Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAfelÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 B 17 sem þeir fá aðhlynningu og gista ura_ nóttina. Útiljósið að Fljótsdal hafði verið nokkurs konar bjargvættur áhafn- arinnar, en það höfðu þeir séð úr flakinu ofan af Jökli. Fóstursonur Jóns, Auðunn R. Guðmundsson, þá 8 ára, man vel eftir mönnunum í stofunni, þar sem þeir fengu að vera. Hann var bæði hræddur og feiminn við þessa skrýtnu menn sem töluðu framandi tungu. Það aftraði honum þó ekki frá því að gægjast af og til inn í stofuna. Áhöfnin gaukaði þá að honum bijóstsykri og einhveiju kjötmeti, líklega skinku, sem hann kunni mjög vel að meta. Daginn eftir fylgdi Sæmundur áhöfninni „út brekkur" og út að Múlakoti, um 8 km leið. Þar gátu komist í síma og haft samband við umheiminn. Þangað voru þeir síðan sóttir á hertrukk, en með honum hurfu þeir aftur út í hinn stóra heim. (Hér lýkur þeim hluta sögunnar sem gerist norðan Markarfljóts og þætti þeirra sem þar voru nefndir.) Mú víkur sögunni að bænum Stórumörk undir Eyjafjöllum. Þetta er nokkru síðar en að fyrrnefndir atburðir eiga sér stað. Þar á bæjum höfðu menn tekið eftir óvanalegri flugumferð yfir Jöklinum, en að öðru leyti gefið því lítinn gaum. Einhveijar spurnir höfðu menn af því sem gerst hafði að Fljótsdai, auk þess að hernaðaryfirvöld höfðu látið þau boð ganga út um sveitir, að strangt bann lægi við því að fara að. flaki vélarinnar. Upp á hlað hjá hreppstjóranum, Sæmundi Einarssyni, eru komnir bandarískir hermenn ásamt túlki. Þá vantar staðkunnuga menn til að fylgja leiðangri að flaki vélarinnar. Þeir draga upp Ioftmyndir af flugvél- inni þar sem hún liggur, til að hægt sé að átta sig á hvar í Jöklinum hún sé. Tveimur eða þremur dögum síð- ar, 30. september, eru leiðangurs- menn mættir. Þetta er 6 manna vel útbúinn hópur. Þeir eru með mikinn farangur, eins og til standi _að dvelja í einhvern tíma á Jöklinum. í fartesk- inu eru m.a. stórir bakpokar, dún- svefnpokar og skóflur. Tveir stórir álsleð- ar, sem taka i má sundur og skipta má niður á ljóra hesta vekur athygli heimamanna. Farið er ríðandi upp með Bæjargilinu og hin venjulega leið upp að Jökli, í kverkinni norðan í Dagmálafjalli og sunnan Illagils. Með leiðangrinum eru í för Guð- mundur Sæmundsson frá Stóru- mörk, Guðjón Ólafsson í Syðstumörk og Jón Kjartansson í Eyvindarholti. Jón, sem er menntaskólastrákur og kann ensku ágætlega, er túlkur leiðangursins. í þau skipti sem stoppað er tii að hvílast lætur foring- inn, sem Gumma skilst að sé af þýskum ættum, þá skoða ljósmynd- irnar af flaki vélarinnar svo þeir átti sig sem best á staðsetningu hennar. Þegar komið er að jökulrönd verð- ur úr að Jón bíði hjá hestunum, en hinir fari upp. Jón hafði fengið höf- uðverk en mígreni hafði hijáð hann eitthvað á þessum tíma. Sleðunum er smellt saman og lagt af stað. Gummi og Guðjón skiptast á að draga annan sleðann sem er fisléttur í drætti og stöðugur enda lágt byggður. Guðjóni finnst tilhneiging hjá leiðangursstjóranum að stefna beint á Goðastein í stað þess að stefna austar í átt að Skeijunum. Þeir eru komnir hátt í Jökulinn þeg- ar iéttri hrímþoku tekur að bregða yfir Steininn og efstu brúnir. Leið- angurinn stoppar og á meðan er rýnt uppí þokuna. Þarna verður löng og leiðinleg bið. Þeir sem eru eitt- hvað loðnir fyrir, byija að hríma og verða hlægilegir ásýndum. En þeim Gumma og Guðjóni ekki hlátur í SÉÐ upp á efstu brúnir Eyjafjallajökuls að norðanverðu. Kletturinn sem sprengjuflugvélin hafnaði skammt frá sést lengst til hægri. Kolsprunginn gigjökullinn sést þar austan við, þar sem hann skríður út úr gígskál eldkeilunnar. hug. Þeir vita vel að þeir eru komn- ir allt of hátt í Jökulinn auk þess sem leiðin að vélinni liggur austur á bóginn. Þeir fá á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu og gerast mjög tor- tryggnir. Ekki bætir úr skák að þeir ná engu sambandi við aðra leiðang- ursmenn. Þeir hvorki skilja né tala orð í ensku og allar tilraunir til tjá- skipta enda í tómu rugli. Þeir kom- ast að þeirri niðurstöðu að leiðang- ursstjórinn sé líklegast orðinn kolr- uglaður hvað varðar stefnu og stað- setningu eða hann sé á leið eitthvað annað en að vélinni. Þeir sjá engan tilgang í veru sinni þarna enda hafa þeir ekkert með leiðarvalið að gera. Þeir ákveða því að yfirgefa leiðangurinn. Eftir nokk- ur skref eru þeir þó stöðvaðir af vopnuðum leiðangursmönnum. For- inginn byrstir sig af þvílíkri bræði að þeim stendur engan veginn á sama. Þeir eru því tilneyddir að fylgja hinum eins og hálfgerðir fang- ar. Aftur léttir til og haldið er enn ofar. Skyndilega sekkur Guðjón upp að mitti. Honum er mjög brugðið en sprungan er sem betur fer mjó, svo hann getur stutt sig með hönd- unum á sprungubarmana. Það er ljóst að ótraustur haustsnjór hylur varasamar sprungur. Þeir Gummi binda vað á milli sín til öryggis og þannig er haldið áfram. sem verður á vegi þeirra. Aftur bregður hrím- þokunni yfir og við tekur bið sem ætlar engan endi að taka. Loks kem- ur að því að þolinmæði þeirra þrýt- ur. Þeir ákveða að leggja af stað með sleðann í þá átt sem flugvélin er, í þeirri von að hinir átti sig og fylgi á eftir. En eftir nokkur skref er þeim aftur brugðið, því í annað sinn eru þeir stöðvaðir með djöful- gangi og látum, og ekki laust við að þeim sé farið að lítast illa á blik- una. Skömmu síðar gefur foringinn skipun um að leiðangurinn haldi til baka. Það er ekki heil brú í nokkru hann gerir og ekki er að sjá BROTIÐ úr vinstri vængenda hins „fljúgandi virkis" sem fannst haustið 1990. hátt er fram af henni hinum megin. Hinum lýst ekki vel á þetta og Bergi Ákafinn í Guðmundi er það mikill verður að orði; „Við skulum heldur að hann lætur sig vaða fram af. taka krókinn, Valli.“ Þeim miðar vel áfram en alit í einu staldra þeir við og leggja við hlustir. Þeir heyra nið sem veldur fyrst undrun en síðan ótta. Þeim er litið í austur. Þijár stórar flugvélar koma í lágflugi og stefna yfir þá. Þeir fleygja sér niður og liggja graf- kyrrir og stífir af hræðslu. Vélarnar fljúga lágt og taka samsíða sveig. utan í Jökiinum. Það eru engin orð til að lýsa þeirri hræðslu og spennu sem þessu fylgir. í fyrstu liggja þeir lamaðir af hræðslu en skríða svo áfram í betra skjól. Sem betur fer eru þeir klæddir einhveijum sauða- litum, sem eru samlitir umhverfinu og sjást því iila. Þeir eru nokkuð sammála að ef til þeirra sjáist verði skotið á þá. Eftir nokkurt rifrildi milli bræðranna verður úr að storka örlögunum. Ákafinn er núna orðinn óttanum yfirsterkari, svo að áfram er haldið. Þeir hlaupa eins hratt og þeir komast til að komast sem lengst og í öruggt skjól bak við einhvern hólinn áður en vélarnar koma aftur. Geðshræringin og spennan veldur því að þreytan hverfur, vegalendir styttast og tímaskynið brenglast. Þeir þjóta upp í móti og finna hvorki þreytu né sársauka. Eitthvað sjá þeir glitta í vélina á leiðinni upp, en það er enginn tími til að athuga það nánar. Vélarnar sveima rangsælis kring- um Jökulinn. í hvert skipti sem þær hverfa er hiaupið eins hratt og hægt er í skjól. Þeir bræður leita vestan megin í Skerin, sem er ávalur gjall- hryggur sem liggur langt upp í Jök- ulinn. Þar má því leynast í hvert skipty sem eftirlitsvélarnar fljúga yfir. í svona 5-6 hollum eru þeir komnir í var bak við eitt efsta Sker- ið( í um 1400 m hæð. Núna er ekki lengur hægt að skýla sér bak við kletta og hóla því við tekur ber Jökullinn. Guðmundi finnst hið langþráða takmark svo stutt undan að ómögulegt sé að snúa við. Meðan deilt er um hvað gera skuli fljúga eftirlitsvélarnar þijár aftur yfir. Þeim til furðu og léttis taka vélarnar stefnuna beint í vestur í stað þess að hringsóla kringum Jök- ulinn. Nú er lag. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að líklegast séu þær að ná í eldsneyti. Þeir hafi því nægan tíma til að komast í skjól af flakinu. Þeir láta slag standa og æða SIEMENS öllu þessu um- sem neinn tilgang með stangi. Gummi er með flugvélina á heil- anum og er langt því frá sáttur við að hafa ekki komist í hana. Hann hugsar mikið um þetta og eitt kvöld, viku eftir hinn misheppnaða leiðangur, færir hann þetta i tal við bræður sína, Berg og Valla. Allt fer þetta mjög leynt. Þeir, sjálfir hrepp- stjórasynirnir, eru vel meðvitaðir um að strangt bann liggur við að nálg- ast vélina og ströng viðurlög. Snemma næsta morgun fara þeir ríðandi'inn Merkurnesið inn að Nes- rétt. Það er hið besta haustveður, bæði stillt og bjart. Þeir skilja hest- ana eftir í réttinni og fara upp hrygginn sem liggur milli Grýtugilj- anna. Þetta er ein fárra leiða sem eru færar upp á Litlheiðina. Þegar upp á brúnina kemur taka við hólar og jökulsorfnar klappir. Þeir stefna á Skerin og fara hratt yfir enda ákafinn mikill. Þeir eru léttklæddir og eini farangurinn er einhver snær- ishönk til að bjarga sér á sprungnum jökli. Þeir fara upp á stóra klöpp en I '' KÆLI- OG FRYSTISIVI Við bjóðum nú þessa sambyggðu kæli- og frystiskápa frá Siemens með nýju mjúklínuútliti. Þetta eru skáparnii* fyrir þig! KG 26V03 • 195 1 kælir • 55 1 frystir • 151 x 60 x 60 sm Verð: 69.900 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 511 3000 KG 36V03 ICG 31V03 • 230 1 kælir • 195 1 kælir • 90 1 frystir • 90 1 frystir • 186 x 60 x 60 sm • 171 x 60 x 60 sm Verð: 77.934 stgr. Verð: 73.900 stgr. LU o 03 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík Búðardalur Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufiörður Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörður, Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn i Hornafirði: Króm og hvitt Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði í vcrslun okkarað Nó.ituni ---ZVT" Viljiröu endinguog gæöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.