Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Er naubsynlegt ab hafa hátíbir í kvikmyndahúsunum? Þmft framtak ENGIN Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Reykjavík var hald- in á síðasta ári eins og hefði átt að vera en áform munu uppi um að endurv.ekja hana með nýju sniði og halda á hveiju ári undir heitinu Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Kvik- myndahúsin hafa fyllt að nokkru leyti upp í eyðuna sem hún hefur skilið eftir nú síðast Sambíóin með Gullmolahá- tíð sinni. Regnboginn hélt myndarlega kvikmyndahátíð í lok síðasta árs og í Háskólabíói eru sýndar fínustu kvikmynda- hátíðarmyndir árið um kring, gömul meistaraverk í bland við nýjar myndir, ogþarf engin sérstök hátíðarhöld í kring- um þær sýningar. Framtak kvikmyndahús- anna er lofsvert og mjög svo þarft. Að öllu jöfnu eru ríflega 80 prósent bíómynda í kvikmyndahús- unum frá Bandaríkjunum eða Holly- wood sam- kvæmt tölum Hagstof- unnar und- anfarin ár og sjón- varpsst- öðvarnar, einkanlega Stöð 2 og 3, sýna mestan part banda- rískar myndir. Á hátíðum kvikmyndahúsanna fæst úrval mynda frá Evrópu- löndum og víðar auk þess sem óháðar listrænar bandarískar myndir eru áberandi. Ljóst er að fæst- ar kæmu þessar myndir í kvikmyndahús nema vegna sérstaks átaks; þetta eru ekki sölumyndir, fólk flykkist ekki á þær og þær fá að vonum aldrei neitt viðlíka kynningu og þær myndir sem vinsælastar eru um víða veröld. Engu að síður eru þær kjarninn í allri alvöru kvikmyndalist sem stunduð er í heiminum. Með örfáum undantekning- um er aðsóknin á þessar myndir hér heima dræm. Ef tvö til þrjú þúsund manns sjá mynd eins og Farinelli í Háskólabíói telst það mjög gott. Til samanburðar má nefna að dæmalausa hringavitleysu eins og Heimskan heimsk- ari sáu yfir 50.000 manns á síðasta ári. Tvær ólíkar myndir að sönnu en sýna að eitt er kvikmyndalist og annað kvikmyndaiðn- aður. Hinar listrænu myndir Háskólabíós hafa verið fjöl- margar undanfarin ár og eftir Arnold Indriðoson ÖÐRUVÍSI myndir; úr Farinelli í Háskólabíói og Óvæntum hetjum á hátið Sambíóanna. tvær þær nýjustu, Land og frelsi og Farinelli, eru allr- ar athygli verðar. Regn- boginn sýndi á sinni kvik- myndahátíð fyrir síðustu jól m.a. myndina Krakka, einhveija eftirminnileg- ustu og bestu mynd síðasta árs, og á Gullmolahátíð Sambíóanna kennir margra grasa. Italska myndin Bréfberinn er lík- lega sú mynd sem mesta athygli vekur og aðsókn fær. Hún er einstaklega húmanísk ástarsaga og skemmtilega leikin af tveimur höfðingjum, Mas- simo Troisi, sem nú er lát- inn, og franska leikaranum Philippe Noiret. Hin þriggja tíma langa mynd Claude Lelouce, Vesalingarnir, lofar góðu og Margot drottning er annað stórvirki frá Frakklandi. Háðfuglarnir er skondin úttekt á lífi brandarakalla sem eru ekki allt- of vinsælir og Jef- ferson í París er ný mynd úr smiðju Ismail Merchant og James Ivory, sem reyndar jafnast ekki á við það besta sem þeir hafa gert. Það er vonandi að fram- hald verði á hátíðarhöldum kvikmyndahúsanna og þau bjóði í framtíðinni aukið úrval „gullmoIa“ kvik- myndanna úr öðrum heimshornum en Holly- wood. Það er hollt bæði og gott að bjóða reglulega upp á aðra kosti í bíó en banda- rískar hasar- og spennu- myndir þótt þær muni ráða á markaðnum um ókomna framtíð. Kvikmyndahátíðir bíóanna er skref í þá átt. Hringj- arinn með ís- lensku tali NÝJASTA Disney-teikni- myndin verður frum- sýnd í Bandaríkjunum næsta sumar. Hún heitir „The Hunchback of Notre Dame“ og byggist á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos um kroppinbakinn Quasimodo, hringjarann ól- ánsama í Maríukirkju. Myndin verður sýnd í Sam- bíóunum seinnipart ársins með íslensku tali. Sagan kom út í íslenskri þýðingu Björgúlfs Ólafssonar árið 1948 undir heitinu Maríu- kirkjan í París. Leikstjórar Disney-mynd- arinnar eru Gary Trousdale og Kirk Wise en helstu radd- ir koma úr börkum Demi Moore, Tom Hulce, Kevin Kline og Jason Alexander. Sagan segir af kroppinbakn- um Quasimodo, sem Charles Laughton gerði ódauðlegan í gamalli og góðri kvikmynd, og Esmeröldu hinni fögru, sígaunastúlkunni sem hann fellur flatur fyrir. Palli einn í heiminum FRAMLEIÐSLUFYRIR- TÆKIÐ Litla gula hænan mun nú í vor helja tökur á nýrri íslenskri stutt- mynd sem ber nafnið Palli einn í heiminum. Leikstjóri er Ásthildur Kjartansdóttir en handritið er eftir Jakob Andersen og byggist á samnefndri barnasögu sem lengi hefur notið vinsælda. Myndin verður tekin á filmu og blönduð tölvugraf- ík og er hún styrkt af Kvik- myndasjóði Íslands og Nor- ræna kvikmyndasjóðnum og Media Investment Club í París er meðframleiðandi LEIKIN heimildarmynd; Baltasar Kormákur. hennar. Myndin verður frumsýnd í lok ársins. Ásthildur hefur nýlega lokið við leikna heimildar- mynd sem heitir Draumur um draum og fjallar um Ragnheiði Jónsdóttur rit- höfund. Með helstu hlut- verk í Draumi um draum fara Baltasar Kormákur, Emilíana Torrini og Herdís Þorvaldsdóttir, sem leikur Ragnheiði. Myndin verður sýnd um páskana. Samhliða þessum verk- efnum vinnur Litla gula hænan einnig að undirbún- ingi sjónvarpsmyndarinnar Thai-Jazz í samvinnu við Anton Helga Jónsson. 17.500 höfðu séð „Heat“ ALLS höfðu 17.500 manns séð spennu- myndina „Heat“ í Sam- bíóunum eftir síðustu sýn- ingarhelgi. Þá sáu 4.000 manns ævintýramyndina „Jum- anji“ fyrstu sýningarhelg- ina en hún er einnig í Stjörnubíói, 11.000 höfðu séð Peningalestina, sem einnig er í Stjörnubíói, 41.500 Ace Ventura 2, 23.000 Pocahontas, 2.500 Frelsum Willy 2, 1.000 manns sáu Bréfberann fyrstu helgina, 13.000 höfðu séð Góðkunningja lögreglunnar og 4.000 Eitt- hvað til að tala um. Næstu myndir Sambíó- anna eru „Fair Game“ með Cindy Crawford, „Father of the Bride 2“, ástralska myndin „Babe“, sem frum- sýnd verður með íslensku og ensku tali hinn 8. mars, sakamálamyndin „Copy- cat“ með Holly Hunter og Sigourney Weaver, tölvu- gerða Disneyteiknimyndin Leikfangasaga, „Little Princess“ og „Grumpier Old Men“. MKvikmyndafyrirtæki Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Islenska kvik- myndasamsteypan, hefur keypt réttinn til að kvik- mynda verðlaunaskáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar, Engla alheimsins. Handritið skrifar Einar Már og mun það tilbúið en að sögn Friðriks Þórs verður ekki hafinn undirbúningar að gerð myndarinnar fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að frumsýna Djöflaeyj- una. Tökur á henni hófust nýlega. MHolienski leikstjórinn Ge- orge Sluzier, sem gerði þá ágætu spennumynd Hvarf- ið beggja vegna Atlantsála filmar nú nýjan trylli er heitir „Crimetime" og ger- ist í London. Með aðalhlut- verk fara Stephen Baldwin og Pete Postlethwaite, en myndin segir af samfundum leikara og fjöldamorðingja. Baldvin segir hana sam- bland af Bláu flaueli og Fæddum morðingjum. MSpænski leikstjórinn Pedro Almodóvar hefur sent frá sér nýja mynd sem heitir á ensku „The Flower of My Secret“. Með aðal- hlutverkin fara Marisa Paredes, Chus Lumpr- eave og Rossy De Palma, en myndin segir af miðaldra kvenrithöfundi og breyting- um sem verða í lífi hennar. MNýjusta mynd breska leik- stjórans Peters Yates er með Albert Finney í aðal- hlutverki og heitir „The Run of The Country". Finney og Yates hafa ekki unnið saman síðan þeir gerðu þá frábæru mynd „The Dresser“, en nýja myndin er tragíkómedía sem gerist í litlu írsku þorpi. MLeikstjórinn Steven Soderbergh vakti óhemju athygli með Sinni fyrstu mynd, Kynlíf, lygar og myndbönd. Nýjasta mynd- in hans heitir „The Und- erneath“ og byggist á sögu Dons Taylors. Peter Gall- agher fer með aðalhlutverk- ið. ÍBÍÓ EINS og oft áður um þetta leyti árs, þ.e. þegar Ósk- arskvöldið nálgast, er úrvalið í kvikmyndahúsum borgar- innar með besta móti. Margar kræsilegar myndir hafa verið frumsýndar að undanförnu og kvikmyndahátíð stendur yfir í Sambíóunum. Martin Scorsese hefur gert enn eina safaríka glæpasögu með myndinni Spilavítið með Robert De Niro og Sharon Stone, sem leikur frábærlega ólma mafíudúkku myndarinn- ar. De Niro er einnig í spennu- tryllinum góða „Heat“ ásamt A1 Pacino. Morgan Freeman er stórkostlegur í Höfuðsynd- unum sjö, einhverri ljótustu og óhugnanlegustu saka- málamynd sem gerð hefur verið og ævintýramyndin „Ju- manji“ býður uppá æsispenn- andi rússíbanaferð undir stjórn Robins Williams og fleira og fleira. Það er sumsé nóg að hafa í bíóunum þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.