Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 24
24 B . SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ —- ii^ Jt ■ A I \r~^\ N/C/K iA~^ A D ÆFm m ■■■■■WaAUOl / O// n/C^aA/x Hótelstjóri • Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða hótelstjóra til starfa við sumarhótel bænda- skólans. Um er að ræða sumarstarf, en sumarhótelið starfa frá 1. júní-1. september. Starfssvið hótelstjóra er: • Dagleg stjórnun og rekstrarábyrgð. • Móttaka gesta og umsjón með þjónustu. • Innkaup. • Starfsmannahald. Lögð er áhersla á ábyrga stjórnun, samfara kurteisi, og góðrar framkomu og þjónustu- ’ lundar. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Launakjör í samræmi við launakerfi hins opinbera í sambærilegum rekstri. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri og/eða fjármálastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Skriflegar umsóknir skulu berast til Bænda- skólans á Hvanneyri, 311 Borgarnesi, fyrir 15. mars nk. Skólastjóri. F I S K. I S T O F A Fiskistofa - veiðieftirlit Fiskistofa óskar eftir að ráða starfsfólk í tíma- bundin verkefni við veiðieftirlit um borð í ís- lenskum fiskiskipum sem eru við veiðar á Flæmingjagrunni. Ráðið verður í einstök verkefni og geta þau varað allt frá 30 dögum upp í nokkra mán- uði. Verkefnin eru nú þegar hafin og gert er ráð fyrir að þau standi yfir fram á haust. Skipstjórnarmenntun og reynsla æskileg og/eða menntun og reynsla við fiskvinnslu ásamt enskukunnáttu. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars nk. Skattstofa Reykjanesumdæmis Á Skattstofu Reykjanesumdæmis, Suður- götu 14, Hafnarfirði, er laus staða deildar- stjóra eftirlitsdeildar. Um er að ræða deild með níu starfsmönnum auk deildarstjóra. Verksvið deildarinnar felst aðallega í eftirliti með skattskilum þeirra, sem stunda atvinnu- rekstur. Leitað er að starfsmanni, sem á gott með samskipti og er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög- fræði eða viðskiptafræði eða hafa aðra sam- bærilega menntun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, og annað, sem umsækjandi óskar að taka fram, þurfa að berast embætt- inu fyrir 20. mars nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 555 1788 eða 565 3588. Skattstjórinn íReykjanesumdæmi. IH I VINNUSKOLI * W REYKJAVÍKUR Leiðbeinendur í sumarstörf Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum til starfa sumarið 1996: 1. Leiðbeinendum til að vinna með og stjórna vinnuflokkkum unglinga. 2. Leiðbeinendum til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna, sem þurfa mikinn s stuðning í starfi. 3. Yfirleiðbeinendum, sem hafa umsjón . með ákveðnum verkefnum eða vinnu- svæðum. 4. Starfsmanni til að undirbúa og stjórna sérstöku fræðslustarfi Vinnuskólans. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára og æskileg er uppeldis-, kennslu- eða verk- menntun. Starfstíminn er átta til tíu vikur frá júní til ágúst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur, Engjateigi 11, i sími 588 2590. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk. Engjateigur 11 »105 Reykjavík í Sími 588 2590 • Fax 588 2597 AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskóladeild Akureyrarbæjar ósk- ar eftir að ráða leikskólakennara við eftirtalda leikskóla: Kiðagil, Lundarsel, Krógaból, Síðusel, Iða- völl, Klappir, Flúðir} Pálmholt, Holtakot og Arholt. Um er að ræða heilar og hálfar stöður síð- degis. Einnig óskum við eftir að ráða þroska- þjálfa í stuðning með einstökum þörnum. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri leik- skóladeildar eða leikskólaráðgjafar í síma 460-1450. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarþæjar eða Launanefndar sveitar- félaga og Félags íslenskra leikskólakennara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsamannadeild Austurbæjar á Geislagötu 9.. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Leikskóladeild Akureyrarbæjar. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Allan daginn: Brekkuborg v/Hlíðarhús. Upplýsingar gefur Guðrún Samúelsdóttir, leikskólastjóri, í síma 567 9380. Brekkuborg v/Logafold. Upplýsingar gefur Gyða Þórisdóttir, leik- skólastjóri, í síma 587 3077. í 50% starf e.h.: Rofaborg v/Skólabæ. Upplýsingar gefur Þórunn G. Björnsdóttir, leikskólastjóri, í síma 567 2290. Staðarborg v/Mosgerði. Upplýsingar gefur Sæunn E. Karlsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 553 0345. Matartækni vantar í Drafnarborg v/Drafnarstíg. Upplýsingar gefur Sigurhanna Sigurjónsdótt- ir, leikskólastjóri, í síma 552 3727. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. VIII ■ ■ ■ ■ Við leitum að vönum símasölumönnum sem vilja skipta um starfsvettvang. Við önnumst sölu ættfræðirita og vandaðra ritsafna fyrir nokkur af stærstu bókaforlögum landsins og bjóðum því stöðugt framboð sölulegra verka og miklar reglulegar tekjur. Framtíðarstarf. Fullum trúnaði heitið. Allar frekari upplýsingar veitir Hrannar í símum 897 0503 sunnudag og 562 5233 í næstu viku. Markaðsmenn ehf. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR Augndeild Deildarlæknir Staða deildarlæknis á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan er veitt til tveggja ára og ætluð lækni í fram- haldsnámi í augnlækningum. Umsókn skal fylgja greinargerð um náms- og starfsferil, afrit af fræðilegum ritgerðum. Staðan veitist frá 1. júlí 1996, eða eftir sam- komulagi. Umsókn skal skilað fyrir 1. apríl 1996 til Ein- ars Stefánssonar, prófessors, göngudeild augndeildar, Öldugötu 17, Reykjavík. Upplýsingar um stöðuna veita Einar Stefáns- son, prófessor og Jóhannes Kári Kristinsson, deildarlæknir á augndeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Deildarlæknir Staða reynds deildarlæknis á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan er ætluð lækni með verulega reynslu í augnlækningum. Umsókn skal fylgja grein- argerð um náms- og starfsferil, afrit prófskír- teinis og afrit af fræðilegum ritgerðum. Stað- an veitist frá 1. júlí 1996, eða eftir samkomu- lagi. Umsókn skal skilað fyrir 1. apríl 1996 til Ein- ars Stefánssonar, prófessors, göngudeild augndeildar, Öldugötu 17, Reykjavík. Upplýsingar um stöðuna veitir Einar Stefáns- son, prófessor. Rannsóknarmaður Staða rannsóknarmanns við augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Rannsóknarmaðurinn mun starfa við vísinda- rannsóknir á sviði augnlækninga undir stjórn og í samstarfi við Einar Stefánsson, prófess- or og aðra sérfræðinga deildarinnar. Um- sækjandi skal hafa háskólapróf, gjarnan í raungrein eða heilbrigðisgrein. Þjálfun í vís- indalegum vinnubrögðum og reynsla af rann- sóknarstörfum er mjög æskileg. Rannsókn- armaðurinn þarf að vera atorkusamur og geta starfað sjálfstætt. Til greina kemur að staðan tengist rannsóknartengdu framhalds- námi. Umsókn skal fylgja greinargerð um náms- og starfsferil, afrit af prófskírteinum og fræði- legum ritgerðum. Nánari upplýsingar veitir Einar Stefánsson, prófessor á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Öldugötu 17, Reykjavík, sími 551-8181, fax 562-5488 og skal skila umsóknum til hans fyrir 1. apríl 1996. Staðan veitist frá 1. september 1996 eða eftir samkomulagi. Röntgendeild Læknaritari Læknaritari með löggildingu óskast sem fyrst á röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Upplýsingar gefur Anna Óskarsdóttir, deild- arstjóri, í síma 525-1441 milli kl. 10-12. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.