Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í smalamennsku haustið 1990 fann einn leitarmanna álbút úr flugvél, innst í gili við ræt- ur Eyjafjallajökuls. Viku síóar var smalinn kominn upp á glerhálan og sprunginn Jök- ulinn ofan vió gilið, þar sem hann læddist einsamall um á ullarsokkum með broddstaf sér til stuðnings. Fyrir ein- skæra tilviljun fann hann heil- legan hluta af vængenda með áletrun. Aletrunin gaf til kynna að hér væri á feróinni brak úr bandarískri sprengju- flugvél af gerðinni B-1 7G, eóa „fljúgandi virki“ eins og þessar frægustu vígvélar stríðsins voru kallaðar. Samkvæmt gamalli frá- sögn þarna úr sveitinni mun vélin hafa brotlent ofarlega í norðanverðum Jöklinum laugardaginn 16. september 1944. Fyrir einhvers konar tilviljun lifði hin 10 manna áhöfn hins „fljúgandi virkis" óhappið af, komst niður af Jökli og til byggóa náðu allir aó lokum. Af ýmsum ástæðum hafa bæði flugslysið sjálftog sér í lagi atburðir því téngdir leg- ið í þagnargildi í rúma hálfa öld. Þessi fundur smalans Árna Alfreðssonar varó til þess að vekja hjá honum áhuga á að safna þessari merku sögu saman. Það var þó ekki fyrr en í haust, 52 árum eftir aó þessir atburðir áttu sér stað, að smalinn byrjaði fyrir al- vöru að ræða við þá sem þarna höfðu komið nærri. I fyrstu voru hinir gömlu menn tregir til, en fljótlega fór aó liðkast um málbeinió á þeim. Honum til furðu voru hinir gömlu kappar flestir stál- minnugir á það sem gerst hafði. Meðal annars var geróur út leiðangur á Jökul- inn til að rifja söguna betur upp og finna staðinn þar sem vélin hafði brotlent, og slóst Ragnar Axelsson þá í för með Arna og félögum. En það var eins og Jökullinn hefði eitt- hvaó aó fela. Ekki varð þverfótað fyrir gapandi jökulgjám á leið sem hingað til hefur verið sprungulaus. Gömlu brýnin létu þó slíkt ekki aftra sér og örkuðu upp Jökulinn á sömu slóðir og rúmri hálfri öld áður. Þegar skammt var eftir að slysstaðnum sjálfum var „vegurinn að Virkinu“ orðinn alveg ófær, svo ekki varó lengra komist. Það verður að teljast stórmerki, rétt eins og áhöfnin komst af, að það tókst aó tína brot sögunnar saman eins vel og raun ber vitni. Hér birtist hún eins og þeir sem hana upplifðu, lýstu atburóum. -F ÞAÐ ER liðið langt á kvöld, og flestir gengnir til náða að bænum Djúpadal við bakka Eystri-Rangár. Úti næðir í köldum útsynningn- um, enda langt liðið á sept- embermánuð árið 1944. Alex bóndi er þó enn á fótum. Hann þarf að huga að kú sem er komin að burði. Á leið í fjósið verður hann var við eitthvað einkennilegt svo hann staldrar við. Skær ljósbjarmi kemur langt að úr austri. Það sem honum finnst þó undarlegast við þetta allt eru upptök ljósbjarmanna, sem núna eru orðnir tveir. Svo virðist sem þeir komi ofarlega úr Eyjafjallajökli. Rétt við bæinn, á tanga þar sem áin liðast hljóðlega framhjá, standa herbúðir með litlum varðturni. Alex, sem er óopinber túlkur setuliðsins, fer og segir þeim sem er á vakt í turninum frá því sem hann hefur orðið var. Undirtektir varðmannsins, sem virðist upptekin af öðru en að gæta búðanna, eru dræmar og vill hann lítið hlusta á frásögn Alex, sem lætur þar við sitja. Þamæsta morgun er sú frétt kom- in á kreik á staðnum, sem reyndar ber það virðulega nafn „Camp Oddi“, að fundin sé flugvél sem mikil leit hafi verið gerð að. Skömmu síðar fær Alex boð frá yfirmönnum herl- iðsins, að hann eigi að fara inn í Fljótshlíð ásamt þremur Bandaríkja- mönnum og taka þar á móti mönnum úr flugvél sem farist hafi á Eyja- Qallajökli. Farartækinu, sem er herbíll af Weapon gerð, með palli og blæju er hvergi hlíft á léið inn Hlíðina enda virðist liggja mikið á. Þó vegslóðinn endi við Múlakot er ekið áfram út á aurinn og alla leið inn að Fljótsdal, innsta bæ í Hlíðinni. Það sem gerir þetta mögulegt er að Þverá liggur langt frá brekkurótum, út á miðjum aur. Á bænum bíður Jón bóndi Úlf- arsson, tilbúinn með fjóra hesta. Hann hefur orðið manna var „milli vatna“ langt í suðri og fylgst með þeim í forláta kíki sem hann á. Það verður úr að þeir Alex fari ríðandi á móti þeim. Fljótið (Markarfljót) liggur dreift í mörgum ströngum álum þó mesta vatnið sé óvenju sunnarlega. Á leiðinni hefur Jón á orði að hann hafi séð ljósagang á Jöklinum einhverjum kvöldum fyrr. Þeir eru komnir langleiðina suður að Merkurnesi, móts við Grýtugilin, þegar þeir þurfa að ríða þijá stóra ála. Á bakkanum hinum megin bíða mennirnir, í kalsaveðri og blota. Þeir eru í einhverskonar beltum og hafa bundið sig þétt saman til að hafa stuðning hver af öðrum í vatn- inu. Þeir eru fjórir að tölu og aug- sýnilega mjög þrekaðir. Allir hafa þeir skammbyssur í slíðrum utan á sér. Það leynir sér ekki að þeir eru mjög fótsárir en að öðru leyti sést lítið á þeim. Alex spyr hvort þeir séu þama allir. Því er svarað játandi, „þeir séu bara fjórir á ferð“. Til stendur að láta þá sitja hest- ana að bænum en svo máttfarnir eru þeir að það verður að styðja við þá því annars tolla þeir ekki á baki. Þannig eru þeir fetjaðir með miklu erfiði að Fljótsdal. Inni í bæ hjálpar Alex til við að færa þá úr háum uppreimuðum skónum. Það er engu líkara en skórnir séu grónir við lappirnar á þeim, svo illa gengur að ná þeim af. Þeir eru nánast skinnlausir til fótanna eftir að verkinu líkur. Eftir stuttan stans þarna á bænum er haldið af stað til baka. Alex fer aft- urá pallinn ásamt þremur úr áhöfn- inni. Engin sæti eru þarna, en dýnur á pallgólfinu gera vistina bærilegri. Sá úr áhöfninni sem mest er miður sín er hafður frammí hjá hinum. Það er skollið á myrkur þegar komið er í „kampinn“ eftir erfiðan dag. En ýmislegt hafði gerst að Fljóts- dal deginum áður, mánudaginn 18. september. Upp undir klettabelti rétt ofan við bæinn er Anna-Veiga, þá 6 ára, að leik við yngri systur sínar. Foreldrar henn- ar, Sæmundur Úlfarsson (bróðir Jóns) býr í „vestari bænum“ að Fljótsdal ásamt konu sinni Guðlaugu Einarsdóttur. Fljótsdalur er innsti bær, og einskis að vænta innan úr óbyggðum, nema kannski útilegu- manna eða æðri vera. Skyndilega blasir furðuleg mynd við litlu stelp- unni. Hún sér til manna langt inná aurum, þaðan sem enginn átti að BERGUR og Guðmundur Sæmundssynir, frá Stórumörk, í ofanverðum Eyjafjallajökli við skerið sem þeir lágu í vari undir fyrir rúmri hálfri öld síðan. koma. Þeir eru þétt saman, og eru að vaða einhveija ála en í vatninu sjást þeir miklu betur en á dökkum aurnum. Guðlaug tekur eftir þessum undarlegu mönnum þegar þeir eru á móts við Fellstána, sem gengur suður úr Þórólfsfellinu. í fyrstu vek- ur þetta undrun sem síðan breytist í ótta. Hún rekur krakkana inn í bæ og lokar vel að sér. Þegar hið ókunna lið nálgast bæina meir er farið ríð- andi á móti þeim. Jón sem eitthvað kunni fyrir sér í ensku hefur getað áttað sig á að hér voru á ferðinni menn sem ekki þurfti að óttast en þurftu á hjálp að halda eftir að hafa þvælst yfir Fljótið. Hann fer með mennina, sem eru 6 að tölu, inn í bæ til sín (austurbæinn) þar B-17G sprengju- flugvél eins og sú sem brotlenti í norðanverðum Eyjafjallajökli. Þessar vélar hlutuviðurnefnið ..fljúgandi virki“ vegna þess hve vel þær voru vopnum búnar. Mútaköt Þprólfsfell Marka vlrsiaTífa Stóra- Dímon '■Stóramörk <5» Staðsetning flaksins 'Syðstamörk Eyvindarhojt Goðasteinn EYJAFJÁLLAJÖKU Lú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.