Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 B 25 ATVIN NUAUGÍ YSINGAR Auglýsingar - markaðsmál Öflugt fyrirtæki í fjölmiðlun óskar eftir að ráða stjórnanda á auglýsingasviði. Leitað er að hugmyndaríkum og metnaðar- fullum einstaklingi með lifandi áhuga á krefj- andi verkefnum. Mikil reynsla og menntun í auglýsinga- og markaðsmálum nauðsynleg. Áhersla er lögð á'sjálfstæð og öguð vinnu- brögð og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 8. mars, merktar: „F - 13577". 1U11KIIII EBiIBIlBB lllllillll IIIIIIUIDII IIIIIKIEEIil íilllllllll Frá Háskóla Islands Tímabundinn lektor í efnafræði. Sérstök tímabundin lektorsstaða í efnafræði við efna- fræðiskor Raunvísindadeildar Háskóla ís- lands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sérsviði sínu innan efnafræðinnar og skal það vera eitt af eftirtöldum sérsviðum: Efna- greining/efnagreiningartækni, ólífræn efna- fræði og eðlisefnafræði. Auk þess er lektorn- um ætlað að taka þátt í kennslu í almennri efnafræði. Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi Bjarna- son, formaður efnafræðiskorar, jonbragi@raunvis.hi.is í síma 525 4779. Tímabundinn lektor í grasafræði. Sérstök tímabundin lektorsstað í grasafræði við líf- fræðiskor Raunvísindadeildar Háskóla ís- lands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sérsviði sínu innan grasafræðinnar, auk þess sem hann þarf að geta tekið að sér almenna kennslu í grasafræði. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Snorra- son, formaður líffræðiskorar, sigsnor @rhi.hi.is sími 525 4612. Tímabundinn lektor í mannvistarlanda- fræði. Sérstök tímabundin lektorsstaða í mannvistarlandafræði við jarð- og landfræði- skor Raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er einkum ætlað að stunda kennslu og rannsóknir í hagrænni landafræði, en auk þess að taka þátt í almennri kennslu í landafræði. Nánari upplýsingar veitir Guðrún M. Ólafs- dóttir, formaður jarð- og landfræðiskorar, gudrunmo@raunvis.hi.is sími 525 4484. Tímabundinn lektor í tölvunarfræði. Sér- stök tímabundin lektorsstaða í tölvunarfræði við tölvunarfræðiskor Raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lekt- ornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sviði tölvustýrikerfa eða dreifðrar gagnavinnslu. Nánari upplýsingar veitir Jóhann P. Malmqu- ist, johann@rhi.hi.is sími 525 4930. Um ofangreindar stöður gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Háskóla Islands. Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókn- um skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir, sem umsækjendur hyggjast stunda, verði þeir ráðnir í stöðu. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1996 og skulu umsóknir sendar starfsmannasviði Háskól- ans, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. PRISMA PRENTSMIÐJA BÆJARHRAUNI 22 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 565 16 16 Prentsmiðir Okkur vantar prentsmið vanan filmuskeyt- ingu og plötugerð. Allar umsóknir eru trúnaðarmál. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Egilsstaðabær auglýsir til umsóknar stöðu æskulýð§_- og íþróttafulltrúa. Starfið felur m.a. í sér rekstur og umsjón félagsmiðstöðvar og skíðasvæðis ásamt fleiru. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldis- fræðilega menntun, ásamt reynslu af vinnu með unglingum. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Eiríki Björgvinssyni, æskulýðs- og íþróttafulltrúa, í síma 471 1154 og Sigurði Ananíassyni, formanni æskulýðs- og íþróttaráðs, í síma 471 1500. Umsóknum þer að skila á þæjarskrifstofur Egilsstaðabæjar fyrir 15. mars. Æskulýðs- og íþróttaráð Egilsstaða. Þjónustufulltrúi Þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með upplýsinga- og gagnabanka innan þjónustumiðstöðvar fyrirtækisins. Starfið felst m.a. í samantekt og uppfærslu gagna fyrir gagnabanka upplýsingakerfis. Að auki þarf viðkomandi að hafa mikil sam- skipti við markaðsdeildir og ýmsa sérfræð- inga fyrirtækisins, jafnframt því að þjónusta viðskiptavini. Leitað er að röskum og dugmiklum starfs- manni, sem á auðvelt með að starfa sjálf- stætt og í samvinnu við aðra. Æskileg mennt- un á sviði viðskipta-, rekstrar eða tækni- fræði. Góð tölvuþekking og enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Verkstjóri Héraðsverk efh., Egilsstöðum, leitar að verk- stjóra til vegagerðar á hringveginum við Gríms- staði á Fjöllum frá júní-október í sumar. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til framkvæmdastjóra á faxi 471 2089. Upplýsingar í síma 471 2228. Héraðsverk efh. Varnarliðið - laust starf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskarað ráða bifvélavirkja til starfa á bifreiðaverkstæði Stofnunar verklegra framkvæmda. Starfið felst í vélastillingum ásamt viðgerð- um. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða þekkingu á bílarafmagni og reynslu af notkun tölvustýrðra vélastillingartækja. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnar- málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síðar en 11. mars nk. Starfslýsing liggur frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. - BIFVELAVIRKI með meistararéttindi Krefjandi og.umfangsmikiö verkstjórnarstarf, á bif- reiöaverkstaadi sem sérhæfir sig í viðgerðum á vöru- og flutningabílum, helstu ábyrgðarsvið eru: •- Verkstjórn á verkstæðisgólfi »- Ýmis viðgerðavinna Við leitum að góðum fagmanni á aldrinum 30-50 ára. »- Reynsla af viðgerðum vöru- og flutningabíla. •- Æskilegt er að viðkomandi hafi meirapróf. ► Reynsla af verkstjórn æskileg. »- Lipurð í mannlegum samsktptum nauðsynleg. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en I síðasta lagi fyrir hádegi 12. mars 1996 A 5 rAj>i h Á B E N D I R Á Ð G ) O F & RÁÐNINGAR LAUGAVECUR 178 S I M I : 568 90 99 FAX: 568 90 96 Aðstoðarmaður hönnuðar Við leitum að vandvirkum og hraðvirkum einstaklingi. Starfið felst í því að túlka og útfæra meginnugmyndir og hugtök samkvæmt línum lögðum af hönnunarstjóra. Við vinnum á Macintosh og er góð kunnátta á WP, FH og PM skilyrði. Reynsla af vinnslu í PhotoShop, Illustrator og við skönnun er kostur. Viðkomandi verður einnig falið að sjá um amendingu og eftirlit með filmuvinnslu í prentsmiðjum sem og eftirlit með gæðum þar. Laun eftir samkomulagi. Meðal viðskiptainna okkar eru Borgarplast, Lýsi, Lyst/McDonald's, Íslenskt-Franskt, Iðnmark/Stiömu- snakk, ÍMÚR, Intmm á Íslandi, Samskip lnnanlands, VÍB, VSÓ og V5Ó Rekstrarráðgjöf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 3. apríl eða eins fljótt og auðið er eftir það. Hringið og fáið viðtal í s. 562 35 11. Hugtök hóf starfsemi árið 1987 og þjónar viðskiptavinum sínum einkum á sviði markaðsráðgjafar, eigindar og ímyndar fyrirtækja, auglýsinga og umbúðahönnunar. U7 Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Sími/Fax 562 35 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.