.d. um svipað leyti og Gunnlaugur Leifsson samdi sínar bækur“ (s. 413). Og er þetta kostulegt. Sýnir slíkt raunar „skoð- anirnar“ í hnotskurn; sá sem læsi verk fyrrgreindra heiðursmanna vissi ekki annað en hinn sígildi sögustíll hefði fæðst alskapaður - þessir menn voru þess fullvissir, og aðrir eins menn og Guðbrandur og Björn hefðu ekki verið að halda slíku fram að óathuguðu máli! Bá- biljurnar ríða ekki við einteyming í norrænum fræðum. Eða ættum vér að taka Rudolf Meissner, sem undraðist hversu sjálfstæðar sög- urnar voru: „Niðurstaða hans af þessum athugunum varð sú að úr því að þessar sögur væru ritaðar af klerkum og svo hefðu miðalda- klerkar hvorki getað hugsað né rit- að, væri óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir að þeir hefðu einungis skrá- sett, og skrásett nákvæmlega, það, sem aðrir hefðu sagt þeim - og að þær frásagnir hlytu bæði að anda, efni og stíl að vera miklu eldri en ritunartíminn" (s. 37-38). Nei, svo hefðu klerkar hvorki getað hugsað né ritað! Þá vitum vér það. Með ólíkindum er, að hvergi virðist örla á að fræðimenn norræn- unnar hafi rannsakað miðaldaritun í alvöru, t.d. hinn andlega skilning, sensus spiritualis, eða allegóríu: voru það ekki einmitt klerklærðir menn sem svo gátu hugsað og ritað - í duldu orðalagi sem í var fólginn siðferðisþroski og kristinn dómur? Þá er svarið væntanlega: Nei, það getur ekki verið af því Islendingar þekktu ekki allegóríu - ellegar þá - ég VEIT að þetta er ekki allegór- ía, af því að íslendingar kunnu ekki allegóríu. Ja. ég veit þetta af því ég er þeirrar SKOÐUNAR. Þetta væri í stílnum. Forn finnska Sigurður Nordal vitnar nokkuð hvasst í Finn Jónsson hér að fram- an, og er þó ekki talið; Finnur gef- ur þessa afdráttarlausu yfirlýsingu: „Eg neita því líka, að íslenzkur skáldskapur og sögutilbúningur standi í nokkru sambandi við fræði annarra Evrópuþjóða" (s. 40). Og Sigurður bætir við: Auðvitað á hann hér ekki við Noreg eða jafnvel önn- ur Norðurlönd, heldur sérstaklega suðrænar menntir. Heldur óþægilegt mundi mönn- um eins og mér þykja að eiga orða- stað við slíkan mann um fræðin; ég hef ekki séð mörg mikilvæg verk fornritanna, sem eigi sé unnt að rekja óbeint til suðrænna stranda í einhveijum meginatriðum. í tutt- ugu þekktustu sögunum rek ég efni beinlínis til pýþagórskra mennta, sem sé til nýplatónisma miðalda, sem var að upphafi runninn frá Egyptalandi. (Stefið 1988) Erþetta lærdómsríkt, því Finnur Jónsson var ekki neinn meðalmaður í norr- ænunni, heldur beinlínis sá gúrú sem mest áhrif hafði fyrir daga Nordals. Segja má, að Finnur hafi verið nær einráður á flestum sviðum fræðanna um langt æviskeið. Sig- urður kemst svo að orði að Finni hafi líkað ,;meinilla“ við ritgerð Björns M. Ólsens um Gunnlaugs sögu ormstungu og segir svo: „í rauninni stóð Finnur í þessu efni sem í mörgum öðrum á því sakleys- isstigi, sem fyrri hluti 19. aldar hafði staðið á; að trúa sögunum í öllu verulegu, án þess að hugsa nánar um það eða gera sér áhyggj- ur að skilja ekki með hveijum atvik- um þær hefðu varðveitzt svo vel með þennan sannleikskjarna". (ss) Er þetta þægilegt; maður bara trú- ir, og þar með er björninn unninn. Eigi er þörf rannsókna þegar svo stendur á; Vi alene vide. Ög raunar er ákefð svonefndra „íslenzkufræð- inga“ allmjög lituð af þessum hugs- unarhætti hin síðari ár: Ég hef þessa „skoðun" og hún kemur í stað rannsóknar. Miklu skemmra er milli þessara öfga en margur hyggur. Því ekki hefði heilum há- skóla dottið í hug að banna tjáning- arfrelsi og fijálsa hugsun um tugi ára - eins og Háskóli Islands hefur gert - nema einhver slík hugsun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.